Morgunblaðið - 12.09.2003, Síða 1

Morgunblaðið - 12.09.2003, Síða 1
STOFNAÐ 1913 246. TBL. 91. ÁRG. FÖSTUDAGUR 12. SEPTEMBER 2003 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is Með heiminn á herðum sér Atlas-heilkennið og útkeyrðu ofurpabbarnir Daglegt líf 2 Orgelkvartettinn Apparat í góðum málum Fólk 57 Girndin efni- viður heimsins Hanif Kureishi, einn kunnasti rithöf- undur Breta, tekinn tali Listir 28 ÍSLENSK stjórnvöld og forystumenn stjórnmálaflokkanna eru felmtri slegnir yf- ir morðinu á Önnu Lindh utanríkisráðherra Svíþjóðar. Davíð Oddsson forsætisráðherra segir að sér sé brugðið vegna morðsins, ekki síst vegna þess að slíkir atburðir eigi helst ekki að geta gerst á Norðurlöndum. „Öllum er brugðið, hér á í hlut einn af fremstu forystumönnum Svíþjóðar sem hefur rækt sitt starf afar vel eftir því sem við þekktum til. Þetta er mikið áfall,“ segir forsætisráðherra. Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra segir morðið á Lindh einn hörmulegasta at- burð sem hann hafi upplifað. „Anna Lindh var þannig manneskja að hún eignaðist vini en ekki óvini. Ég get ekki ímyndað mér að nokkur hafi borið haturshug til hennar.“ Leiðtogar annarra flokka segja mikinn missi að Lindh. „Þetta er hörmulegur at- burður og kemur ákaflega illa við mann. Það er stutt síðan hún var hér í heimsókn og áttu þá margir Íslendingar samskipti við hana,“ segir Steingrímur J. Sigfússon, for- maður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs. Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, sagði atburðinn leiða hugann að því hvort afleiðingin verði sú að stjórnmálamenn neyðist til að taka upp aðra umgengnishætti við kjósendur og haga sér með öðru móti. Guðjón A. Krist- jánsson, formaður Frjálslynda flokksins, segir skelfilegt til þess að hugsa verði þró- unin sú að stjórnmálamenn á Norð- urlöndum geti ekki gengið óáreittir um göt- ur borganna. Sendu samúðarskeyti Davíð Oddsson forsætisráðherra sendi Göran Persson, forsætisráðherra Svíþjóðar og sænsku ríkisstjórninni, samúðarkveðjur í gær vegna morðsins á Lindh. Þá sendi for- seti Íslands Karli Gústafi Svíakonungi og Göran Persson samúðarskeyti. Í Reykjavík mátti víða sjá fána dregna í hálfa stöng í gær, t.d. við öll sendiráð erlendra ríkja, við Norræna húsið og aðalbyggingu HÍ. Sam- úðarbók liggur frammi í sænska sendi- ráðinu við Fjólugötu í dag milli 14 og 17. „Mikið áfall“  Íslensk stjórnvöld/10 LEIÐTOGAR sænsku stjórnmála- flokkanna samþykktu í gær að þjóð- aratkvæðagreiðslan um evruna yrði haldin á sunnudag, þrátt fyrir morð- ið á Önnu Lindh utanríkisráðherra. Ráðist var á Lindh í verslun í mið- borg Stokkhólms síðdegis á mið- vikudag og lést hún af sárum sínum snemma í gærmorgun. Tilræðis- maðurinn hefur enn ekki verið handtekinn og lögregla virðist hafa takmarkaðar vísbendingar um hver framdi verknaðinn. Upptökur ör- yggismyndavéla hafa þegar verið kannaðar en munu ekki hafa komið lögreglunni að neinu gagni. Eftirlit með flugvöllum og ferjum var eflt mjög í gær. Þjóðarsorg ríkir í Svíþjóð vegna morðsins en Lindh var meðal virt- ustu og vinsælustu stjórnmála- manna þjóðarinnar. Vottuðu stjórn- málaleiðtogar um allan heim Lindh virðingu sína í gær. Minningarbækur liggja frammi víðs vegar um Stokkhólm og víða kom almenningur fyrir blómum til minningar um Lindh. Fyrir utan að- alinngang verslunarinnar NK, þar sem tilræðið átti sér stað, var stöð- ugur straumur fólks og fljótlega hafði fjall af rauðum rósum hlaðist upp. Segjast munu virða niðurstöður kosninganna Síðdegis voru haldnar minningar- athafnir um Lindh í þinginu og í Storkyrkan í Stokkhólmi. Peter Er- iksson, formaður Umhverfisflokks- ins, sagði að loknum fundi flokks- leiðtoganna að hann vildi hvetja fólk til að kjósa. „Það er okkar leið til að sýna lýðræði í verki. Við munum virða atkvæðagreiðsluna og niður- stöður hennar,“ sagði hann við fréttamenn að loknum fundi leiðtog- anna í stjórnarráðsbyggingunni Rosenbad. Bo Lundgren, formaður Hægri- flokksins, sagði að ef ákveðið hefði verið að fresta atkvæðagreiðslunni hefði falist í því uppgjöf. Hann sagð- ist ekki hafa velt því fyrir sér hvort voðaverkið myndi hafa áhrif á nið- urstöðurnar. „Annað er mér efst í huga. Hún var einstök kona og tveggja barna móðir. Þetta er harm- leikur fyrir börnin,“ sagði Lund- gren. Lars Leijonborg, formaður Þjóð- arflokksins, tók í sama streng. „Við megum ekki láta undan ofbeldinu. Hins vegar getum við ekki haldið áfram eins og ekkert hafi í skorist … Og hver hefði valkosturinn verið? Að láta þau skilaboð berast út að hægt sé að stöðva lýðræðisferlið með því að fremja voðaverk?“ Talið er óhjákvæmilegt að morðið á Önnu Lindh muni hafa einhver áhrif á niðurstöðu þjóðaratkvæða- greiðslunnar. Helst er talið að fylgi við evruna muni aukast í kjölfarið en skoðanakannanir til þessa hafa yf- irleitt gefið til kynna að mikill meiri- hluti Svía sé andvígur upptöku hennar. Alf Svensson, formaður flokks kristilegra demókrata, sagði að búast mætti við því að niðurstöð- ur atkvæðagreiðslunnar yrðu dregnar í efa þegar fram í sækti. „Margir munu segja að niðurstaðan hafi verið ómerk vegna þessa at- burðar. Niðurstaðan mun hins veg- ar gilda. Það verður ekki hægt að hnika henni, ég mun sjálfur aldrei gera neinar athugasemdir við nið- urstöðuna. Það má ekki gerast að morðingi fái að stjórna störfum lýð- ræðisríkis,“ sagði Svensson en flokkur hans berst fyrir upptöku evrunnar. Fréttaskýrandi sænska ríkissjón- varpsins lýsti hins vegar yfir áhyggjum af því að ef upptaka evr- unnar yrði samþykkt með naumum meirihluta myndi það leiða til stöð- ugra deilna um túlkun í framtíðinni. „Það væri martraðarkennd staða. Hins vegar held ég að stjórnmála- mennirnir hafi ekki átt annarra kosta völ,“ sagði hann. „Við megum ekki láta undan ofbeldinu“  Evrukosningar verða haldnar þrátt fyrir morðið á Lindh  Þjóðarsorg ríkir í Svíþjóð vegna dauða ráðherrans Reuters Almenningur í Stokkhólmi vottar minningu Önnu Lindh virðingu sína við verslunina þar sem morðingi hennar lagði til atlögu í fyrradag. Á minni myndinni sést sænski fáninn í hálfa stöng ásamt fánum hinna Norðurlandanna við Norræna húsið í Reykjavík í gær. Morgunblaðið/Kristinn Stokkhólmi. Morgunblaðið. GÖRAN Persson, forsætisráð- herra Svíþjóðar, flutti í gærkvöld sjónvarpsávarp frá skrifstofu sinni þar sem hann minntist Önnu Lindh. Hann rifjaði m.a. upp minningarorð er hún flutti við út- för Olof Palme forsætisráðherra er var myrtur árið 1986 en þá sagði Lindh að Svíar myndu halda baráttu hans áfram. Persson sagði jafnaðarmenn hafa misst mikinn leiðtoga og Svíar helsta andlit sitt gagnvart umheiminum Sænska stjórnin hittist í gær- morgun þar sem haldin var minn- ingarathöfn um Lindh. Síðar um morguninn komu leiðtogar stjórn- málaflokkanna sjö saman til fund- ar þar sem samþykkt var sameig- inleg yfirlýsing um að ekki yrði horfið frá áformum um að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um evruna á sunnudag. Persson las upp sam- eiginlega yfirlýsingu flokkanna. Hins vegar lýstu þeir því jafn- framt yfir að flokkarnir myndu af- lýsa allri kosningabaráttu. Kosn- ingamiðstöðvar verða áfram opnar með það að markmiði að veita þeim upplýsingar sem sækj- ast eftir þeim. Engir frekari fund- ir eða kappræður munu hins veg- ar fara fram. Ákveðið var í gær að taka niður mörg þúsund vegg- spjöld víðs vegar um landið með myndum af Lindh. Engin kosningabarátta STJÓRNVÖLD í Ísrael ákváðu í gær að reka Yasser Arafat, leiðtoga Palestínu- manna, úr landi en frestuðu aðgerðinni um hríð. Bandaríkjastjórn ítrekaði í gær áður yfirlýsta andstöðu sína við hugmyndina. Þúsundir stuðningsmanna Arafats söfn- uðust þegar saman við stöðvar hans í Ram- allah á Vesturbakkanum. Fögnuðu þeir ákaft er hann hætti sér í út í dyrnar en leið- toginn hefur um langt skeið verið í eins kon- ar stofufangelsi. „Við munum styðja þig með blóði okkar og sál, Abu Ammar,“ hrópaði fólkið og not- aði þá stríðsheiti Arafats. Lífverðir hans báru hann í stól í mannfjöldanum, Arafat sendi frá sér fingurkossa og gaf sigurmerk- ið með fingrunum. Hrósaði hann viðstödd- um fyrir hugrekki. „Ég vil segja við stjórn Ísraels: hér sjáið þið hvernig þjóð okkar bregst við ákvörðun ykkar,“ sagði hann. Hyggjast reka Arafat úr landi Jerúsalem, Ramallah, Washington. AFP. Spila í Pomp- idou-safninu  Anna Lindh/14, 32,33 ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.