Morgunblaðið - 20.08.2003, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 20.08.2003, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. ÁGÚST 2003 39 DAGBÓK STJÖRNUSPÁ Frances Drake LJÓN Afmælisbörn dagsins: Þú nærir umhverfi þitt og verndar þína nánustu. Þó þú sért einræn manneskja ertu kjölfestan í fjölskyld- unni. Lund þín í einkalífi er oft önnur en á almannafæri. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Góðir straumar gærdagsins fljóta áfram inn í daginn í dag. En þér er hætt við að gera of miklar kröfur til vissrar per- sónu. Ekki gera það. Naut (20. apríl - 20. maí)  Gjafmildi þín í garð fjölskyldu- meðlima gæti blásið upp í ár- áttu í dag um tíð. Slappaðu bara af og slakaðu á. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Hefurðu einhverntíma veitt því athygli að sumir fyllast öf- und ef þú ert of hamingjusöm/ samur? Ekki lenda í rifrildi við félaga eða náinn vin. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Löngun þín til að auka tekjur þínar gæti gert það að verkum að þú svífst nánast einskis til að vinna að bótum í vinnunni. Reyndu að verjast þessu mis- kunnarleysi. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Ekki láta bjartsýni þína og vel- vilja flækjast inn í rifrildi við börn eða elskhuga. Hvað svo sem það er sem amar að þá mun það hverfa af sjálfu sér ef þú skiptir þér ekki af. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Í tvo tíma í dag, síðdegis, getur það gerst að þú lendir í mikilli togstreitu við foreldri eða yf- irmann. Ekki láta þetta trufla þig. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Gættu sérstaklega að þér við akstur í dag. Um miðjan dag- inn gæti blossað upp hjá þér einhver asi sem gæti valdið því að þú flýttir þér of hratt. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Forðastu að kaupa eins og þig lystir í dag. Þú gætir átt það til að fá eitthvað á heilann og talið þér trú um að þú verðir að eignast eitthvað. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Það eru óveðurský við sjón- deildarhring, tengd ósætti við vinnufélaga eða vin. Eyddu ekki orku í rifrildi, illindin líða hjá. Njóttu bara þess góða. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Ekki þrýsta um of á að breyt- ingar og bætur verði gerðar á vinnustað þínum. Ef þú hinkr- ar í einn eða tvo daga fara hlut- irnir eins og þú vilt að þeir fari. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Þér gengur vel í samskiptum við almenning í dag, sem og vinnufélaga og þína nánustu. En þetta gæti minnkað þol- inmæði þína gagnvart börnum. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Rauðglóandi Mars er í merki þínu í dag sem getur gert þig árásargjarnari en áður. Af þessum sökum skaltu forðast rifrildi við yfirmenn þína eða foreldra. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. KONUNGS TIGN JESÚ Víst ertu, Jesú, kóngur klár, kóngur dýrðar um eilíf ár, kóngur englanna, kóngur vor, kóngur almættis tignarstór. Kóng minn, Jesú, ég kalla þig, kalla þú þræl þinn aftur mig. Herratign enga að heimsins sið held ég þar mega jafnast við. Jesú, þín kristni kýs þig nú, kóngur hennar einn heitir þú. Stjórn þín henni svo haldi við, að himneskum nái dýrðar frið. Hallgrímur Pétursson LJÓÐABROT ÁRNAÐ HEILLA 50 ÁRA afmæli. Í dag,miðvikudaginn 20. ágúst, er fimmtug Rós Inga- dóttir, Hverafold 37, Reykjavík. Hún dvelur á Kúbu á afmælisdaginn ásamt eiginmanni sínum, Kjartani B. Guðmundssyni, og yngri dóttur þeirra, Rak- el. Þeir sem vilja gleðja hana á afmælisdaginn geta send henni kveðju á net- fangið bakkast@yahoo.com. 70 ára afmæli. Sjötuger í dag Sigríður Jónsdóttir, fv. kennari og námsstjóri, Einarsnesi 30, Reykjavík. Hún og eig- inmaður hennar, Ásgeir Guðmundsson, fv. forstjóri, eru erlendis og biðja fyrir góðar kveðjur til fjölskyldu og vina. ÞAÐ þótti mikil bylting þegar lykilspilaspurningin leysti af hólmi hefðbundna ásaspurningu með því að taka tromphjónin inn í svörin. Flestir keppnisspilarar nota þessa sagnvenju nú til dags, en einstaka sinnum skapast vandræði tengd því hvaða lit- ur er samþykktur sem tromp. Hér er nýlegt dæmi úr bik- arleik Guðmundar Her- mannssonar og Strengs: Austur gefur; allir á hættu. Norður ♠ ÁKDG9852 ♥ D97 ♦ 6 ♣4 Vestur Austur ♠ – ♠ 1064 ♥ G82 ♥ 103 ♦ DG103 ♦ K874 ♣ÁD9853 ♣KG107 Suður ♠ 73 ♥ ÁK654 ♦ Á952 ♣62 Sex spaðar eru borðleggj- andi og sex hjörtu vinnast einnig úr því liturinn fellur 3-2. Slemma náðist þó við hvorugt borðið. Sagnir fóru eins af stað: pass í austur, eitt hjarta í suður og tvö lauf í vestur. Á öðru borðinu ákvað norður að stökkva beint í fjóra spaða og þar við sat, að sjálfsögðu. Á hinu borðinu reyndi norður meira: Vestur Norður Austur Suður – – Pass 1 hjarta 2 lauf 2 spaðar 3 lauf Pass Pass 4 grönd Pass 5 hjörtu Pass 5 spaðar Allir pass Eftir að norður segir spað- ann og stekkur síðan í fjögur grönd er hann að spyrja um lykilspil með eigin lit sem tromp. Þannig skildi suður sögnina og sagði því ekki frá hjartakóngnum. Norður ótt- aðist að hola væri í hjartalitn- um og lét fimm spaða duga. Hjartakóngurinn er aug- ljóslega þýðingarmikið spil og þess vegna hefði norður kannski átt að stökkva beint í fjögur grönd við tveimur lauf- um. Þá hefði suður litið svo á að hjarta væri samþykktur tromplitur og svarað sam- kvæmt því þremur lyk- ilspilum. Norður hugleiddi þann möguleika, en leist ekki á að spila fimm hjörtu ef makker ætti ekki nægan ása- fjölda í slemmu. Þriðji möguleiki norðurs er að segja fjögur lauf við þrem- ur, eins og sagnir höfðu þróast. Það ætti að sýna slemmuáhuga með spaða sem tromp og þá á suður fyrir fjórum tíglum. Norður gæti þá spurt um ása og tuddast í sex spaða upp á von og óvon. Fjórði möguleikinn er að segja fjögur lauf og stökkva svo í fimm hjörtu við fjórum tíglum og gefa þannig til kynna slemmuáhuga ef makker er með gott hjarta. Suður myndi segja sex hjörtu við því, sem norður myndi svo breyta í sex spaða. En allt steytir þetta á sama skerinu – norður óttast það að spila fimm hjörtu á veikan tromplit þegar ása vantar í slemmuna. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson Þessar tvær rösku stúlkur, Bryndís Björk, 9 ára, og Eva, 12 ára, efndu til flóamarkaðar á Rifi nýlega og söfnuðu tæplega þrjú þúsund krónum. Afraksturinn rennur til Landssamtaka hjartasjúklinga. 1. e4 d6 2. d4 Rf6 3. Rc3 g6 4. Rf3 Bg7 5. h3 O-O 6. Be3 c6 7. a4 Rbd7 8. a5 Dc7 9. Be2 e5 10. dxe5 dxe5 11. O-O Hd8 12. Db1 Rf8 13. Bc4 Be6 14. Da2 b5 15. axb6 axb6 16. Db3 b5 17. Bxe6 Rxe6 18. Bg5 Rxg5 19. Rxg5 Hxa1 20. Hxa1 Bf8 21. He1 Bc5 22. Rf3 Da7 23. Rd1 Staðan kom upp á lokuðu móti í Málmey sem lauk fyrir skömmu. Sigurvegari mótsins, Luke McShane, (2619) hafði svart gegn Stellan Brynell (2511). 23...Rxe4! Við þetta vinnur svartur peð og stuttu síðar skákina. 24. Hxe4 Hxd1+ 25. Kh2 Bxf2 26. Hxe5 Da1 27. He8+ Kg7 28. Dc3+ Kh6 29. He1 Hxe1 30. Dd2+ Kg7 31. Dxf2 Hh1+ 32. Kg3 Dxb2 33. Rd4 Dc3+ 34. Kh4 De1 og hvítur gafst upp. Lokastaða mótsins varð þessi: 1. Luke McShane (2619) 7½ vinning af 9 mögu- legum. 2. Leif Erlend Jo- hannesson (2525) 6 v. 3.-5. Jonathan Speelman (2589), Johan Hellsten (2511) og Emanuel Berg (2495) 5½ v. 6.-7. Ole Jakobsen (2381) og Stellan Brynell (2511) 4 v. 8. Bjorn Ahlander (2393) 3 v. 9.-10. Marie Sebag (2432) og Tairi Faruk (2245) 2 v. SKÁK Helgi Áss Grétarsson Svartur á leik. HLUTAVELTA Hann hefur setið þarna og beðið síðan ég klippti eyrað af hér um árið. FRÉTTIR Í SUMAR á alþjóðaári ferskvatns- ins hefur Ungmennasamband Borg- arfjarðar gengizt fyrir kvöldgöng- um í samstarfi við Vesturlandsdeild Veiðimálastofnunar. Hefur verið gengið meðfram Andakílsá, Norð- urá, Hítará, Flóku og Grímsá. Eftir er að ganga meðfram Langá 28. ágúst og síðasta kvöldgangan verð- ur meðfram Reykjadalsá 11. sept- ember. Í ferðunum hefur verið minnt á, hversu mikil auðlegð felst í því að hafa aðgang að hreinu og heilnæmu vatni. Er jafnvel rætt um það, að í framtíðinni geti stríð snúizt um að komast yfir vatnsauðlindir og þess vegna sé farið að tala um verðmæti vatnsins á nýjan hátt, og farið að kalla það „glæra gullið“. Í ferðunum hafa starfsmenn Vesturlandsdeildar Veiðimálastofn- unar verið með í för, rætt um veiði- skap frá haga í maga, og sýnt raf- rænar veiðar, sem notaðar eru til að fanga seiðin svo gerlegt sé að merkja þau, og athuga fjölda þeirra í ánum. Gengið meðfram „glæra gullinu“ Ljósmynd/Pétur Þorsteinsson Björn Theódórsson, starfsmaður Vesturlandsdeildar Veiðimálastofnunar, sýnir kvöldgönguhópnum við Flóku seiði, sem hann fangaði í háfinn með rafrænum hætti. Næsta ganga verður meðfram Langá 28. ágúst. AFKOMENDUR Jón- asar Márussonar frá Kársstöðum og eig- inkvenna hans færðu gömlu kirkjunni í Stykk- ishólmi peningagjöf til minningar um þau og látna afkomendur. Um var að ræða tekjuafgang af ættarmóti sem haldið var að Heiðarskóla. Jónas Márusson fædd- ist árið 1859. Hann bjó í Álftarfirði öll sín ár, fyrst að Úlfarsfelli, og síðan á Kársstöðum þar sem dó árið 1907. Hann eignaðist 4 börn með tveimur kon- um. Fyrri kona hans var Pálína Þorsteinsdóttir sem dó árið 1896 og með henni átti hann Ólaf og Elinbjörgu. Hann giftist síðari konu sinni Önnu Illugadóttur árið 1898 og átti með henni börnin Sigurð og Önnu. Barna- börn Jónasar voru 25. Sóknarpresturinn sr. Gunnar Eirík- ur Hauksson tók við gjöfinni og þakk- aði. Gamla kirkjan var endurvígð árið 1999 og er þar messað nokkrum sinn- um á ári. Kirkjan hefur enga tekju- stofna og því eru frjáls framlög vel þegin. Gjöf til gömlu kirkjunnar Stykkishólmi. Morgunblaðið. Fulltrúar afkomenda Jónasar Márussonar og eig- inkvenna hans: Anna Þorvarðardóttir frá Belgs- holti, Elinbjörg Magnúsdóttir, Magnús Sveinn Sigursteinsson, sr. Gunnar Eiríkur Hauksson, Heiða María Elfarsdóttir, Svanhildur Kristjáns- dóttir og Gréta Sigurðardóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.