Morgunblaðið - 20.08.2003, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 20.08.2003, Blaðsíða 33
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. ÁGÚST 2003 33 Eftir að Auður var orðin ein, lét hún breyta húsinu þannig að Þóra dóttir hennar ásamt Peter Adrian syni hennar gátu búið sér heimili í sama húsi en þó í aðskildum hýbýl- um. Þetta gerði Auði kleift að búa áfram í húsinu sínu þar til snemma á þessu ári að hún keypti sig inn á hjúkrunarheimili. En hún naut þess ekki lengi að búa um sig þar, því hún þurfti meira og minna að dvelja á sjúkradeildinni þar til yfir lauk. Hún sagði mér í símann nýlega að hún þráði það eitt að komast aftur í íbúð- ina sína, sem aldrei varð. Húsið hennar hafði verið í sölu um tíma og þar sem það hafði ekki skipt um eigendur þegar Auður lést, gátu fjölskylda hennar og vinir safnast þar saman að lokinni minningarat- höfninni, sem var haldin í kirkju í Ar- lington. Þetta var einkum vel við hæfi, því á þessu heimili hafa senni- lega flestir sem þarna voru ótal sinn- um á síðustu fjórum áratugum safn- ast í kringum hana til að njóta og gleðjast með henni, þar sem hún var hrókur alls fagnaðar. Þetta var því viðeigandi kveðja. Dag einn snemma á sjöunda ára- tugnum hittumst við nokkrar ís- lenskar konur á heimili einu í Wash- ington og snæddum saman plokkfisk. Tilgangurinn var að leggja á ráðin um að gera það að fastri venju að halda hátíðlegan fullveldisdaginn 1. desember. Æskilegast þótti okkur að geta komið saman í heimahúsi, þar sem hópurinn var ekki stór, en hvar átti það að vera? Komið þið til mín, kallaði brosandi og hress kona. Þetta var í fyrsta sinn sem ég hitti Auði og oft átti ég síðan eftir að heyra þessi orð. Í mörg ár var 1. desember hald- inn hátíðlegur á heimili þeirra Péturs eða þangað til fjölgað hafði svo í hópnum að hann sprengdi af sér hús- næðið. Það var ekki út í bláinn þegar eiginmaður einnar af íslensku kon- unum kallaði Auði Mrs. Hospitality (frú gestrisni). Fjölskyldusamgangur var mikill og náinn þann áratug sem ég bjó í borginni með minni fjölskyldu. Þær voru eins og fjölskyldan mín í Am- eríku, Auður og Adda Guðbrands- dóttir Schneider, en milli þeirra tveggja hefur síðan þá ríkt einkar ná- ið vinasamband. Mér verður við frá- fall Auðar ekki síst hugsað til Öddu sem hefur nú misst sinn nánasta „ættingja“ og vin í Ameríku. Lengi vel var það eins og vorboð- inn að heyra glaðlega rödd Auðar í símann þegar hún kom í sína árlegu Íslandsferð og alltaf tilhlökkun að hitta hana, en þegar hún kom fyrir tveimur árum settist að mér sá grun- ur að ferðirnar yrðu ekki fleiri til heimalandsins. Þó að hugurinn væri sá sami, voru kraftarnir farnir að minnka. Ég er þakklát fyrir að hafa átt hana að vini í fjörutíu ár. Þótt hafið skildi okkur að, rofnaði aldrei þetta einstaka samband við sérstaka konu. Ég mun sakna Auðar. Wash- ingtonborg verður ekki söm í mínum huga þegar heiðurshjónin Auður og Peter Colot eru bæði horfin þaðan. Systrunum fjórum, Hildi, Gerði, Þóru og Freyju og þeirra fjölskyld- um sendi ég samúðarkveðjur. Sólveig Pálmadóttir. Við æskuvinkonur Auðar munum ekki svo langt aftur í tímann að hún sé ekki með í minningunum. Allt frá fyrstu tíð vorum við vinkonur. Það er mikil gæfa að eignast góða vini á bernskuárunum, og guðsgjöf að fá að halda því vinasambandi fram á elliár. Á barnaskólaárum okkar í Stykkis- hólmi var séra Árelíus Níelsson kennari áður en hann tók prest- vígslu. Hann kallaði okkur fjórar vin- konurnar (þ.e. Auði – Engu – Hiddu og Rut) „Fjögralaufasmárann“ og við munum það nafn enn. Þetta voru skemmtileg ár í leik og starfi í skól- anum og barnastúkunni þar sem oft voru skemmtifundir og dansað. Einnig var mikið um gleði og gaman í heimahúsum í afmælisveislum og boðum. Við munum enn jólaboðin í „Möllershúsi“. Þegar kom fram á unglingsárin tvístruðust leiðir vegna skólavistar og vinnu, en oftast hittumst við á sumrin og þá var glatt á hjalla. Árin liðu fljótt og árið 1946 vorum við allar giftar konur og búsettar í Reykjavík. Þá kom það eins og af sjálfu sér að gamli nafnlausi saumaklúbburinn var endurreistur. Í honum vorum við fjórar og nokkrar góðar vinkonur sem við höfðum eignast í áranna rás. Það má því með sanni segja að þessi félagsskapur sé orðinn meira en hálfrar aldar gamall. Þegar Auður fluttist til Bandaríkj- anna með seinni eiginmanni sínum, Peter Colot, var um tíma strjálla milli samfunda, en hún var dugleg að hafa samband og skrifa. Þegar börn- in okkar stækkuðu kom skyndilega mikill ferðahugur í saumaklúbbinn. Við söfnuðum í ferðasjóð og það varð úr að Auður kom frá Ameríku til að fara með okkur í Evrópuferð. Ferðin okkar byrjaði og endaði í Kaup- mannahöfn og dagarnir þar voru sér- staklega skemmtilegir og öll ferðin hin ánægjulegasta. Enn liðu árin og nú var svo komið að Auður var ein í sínu stóra húsi. Eiginmaður hennar var látinn og dæturnar voru uppkomnar og farnar að lifa sínu lífi. Þá kom boð frá Auði – hvort við gætum ekki heimsótt hana. Við vorum fjórar úr saumaklúbbnum sem gátum þegið boðið. Við fórum í maí 1983 til Alexandríu, þar sem Auður bjó, nálægt Washington. Mót- tökurnar voru stórkostlegar. Daginn eftir að við komum var haldin stór- veisla. Vinir og kunningjar Auðar komu til að hitta æskuvinkonur hennar frá Íslandi og dæturnar og vinir þeirra sáu um að bera fram veit- ingar. Auður var þarna svo vinsæl og vel virt að allir vildu gera sitt til að skemmta gestum hennar. Það er óhætt að segja að þarna hafi verið samfelld hátíðardagskrá þessar tvær vikur sem heimsóknin stóð. Þarna fengum við að kynnast hinni frægu gestrisni Auðar, en hún hafði mjög gaman af að taka á móti gestum og fórst það vel úr hendi. T.d. hafði hún áratugum saman ,,opið hús“ á jóla- daginn alveg fram á síðustu jól. Auður dvaldist hér á Íslandi í tvær vikur sl. sumar. Hún var þá ekki heil heilsu, en ótrúlega dugleg að hitta vini og ættingja og við vinkonurnar áttum margar góðar stundir saman. Síðustu vikurnar sem Auður lifði var hún meira og minna á spítala. Þá hafði hún síma við rúmið sitt og við gátum hringt til hennar. Það voru ekki löng símtöl, aðeins að fá að heyra í henni og láta hana vita að vin- konurnar á Íslandi hugsuðu til henn- ar. Undir það síðasta voru allar dæt- urnar til skiptis hjá henni á sjúkrahúsinu. Auður fékk hægt and- lát, – hún dó í svefni 26. júlí. Minningarathöfn fór fram í Alex- andríu 31. júlí og fjölmenntu þar bæði íslenskir og bandarískir vinir til að kveðja hana. Í dag komum við vinir og ættingjar Auðar á Íslandi saman til að minnast hennar og þakka góða og trygga vin- áttu í öll þessi ár. Við sendum innilegar samúðar- kveðjur til dætra Auðar og fjöl- skyldu. Æskuvinkonur. Elskuleg vinkona okkar, Auður Jónsdóttir Colot, er látin. Kynni okkar Auðar hófust skömmu eftir að við fluttum til Virg- iníu í Bandaríkjunum. En þar bjuggu Auður og Pétur, eiginmaður hennar, alla tíð að undanskildum nokkrum árum á Íslandi og á Hawaii. En þar dvöldu þau vegna herþjónustu Pét- urs í flugdeild sjóhers Bandaríkj- anna. Vinskapur okkar myndaðist í gegnum félagsstarf okkar í sauma- klúbbi. En saumaklúbbur þessi var stofnaður af Auði, móður okkar og tengdamóður ásamt fleirum góðum konum. Í saumaklúbbnum hittumst við reglulega, og var Auður ávallt hrókur alls fagnaðar. Nú hverfi oss sviðinn úr sárum og sjatni öll beiskja í tárum, því dauðinn til lífsins oss leiðir, sjá, lausnarinn brautina greiðir. (Þýð. Sigurbjörn Einarsson.) Ómögulegt er að minnast Auðar án þess að nefna gestrisni hennar. Þau hjónin voru ákaflega gestrisin og höfðu gaman af því að halda veislur með íslenskum vinum sínum af Washington-svæðinu. Sérstaklega annálaðar voru 1. desember-veislur þeirra. Á páskum og jólum lögðu hjónin sig fram við að bjóða íslensk- um námsmönnum og öðrum sem ekki áttu ættingja í Bandaríkjunum í há- tíðarkvöldverð. Auður var einnig virk í starfi Ís- lendingafélagsins og var alltaf til í að rétta fram hjálparhönd í starfi fé- lagsins, og var hún lykilpersóna í ár- legum basar þess. Samband okkar Auðar var afar ná- ið og leið varla sá dagur sem við töl- uðumst ekki við. Við söknum vinkonu okkar og vottum fjölskyldu hennar okkar dýpstu samúð. Guð blessi minningu hennar. Hvernig sem holdið fer, hér þegar lífið þver, Jesús, í umsjón þinni óhætt er sálu minni. (Hallgrímur Pétursson.) Þórhildur Guðjónsdóttir og Erlingur Ellertsson. Hún var ein af „stjörnunum“ í Hólminum árið 1942 þegar ég kom til starfa í Stykkishólmi. Í sviðsljósi unga fólksins og glaðleg og einbeitt í öllu. Foreldrar hennar, Sesselja Konráðsdóttir, þá skólastjóri Barna- skólans, og Jón Eyjólfsson, kaup- maður, voru áberandi í bæjarlífinu. Það leið því ekki á löngu þar til ég kynntist fjölskyldu hennar og auðvit- að henni sjálfri. Það voru skemmtilegir dagar í Stykkishólmi. Ég gekk strax til liðs við Barnastúkuna, enda áhugasamur frá upphafi um þau mál sem hún vann að. Það var stór og veglegur hópur sem þar var að starfi. Nokkr- um árum síðar flutti þessi ágæta fjöl- skylda suður til Reykjavíkur, en vin- átta mín við þau hélst áfram. Það þótti sjálfsagt að heimsækja þau þar. Eftir að Auður giftist og flutti til Ameríku fékk ég alltaf frá henni jóla- bréf eða kveðju. Og seinustu sam- fundir okkar voru þegar hún var í heimsókn síðast. Alltaf sama hlýja höndin og skæra brosið. Og nú er hún lögð í þá för sem við öll munum fara fyrr eða síðar. Við trúðum því bæði að yfir okkur væri vakað og sú trú fannst mér aukast með aldrinum. Því miður kemst ég ekki til að heiðra hana og kveðja. Í þess stað vil ég með þessum línum flytja henni mínar innilegustu þakkir fyrir liðna tíð með von um að við eigum eftir að hittast síðar meir. Ég bið henni og hennar fólki allrar blessunar og þakka góða samfylgd liðinna ára. Árni Helgason, Stykkishólmi. Faðir okkar, tengdafaðir, vinur, afi og langafi, KRISTJÁN B. ÞORVALDSSON, sem andaðist mánudaginn 11. ágúst, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju föstudaginn 22. ágúst. Athöfnin fer fram kl. 13.30. Jarðsett verður í Gufuneskirkjugarði. Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á Krabbameinsfélag Reykjavíkur. Björg Kristjánsdóttir, Ásgeir Theódórs, Hrafnhildur Kristjánsdóttir, Birgir Einarsson, Helga G. Kristjánsdóttir Wieland, Jeffrey Wieland, Hans Kristjánsson, Snjólaug E. Bjarnadóttir, Kristján Kristjánsson, Ólöf Loftsdóttir, Eyjólfur Kristjánsson, Sandra Lárusdóttir, Guðfinna Ingvarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, JÓHANNA GUÐMUNDSDÓTTIR frá Hellissandi, Austurgerði 6, Reykjavík, lést sunnudaginn 17. ágúst. Útförin fer fram frá Bústaðakirkju, mánudaginn 25. ágúst kl. 13.30. Ellert Róbertsson, Bryndís Theódórsdóttir, Guðbjörg Róbertsdóttir, Jósavin Helgason, Birna Róbertsdóttir, Birgir Róbertsson og barnabörn. Móðir okkar og tengdamóðir, MARÍA PÉTURSDÓTTIR, áður til heimilis í Hólmgarði 49, Reykjavík, lést á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Holtsbúð, Garðabæ, laugardaginn 16. ágúst. Útförin verður auglýst síðar. Þeir, sem vildu minnast hennar, vinsamlegast láti dvalar- og hjúkrunarheimilið Holtsbúð njóta þess, reikningur nr. 0318-13-110053. Ragnar Jörundsson, Svanhvít Sigurðardóttir, Sigrún Jörundsdóttir, Sveinn Áki Lúðvíksson, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, afi og langafi, BJÖRN KJARTANSSON steinsmiður, Kleppsvegi 62, Reykjavík, sem andaðist á Landspítalanum við Hring- braut þriðjudaginn 12. ágúst, verður jarðsunginn frá Fríkirkjunni í Reykjavík fimmtudaginn 21. ágúst kl. 13.30. Elín Sigurðardóttir, Rúnar Ágústsson, Sveindís Helgadóttir, Sóldís Björnsdóttir, Svavar Tjörfason, Sigurður P. Björnsson, Halldóra Guðmundsdóttir, Björn Björnsson, Heiðrún Jóhannsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, VIGDÍS GÍSLADÓTTIR, áður til heimilis á Hlíðargötu 26, Sandgerði, sem lést á hjúkrunarheimilinu Garðvangi, Garði, þriðjudaginn 12. ágúst sl., verður jarðsungin frá safnaðarheimilinu í Sandgerði föstudaginn 22. ágúst kl. 14.00. Þeim, sem vilja minnst hennar, er bent á Minnningarsjóð dvalarheimilis aldraðra á Suðurnesjum, Garðvangi. Guðrún Elíasdóttir, Sigvarður Halldórsson, Steinunn Elíasdóttir, Níels Unnar Hauksson, Sigríður Elíasdóttir, Signý Elíasdóttir, Jón Rúnar Halldórsson og ömmubörnin. Elskulegur faðir minn og tengdafaðir, GUÐMUNDUR GUÐBRANDSSON frá Felli, Árneshreppi, Strandasýslu, verður jarðsunginn frá Árneskirkju, Stranda- sýslu, föstudaginn 22. ágúst kl. 14.30. Fyrir hönd fjölskyldunnar, Elísabet Guðmundsdóttir, Marías Björnsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.