Morgunblaðið - 12.09.2003, Page 2
FRÉTTIR
2 FÖSTUDAGUR 12. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ
Mynd Sólveigar Anspach, Stormviðri, sem meðal ann-
ars gerist í Vestmannaeyjum, verður frumsýnd í næstu
viku. Skarphéðinn Guðmundsson ræddi við hana.
Ótrauður Bowie
David Bowie er á miklu flugi þessa dagana og gefur út
hverja plötuna á fætur annarri. Á mánudag er ný plata
væntanleg frá Bowie og ber hún nafnið Veruleikinn.
Á kajökum við Grænland
Náttúra Grænlands er fögur og hrikaleg, blíð og
hrjóstrug. Ólafur Örn Haraldsson lýsir kajakferðalagi
við austurströnd nágrannalandsins í vestri.
Stormur Sólveigar
á sunnudaginn
ANNA LINDH LÁTIN
Leiðtogar um allan heim lýstu í
gær harmi sínum vegna morðsins á
utanríkisráðherra Svíþjóðar, Önnu
Lindh. Óþekktur karlmaður réðst á
ráðherrann með hníf að vopni í
verslun í Stokkhólmi á miðvikudag
og lést Lindh í gærmorgun af sárum
sínum. Sænskir stjórnmálaleiðtogar
eru sammála um að þrátt fyrir morð-
ið beri ekki að fresta þjóðaratkvæði
um evruna sem fer fram á sunnudag.
Harmi slegnir
Ráðamenn á Íslandi eru felmtri
slegnir yfir fréttum af morðinu á
Önnu Lindh, utanríkisráðherra Sví-
þjóðar. Davíð Oddsson forsætisráð-
herra segir að öllum sé brugðið og
Halldór Ásgrímsson utanrík-
isráðherra segir morðið einn hörmu-
legasta atburð sem hann hafi upp-
lifað. Víða mátti sjá flaggað í hálfa
stöng hér á landi í gær. Morðið hefur
vakið spurningar um það hvort ör-
yggis norrænna ráðamanna sé nægi-
lega gætt, m.a. hér á landi.
Færeyingar í aðgerðir hér
Færeyingar hafa sýnt áhuga á að
koma til Íslands í hjartaaðgerðir.
Hafa þeir óskað eftir upplýsingum
um hvort möguleiki sé á að ákveðnar
hjartaaðgerðir verði framvegis
framkvæmdar hér á landi í stað
Danmerkur þar sem þær hafa verið
gerðar hingað til.
Samson kaupir í Eimskip
Samson Global Holdings Limited
keypti í gær 7% hlut í Eimskipa-
félagi Íslands en félagið átti engan
beinan hlut í Eimskip fyrir við-
skiptin. Viðskiptin fóru fram á geng-
inu 7,6 og er kaupverð um 2.741
milljón króna.
F Ö S T U D A G U R 1 2 . S E P T E M B E R 2 0 0 3 B L A Ð B
MIKILVÆGUR hluti af heildarútlitinu er
skófatnaðurinn. Í haust og vetur eru stíg-
vélin ómissandi og þá er ekki átt við
þægileg gúmmístígvél, heldur misháhæl-
uð leður- og rúskinnsstígvél, oftast frekar
támjó.
Stígvélin eru mishá en þröngu stígvélin
sem ná rétt upp undir hné með nokkuð
háum pinnahæl eru orðin klassísk. Út-
færslan getur svo verið ýmiss konar, t.d.
með reimum, rennilás eða smellum. Svo
eru það stígvélin sem ná upp á læri, svip-
uð og Julia Roberts klæddist í Pretty
Woman á sínum tíma, en eru varla farin
að sjást í skóverslunum hér á landi. Og
síðast en ekki síst eru stígvélin sem ná
upp á miðjan kálfa og yfirleitt með lægri
hæl, stundum nánast flatbotna.
Það er sem sagt ekkert lát á vinsældum
leðurstígvélanna, en nú bætast
rúskinnsstígvélin við og útlitið er fjöl-
breyttara. Það eru víð stígvél sem geta
krumpast niður kálfann og er þar tenging
við árin í kringum 1980. Og það eru
þröng stígvél úr leðri eða rúskinni, sem
virðast oft sniðin á spóaleggi. Það er
kannski bót í máli að það er víst hægt að
fara með þau til skósmiðsins og láta
víkka.
Stígvélin í haust og vetur eiga það yf-
irleitt sameiginlegt að vera támjó en til
eru undantekningar frá því. Þar má t.d.
nefna ljós stígvél frá 38 þrepum sem gætu
átt við þjóðlegan búning Eskimóa. Í þeim
sameinast líka tvennt sem er sérstakt við
stígvélatísku haustsins, annars vegar ljósi
liturinn sem er óvenju áberandi miðað við
árstíma og hins vegar hve há þau eru, eða
upp fyrir hné, þótt reyndar sé ætlast til
þess að þau séu allt eins brett niður.
Morgunblaðið/Ásdís
LEÐUR á leggi
Frá vinstri: Svona há stígvél eru það sem koma skal í stígvélatískunni. Rauð stígvél frá
Valmiki, marglit frá Skór.is, reimuð frá Karen Millen og loks lág stígvél frá Bossanova.
Víð rúskinnsstígvél frá GS skóm.
Ljós og lág
frá GS
skóm.
Eskimóa-
stígvélin
frá 38
þrepum.
ATLAS-HEILKENNIÐ – MEÐ HEIMINN Á HERÐUM SÉR/2
TÖLVUKRYDD/4 HÖNNUN – ALLT SEM MENN SKAPA/6
AFHJÚPUN ÍMYNDA/7 AUÐLESIÐ/8
Yf ir l i t
Kynningar – Morgunblaðinu í dag
fylgir Dagskrá vikunnar. Blaðinu er
dreift á landsbyggðinni.
Í dag
Sigmund 8 Minningar 36/46
Viðskipti 12 Staksteinar 50
Erlent 14/17 Bréf 48
Höfuðborgin 18/19 Skák 47
Akureyri 20 Dagbók 50/51
Suðurnes 21 Brids 49
Landið 24/25 Leikhús 56
Listir 26/29 Fólk 56/61
Umræðan 30/31 Bíó 58/61
Forystugrein 32 Ljósvakamiðlar 62
Viðhorf 36 Veður 63
* * *
Í KRINGUM fjögur kíló af
hassi fundust í bifreið við hefð-
bundið eftirlit með Norrænu
sem kom til Seyðisfjarðar í gær-
morgun. Hassið var mjög vand-
lega falið í bifreið íslensks pars.
Var parið yfirheyrt fyrst á Seyð-
isfirði og síðan á Egilsstöðum en
samkvæmt upplýsingum sýslu-
mannsembættisins var rann-
sókn málsins hér um bil lokið
seint í gærkvöld og fólkið ekki
lengur í vörslu lögreglu. Verður
ákæra væntanlega gefin út inn-
an skamms.
Hasshundur frá ríkistoll-
stjóra var með í eftirliti lögreglu
og tollayfirvalda í Norrænu „og
átti hann sinn þátt í að efnið
fannst“ að sögn lögreglunnar.
Tekin með
fjögur kíló
af hassi
HALLDÓR Ásgrímsson utanríkis-
ráðherra segir heilmikið bera á milli í
viðræðum um aukið frelsi í heims-
viðskiptum á ráðherrastefnu Al-
þjóðaviðskiptastofnunarinnar sem
fram fer í Cancún í Mexíkó og að
hann eigi erfitt með að geta sér til um
árangur af viðræðunum, fram að
þessu, sem lýkur á sunnudag. Flestir
telji þó líklegt að niðurstaða náist á
fundinum og hafa beri í huga að
markmiðið hafi ekki verið að ljúka
viðræðunum í Cancún heldur sé
stefnt að því að ná samkomulagi um
ramma sem samningamenn eigi að
styðjast við í áframhaldandi viðræð-
um.
Minntist Önnu Lindh
Halldór flutti erindi á fundinum í
gær og minntist í upphafi máls síns
nýlátinnar starfssystur sinnar Önnu
Lindh, utanríkisráðherra Svíþjóðar.
Í ræðu sinni lagði utanríkisráð-
herra áherslu á mikilvægi þess að
þjóðir heims semdu um réttlátar
reglur í viðskiptum sín á milli og að
þær hefðu svigrúm til að taka tillit til
ólíkra framleiðsluskilyrða í landbún-
aði af náttúrunnar hendi. Benti hann
á að taka yrði tillit til þess að allar
þjóðir ættu að hafa rétt til að við-
halda kunnáttu til að lifa af landi
sínu, því gætu sömu reglur ekki gilt
fyrir landbúnað og aðrar greinar sem
gætu búið við sambærileg fram-
leiðsluskilyrði óháð ytri aðstæðum.
Í gær héldu fulltrúar íslensku
sendinefndarinnar og fulltrúar átta
annarra ríkja sem náð hafa saman
um sameiginlegar áherslur, blaða-
mannafund. Þá var ráðgert í gær að
EFTA-ríkin myndu hittast síðar um
daginn og í dag munu Norðurlöndin
funda saman.
„Það er afskaplega erfitt að segja
til um það hvernig þetta stendur, það
ber heilmikið á milli en samt telja nú
allir líklegt að það takist að ná nið-
urstöðu,“ segir Halldór um árangur
fundarins.
„Hér eru 146 ríki samankomin og
það er venjan að velja á milli 20 og 30
lönd til þess að setjast niður og reyna
að ná niðurstöðu og það er verið að
velja þau nú. Mér þykir líklegt að
Sviss og Japan verði í þeim hópi og
við munum hafa okkar aðalsamráð
við Sviss um þessi mál. „Hér er verið
að tala um ramma sem síðan verður
að fylla inni í.
Það liggur fyrir að þetta er aðeins
rammi og síðan þarf að fylla allar töl-
ur þar inn. Þessi fundur er hins vegar
mikilvægur á þeirri leið og ef ekki
næst samkomulag um þennan
ramma er mikil hætta á að það muni
koma afturkippur í þessi mál, sem
getur þá haft þær afleiðingar að
menn gefist upp á þessum hlutum í
bili og leggi þá áherslu á árangur í
tvíhliða viðræðum, samninga milli
Evrópusambandsins og Bandaríkj-
anna og samninga þessara blokka við
ýmsar þjóðir heims. Þannig að það
getur haft alvarlegar afleiðingar í
sambandi við samskipti ríkra þjóða
og fátækra.“
Halldór segir að íslensku full-
trúarnir hafi fyrst og fremst lagt
áherslu á smæð íslenska landbúnað-
arins sem framleiði tiltölulega fáar
afurðir. „Við erum að leggja á það
áherslu að hafa möguleika til að aga
landbúnað okkar að nýjum aðstæð-
um og halda áfram að framleiða
vörur eins og mjólkur- og kjötvörur.“
Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra tók til máls á
ráðherrastefnu Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar í gær
Heilmikið ber á milli
í viðræðum þjóðanna
FORSETI Marsfélagsins á Bret-
landi Bo Maxwell er staddur hér á
landi með hópi hugsanlegra fjár-
festa en félagið hefur hug á að reisa
geimrannsóknarstöð á Kröflusvæð-
inu og er sem fyrr stefnt að því að
hægt verði að hefjast handa á
næsta ári en ætlunin er að vís-
indamenn búi og geri tilraunir sem
auki skilning þeirra á landslagi og
lífríki á Mars.
Fjárfestar með í förinni nú
Tilgangur ferðarinnar nú er að
sögn Maxwell að sýna fjárfestum
heppilega staði þannig að þeir geti
betur gert sér grein fyrir áformum
félagsins og séð staðhætti. Maxwell
segir félagið enn hafa fullan hug á
að hefja rannsóknir hér á landi
næsta sumar en til þess þurfi að
tryggja fjármögnun verkefnisins
og ná endanlegu samkomulagi við
landeigendur hér. „Við stefnum að
því að hefjast handa á næsta ári.
Þetta er stórt alþjóðlegt verkefni
og við erum vongóðir um að okkur
muni takast að ná samningum um
það. Allir líta þetta verkefni já-
kvæðum augum og við vonumst til
þess að ná samkomulagi við land-
eigendur í náinni framtíð en að
öðru leyti eru samningaviðræður á
viðkvæmu stigi.“ Maxwell segir
fjármögnun verkefnisins vera á al-
þjóðlegum grunni. „Það eru fjögur
lönd sem einkum koma að verkefn-
inu, Bretland, Frakkland, Þýska-
land og Holland en auk þess kemur
til stuðningur frá Belgíu, Frakk-
landi og Ítalíu. Þá hafa Bandaríkja-
menn hjálpað til við að útvega bún-
að vegna verkefnisins.“
Viðræður vegna geimrannsóknarstöðvar á Kröflusvæðinu
Fjárfestar
komnir til
að skoða
aðstæður
Morgunblaðið/Birkir Fanndal
Forsvarsmenn Marsfélagsins með fjárfestum og landeigendum á ferð á
Norðurlandi í gær. Einnig var með í för erlent fjölmiðlafólk.