Morgunblaðið - 20.08.2003, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 20.08.2003, Blaðsíða 35
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. ÁGÚST 2003 35 FUNDIR/ MANNFAGNAÐUR Aðalfundur Aðalfundur AKO/Plastos hf. verður haldinn fimmtudaginn 28. ágúst 2003 kl. 13.30 í hús- næði Plastprents hf. á Fosshálsi 17—25, Reykjavík. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt 14. gr. samþykkta félagsins. 2. Tillaga um breytingu á 4. gr. samþykkta félagsins sem felur í sér lækkun á hlutafé félagsins. 3. Önnur mál, löglega upp borin. Fundargögn verða afhent á fundarstað. Stjórn AKO/Plastos hf. KENNSLA Formlegt skólastarf nemenda í grunnskólum Hafnarfjarðar hefst sem hér segir: Engidalsskóli 22. ágúst Hvaleyrarskóli 22. ágúst Setbergsskóli 22. ágúst Öldutúnsskóli 22. ágúst Áslandsskóli 25. ágúst Lækjarskóli 25. ágúst Víðistaðaskóli 25. ágúst Nemendur mæti í skólana samkvæmt þessari tímatöflu: Kl. 09:00 7. og 8. bekkur (fædd ´91 og ´90) Kl. 10:00 5. og 6. bekkur (fædd ´93 og ´92) Kl. 11:00 9. og 10. bekkur (fædd ´89 og ´88) Kl. 13:00 1. og 4. bekkur (fædd ´97 og ´94) Kl. 14:00 2. og 3. bekkur (fædd ´96 og ´95) Í Hafnarfirði búa um 21 þúsund manns. Bærinn stendur í fallegu umhverfi hrauns og kletta. Hafnarfjörður hefur þá bæjarsál sem einkennir búsetu við sjó og státar um leið af hagkvæmni stærðarinnar og staðsetningar í jaðri höfuð- borgarsvæðisins. Það er gott að búa og starfa í Hafnarfirði. Skólaskrifstofa Hafnarfjarðar Fræðslustjórinn í Hafnarfirði NAUÐUNGARSALA Uppboð Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins á Gránugötu 4—6, Siglufirði, mánudaginn 25. ágúst 2003 kl. 13.30, á eftir- farandi eignum: Aðalgata 22, neðri hæð, þingl. eig. F-61 ehf., gerðabeiðandi Sjóvá- Almennar tryggingar hf. Eyrargata 6, 1/6 hluti, þingl. eig. Guðmundur S. Guðmundsson, gerðabeiðandi Sparisjóður Hafnarfjarðar. Hverfisgata 7, þingl. eig. Ingvar Kristinn Hreinsson og Hanna Þóra Benediktsdóttir, gerðabeiðendur Íbúðalánasjóður og Lífeyrissj. starfsm. rík. B-deild. Sýslumaðurinn á Siglufirði, 19. ágúst 2003. Guðgeir Eyjólfsson. SMÁAUGLÝSINGAR FÉLAGSLÍF Háaleitisbraut 58—60 Miðvikudaginn 20. ágúst Kristniboðssalurinn á Háaleitis- braut 58. Samkoma í kvöld kl. 20.00. „Hví stendur þú fjarri Drottni?" "Sálm. 10. Ræðumaður Jónas Þórisson. Kaffiveitingar eftir samkomuna. Allir hjartanlega velkomnir. Hörgshlíð 12. Boðun fagnaðarerindisins. Bænastund í kvöld kl. 20.00. RAÐAUGLÝSINGAR ATVINNA mbl.is Dómkirkjan. Hádegisbænir kl. 12.10. Léttur málsverður á eftir. Prestarnir taka við fyrirbænum í síma 520 9700. Hallgrímskirkja. Morgunmessa kl. 8. Hug- leiðing, altarisganga, léttur morgunverður. Háteigskirkja. Bænaguðsþjónusta kl. 11. Súpa og brauð borið fram í Setrinu kl. 12. Brids í Setrinu kl. 13-16. Kvöldbænir kl. 18. Laugarneskirkja. Mömmumorgunn kl. 10 undir stjórn Aðalbjargar Helgadóttur. Gönguhópurinn Sólarmegin leggur af stað frá kirkjudyrum kl. 10.30 alla miðviku- dagsmorgna undir stjórn Arnar Sigurgeirs- sonar. Öllu fólki velkomið að slást í hóp- inn. Neskirkja. Fyrirbænamessa kl. 18. Prest- ur sr. Frank M. Halldórsson. Breiðholtskirkja. Bænastund í dag kl. 12. Seljakirkja. Kyrrðar- og bænastund í dag kl. 18. Beðið fyrir sjúkum. Allir hjartanlega velkomnir. Tekið á móti fyrirbænaefnum í kirkjunni í síma 567 0110. Vídalínskirkja. Foreldramorgnar í safnað- arheimilinu Kirkjuhvoli kl. 10-12. Hittumst og spjöllum. Heitt á könnunni og djús fyrir börnin. Allir foreldrar velkomin með eða án barna. Hafnarfjarðarkirkja. Kyrrðarstund í kirkj- unni kl. 12, íhugun, altarisganga, fyrir- bænir. Léttur hádegisverður kl. 13 í Ljós- broti Strandbergs. Þorlákskirkja. Barna- og foreldramorgnar í dag kl. 10-12. Lágafellskirkja. AA-fundur kl. 20.30 í Lágafellskirkju. Unnið í 12 sporunum. Landakirkja í Vestmannaeyjum. Helgi- stund í Hraunbúðum. Nemendur í Mast- erclass námskeiði Tónlistarskólans spila og prestur er sr. Þorvaldur Víðisson. Sauðárkrókskirkja. Kyrrðarstund kl. 21. Kletturinn, kristið samfélag. Kl. 20.30 Bænahópar í heimahúsum. Upplýsingar í síma 565 3987. Kefas. Samverustund unga fólksins kl. 20.30. Lofgjörð, lestur orðsins, fróðleikur og samvera. Allt ungt fólk velkomið. Kristniboðssalurinn, Háaleitisbraut 58. Samkoma í kvöld kl. 20. Hví stendur þú fjarri Drottinn? Sálm. 10. Ræðumaður Jónas Þórisson. Kaffiveitingar eftir sam- komuna. Allir velkomnir. Safnaðarstarf ÁRLEG minningarathöfn vegna fósturláta verður haldin í Bæn- húsi við Fossvogskirkju í dag, miðvikudaginn 20. ágúst, kl:16. Sjúkrahúsprestur og djákni Landspítala háskólasjúkrahúss sjá um framkvæmd athafn- arinnar í samvinnu við starfsfólk Kirkjugarða Reykjavík- urprófastdæma. Að athöfn lokinni í Bænhúsinu er gengið með ljós frá altari að minnisvarða og síðan að duftreit. Athöfnin er öllum opin. Minningarathöfn vegna fósturláta Kirkjustarf Áfangaskýrsla Prentvilla var í upphafi greinar Björgvins Guðmundssonar, Meint ólögmætt samráð olíufélaganna, í gær. Rétt er upphafið á þessa leið: „Áfangaskýrsla samkeppnisstofnun- ar um meint ólögmætt samráð olíu- félaganna hefur vakið mikla at- hygli.“ Þetta leiðréttist hér með. Stefán Helgi tenórsöngvari Í umsögn um sýningu Sumaróper- unnar á Krýningu Poppeu í blaðinu í gær er rangt farið með raddfag Stef- áns Helga Stefánssonar sem fer með hlutverk Lucanos. Hann er tenór- söngvari. Beðist er velvirðingar á þessu. LEIÐRÉTT Sumarhátíð og skráningardagur skátafélagsins Vífils í Garðabæ verður á morgun, fimmtudaginn 21. ágúst, í skátaheimilinu í Hraun- hólum 12. Í tilefni þess að skáta- starf er að hefjast að nýju mun skátafélagið vera með grillveislu fyrir gesti og gangandi. Dagskráin hefst kl. 18 með ýmsum dag- skrárliðum og skátastarf verður kynnt og boðið upp á grillmat fyrir gesti og gangandi. Kvöldvöku verð- ur þar sem töframenn kíkja í heimsókn og Páll Óskar Hjálmtýs- son syngur nokkur lög. Grillveisl- unni lýkur kl. 20.–20.30 Íslenskt prjón á Minjasafni Austurlands. Guðrún H. Bjarna- dóttir prjónar með gestum safnsins á morgun, fimmtudaginn 21. ágúst, kl. 13. Þátttökugjald er 600 kr. Á MORGUN Götubörn og munaðarlaus börn í Austur-Evrópu. Tatiana Balachova heldur fyrirlestur á vegum Barna- verndarstofu á Grand Hóteli föstu- daginn 22. ágúst kl. 13, um götubörn og munaðarlaus börn í A-Evrópu. Balachova gegnir rannsóknarstöðu í klínískri sálfræði við háskólann í Oklahoma og er einn helsti sérfræð- ingur heims í aðstæðum barna í A- Evrópu. Hún fjallar um þær að- stæður sem eru hlutskipti milljóna barna í þessum heimshluta. Skrá þarf þátttöku á Barnaverndastofu sem fyrst. Íslandsmótið í Víkinga KUBB sem er ævaforn sænskur víkingaleikur verður haldið í þriðja sinn laug- ardaginn 23. ágúst kl. 13. Leikið verður í Laugardal, skammt frá bíla- stæðum við Holtaveg og er mæting kl. 12.30. . Þátttaka er öllum heimil og fer skráning fram á vefnum http://kubb.kontra.org/ en þar er að finna allar upplýsingar um KUBB. Trjásýnilundur kynntur. Laug- ardaginn 23. ágúst verður sérstök kynning á trjásýnilundi Skógrækt- arfélags Hafnarfjarðar í Höfðaskógi. Lagt verður af stað frá Selinu, sem er við gróðrarstöð félagsins við Kaldárselsveg, klukkan 13. Steinar Björgvinsson, ræktunarstjóri Skóg- ræktarfélagsins, mun leiða gönguna um trjásýnisafnið í Höfðaskógi og segja frá því markverðasta, sem fyr- ir augu ber. Með í för verður einnig Hannes Þór Hafsteinsson fuglaskoð- ari og mun hann kynna fyrir göngu- fólki fuglalífið í skóginum.Á NÆSTUNNI DREGIÐ hefur verið í strikamerkjaleik IKEA sem stóð dagana 24. júlí til 10. ágúst. Vinningar voru tíu vöruúttektir í IKEA hver að verðmæti 100.000 kr. samtals ein milljón króna og voru vinningar afhentir 15. ágúst sl. Vinningshafarnir eru: Anna Lind Borgþórsdóttir, Kópavogi, Bergljót Bergsveinsdóttir, Reykjavík, Bergsteinn Óskar Egilsson, Akranesi, Elinóra H. Ásgeirsdóttir, Hnífsdal, Hólmfríður Vigdís Sævarsdóttir, Reykjavík, Hulda Bjarnadóttir, Reykjavík, Íris Björk Felixdóttir, Ísafirði, Sigrún Lína Barhams, Keflavík, Sveinn H. Gunnarsson, Reykjavík, og Þórunn Margrét Ólafsdóttir, Reykjavík. Vinningshafar í Strikamerkjaleik IKEA Á AÐALFUNDI Gjafa, félags ungra sjálfstæðismanna í Grundarfirði, um síðustu helgi var samþykkt ályktun þar sem árangri Samkeppnisstofn- unar að undanförnu var fagnað. „Með starfi sínu hefur stofnunin, svo ekki verður um villst, hvergi hlíft þeim sem í krafti fjármagns leita allra leiða til að ná sínu fram,“ segir í ályktuninni. Þá segir að grundvall- arregla í viðskiptum sé siðferðis- þrek, sá stóri eigi ekki að skaða þann smáa einungis í krafti stærðar eða samráðs. Fyrirtæki sem veiti nauð- synlega þjónustu eða vöru eigi ekki að geta skammtað sér tekjur frá al- menningi vegna aðstöðu sinnar. Tekjur þeirra eigi að ráðast af verði sem myndist á opnum og frjálsum samkeppnismarkaði. „Því verður að styrkja Samkeppn- isstofnun enn frekar svo veita megi atvinnurekendum virkt aðhald,“ seg- ir í ályktuninni. Vilja styrkja Samkeppn- isstofnun

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.