Morgunblaðið - 20.08.2003, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 20.08.2003, Blaðsíða 12
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF 12 MIÐVIKUDAGUR 20. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ SAMSTÆÐA Flugleiða tapaði 903 milljónum króna eftir skatta á fyrstu sex mánuðum ársins, samanborið við 50 milljóna króna hagnað á sama tímabili í fyrra. Sigurður Helgason, forstjóri fyrirtækisins, segist vera tiltölulega sáttur við afkomuna, mið- að við önnur flugfélög í heiminum, sem eiga mörg í erfiðleikum vegna bágra rekstrarskilyrða. Hann segir að áætlanir Flugleiða geri ráð fyrir að reksturinn skili hagnaði á árinu. Sigurður segir að markmið félags- ins sé að lækka rekstrarkostnað um 1,5 milljarða króna á árinu. „Þar er- um við að horfa á allar hliðar rekstr- arins. Til að mynda höfum við í skoð- un að hefja miðalaus viðskipti og fjölga bókunum í gegnum netið. Þá hyggjumst við spara við afgreiðslu á flugvélum, bæði hérlendis og erlend- is. Markmiðið er að lækka allan kostnað fyrirtækisins,“ segir Sigurð- ur. Hann segir að vinna við undir- búning gangi vel, sumt sé að koma til framkvæmda núna og annað komi til framkvæmda með haustinu. Fjölgun áfangastaða næsta sumar Þá segir Sigurður að Icelandair hyggist fjölga flugleiðum næsta sum- ar og hefja þá áætlunarflug til sex nýrra áfangastaða; Helsinki, Berlín- ar, München, Zürich, Madríd og Or- lando í Bandaríkjunum. „Þetta er lið- ur í áherslu fyrirtækisins í að fjölga enn frekar ferðamönnum til lands- ins.“ Tapið á fyrri helmingi ársins er talsvert meira en verðbréfafyrirtæk- in höfðu spáð, en spár þeirra hljóð- uðu upp á 100–462 milljóna króna taprekstur. Meðalspáin gerði ráð fyrir 244 milljóna króna tapi. Hagnaður fyrir fjármagnsliði og afskriftir (EBITDA) var 150 milljón- ir króna á tímabilinu, borið saman við 1.251 milljón króna í fyrra. Það er einnig mun lægri upphæð en spár höfðu gert ráð fyrir, en meðalspáin hljóðaði upp á 1.048 m.kr. EBITDA- hagnað. Spárnar voru á bilinu 916– 1.160 milljónir króna. Tekjur drógust saman Heildartekjur Flugleiða á tíma- bilinu drógust saman um 9,2% og námu 15,9 milljörðum króna, miðað við 17,6 milljarða á fyrri hluta ársins 2002. Rekstrargjöld lækkuðu einnig, en aðeins um 3,6%. Þau voru 16,7 milljarðar á fyrri hluta ársins 2003, en 17,3 milljarðar króna á fyrri helm- ingi ársins 2002. Eiginfjárhlutfall lækkaði frá ára- mótum, úr 0,23 í 0,19. Alls nam eigið fé 7.401 milljón króna, en skuldir voru 31.099 milljónir. Veltufé frá rekstri var 559 m.kr., borið saman við 1.761 milljón á fyrri helmingi árs- ins 2002. Handbært fé frá rekstri var 2.020 milljónir á tímabilinu, saman- borið við 4.203 milljónir 2002. Veltu- fjárhlutfall var 1,01, en 1,19 um ára- mótin. Veltufjárhlutfall án fyrirfram innheimtra tekna var 1,46, en 1,49 um áramótin. Viðkvæmur alþjóðarekstur Í tilkynningu frá Flugleiðum vegna uppgjörsins segir að megin- ástæður versnandi afkomu fyrstu sex mánaða ársins hafi verið sam- dráttur á alþjóðaflugmarkaði í vetur og vor, vegna óvissu í tengslum við Íraksstríðið og í framhaldi af því sá ótti við ferðalög í alþjóðaflugi sem tengdist bráðalungnabólgufaraldrin- um. Haft er eftir Sigurði Helgasyni að þetta sýni glöggt hve viðkvæmur alþjóðaflugrekstur Icelandair, dótt- urfélags Flugleiða, sé fyrir utanað- komandi áhrifum og sveiflum í al- þjóðlegu hagkerfi. „Líkt og önnur fyrirtæki í alþjóða- flugrekstri finnum við líka fyrir því að flugmarkaðurinn er að breytast. Samkeppni eykst, bæði hér á heima- markaði og á alþjóðamarkaði. Þetta knýr á um breytingar og við ætlum sannarlega ekki að láta okkar hlut,“ segir hann í tilkynningunni. Saman- lögð áhrif ytri þátta á borð við gengi, eldsneytisverð og vexti eru lítil á af- komuna milli ára, segir í tilkynning- unni. Sigurður segir að afkomuþróun á fyrri helmingi ársins valdi vissulega vonbrigðum, en félagið hafi þegar hafist handa um að styrkja þær greinar starfseminnar sem áttu erfitt uppdráttar á fyrri helmingi ársins. „Þessir erfiðleikar á mörkuðum komu þegar í ljós á fyrsta ársfjórð- ungi þegar mikill samdráttur varð í Norður-Atlantshafsflugi. Þá áttum við kost á að mæta því með lækkun kostnaðar frá fyrra ári. Það viðbót- arsvigrúm var ekki fyrir hendi á öðr- um ársfjórðungi, á helsta bókunar- tíma sumarferðalaga til Íslands, og sama markaðsþróun leiddi því til versnandi afkomu.“ Engin aðgangshindrun Spurður um horfur í rekstri félags- ins fram að áramótum sagði Sigurð- ur á kynningarfundi félagsins í gær að þær væru góðar. Helsti óvissu- þáttur væri eftirspurn. „Að vísu eru samskipti við samkeppnisyfirvöld einnig óvissuþáttur, en við höfum áfrýjað úrskurði Samkeppnisstofn- unar til áfrýjunarnefndar samkeppn- ismála og gerum ráð fyrir að málið verði tekið þar fyrir í september. Við teljum okkur hafa sýnt fram á að að- gangshindranir inn á markaðinn eru engar og að ekkert eigið fé þarf til að stofna til flugrekstrar,“ sagði Sigurð- ur. Hann segist vonast til að hægt verði að hnekkja úrskurði Sam- keppnisstofnunar vegna erindis Ice- land Express. Í Hálffimm fréttum greiningar- deildar Kaupþings Búnaðarbanka segir: „Ef undan er skilin lækkun kostnaðar vegna flugvéla- og áhafna- leigu úr 1,6 ma.kr. niður í 1,1 ma.kr. og lækkun afskrifta úr 970 m.kr. í 870 m.kr. voru rekstrargjöld samstæð- unnar svo til óbreytt frá sama tíma- bili í fyrra. Þannig hefur launakostn- aður aukist úr 5,6 mö.kr. í 5,8 ma.kr., sem er nokkuð fyrir ofan væntingar greiningardeildar. Á móti hefur ann- ar rekstrarkostnaður lækkað á milli ára úr 5,9 mö.kr. í 5,6. ma.kr en þar munar mest um lækkun viðhalds- kostnaðar og bókunargjalda. Að mati greiningardeildar þarf félagið að ná fram mun meiri lækkun rekstrar- gjalda á næstu misserum til að standa við áætlanir sínar.“ Gengið lækkaði Gengi hlutabréfa í Flugleiðum í Kauphöll Íslands lækkaði töluvert í gær, eða um 4,6%. Upphafsgengi var 4,35, en lokagengi 4,15. Lægst fór gengið í 3,75, en í lok dags var kaup- tilboð upp á 4,05, en sölutilboð 4,20. 903 milljóna króna tap af rekstri Flugleiða  (2- 0, (&$$. -+ (94(6( 2 :+                                               !    "     #  $        " %  % & $   ' () $   #   *    + %+% %, "   % +       !   "+   ++ + ++  +  +% %,+ ;<=/>;     < ? @>;      0+  (7(   Samdráttur vegna Íraksstríðs, samkeppni og bráðalungnabólgu PRÓFMÁL um valdsvið prókúruhafa gæti verið á leiðinni fari svo að Kaup- félag Árnesinga, KÁ, verði látið standa við ábyrgðir sem fyrrverandi framkvæmdastjóri félagsins, Ólafur Rúnar Ástþórsson, kom því í án vit- undar stjórnar. Þetta segir Einar Gautur Steingrímsson hrl. aðstoðar- maður á greiðslustöðvunartíma í samtali við Morgunblaðið. Um er að ræða víxla Brúar ehf. upp á 52 milljónir króna, en féð var notað í endurbyggingu Hótels Selfoss. KÁ er meirihlutaeigandi Brúar ehf. sem keypti og sá um endurbyggingu hótelsins. Hótel Selfoss er ein meg- inástæðan fyrir því að KÁ er nú í greiðslustöðvun og leitar nauðasamn- inga við lánardrottna sína. „Ef KÁ tapar þessu máli og þarf að borga víxlana þá er hægt að draga þá ályktun að það sé best fyrir fyrirtæki að gefa ekki starfsmönnum prókúru. Ég er klár á að það yrði prófmál fyrir dómi því það vantar alveg dóm hér á landi í hliðstæðu máli við þetta. Þetta snýst um hvert sé efnissvið hugtaks- ins prókúruumboð,“ segir Einar Gautur. Einar Gautur segir að enn sé of snemmt að segja í smáatriðum til um hvernig framkvæmdastjórinn fyrr- verandi hagaði þessum málum, en ljóst sé að hann fór út fyrir valdsvið sitt með því að gera KÁ ábyrgt fyrir greiðslu víxlanna. „Það er ekki ákvörðun framkvæmdastjóra að gera svona lagað, það er ekki hans hlut- verk,“ segir Einar Gautur. KÁ er sem stendur í greiðslustöðv- un til 31. október nk. og leitar nauða- samninga við lánardrottna. Heildarskuldir KÁ eru 1,4 milljarð- ar króna en að meðtöldum ábyrgðum nema skuldirnar 1,8 milljörðum króna. Þar af eru 79 milljónir sem ólíklegt er að falli á félagið. KÁ skuldar 320 milljónir króna umfram áætlað verðmæti eigna. Morgunblaðið/Árni Sæberg Hótel Selfoss er ríflega 10.000 fermetrar að stærð og 100 herbergja. Prófmál um prókúru- umboð á leiðinni? Fyrrverandi framkvæmdastjóri KÁ lét félagið ábyrgjast 52 milljónir HAGNAÐUR Eskju hf. nam 271 milljón króna fyrstu sex mánuði árs- ins. Á sama tímabili í fyrra nam hagnaður félagsins 902 milljónum króna og hefur því dregist saman um 70% á milli ára. Rekstrartekjur fé- lagsins á tímabilinu námu 1.598 millj- ónum en rekstrargjöld 1.124 milljón- um. Nam hagnaður fyrir afskriftir (EBIDTA) því rúmum 474 milljón- um eða 29,69% af rekstrartekjum, miðað við 835 milljónir árið áður. Í tilkynningu frá Eskju kemur fram að ástæður tekjusamdráttar í rekstri Eskju megi helst rekja til samdrátt- ar í loðnuveiðum og -vinnslu en 52 þúsund tonn veiddust á yfirstaðinni loðnuvertíð samanborið við 91 þús- und tonn árið áður. Hins vegar hefur aukin kolmunnaveiði í kjölfar auk- inna aflaheimilda dregið úr fyrirsjá- anlegum tekjusamdrætti félagsins. Félagið hefur heimild til að veiða um 105 þúsund tonn af kolmunna í ár, miðað við 54 þúsund tonna veiði- heimild árið áður en félagið hefur yf- ir 19,2% úthlutaðs kvóta að ráða. Heildarveiði skipa félagins voru tæp 90 þúsund tonn, að verðmæti 799 milljónir, samanborið við rúm 114 þúsund tonn, að verðmæti 1.246 milljónir, árið áður. Framleiddar af- urðir í mjöl og lýsisvinnslu námu tæpum 25 þúsund tonnum miðað við tæp 31 þúsund tonn árið áður. Fram- leiddar bolfiskafurðir jukust lítillega á milli ára en rækjuvinnslu félagsins hefur verið lokað. Afurðabirgðir rækju hafa verið seldar og rekstr- artapið er að fullu bókfært. Rekstraráætlun félagsins gerir ráð fyrir að EBITDA framlegð verði um 29% á árinu, að því gefnu að af- urðaverð haldist stöðugt út rekstr- arárið. Hagnaður Eskju dregst saman um 70% Minni tekjur vegna samdráttar í loðnu- veiðum og vinnslu   (2- 0, (&$$. < 0 (94                 -* *    $             +  +  % +  !"  + +  %  +"    %   !++  +   +   + +  " ! "   +, . %,. , "  +,. %,. , 0+  52(7(,- & $   ' ( $   #   *   &  *   /  0 *    < ? @>;  #  $        ;<=/>;    % %      FJÁRFESTINGASJÓÐURINN Scarlett Retail og fasteignafélagið Minerva hafa samkvæmt Financial Times átt í óformlegum viðræðum við Baug út af bresku versl- anakeðjunni House of Fraser, en Baugur er stærsti hluthafi keðj- unnar með 8,2% eignarhlut. Í blaðinu er sagt að viðræðurnar hafi farið fram í gegnum ráðgjafa aðilanna og rætt hafi verið um mögulegt tilboð en ekkert sérstakt hafi komið út úr þeim viðræðum. Talsmaður Baugs í Bretlandi sagði í samtali við Morgunblaðið að Baugur væri til í að skoða allar góðar hugmyndir um hvernig hægt væri að búa til meiri verð- mæti úr hlut Baugs. „Ef menn gera eitthvað í House of Fraser verða þeir að heyra í Baugi þar sem félagið er stærsti hluthafinn. Það góða við stöðu Baugs í þessu máli er að félaginu liggur ekkert á. Hluturinn var keyptur til að eiga til lengri tíma,“ sagði tals- maðurinn. Í desember í fyrra bauð skoski kaupsýslumaðurinn Tom Hunter, sem á 6,7% hlut í félaginu, 200 milljónir punda, eða 85 pens á hlut, í House of Fraser, með stuðn- ingi Baugs. Tilboðinu var hafnað af stjórn félagsins og Hunter dró tilboðið til baka. Í febrúar sl. keyptu Scarlett og Minerva Allders-verslanakeðjuna fyrir 162 milljónir punda og sagt er í frétt Financial Times að mögulega ætli fyrirtækin sér það sama og Hunter á sínum tíma, að sameina keðjurnar tvær. House of Fraser hækkaði um 3,9% á markaði í gær og fór hlut- urinn upp í 99 pens á hlut. Markaðsverðmæti hlutar Baugs er því tæpir 2,4 milljarðar króna ef miðað er við upplýsingar úr frétt Financial Times, einum millj- arði meira en þegar keypt var í fyrra á 62 pens á hlut. Scarlett og Minerva ræða óformlega við Baug

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.