Morgunblaðið - 20.08.2003, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 20.08.2003, Blaðsíða 34
MINNINGAR 34 MIÐVIKUDAGUR 20. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ ✝ GunnlaugurHannesson fædd- ist í Reykjavík 16. júní 1928. Hann lést á Heilbrigðisstofn- uninni á Sauðár- króki 5. ágúst síðast- liðinn. Foreldrar hans voru Hannes Stígsson frá Brekk- um í Mýrdal, f. 29. október 1876, d. 9. desember 1966, og Ólafía Sigríður Ein- arsdóttir, frá Stóra- Nýjabæ í Krísuvík, f. 16. október 1886, d. 16. nóvember 1970. Gunnlaugur var yngstur átta bræðra. Bræður hans eru Sigurbjörn Gísli, f. 24. júní 1909, Kornelíus, f. 3. júlí 1911, Einar Sigurbergur, f. 17. september 1913, Jóhann, f. 30. október 1916, Stígur, f. 15. ágúst 1920, Einar, f. 23. desember 1922, þeir eru allir látnir og Gunnar Þorbergur, f. 5. mars 1925, sem lifir bræður sína. Gunnlaugur kvæntist 5. október 1957, Þrúði Guð- rúnu Óskarsdóttur, f. 20. janúar 1934, d. 17. maí 2003. Dóttir þeirra er Þrúður Ólöf, f. 18. febrúar 1957, gift Óskari Smith Grímssyni, f. 30. apríl 1945. Dótt- ir Þrúðar er Hanna Þrúður Þórðardótt- ir, f. 2. júní 1980, maki Guðmundur Guðmundsson, f. 21. ágúst 1969, sonur þeirra er Gunnþór Tandri, f. 19. maí 2002. Börn Óskars eru; Ásdís Kr. Smith, f. 1966, maki Jón Páll Björnsson, dætur þeirra eru; Klara og Hekla Kaðlín, og Bragi Smith f. 1972, maki Hildur Jóns- dóttir, sonur þeirra er Helgi Hrannar. Útför Gunnlaugs fer fram frá Fella- og Hólakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Elsku pabbi. Mikið var ég fegin þegar þú sagðist vilja flytja til okkar norður þegar mamma var dáin. Þú varst ansi ósáttur fyrst þegar mamma fór norður en svo sástu hvað hugs- að var vel um hana og hvað henni leið vel á sjúkrahúsinu og eftir að hún kom heim til mín, þar sem Lut og Margrét (heimahlynning) komu til okkar tvisvar á dag og urðu bestu vinkonur okkar allra. Mig sem langaði svo að þú fengir að njóta lífsins með okkur svolítið lengur og leika við augasteininn þinn hann Gunnþór Tandra. Þú sem fékkst að halda á honum undir skírn á afmælisdaginn þinn, þá varstu stoltasti langafi í heimi. Það liðu tíu dagar frá jarðarför mömmu þar til þú varst orðinn fár- veikur sjálfur af sama sjúkdómi. Mikið fannst mér það ósanngjarnt. Ég hef verið virkilega reið út í guð. Hvað var hann að hugsa, af hverju fékk ég ekki að hafa þig lengur hjá okkur. Elsku pabbi, mér fannst þú svo klár í öllu og þvílíkur snyrti- pinni og fagurkeri, svo gastu líka allt, gert við rafmagn, smíðað og lagað flestallt sem aflaga fór. Varst alltaf tilbúinn að hjálpa öðrum ef á þurfti að halda. Þú varst kominn með hugann fullan af áhuga í sam- bandi við gistiheimilið hennar Hönnu Þrúðar við að breyta og laga hjá henni. Í gamla daga varstu mikið í íþróttum, meðal annars voruð þið átta félagar sem kölluðuð ykkur „skæruliða“ og skíðuðuð mikið í Jósefsdal og á fleiri stöðum sem ég kann ekki að nefna. Sat maður oft alveg dolfallinn og hlustaði á sög- urnar af ykkur skæruliðunum, eða þegar þú vannst hjá Rafveitunni sem línumaður og fórst upp um öll fjöll og firnindi, þú þekktir alla staði með nafni, hvort sem það var fjall eða á, og jafnvel bæjarnöfn varstu með á hreinu, þú varst svo fróður um Ísland og Íslandssöguna og svo varstu mikill íslenskumaður, enda varstu alger lestrarhestur, last allt frá markaskrám og upp í heimsbókmenntir af öllu tagi. Ferðalögin sem við fórum í allt frá því ég man eftir mér, þar sem við sváfum í tjöldum, öll sumur ferðuðumst við oftast með Maddý ömmu og Óskari afa, og einnig Ír- isi og Óskari Nikk. Árið 1988 feng- uð þú og mamma ykkur tjaldvagn, þá var Hanna lítil og Óskar minn kominn til sögunnar, þá var nú ald- eilis farið í ferðalögin enda var tjaldvagninn svoddan lúxus, miklu flottari en tjald, með eldavél og öllu, þetta var yndislegur tími. Óskar minn hafði aldrei ferðast eins mikið innanlands og fannst þetta algjört ævintýri. Þú lærðir prentiðn í Fé- lagsprentsmiðjunni og auðvitað varð ég að gera það líka og meira segja voru þar ennþá mikið til sömu karlarnir og þú vannst með á sínum tíma. Svo fæddist Hanna Þrúður og hún var augasteinninn ykkar beggja enda var fyrsta orðið sem hún lærði „afa“ og þá var nú afi stoltur. Þegar ég var lítil vannstu á krana og gröfu og þóttir góður kranamaður, síðan vannstu hjá BM Vallá. Hjá Sútunarverksmiðju Slát- urfélagsins varstu verkstjóri í yfir tuttugu ár og síðustu þrettán árin vannstu sem vörður hjá Ráðhúsinu. Um það leyti sem þú hættir að vinna greindist mamma með krabbamein og þú stóðst eins og klettur við hlið hennar þau fimm ár sem hún var veik. Pabbi minn, þú þekktir svo marga og áttir marga vini sem þú gast kannski ekki sinnt sem skyldi síðustu árin vegna veik- inda mömmu. Mikið var mamma fljót að sækja þig þegar þú varst orðinn svona veikur. Elsku pabbi, mig langar að kveðja þig og mömmu með ljóðinu hans Tómasar Guðmundssonar sem þið hélduð svo mikið upp á. Tilvera okkar er undarlegt ferðalag. Við erum gestir og hótel okkar er jörðin. Einir fara og aðrir koma í dag, því alltaf bætast nýir hópar í skörðin. Og til eru ýmsir, sem ferðalagt þetta þrá, en þó eru margir, sem ferðalaginu kvíða. Og sumum liggur reiðinnar ósköp á, en aðrir setjast við hótelgluggann og bíða. Guð blessi ykkur og varðveiti, elsku pabbi og mamma. Hvíl í friði. Ykkar dóttir Þrúður Ólöf. GUNNLAUGUR HANNESSON Innilegar þakkir sendum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát eigin- konu, systur, móður, tengdamóður og ömmu okkar, RAGNHILDAR GESTSDÓTTUR, Snældubeinsstöðum, Reykholtsdal. Sérstakar þakkir sendum við starfsfólki Dvalar- heimilis aldraða Borgarnesi fyrir einstaklega góða umönnun. Eiginmaður, bróðir, börn, tengdabörn og barnabörn. Hjartans þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærrar eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, ELÍNAR KJARTANSDÓTTUR (Dúu), Fjölnisvegi 1, Reykjavík. Sérstakar þakkir færum við heimahlynningu Krabbameinsfélagsins fyrir einstakan hlýhug. Óskar L. Ágústsson, Auður L. Óskarsdóttir, Sigurður Ólafsson, Eygló Óskarsdóttir, Ingvar Sveinbjörnsson, Erla S. Óskarsdóttir, Þorsteinn Jónsson, barnabörn og barnabarnabarn. Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð, vináttu og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, GÍSLÍNU ÞÓRU JÓNSDÓTTUR, Aflagranda 40, áður Sörlaskjóli 68, Reykjavík. María Gröndal, Auðbjörg Helgadóttir, Sigurður Runólfsson, Jón H. Helgason, Sigurbjörg Haraldsdóttir, ömmubörn og langömmubörn. Hjartans þakkir til allra þeirra, er auðsýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, ÁGÚSTS ÓLAFSSONAR frá Gíslholti, Eyjahrauni 6, Vestmannaeyjum. Sérstakar þakkir til starfsfólks Sjúkrahúss Vestmannaeyja fyrir frábæra umönnun og góðvild. Guð blessi ykkur öll. Nanna Guðjónsdóttir, Jóhann Grétar Ágústsson, Jóna Kristín Ágústsdóttir, Magnús Birgir Guðjónsson, Ágústa Salbjörg Ágústsdóttir, Ósvald A. Thorshamar, Jenný Ágústsdóttir, Ólafur Gísli Ágústsson, Bára Kristinsdóttir, Jón Eysteinn Ágústsson, barnabörn og barnabarnabörn. Við færum innilegar þakkir öllum þeim, er sýndu okkur hlýhug og heiðruðu minningu móður okkar, tengdamóður, ömmu og lang- ömmu, DÓRÓTHEU SIGRÚNAR GUÐLAUGSDÓTTUR frá Miðkoti, Dalvík. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki deildar 4B, Hrafnistu, Hafnarfirði. Gunnar B. Arason, Þórunn Alfreðsdóttir, Anna S. Aradóttir, Árni Konráðsson, Guðlaugur Arason, Lilja Tryggvadóttir, Svava Aradóttir, Sigfús Thorarensen, Hafdís E. Bjarnadóttir, Jón Rafnsson, Elías J. Bjarnason, Guðrún Brynjólfsdóttir, Bjarni Th. Bjarnason, Iðunn Jónsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, JÓN MAGNÚSSON frá Geirastöðum, Kleppsvegi 132, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Grensáskirkju föstu- daginn 22. ágúst kl. 13.30. Blóm og kransar eru afþakkaðir, en þeim, sem vildu minnast hans, er bent á Félag aðstandenda Alzheimersjúklinga. Kristín H. Aspar, Kristbjörg Jónsdóttir, Jón G. Sigurjónsson, barnabörn og barnabarnabörn. Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför foreldra okkar, tengdaforeldra, afa og ömmu, HARALDAR J. HARALDSSONAR OG INGIBJARGAR JÓNSDÓTTUR, Skerjabraut 9, Seltjarnarnesi. Guð blessi ykkur öll. Sigurjón Haraldsson, Kolbrún Karlsdóttir, Haraldur Haraldsson, Kr. Dögg Gunnarsdóttir, Örn Haraldsson, Björg Línberg Runólfsdóttir og barnabörn. Minningargreinum þarf að fylgja formáli með upplýsing- um um hvar og hvenær sá sem fjallað er um er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um foreldra hans, systkini, maka og börn og loks hvaðan útförin verður gerð og klukkan hvað. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í for- málanum, sem er feitletraður, en ekki í greinunum sjálfum. Formáli minning- argreina

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.