Morgunblaðið - 20.08.2003, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 20.08.2003, Blaðsíða 26
26 MIÐVIKUDAGUR 20. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. E NN er rætt um sameiningu stóru fisksölufyrirtækjanna SH og SÍF. Þær umræður hafa þó ekki verið opinber- ar, en helztu eigendurnir munu hafa hitzt. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins eru bankarnir, Íslands- banki og Landsbankinn, mjög áfram um sameininguna. Andstaða virðist á hinn bóginn vera hjá ákveðnum hluta eigenda SÍF. Opinberum samningaviðræðum um sameiningu félaganna var slitið fyrr á árinu eftir verulegan ágreining eigenda þeirra á verðmati hvors fyrirtækis fyrir sig. Þrátt fyrir það lýstu forystumenn beggja félaganna því yfir á sínum tíma að sameining væri mjög góður kostur og já- kvæð samlegðaráhrif í rekstri gætu num- ið mörg hundruð milljónum króna. Gætu ráðið ferðinni Bæði Landsbankinn og Íslandsbanki keyptu stóra hluti í SH fyrr á árinu og geta þeir í sameiningu ráðið ferðinni þar. Stjórnendur beggja bankanna lýstu því einnig yfir á sínum tíma, að það væri ekki ætlun þeirra að eiga þessi hlutabréf til lengdar, en markmið Landsbankans með kaupunum var meðal annars að sameina SH og SÍF. Eimskipafélagið á verulegan hlut í báð- um félögunum í gegnum Brim og Burðar- ás og sé það einnig vilji stjórnenda þess að sameina félögin, virðist fátt geta staðið í vegi fyrir sameiningu. Sparnaður og aukin velta Gengi félaganna á hlutabréfamarkaðn- um hefur verið misjafnt í ár. Gengi bréfa í SÍF hefur lækkað og var í gær um 4,4. Gengi bréfa í SH hefur á hinn bóginn hækkað og var í gær um 5,4. Ljóst er að sameinað félag yrði geysilega öflugt á sjávarafurðamarkaðnum víða um heiminn, enda hafa þau verið að styrkja stöðu sína, bæði í Bandaríkjunum og Evrópu. Ætli bankarnir sér að selja hluti sína í fyrirtækjunum, hlýtur það að vera betri kostur að sameina þau fyrst, því ætla má að verðmæti þeirra aukist við það. Velta verður um 140 milljarðar króna, kostnaður minnkar um hundruð milljóna og hagn- aður ætti að aukast mikið. Styrkurinn í samningum við stórmarkaðskeðjurnar ytra verður mun meiri en áður og samn- ingsstaða því mun betri. Allt þetta, og fleira til, mælir því með sameiningunni. Hagsmunir í Kanada En fleira gæti hangið á spýtunni. Bæði SH og Íslandsbanki eiga töluverðra hags- muna að gæta í Kanada. SH keypti fyrir nokkru 15% hlut í sjávarútvegsfyrirtækinu Fishery Products International og sama gerðu fyrirtækin Clearwater á Nova Scotia og Sanford á Nýja-Sjálandi. Ís- landsbanki mun að einhverju leyti hafa komið að fjármögnun þessara kaupa auk þess sem hann er í miklum viðskiptum við Clearwater og FPI. Þegar aðilar tengdir Róbert Guðfinns- syni, stjórnarformanni SH, seldu Lands- bankanum fjórðungshlut sinn í SH síðast- liðinn vetur, var uppi kvittur um það að eigandi Clearwater, John Risley, hefði áhuga á að kaupa þann hlut. Risley lýsti svo áhuga sínum á kaupum í SH í samtali við Morgun hefur ennþá óvíst að svo Það er ek styrkur fyri adíska féla Rökin fyrir er geysiöflu og Argentín það auka a og markaðss Á móti m þörf. Íslenz greiðan aðg þau vinna á. dreifikerfi o um dýrmæt Kæmi Cl ingu má ætl FPI og sam benda á þa water, dóttu unum, hefur Samkvæm eru um það það þjónar leiðenda að ísku fyrirtæ meira úr bý lenzku. Þá ó lendinga yrð adamenn yfi FPI tapað öðrum fjórð sölu hefur l anna, styrk vandamál í Skiptar skoðanir um sameiningu SH og SÍF Sameining S verkafólk áfr Hugsanleg sameining SH og SÍF er enn rædd, þótt horfið hafi verið frá áformum um sameiningu fyrr á árinu. Það eru Íslandsbanki og Landsbank- inn sem mesta áherzlu leggja nú á sameininguna eins og áður. Hjörtur Gíslason kynnti sér málið og komst að því að hagsmunir Íslandsbanka í Kanada gætu ráðið miklu. En andstaða er við það að selja markaðskerfi íslenzkra sjávarafurða til Kanada. VILLIMANNAÞJÓÐFÉLAG? Það virðist ríkja almennánægja með ástandið ímiðborg Reykjavíkur að lokinni menningarnótt. Fulltrú- ar lögreglu sögðust vera himin- lifandi yfir hvernig til tókst. Þótti ástandið til fyrirmyndar, að minnsta kosti samanborið við síðustu menningarnótt. Í dagbók lögreglunnar eftir helgina mátti þó lesa eftirfarandi: „Á milli 70 og 80 þúsund manns lögðu leið sína í miðborg Reykjavíkur til að taka þátt í menningarnótt og reyndist erfitt að senda lögreglu í verkefni í miðborginni sökum þess. Mikið var um ölvun, smá- pústra og slagsmál og þurftu margir að fá aðstoð á slysa- deild … Tilkynnt var til lögreglu um 17 minniháttar líkamsárásir um helgina og þar af 15 aðfara- nótt sunnudags. Í flestum til- fellum var um slagsmál milli manna að ræða og hópslagsmál voru nokkur. Um hálffimmleytið sömu nótt kom til hópslagsmála fyrir utan veitingastað í miðborginni. Mað- ur sem fékk ekki inngöngu varð æfur og efndi til slagsmála við dyraverði og enduðu slagsmálin með því að þrír voru fluttir á slysadeild með áverka á enni. Um fimmleytið var annar maður kýldur í andlitið og nefbrotn- aði.“ Þetta þykir hins vegar ekki fréttnæmt enda hefur líklega ekki gengið meira á en gengur og gerist á „erfiðu“ laugardags- kvöldi. Það ástand sem myndast reglulega í miðborginni er veru- legt áhyggjuefni og er til marks um mun stærra þjóðfélagslegt vandamál. Fólk kippir sér vart upp við það þótt miðborgin fyll- ist helgi eftir helgi af dauða- drukknu fólki sem raskar svefnró fólks, gerir þarfir sínar í bakgörðum og fremur skemmd- arverk á eignum annarra. Fólk er einungis að „skemmta“ sér. Það má segja margt gott um það miðbæjarlíf sem hefur verið að þróast í Reykjavík og er ein helsta ástæða þeirrar miklu at- hygli sem Reykjavík hefur hlotið í erlendum fjölmiðlum og þeirra vinsælda sem borgin nýtur með- al ferðamanna. Miðborgin lifnar við á kvöldin, mannlífið er fjöl- breytt og góðir veitingastaðir á hverju strái. Það eru hins vegar öfgarnar í íslenskri „skemmt- anamenningu“ og sollinum sem spilla fyrir og draga miðborgina niður í ræsið þegar líða tekur á nóttina um helgar. Þeir sem leggja leið sína í mið- borgina að morgni sunnudags áður en hreinsunardeild Reykja- víkurborgar hefur lokið verki sínu verða oft að vaða í gegnum hauga af glerbrotum og rusli. Brotnar rúður eru algeng sjón og fnykurinn til marks um að al- menningssalerni anna ekki þörf- um fjöldasamkomna helganna, hvað þá þegar mannfjöldinn eykst vegna uppákomna á borð við menningarnótt. Fyrr í mánuðinum bárust fregnir af því að unnin hefðu verið skemmdarverk á myndum franska ljósmyndarans Yann Arthus-Bertrand, sem verið hafa til sýnis á Austurvelli. Taka varð fimm myndanna niður þar sem krotað hafði verið á þær. Í raun ætti það ekki að koma neinum á óvart að þetta hafi gerst. Margir virðast líta svo á að byggingar og listaverk í miðborginni séu kjörinn vettvangur til að fá út- rás fyrir skemmdarfýsn sína. Engu að síður er það okkur til háborinnar skammar að ekki skuli vera hægt að setja upp merka útisýningu í höfuðborg- inni án þess að hún verði skemmdarvörgum að bráð. Vandinn er í sjálfu sér ekki sá að fólk fjölmenni í miðborgina til að gera sér glaðan dag. Það gæðir hjarta höfuðborgarinnar lífi. Það er hins vegar hömlu-, aga- og virðingarleysið sem ein- kennir framkomu allt of margra sem er fyrir löngu orðið að þjóð- félagslegu vandamáli. Þetta er síður en svo nýtt vandamál heldur rótgróin mein- semd í okkar samfélagi, sem verið hefur til staðar áratugum saman. Vandamálið er sömuleiðis langt í frá bundið við miðborg- ina eina og sér þótt þar blasi vissulega við sýnilegasta birt- ingarmynd þess. Hvað eru hefð- bundin sveitaböll annað en um- gjörð utan um hömlulausa drykkju og skrílslæti? Hvað eru fjöldasamkomur verslunar- mannahelgarinnar annað en af- sökun allt of margra til að láta allar hömlur siðaðra þjóðfélaga lönd og leið? Það þykir ekkert tiltökumál þótt unglingar flykk- ist á slíkar samkomur og fái þar vígslu inn í villimannamenn- inguna. Ef allir komast lifandi heim og fjöldi tilkynntra nauðg- ana er „í lágmarki“ þykir helgin hafa heppnast frábærlega. Það er orðið tímabært að við Íslendingar tökum okkur tak og förum að haga okkur sem siðuð þjóð. Fyrsta skrefið hlýtur að vera það að viðurkenna að það sé ekki í lagi að menn noti áfengi sem afsökun til að haga sér eins og villimenn. Það er ekki fyrr en samfélagið fordæm- ir og hættir að samþykkja slíka hegðun sem okkur mun takast að vinna bug á þessum vanda. F ÉLAGSMÁLARÁÐUNEYTIÐ og Samband íslenskra sveit- arfélaga kynntu í gær nýtt átak í sameiningarmálum sveitar- félaga. Tvær nefndir verða skipaðar af félagsmálaráðherra í þessum tilgangi. Sameiningarnefnd hefur því hlutverki að gegna að undirbúa og gera tillögur um breytta samfélags- skipan og nefnd um tekjustofna sveitarfélaga mun vinna tillögur um að- lögun tekjustofna að nýrri sveitarfélagaskipan og breyttri verkaskiptingu. Þriggja manna verkefnisstjórn sem Hjálmar Árnason, formaður félags- málanefndar Alþingis, leiðir hefur umsjón með verkefninu. Árni Magnússon félagsmálaráðherra er vongóður um að átakið skili færri og öflugri sveitarfélögum en nú er og gerir ráð fyrir að það leiði til umtalsverðrar sameiningar. Hann segir að tíminn fram til ársins 2005 verði nýttur í undirbúning og að kosningar um sameiningu geti farið fram á vordögum 2005. Kosið verði í nýjum sveitarfélögum árið 2006. „Í sjálfu sér höfum við ekki neinar ákveðnar tölur um fjölda sveitarfélaga í huga. Ég get séð fyrir mér að þeim fækki um allt að helming, þau eru 104 núna og verði því á bilinu 40–60.“ Lágmarkið er 50 íbúar í sveitarfélagi Árni bendir á að verkefnið leiði af sér breytingar á sveitarstjórn- arlögum, en ætlunin er að leggja fram breytingarfrumvarp í haust. Lagt er meðal annars til að bráðabirgðaákvæði verði bætt við lögin er kveði á um hlutverk verkefnisstjórnar og nefndar um sameiningu sveitarfélaga og hvernig atkvæðagreiðslu verði háttað í sveitarfélögum um sameining- artillögur. Hann leggur jafnframt mikla áherslu á að tryggt sé að fulltrúar allra aðila sem hagsmuna eiga að gæta komi að verkefninu. „Það eru 33 sveitarfélög í landinu sem telja fleiri en þúsund íbúa, þannig að við sjáum að það er mikið lag. Lágmarkið í lögunum núna er 50 íbúar. Við erum að vonast til þess lagaboðs um að sveitarfélög Það verður auðvitað að kom mínu að í Jónsbók, sem er u það skuli ekki vera færri en Hann bætir við að sveitarfé að standa undir skyldum sín ið dýpra í árinni. „Við viljum byrja með og sjá hverju það Átak í sameiningu sveitarfélaganna að hefjast Sveitarfélögum fækkað um all Hjálmar Árnason, Árni Ma kynntu í gær átak í samein

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.