Morgunblaðið - 20.08.2003, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 20.08.2003, Blaðsíða 18
18 MIÐVIKUDAGUR 20. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ SUÐURNES „NEI, ég hef enga bakþanka fengið og veit að ég mun ekki sjá eftir þessu. Ef ég hefði ekki látið reyna á þetta hefði ég hrunið niður,“ segir Gréta Jónsdóttir sem ásamt fjöl- skyldu sinni hefur tekið við rekstri veitingastofunnar Varar í Grinda- vík. Gréta hefur unnið í Vör í mörg ár og lagði inn tilboð þegar Sjómanna- og vélstjórafélag Grindavíkur aug- lýsti reksturinn. Gréta er 64 ára gömul ekkja. Hún segist alltaf hafa þurft að vinna mikið. Vissulega sé mikið púl að að vinna á eigin veit- ingastað og vinnudagurinn oft lang- ur en það sé ánægjulegt púl að vinna að svona verkefni með fjöl- skyldu sinni. Undirbúið um nóttina Gréta og hennar fólk hafði stutt- an tíma til að undirbúa reksturinn, aðeins nokkra daga. Þeir fóru í inn- kaup, að ganga frá leyfum og í ann- an nauðsynlegan undirbúning. Þau tóku síðan við 1. ágúst, föstudaginn fyrir verslunarmannahelgi. Gréta segir að tafsamt hafi verið að standa í þessu dagana fyrir versl- unarmannahelgi, margir hafi verið í fríi, en það hafi tekist. „Við komum hingað inn fimm mínútur yfir tólf aðfaranótt föstu- dagsins og unnum fram eftir nóttu við að koma vörunum hingað inn og undirbúa fyrsta daginn. Öll fjöl- skyldan var við þetta og vinafólk og síðan mætti ég klukkan átta til að elda,“ segir Gréta. Hún og sonur hennar, Jóhann Hallgrímsson sem er lærður fram- reiðslumaður, skiptast á um að elda matinn. Jóhann hefur verið á sjó á veturna en hætti við það nú til að vera við reksturinn í vetur. Auk þess vinnur tengdadóttir hennar við fyrirtækið og fleiri úr fjölskyldunni aðstoða eftir þörfum. Gréta segir mikilvægt að sníða sér stakk eftir vexti, vera ekki með fleira starfs- fólk en nauðsyn beri til en hafa að- gang að góðu fólki til að létta undir á álagstímum. „Við erum samheldin fjölskylda og höfum alltaf verið og það vilja allir hjálpa til. Ég held líka að þeim finnist það gott að ég skyldi fara út í þetta,“ segir Gréta. Viðskiptin hafa gengið vonum framar það sem af er mánuðinum. Gréta segist hafa orðið vör við marga ferðamenn, fólk sem ferðað- ist á eigin vegum. Í samtölum henn- ar við fólkið hefur komið fram að margir eru að flýja hitabylgjuna í Evrópu. Nýr matseðill Veitingastofan Vör er alhliða veitingahús en áhersla hefur verið lögð á fiskrétti. Svo er enn en Gréta og Jóhann hafa útbúið alveg nýjan matseðil. Fiskurinn er kominn í nýj- an búning. Saltfisksetur Íslands er á móti Vör í Hafnargötunni og er samvinna milli staðanna. Þannig annast Veitingastofan Vör veit- ingar þegar hópar koma í Salt- fisksetrið. Jóhann segir að þau hafi einnig útbúið nýjan matseðil fyrir hópana og þar er saltfiskur undir- staðan, eins og vera ber í salt- fisksafni. Þau taka einnig að sér veitingar í veislum, bæði á Veitingastofunni sjálfri og úti í bæ, og önnur verkefni sem bjóðast á þessu sviði. Gréta segir ekki veita af því minna sé að gera yfir veturinn og gott að hafa fleiri stoðir undir rekstrinum á þeim tíma. Gréta Jónsdóttir hefur tekið við rekstri Veitingastofunnar Varar Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Gréta Jónsdóttir stendur alla daga í eldhúsinu. Hér bakar hún pönnukökur fyrir gesti sína. Ánægju- legt púl með fjöl- skyldunni Grindavík EFNT verður til umhverfisátaks í Reykjanesbæ næstu daga. Mark- miðið er að hreinsa jaðra bæjarins af öllum málmum og öðru rusli. Reykjanesbær stendur fyrir hreinsunarátakinu í samvinnu við Hringrás hf., Njarðtak hf., Sorpeyð- ingarstöð Suðurnesja, Bláa herinn, fyrirtæki og íbúa Reykjanesbæjar. Hliðstætt átak sem efnt var til á síð- asta ári þótti skila góðum árangri. Þegar hafa verið tilgreind hreins- unarsvæði og sérstök verkefni í átakinu, en einnig er óskað eftir ábendingum íbúa. Átakið hefst formlega á morgun, fimmtudag, klukkan 18, og er stefnt að því að því ljúki fyrir 2. september, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá bæjarstjóra. Hreinsunarsvæðinu hefur verið skipt í þrjá hluta, Helguvík að Njarðvíkurhöfn auk iðnaðarsvæða, Njarðvíkurhöfn að Stekkjarkoti auk iðnaðarsvæða og svæðið frá Stekkjarkoti að Vogastapa og Hafn- ir auk iðnaðarsvæða. Þjónustumið- stöð Reykjanesbæjar tekur á móti ábendingum um hvar málma og ann- að rusl er að finna og kemur ábend- ingum til tengiliða verkefnisins. Sér- stakir gámar verða settir upp vegna átaksins sem ætlaðir eru undir járnarusl. Fyrirtæki geta nýtt sér þá að kostnaðarlausu á þessum tíma. Í tilkynningunni eru íbúar og fyr- irtækjaeigendur hvattir til að skrá sig í átakið hjá Þjónustumiðstöð og taka þátt ýmist með því að taka til í sínu nánasta umhverfi eða mæta í hópátak, á tilgreindum stöðum sem Þjónustumiðstöð bendir á. Þjón- ustumiðstöð Reykjanesbæjar veitir allar nánari upplýsingar um stað- setningu gáma og fyrirkomulag átaksins. Átak í að hreinsa járnarusl Reykjanesbær HLJÓMSVEITIN Hljómar verða þess heiðurs aðnjótandi að fá sig skráða í fyrsta Stjörnuspor Reykja- nesbæjar. Á Ljósanótt verður platti með eiginhandaráritunum tónlistar- mannanna sem komið verður fyrir í gangstétt við Hafnargötu í Keflavík afhjúpaður í tilefni af því að fyrsti hluti Hafnargötunnar verður tekinn í notkun eftir gagngerar end- urbætur. Stjörnuspor Reykjanesbæjar er hugmynd sem Hilmar Bragi Bárð- arson, fréttastjóri Víkurfrétta, fékk að láni frá Los Angeles og hefur lagað að aðstæðum í Reykjanesbæ í samvinnu við Steinþór Jónsson for- mann undirbúningsnefndar Ljós- anætur. Nesprýði og Léttsteypan, fyrirtæki sem vinna við endurgerð Hafnargötunnar, tóku að sér að kosta framtakið. Steinþór segir að nefndin hafi ákveðið að Hljómar yrðu á fyrsta Stjörnuspori Reykjanesbæjar enda viðeigandi þar sem fjörutíu ár eru nú liðin frá því hljómsveitin kom fyrst fram í Keflavík, heimabæ sín- um. Áformað sé að halda þessu áfram með einhverjum hætti en ekki hafi verið ákveðið hvernig staðið verður að valinu framvegis. Allir þeir sem skarað hefðu framúr og markað spor í bænum með ein- um eða öðrum hætti kæmu til greina og útfærslan á plöttunum gæti orðið mismunandi eftir til- efnum. Stjörnuspor Hljóma verður í gangstétt fyrir framan Verslunina Hljómval að Hafnargötu 28, við torg sem þar verður útbúið. Á plattanum verða fjörutíu stjörnur til að minna á tilefnið, 40 ára af- mæli Hljóma, og eiginhandarárit- anir hljómsveitarmanna. Stjörnu- sporið verður afhjúpað um klukkan 16 laugardaginn á Ljósanótt. Stein- þór vonast til að Hljómarnir taki eins og eitt lag við þetta tækifæri. Ljósmynd/Hilmar Bragi Bárðarson Hljómar frá Keflavík, Erlingur, Rúnar, Gunnar og Engilbert . Hljómar fá fyrsta Stjörnusporið í stéttina Keflavík

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.