Morgunblaðið - 12.09.2003, Page 11
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. SEPTEMBER 2003 11
ÞAÐ er ekki algeng sjón að sjá
bát með dráttarvél í togi á hafi
úti. Það gerðist þó nú í vikunni
er flytja þurfti tvær dráttarvélar
frá Tyrðilmýri við Ísafjarðardjúp
og út í Æðey. Það var Vegagerð
ríkisins sem stóð fyrir flutning-
unum en Sjóflutningar Hafsteins
og Kiddýjar önnuðust flutning-
inn. Útbúinn var sérstakur
prammi til verksins. Sóttist ferð-
in fremur seint vegna sjólags en
vel var tekið á móti flutn-
ingamönnum er þeir komu út í
Æðey. Þar var þeim boðið upp á
kaffi og meðlæti þar til veður
lægði og hægt var að halda í land
á nýjan leik.
Ljósmynd/Þorsteinn J. Tómasson
Bátur með dráttarvél í togi
rek á sviði umhverfismála og
vakið börn, unglinga og fullorðna
til vitundar um eitt eða fleiri mál-
efni sem tengjast umhverfinu.
Frestur seinni umferðar til-
nefninga er runninn út og voru
tveir hópar tilnefndir frá hverju
Norðurlandanna, en tilkynnt
verður um verðlaunahafann á
fundi í Stokkhólmi 26. septem-
ber.
Verðlaunaafhendingin fer síð-
an fram í tengslum við Norð-
urlandaráðsþing í Osló 27. til 29.
október nk.
NEMENDUR í Hamarsskóla og
Barnaskóla Vestmannaeyja og
umhverfissamtökin Blái herinn
eru á meðal þeirra sem tilnefndir
eru vegna náttúru- og umhverf-
isverðlauna Norðurlandaráðs
2003.
Úthlutað í níunda sinn
Í ár úthlutar Norðurlandaráð
náttúru- og umhverfisverðlaun-
unum í níunda sinn. Að þessu
sinni verða verðlaunin veitt ung-
um einstaklingi eða ungmenna-
samtökum sem unnið hafa stóraf-
Náttúru- og umhverfisverðlaun
Norðurlandaráðs 2003
Tveir íslenskir
hópar tilnefndir
EMBÆTTI landlæknis bárust 224
kvartanir og/eða kærur með form-
legum hætti á síðasta ári sem beind-
ust gegn heilbrigðisstarfsmönnum
og/eða heilbrigðisstofnunum. Þetta
kemur fram í nýrri ársskýrslu emb-
ættisins fyrir árið 2002.
Eru þetta talsvert færri kvartanir
en borist höfðu næstu þrjú ár á und-
an og skýrist einkum af breyttri
skráningu.
Í ársskýrslunni segir að í fyrra
hafi í meira mæli en áður verið lögð
áhersla á að erindi bærust skriflega.
Ýmis erindi bárust þó eftir öðrum
leiðum, aðallega símleiðis, og var
tekið á móti miklum fjölda símtala á
kvartana- og kærusviði embættisins.
Flest kvörtunarmálin vörðuðu meint
mistök heilbrigðisstarfsmanna en
meintir samskiptaörðugleikar komu
þar næst á eftir. Segir í skýrslunni
að dæmi um kvartanir í garð starfs-
manna heilbrigðisstofnana hafi verið
allt frá því að þeir hafi sýnt kulda-
lega framkomu til þess að ekki hafi
verið staðið rétt að tiltekinni aðgerð.
Fjórir sviptir starfsleyfi
Í ársskýrslu landlæknis kemur
einnig fram að embættið hafði af-
skipti af þó nokkrum heilbrigðis-
starfsmönnum á síðasta ári. Fjórir
voru sviptir starfsleyfi, fimm fengu
formlega áminningu í samræmi við
lög um réttindi og skyldur opinberra
starfsmanna og fundið var að störf-
um eða einstökum ákvörðunum all-
margra.
Alls fjallaði embættið um 212
starfsleyfisumsóknir í fyrra, þar af
voru 68 umsóknir um sérfræðileyfi,
53 um lækningaleyfi og 20 umsóknir
um lyfjafræðingsleyfi.
Í flestum tilvikum var umsóknum
svarað jákvætt og leyfi veitt en þó
fengu þrír synjun um lækningaleyfi
og 19 um sérfræðileyfi. Skýringin á
því síðastnefnda er að sögn Matt-
híasar Halldórssonar aðstoðarland-
læknis einkum sú að fjölmargar um-
sóknir um sérfræðileyfi berast
erlendis frá þar sem skilyrðum er þá
ekki fullnægt hjá viðkomandi lækni.
Einnig eru dæmi um að íslenskum
læknum sé synjað og þá yfirleitt af
tæknilegum ástæðum þar sem ein-
hverja mánuði vantar upp á að þeir
uppfylli öll skilyrði.
Árið 2002 sögðu 218 einstaklingar
sig úr miðlægum gagnagrunni á heil-
brigðissviði en til samanburðar voru
úrsagnir á árinu 2001 tæplega 600. Í
árslok 2002 höfðu alls 20.385 einstak-
lingar, eða ríflega 7% landsmanna,
sagt sig úr grunninum. Kemur þetta
fram í ársskýrslu Landlæknisemb-
ættisins.
Landlækni bár-
ust 224 kvartanir
á síðasta ári
Ársskýrsla landlæknisembættisins
JÓN Kristjánsson, heilbrigðis- og
tryggingamálaráðherra, hefur
skipað starfshóp til að fara yfir
rekstrargrundvöll Landspítala-há-
skólasjúkrahúss og þau rekstrar-
vandamál sem blasa við spítalanum
í dag. Í nefndinni eru fulltrúar úr
fjárlaganefnd Alþingis, formaður
fjárlagaskrifstofu fjármálaráðu-
neytisins og yfirmaður fjárlaga-
skrifstofu heilbrigðis- og trygg-
ingamálaráðuneytis.
Hvar „einstaklingsframtakið
og spítalinn mætast“
„Þeir munu fara yfir rekstrar-
grundvöllinn og þessi rekstrar-
vandamál dagsins og munu vinna
að því áfram í fjárlagagerðinni að
undirbúa ákvörðun í þessum mál-
um,“ segir Jón.
Þá hefur heilbrigðisráðherra
ákveðið að skipa annan starfshóp
til að fara yfir málefni spítalans til
frambúðar og „fara yfir hvar ein-
staklingsframtakið og spítalinn
mætast ef svo má segja og hvað er
skynsamlegt að vinna þar inni og
hvað annars staðar. Við verðum að
taka þessa umræðu en ég verð að
ætla þessum hópi lengri tíma.
Þetta eru raunar tvö aðskilin mál.
Ég reikna ekki með að niðurstaða
liggi fyrir þegar fjárlög verða af-
greidd,“ segir ráðherra. Hann
minnir á að fréttir af fjöldaupp-
sögnum á spítalanum séu ekki frá
ráðuneytinu komnar og vonast til
að hægt verði að búa þannig um
hnútana að ekki þurfi að koma til
þeirra. „Ég ætlaði að koma þessum
nefndum af stað sem allra fyrst,
önnur nefndin er reyndar komin á
laggirnar og er jafnvel byrjuð að
starfa en ég ætlaði að skipa hina
nefndina helst í þessum mánuði og
hún myndi þá byrja að starfa núna
í haust.“
Starfshópi ætlað að skoða
rekstrargrundvöll LSH
Ráðherra skipar
nefnd til að skoða
málefni spítalans
FYRSTU fregnir af alvöru sjóbirt-
ingsskotum í skaftfellskum ám
hafa verið að síast inn. Þetta eru
ekki hrikalegar tölur, en það
leynir sér þó ekki að vertíðin þar
eystra er að hrökkva í gang.
Hjá SVFR fengust þær upplýs-
ingar að tvö síðustu holl í Tungu-
fljóti hefðu orðið vel vör, fyrst hafi
hópur fengið 6 birtinga, síðan kom
hópur, sem lauk veiðum 8. sept-
ember og veiddi átta birtinga og
tvo laxa. Virðist hafa komið dálítil
ganga á undan Skaftárhlaupinu, en
þau aflaga vatnamót Ása-Eldvatns
og Tungufljóts allrækilega. Má bú-
ast við að göngur hressist verulega
þegar hlaupið hefur sjatnað til
fulls. Þetta voru nær allt 4 til 7
punda birtingar, engin tröll, sem
Fljótið er þekkt fyrir, enn sem
komið er. Flestir veiddust á vatna-
mótum við Ása-Eldvatn.
Hjá Keflvíkingum hafa þær
fregnir fengist að fyrsta alvöru
sjóbirtingsskotið hafi komið í Geir-
landsá um síðustu helgi, átta fisk-
ar hafi þá verið dregnir á þurrt og
jafnmargir lekið af önglinum. Enn-
fremur náðust fjórir laxar og
nokkrar fínar bleikjur. Mest
veiddist í Ármótum og Fjárhúsa-
bakka. Stærsti birtingurinn var 12
pund.
Fréttir af löxum
Veiði í Langá hefur dalað að-
eins, en áin er þó búin að losa vel
2.000 laxa. Ingvi Hrafn er þó ekki
bjartsýnn á að metið, 2.400 stk.,
frá 1978 falli. Það er þó aldrei að
vita, nokkrir dagar eftir og mergð
af laxi í ánni.
Grímsá hefur náð góðum loka-
spretti eins og í fyrra og hefur nú
gefið um 1.000 laxa. Enn eru
nokkrir dagar til stefnu.
Þá er útlit fyrir að Laxá í Dölum
sigli yfir tölu sína frá síðasta ári.
en um helgina var hún komin afar
nærri 880 löxum sem er einmitt
talan frá 2002.
Þegar öll kurl voru komin til
grafar í Norðurá lá fyrir lokatalan
1.453. Það er talsvert undir loka-
tölu síðasta árs, þá veiddust 2.217
laxar, en viðunandi eigi að síður,
sérstaklega í ljósi aðstæðna, en
skilyrði voru afar slæm afar lengi
veiðitímans.
Ballið að byrja fyrir austan
Ragnar Lövdal með 19 punda hæng sem hann veiddi nýverið í Hafralónsá.
ERU
ÞEIR AÐ
FÁ’ANN?
LÖGREGLAN á Ísafirði hef-
ur nú upplýst tvö innbrot,
sem framin voru í húsnæði
Grunnskólans á Ísafirði ný-
lega.
Á miðvikudagskvöld játaði
karlmaður á fertugsaldri að
hafa brotist inn í skólann.
Hefur hann margsinnis komið
við sögu lögreglunnar vegna
ýmissa brota, s.s fíkniefna- og
auðgunarbrota.
Í leit að lyfjum
Innbrotin voru framin í
húsnæði skólans aðfaranótt 6.
september sl. og aftur aðfara-
nótt 10. sama mánaðar. Mikið
tjón hlaust af í bæði skipti.
Svo virðist sem tilgangur
þeirra hafi verið að leita að
lyfjum í skólanum.
Innbrot í
grunnskóla
upplýst
Ísafjörður