Morgunblaðið - 20.08.2003, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 20.08.2003, Blaðsíða 45
FÓLK Í FRÉTTUM MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. ÁGÚST 2003 45 RAPPARINN Puff Daddy hefur verið valinn mesti mömmustrák- urinn í Hollywood. Bandaríska tíma- ritið Touch sá um valið á þeirri stjörnu, sem þætti vænst um mömmu sína. Puffy, sem sést oft á ferðinni með Janice móður sinni, náði meira að segja að vera fyrir ofan Justin Timberlake, sem er í öðru sæti. Timberlake hefur oft sagt að mamma hans, Lynn Harless, sé besti vinur sinn og hann er með upphafs- stafi hennar húðflúraða á líkamann. „Mamma mín á eftir að vera til staðar eftir að allir aðrir eru farnir. Í raun er hún ekki bara eins og móðir heldur líka eins og systir. Hún leit ekki bara á mig eins og krakka en hlúði samt að mér þegar ég þurfti á því að halda,“ sagði Puffy nýlega. Næstir í röðinni voru leikararnir Matthew McConaughey og Mark Walberg og grínistinn Jerry Sein- feld er í fimmta sæti. Á eftir þeim koma Leonardo DiCaprio, Ben Affl- eck, Tom Cruise, Colin Farrell og Adrien Brody, sem er í tíunda sæti. Puff Daddy efstur á lista Mesti mömmu- strákurinn valinn Justin Timberlake lenti í öðru sæti en hann hefur sagt að mamma sín, Lynn Harless, sé besti vinur sinn. Reuters Puff Daddy var valinn mesti mömmustrákurinn af bandarísku tímariti en hann segir mömmu sína líka vera eins og systur. Reuters SÖNGKONAN og sjónvarpskonan Cilla Black missti reiðufé og skart- gripi að andvirði ríflega einnar millj- ónar punda, eða 127 milljóna króna, þegar brotist var inn á heimili henn- ar í Buckingham-skíri á Bretlandi, að því er segir í frétt Reuters. Vopnaðir menn brutust inn á heimili Black, sem var fjarverandi, um helgina og héldu hnífi að hálsi sonar hennar Jack, sem er 22 ára. Black, sem nú er sextug, segir að þrír menn með lambhúshettur hafi brotist inn á heimili hennar sem er skammt frá Lundúnum. Þeir hafi verið vopnaðir veiðihnífi og stálröri. „Ég er miður mín yfir því sem hef- ur gerst,“ segir í yfirlýsingu sem Black hefur gefið út. „Jack sýndi mikið hugrekki og ég er afar stolt af því hvernig hann hegðaði sér í þess- um erfiðu aðstæðum,“ segir ennfrem- ur. Mennirnir stálu skartgripum sem eiginmaður Cillu, Bobby Willis, hafði gefið henni en hann er látinn. Þá stálu þeir gift- ingarhring móð- ur hennar og trúlofunarhring- um, reiðufé og smávegis af gulli. Ferill Cillu spannar fjörutíu ár en hún komst til frægðar á sjöunda áratugnum með aðstoð Brian Epstein, sem einnig var umboðsmað- ur Bítlanna, þegar hún söng lög á borð við lag Burts Bacharah „Anyone Who Had a Heart.“ Cilla Black í vondum málum Syni hótað með hnífi alltaf á föstudögum GENGI GJALDMIÐLA mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.