Morgunblaðið - 20.08.2003, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 20.08.2003, Blaðsíða 14
ERLENT 14 MIÐVIKUDAGUR 20. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ ÚR VERINU STOFNAÐ hefur verið sérstakt fé- lag um fiskeldisþróun Brims og ber það nafnið Brim – fiskeldi ehf. Óttar Már Ingvason, framkvæmdastjóri félagsins, segir að tilgangur félags- ins sé að stunda þróun á matfiskeldi í sjó hér á landi. Félagið mun helst einbeita sér að eldi á þorski en einn- ig verður horft á aðrar tegundir s.s. ýsu og lúðu. 250 tonn af fiski í kvíum Frá þessu er greint á heimasíðu ÚA og segir ennfremur: „Á síðastliðnum tveimur árum hefur verið unnið mikið brautryðj- andastarf í þorsk- og ýsueldi á veg- um Útgerðarfélags Akureyringa og hefur hið nýja félag nú tekið við þeim verkefnum. Í dag eru fast að 230 tonnum af þorski og ýsu í kvíum Brims – fiskeldis í Eyjafirði. Þá er Brim – fiskeldi með um 20 tonn af fiski í kvíum í Steingrímsfirði. Uppi- staðan af þessum fiski er í svoköll- uðu áframeldi þ.e. smáfiskur sem er fangaður til eldis. Frá því í vor er alls búið að veiða til eldis um 94 tonn eða 82 tonn af þorski og 12 tonn af ýsu.“ Óttar Már segir á heimasíð- unni að sem fyrr sé þorsk- og ýsueld- ið tilraunaverkefni og því sé unnið að fjölmörgum tilraunum í eldinu. Ný- verið var komið fyrir lýsingu í eld- iskvíunum og eru hafnar tilraunir við ljósastýringar en með lýsingu má bæði seinka ótímabærum kynþroska og auka vöxt. Sem fyrr segir eru sjókvíar Brims – fiskeldis við Þórs- nes í Eyjafirði, en í haust er fyr- irhugað að eldið verði flutt utar í fjörðinn. Slátrun mun hefjast í haust. „Á komandi vetri er stefnt að því að slátra allt að 350 tonnum af þorski og ýsu úr eldinu,“ segir Óttar Már. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Ýsa í kví Brims – fiskeldis skammt utan Krossaness. Slátra 350 tonnum af þorski og ýsu úr eldi Sérstakt félag um fiskeldisþróun Brims stofnað, Brim – fiskeldi ehf. NORÐMENN velta því nú fyrir sér hvers vegna þeir hafi tapað mikilli markaðshlutdeild fyrir síld í Pól- landi í hendur Íslendingum. Þetta er eitt aðalumræðuefnið á ráðstefnu um uppsjávarfisk, sem hófst í Ála- sundi í gær. Það er Ragnar Tveteraas, lektor við Háskólann í Stavanger, sem leitast við að svara þeirri spurningu hvort Norðmenn verði undir í bar- áttunni við Evrópusambandið og Ís- land um hinn velborgandi síldar- markað í Póllandi við inngöngu landsins í EB. Árið 2000 voru Norðmenn með um 95% síldar- markaðsins í Póllandi, en í fyrra var hlutdeild þeirra komin niður í 54%. Markmið ráðstefnunnar er að varpa ljósi á helztu markaði fyrir uppsjávarfisk og spá í framtíðina. Auk Póllands verður fjallað yum stöðuna í Rússlandi og Japan. Einnig verður fjallað um stöðuna hjá helztu keppinautum Norð- manna um markaðina, Íslendingum og Hjaltlendingum, en meðal fyr- irlesara á ráðstefnunni er fram- kvæmdastjóri Shetland Catch. Norðmenn tapa markaðshlutdeild HAGSTOFA Íslands hefur birt ritið Útveg 2002 á heimasíðu sinni. Í Út- vegi, sem er ársrit Hagstofunnar um sjávarútveg, er að m.a. að finna upp- lýsingar um fjármunamyndun, vinnuafl, heildarfiskafla og aflaverð- mæti, ráðstöfun afla, útflutning sjáv- arafurða, innflutt hráefni til fisk- vinnslu og heimsafla. Ritið er væntanlegt í prentuðu formi og á geisladiski. Geisladiskurinn inni- heldur sömu upplýsingar og er að finna á heimasíðunni. Til viðbótar upplýsingum í bókinni er þar að finna töflur með ítarlegu niðurbroti t.d. niður á útgerðarstaði og mánuði. Útflutningur sjávarafurða jókst Af niðurstöðum úr ritinu má m.a. nefna að heildarafli íslenskra skipa var 2.133.327 tonn árið 2002 en það er tæplega 147 þúsund tonnum meiri afli en á árinu 2001 eða 7,4% aukn- ing. Heildaraflaverðmætið var 77 milljarðar og jókst það um 6,2 millj- arða króna frá árinu 2001 eða um 8,7% á milli ára. Útfluttar sjávarafurðir á árinu 2002 voru rúmlega 804 þúsund tonn og jókst útflutningur um 25 þúsund tonn eða 3,2% á milli ára. Heildar- verðmæti útfluttra sjávarafurða var rúmir 128 milljarðar króna og jókst verðmæti þeirra um 6,5 milljarða frá árinu 2001 eða 5,4%. Alls voru flutt inn um 161 þúsund tonn af hráefni til fiskvinnslu á árinu 2002 eða sama magn og á árinu 2001. Megnið af þessu hráefni var upp- sjávarfiskur eða 117 þúsund tonn. Heldur meira var flutt inn af botn- fiski á árinu 2002 en á árinu 2001, tæplega 7.800 tonn á móti 2.800 tonnum. Af rækju voru flutt inn tæp- lega 36 þúsund tonn sem er aukning um tæplega 6 þúsund tonn frá árinu 2001. Verðmæti innflutts hráefnis til fiskvinnslu nam 5,9 milljörðum króna sem er aukning um nærri 1,2 milljarða króna frá árinu 2001. Á árinu 2002 samanstóð fiski- skipastóll Íslendinga af 1.935 skipum og fækkaði fiskiskipum um 77 frá árinu 2001. Alls mældist fiskiskipa- flotinn 191.587 brúttótonn sem er ör- lítið meira en á árinu 2001. Útvegur 2002 birtur á Netinu KOFI Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, átti ekki í neinum vandræðum er að því kom að velja fulltrúa samtak- anna í Írak. Um það voru allir sammála, að Sergio Vieira de Mello, sem þá var yfirmaður mannréttinda- skrifstofu SÞ, væri rétti mað- urinn í starfið. Hann lét lífið fyrir hendi hryðju- verkamanna í gær er bíl með sprengiefni var ekið á aðalstöðv- ar SÞ í Bagdad í Írak. Brazilíumaðurinn Vieira de Mello hafði starfað fyrir SÞ í 33 ár og getið sér mjög gott orð fyr- ir yfirvegun og örugga stjórn. Á síðasta ári tók hann við af Mary Robertson sem yfirmaður mann- réttindaskrifstofunnar, erfiðu og oft mjög umdeildu starfi, og verkefni hans í Írak var ekki létt- ara. Þar átti hann að skapa SÞ trú- verðugan vettvang þrátt fyrir, að Bandaríkjamenn vildu raunar eiga síðasta orðið um alla hluti. Vieira de Mello fæddist í Rio de Janeiro 1948 og tengdist SÞ strax á námsárunum þegar hann lagði stund á heimspeki og húm- anísk fræði í heimaborg sinni og síðan við Sorbonne í París. Lengst af starfaði hann fyrir Flóttamannastofnunina, meðal annars í Bangladesh, Súdan, Kýpur, Mósambík, Perú og Júgó- slavíu, og hann var helsti ráðgjafi friðargæsluliðs SÞ í Líbanon. Hann var sérstakur fulltrúi Kofi Annans í Kosovo og hann var lykilmaður samtakanna á Austur-Tímor þegar landshlutinn fékk sjálfstæði frá Indónesíu. Þegar hann var skipaður yfir- maður mannréttindaskrifstofunn- ar á síðasta ári var því almennt fagnað. Allt á huldu um hlutverk SÞ Paul Bremer, ráðsmaður Bandaríkjanna í Írak, hét því í júní sl. að vinna með Vieira de Mello en ekki er ljóst hvort eitt- hvert samstarf var byrjað með þeim. SÞ áttu engan þátt í skipan Íraska þjóðarráðsins, sem 25 menn sitja í, og raunar er allt enn á huldu um hlutverk samtak- anna í landinu. Vieira de Mello var skipaður fulltrúi SÞ í Írak síðla í maí og mánuði síðar lét hann svo um- mælt, að samtökin væru í „fárán- legri“ stöðu þar sem þau væru í raun undirsáti tveggja aðildar- ríkja þeirra, Bandaríkjanna og Bretlands. Kofi Annan sagði í gær, að dauði Vieira de Mellos væri mikið áfall fyrir Sameinuðu þjóðirnar og fyrir sig persónulega. „Ég veit um engan, sem við gátum síður án verið, og um eng- an, sem verður jafn sárt saknað í öllu starfi samtakanna,“ sagði hann og lýsti Vieira de Mello sem „trúum þjóni alls mannkyns“. Var hans minnst með mikilli virð- ingu heim allan í gær. Vieira de Mello, fulltrúi SÞ í Írak, lét lífið í hryðjuverki Einn af reyndustu mönnum SÞ Vieira de Mello „SERGIO Vieira de Mello verður mér ávallt ógleymanlegur. Hann var einstaklega geðfelldur og glæsilegur maður, það sópaði að honum og hann naut greinilega mikillar virðingar meðal þeirra sem höfðu tekið þátt í erfiðum verkefnum með honum,“ sagði Björn Bjarnason dómsmálaráð- herra í viðtali við Morgunblaðið. Björn kvaðst hafa hitt Vieira de Mello er þeir tóku báðir þátt í ráðstefnu um evrópsk öryggis- mál í Helsingør í Danmörku í maí fyrir tveimur árum. Var hún skipulögð af Center for Strategic Decision Research í Kaliforníu. Vieira de Mello hafði þá lokið störfum sem sérlegur fulltrúi Sameinuðu þjóðanna í Kosovo og var að taka við sem fulltrúi þeirra á Austur-Tímor. Sátu ráðstefnuna stjórnmálamenn, herforingjar, fulltrúar fyr- irtækja, embættismenn og sér- fræðingar í öryggis- og alþjóða- málum. „Það fór ekki framhjá mér, að yfirmenn NATO-herjanna í Kos- ovo mátu Vieira de Mello mikils. Það var ljóst, að þeir töldu það hafa skipt sköpum, að það tókst að þoka málum til réttrar áttar í Kosovo, að Vieira de Mello hafði þar forystu fyrir SÞ. Síðan hef ég jafnan lagt við eyru og lesið fréttir þar sem ég hef séð hans getið. Er enginn vafi á því, að hann var talinn sá maður í alþjóðlegu starfsliði SÞ, sem falin voru við- kvæmustu verkefnin,“ sagði Björn. „Einstaklega geðfelldur maður“ FERÐAMENNIRNIR fjórtán sem látnir voru lausir úr haldi mannræningja í fyrradag ferðuð- ust landleiðina frá Tessalit í Alsír yfir landamærin til borgarinnar Gao í Malí í gær. Flugvél hafði verið send á staðinn til að flytja þá til Gao en hún kom án þeirra til baka. Í Þýskalandi voru hátíðar- höld skipulögð vegna heimkomu ferðamannanna en sumir, stjórn- málamenn og fleiri, hófu þó að spyrja hversu langt stjórnvöld ættu að ganga í að bjarga æv- intýragjörnum ferðalöngum úr hættu. Gerhard Schröder kanslari sagði að fréttirnar um að gíslarnir hefðu verið látnir lausir hefðu vakið hjá honum „létti og gleði“. Hann sagð- ist vonast til að þeir gætu komið fljótt heim „til að jafna sig á hinni hræðilegu reynslu og álagi“ sem þeir hefðu orðið fyrir í haldi. Kanslarinn sagði þó í yfirlýsingu að ferðamenn bæru sjálfir ábyrgð á öryggi sínu. „Leyfið mér, á þess- ari gleðistund, að minna samborg- ara okkar á, [...] að undirbúa ferðir sínar þannig að öryggi þeirra sé tryggt eins vel og hægt er.“ Hann krafðist þess ennfremur að ræn- ingjarnir yrðu eltir uppi og þeim refsað. Aðrir voru harðorðari og spurðu hvort skattgreiðendur ættu að borga fyrir ferðalög samninga- manna í marga mánuði og jafnvel leynilegt lausnargjald, til að tryggja ferðamönnunum frelsi. Þekkt svæði misindismanna Ferðamennirnir 14, en af þeim eru níu Þjóðverjar, fjórir Sviss- lendingar og einn Hollendingur, voru á meðal 32 ferðamanna sem rænt hefur verið á tímabilinu febr- úar til maí á meðan þeir voru á ferð um Saharaeyðimörkina í Alsír án leiðsögumanna. Alþekkt er að á hinu stóra óbyggðasvæði halda til smyglarar, eiturlyfjabraskarar og hópar íslamskra öfgamanna. Í Þýskalandi höfðu yfirvöld haft uppi varnaðarorð til ferðamanna sem ætluðu á svæðið en ekki gefið út formlega viðvörun. Einn forystumanna kristilegu flokkanna á þýska þinginu, Wolf- gang Bosbach, sagði að kærulausir ferðamenn ættu sjálfir að borga reikninginn fyrir að fá að komast heim heilir á húfi. Ferðamennirnir fóru landleiðina Spurt hvort þýskir skatt- greiðendur eigi að bera kostnað af björguninni Gao, Berlín. AFP. Reuters Við leitina að týndu ferðalöngunum var þessum myndum af þeim dreift.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.