Morgunblaðið - 12.09.2003, Page 12

Morgunblaðið - 12.09.2003, Page 12
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF 12 FÖSTUDAGUR 12. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ ÚR VERINU FISKMARKAÐURINN Fishgate í Hull í Bretlandi hefur hlotið gæða- vottun EFSIS, fyrstur fiskmarkaða í heiminum. Fishgate er að mestum hluta í eigu Íslendinga og fram- kvæmdastjóri markaðarins er Krist- jón D. Bergmundsson. Markaðurinn er einn sá tæknivæddasti í heimi, all- ur tölvustýrður og sérstök áhersla er lögð á hreinlæti og gæðamál. Fiskur úr íslenskri, norskri og færeyskri lögsögu er boðinn upp á markaðnum. EFSIS stendur fyrir European Food Safety Inspection Service eða evrópsku matvælaeftirlitsstofn- unina. Við afhendingu viðurkenning- ar EFSIS til Fishgate á dögunum sagði Alan Campbell, þaulreyndur matsmaður sem hefur skoðað fisk- markaði um heim allan á vegum stofnunarinnar, að starfsmenn, stjórnendur og þátttakendur á markaðinum hafi sýnt aga með því að sameinast um gæðastefnu og þannig tekist að setja nýja staðla fyrir fisk- markaði um heim allan. Frá þessu segir í frétt Seafood International. Arthur Cook, stjórnarformaður fyrirtækisins, sagði við móttöku við- urkenningarinnar að það hafi verið stefna fyrirtækisins að komast í þennan gæðaflokk allt frá upphafi. „Toppgæðastaðallinn hefur verið okkar markmið frá því Fishgate var stofnað. Nú þegar minni fiskgengd eykur sífellt virði fiskjarins verða gæðin lykilatriði,“ er haft eftir Cook í tilkynningu frá fyrirtækinu. Í máli Kristjáns Loftssonar, stjórnanda hjá Fishgate, kom fram að gæðin fælust ekki síður í starfs- umhverfinu sem skapað hefur verið hjá Fishgate. „Við erum með full- komið starfsumhverfi, höfum aflað okkur viðurkenninga áður og hefur nú tekist að öðlast alþjóðlegrar virð- ingar. Gæðin eru ekki einungis fólgin í vörunni heldur í vinnunni líka,“ sagði Kristján þegar hann tók við viðurkenningunni. Fishgate-markaðurinn er einn sá tæknivæddasti í heimi, allur tölvustýrður og sérstök áhersla er lögð á hreinlæti og gæðamál. Fishgate vottað- ur af EFSIS Íslenskur fiskmarkaður í Hull í Bretlandi leiðandi í gæðamálum HELGI Laxdal, formaður Vél- stjórafélags Íslands, hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér til for- mennsku í félaginu eftir næsta kjörtímabil. Hann hefur nú verið formaður VSFÍ í 21 ár. Helgi hefur gefið kost á sér til formennsku VSFÍ á næsta kjör- tímabili eða til næstu fjögurra ára en hefur ákveðið að kjörtímabilið verði jafnframt sitt síðasta. Að því loknu hefur hann gegnt for- mennsku í VSFÍ í aldarfjórðung, lengst allra formanna félagsins frá upphafi. Hann tók við formennsku haustið 1982, af Ingólfi Ingólfssyni. Helgi segir að þegar næsta kjör- tímabili ljúki verði hann kominn fast að eftirlaunaaldri og að það sé góður tímapunktur til að láta stað- ar numið. „Mér finnst ég þó ekki hafa elst um dag frá því að ég tók við formennsku fyrir ríflega 20 ár- um. Þetta hefur verið geysilega skemmtilegur tími. Það hefur gengið á ýmsu á þessum tíma og oft hefur verið tekist hart á. Mér finnst reyndar að harkan sé meiri á þess- um vettvangi nú en áður. Það er minna um að menn leysi sín mál sín á milli á persónulegum nótum en þeim mun algengara að málum sé vísað til lögmanna til úrlausnar. Auðvitað er ennþá töluvert um að menn leysi málin sín á milli í besta bróðerni, það eru til dæmis fjöl- margar útgerðir sem við höfum aldrei þurft að hafa afskipti af vegna mönnunarmála. En þó að við höfum oft tekist hart á við útgerðarmenn og stundum hafa fallið stór orð, er það nú sem betur fer þannig að menn erfa ekki slíkt og þegar við göngum út úr fundarherbergjunum erum við allir mestu mátar. Erfiðasta tímabilið á formennskuferli mínum hingað til var þegar við vélstjórar klufum okkur út úr Farmanna- og fiski- mannasambandi Íslands árið 1991. Það voru stór skref og þung en menn hafa löngu leyst úr þeim ágreiningi sem þar kom upp,“ segir Helgi Laxdal. Helgi Laxdal ákveður að hætta Morgunblaðið/Þorkell Helgi Laxdal, formaður Vélstjórafélags Íslands. HJÁ Landsbanka Íslands og Ís- landsbanka hefur ekki verið tekin ákvörðun um lækkun vaxta á inn- og útlánum en Kaupþing Búnaðarbanki lækkaði vexti í gær. Sparisjóðirnir hafa ákveðið að lækka vexti sína, en ákvörðun liggur ekki fyrir um hve mikil sú lækkun verður. Kaupþing Búnaðarbanki lækkaði vexti á óverðtryggðum útlánum í gær um 0,15-0,25% og á verðtryggð- um útlánum um 0,20%. Stóru tryggingafélögin þrjú, VÍS, Sjóvá-Almennar og TM hafa öll ákveðið að lækka vexti á bílalánum til samræmis við lækkun vaxta á bíla- lánum Frjálsa fjárfestingarbankans, sem Morgunblaðið greindi frá í gær. Lækka tryggingafélögin vexti af óverðtryggðum bílalánum úr 10,3% í 10,0% og á verðtryggðum lánum úr 8,0% í 7,8% eins og Frjálsi fjárfest- ingarbankinn hafði gert. Fjármögnunarfyrirtækin Glitnir, Lýsing og SP-Fjármögnun hafa ekki ákveðið að lækka vexti á sínum bíla- lánum. Vextir af bílalánum fjár- mögnunarfyrirtækjanna eru í dag þeir sömu og þeir voru hjá Frjálsa fjárfestingarbankanum og trygg- ingafélögunum fyrir lækkunina í gær. Framkvæmdastjóri Lýsingar segist þó fastlega gera ráð fyrir að fyrirtækið muni fylgja eftir vaxta- lækkun Frjálsa fjárfestingarbank- ans. Vaxtalækkun ekki augljós Sigurjón Þ. Árnason, bankastjóri Landsbanka Íslands, segir að bank- inn hafi ekki tekið ákvörðun um breytingar á vöxtum á inn- og útlán- um. Hann segist eiga von á því að vaxtakjörin verði skoðuð í kringum næsta vaxtabreytingardag, hinn 21. september næstkomandi. Hugsan- lega verði þó beðið með vaxtabreyt- ingar þangað til eftir að nýjar upp- lýsingar um verðbólguna verða birtar. Sigurjón segir að í ljósi þess hvað verðbólgan hafi verið há í þessum mánuði, eða 0,7%, sé ekki augljóst að hreyfa eigi mikið við vöxtum á óverð- tryggðum inn- og útlánum á þessu stigi. Jón Þórisson, framkvæmdastjóri útibúasviðs Íslandsbanka, segir að ekki hafi verið tekin ákvörðun um lækkun vaxta á inn- og útlánum bankans á næstunni. Bankinn líti svo á að með vaxtalækkun Kaupþings Búnaðarbanka á óverðtryggðum kjörum í gær hafi hann verið að laga sig að vöxtum sem verið hafi hjá Ís- landsbanka í um hálfs árs skeið. Þrátt fyrir þessar breytingar hjá Kaupþingi Búnaðarbanka sé Ís- landsbanki enn með lægri vexti í sumum tilvikum. Í sambandi við verðtryggð vaxta- kjör segir Jón að Íslandsbanki hafi fylgst með þeirri þróun sem verið hafi á markaði. Að mati bankans gætu verið að skapast aðstæður til að lækka verðtryggða vexti og reynt verði að nýta þau tækifæri sem gef- ast til þess á næstunni. Finnur Sveinbjörnsson, banka- stjóri Sparisjóðabanka Íslands, segir að í ljósi markaðsaðstæðna hafi sparisjóðirnir tekið ákvörðun um lækkun vaxta, en ákvörðun liggi ekki fyrir um hve mikil sú lækkun verði. Þó liggi þegar fyrir ákvörðun Frjálsa fjárfestingarbankans um lækkun á vöxtum bílalána, en bankinn sé innan sparisjóðafjölskyldunnar. Lægri vextir í boði Í tilkynningu á heimasíðu VÍS í gær sagði að lækkun á vöxtum af bílalánum félagsins sé í samræmi við þá stefnu VÍS að endurskoða vaxta- kjör reglulega með tilliti til markaðs- aðstæðna á hverjum tíma. Ágúst Ögmundsson, aðstoðarfor- stjóri TM, segir að félagið hafi ákveð- ið að lækka vexti á bílalánum í gær og það sama segir Kristján Björg- vinsson, forstöðumaður fjármála- sviðs Sjóvár-Almennra trygginga. Lýsing mun að öllum líkindum fylgja Frjálsa fjárfestingarbankan- um og lækka vexti af bílalánum til samræmis við hann, að sögn Ólafs Helga Ólafssonar, framkvæmda- stjóra Lýsingar. Hann segir að ákvörðun um vaxtalækkun á bílalán- um fyrirtækisins hafi þó ekki verið tekin. Kjartan Georg Gunnarsson, fram- kvæmdastjóri SP-Fjármögnunar, segist ekki gera ráð fyrir að fyrir- tækið muni bregðast með nokkrum hætti við vaxtalækkun Frjálsa fjár- festingarbankans. Vextir af bílalán- um SP-Fjármögnunar verði því væntanlega óbreyttir. Kristján Óskarsson, fram- kvæmdastjóri Glitnis, segir að fyrir- tækið muni skoða hvort vextir af bílalánum verði lækkaðir. Ákvörðun þar um hafi hins vegar ekki verið tekin. Að sögn Kristjáns býður Glitnir lægri vexti á svonefndum bílasamn- ingum en á bílalánum, eða 6,4%. Hann segir að fjármögnunin sam- kvæmt bílasamningi sé til helminga í íslenskum krónum á móti erlendum gjaldmiðlum samkvæmt svonefndri myntkörfu, sem í eru Bandaríkjadal- ur, evra og japönsk jen. Landsbanki og Íslands- banki lækka ekki vexti Tryggingafélögin fylgja Frjálsa fjárfestingar- bankanum og lækka vexti á bílalánum ráðstefnunni í samvinnu við Afl- vaka, Nýherja, Háskóla Íslands, Frumkvöðlasetur Norðurlands og Nýsköpunarsjóð. Luis Sanz sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að reynslan af vísinda- og tæknigörðum sé almennt mjög góð. Þeim hafi stöðugt farið fjölgandi á undanförnum árum og ætla megi að það hafi gerst vegna þess hvað þeir hafi skilað góðum ár- angri. Þeim sem eiga aðild að al- heimssamtökum vísinda- og tækni- garða hafi einnig fjölgað hratt og séu nú um 270 talsins frá 65 löndum. Hann sagði að samtökin veiti VÍSINDA- og tæknigarðar skapa umhverfi sem kemur sér vel fyrir fyrirtæki sem þurfa stuðning til að þróast, að sögn Luis Sanz, fram- kvæmdastjóra alheimssamtaka vís- inda- og tæknigarða. Hann segir að reynslan af svona görðum víða um heim hafi sýnt að þróun fyrirtækja verði hraðari og ódýrari séu þau í návist fyrirtækja í sambærilegri stöðu. Luis Sanz flutti ávarp við setn- ingu alþjóðlegrar ráðstefnu um gildi vísinda- og tæknigarða sem hófst hér á landi í gær og lýkur í dag. Það er Iðntæknistofnun sem stendur að stuðning og ráðgjöf og framkvæmi rannsóknir og athuganir sem geti nýst þeim sem hyggja á stofnun vís- indagarða sem og fyrirtækjum sem eru í slíkum görðum. Hallgrímur Jónasson, forstjóri Iðntæknistofnunar, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að mark- miðið með ráðstefnunni sé að þróa umræðu um vísinda- og tæknigarða sem aðferðafræði í því að byggja upp ný fyrirtæki. Ráðstefnan sé leið til að kynna þessi mál hér á landi auk þess sem umræðan geti ýtt undir að frekar verði aðhafst í þeim málum. Alþjóðleg ráðstefna um vísinda- og tæknigarða Þróun fyrirtækja er hraðari og ódýrari SKATTUR Á FYRIRTÆKI er heiti nýútkominnar bókar eftir Ásmund G. Vilhjálmsson, héraðsdómslögmann og forstöðumann skattasviðs end- urskoðunarfyrir- tækisins Grant Thornton. Bókin er 885 síðna upp- flettirit og að sögn Ásmundar ætluð fólki í atvinnu- rekstri sem vill fá upplýsingar um skattamál á að- gengilegan hátt. Spurður að því hvað varð til þess að hann réðst í útgáfu bókarinnar segir Ásmundur það fyrst og fremst vera áhuga sinn á fræðun- um. Hann hefur áður gefið út nokkur rit um skattamál og segir bókina vera nokkurs konar endurbætta heildar- útgáfu af öllu því sem hann hefur áð- ur ritað um skattlagningu fyrirtækja. „Skattarétturinn hefur verið að þróast þannig að greinarmörk ein- staklingsskattaréttar og atvinnu- skattaréttar eru alltaf að verða skýr- ari. Útgáfa fyrri rita kenndi mér það að það væri æskilegt að skrifa rit sem fjallaði eingöngu um skattlagningu fyrirtækja.“ Að sögn Ásmundar er bókin Skatt- ur á fyrirtæki byggð upp eins og rekstrarreikningur. Meginþættir bókarinnr eru þrír: sá fyrsti fjallar um hugtakið atvinnurekstur og þær tekjur sem honum tengjast, í öðrum þætti bókarinnar er fjallað um hvaða gjöld megi draga frá þessum tekjum. „Mörkin milli rekstrarkostnaðar og einkaútgjalda geta oft verið óljós og þess vegna er nauðsynlegt að reyna að skýra það út,“ segir Ásmundur. Í þriðja hlutanum er síðan tekið á vör- unotkun, fyrningu rekstrarfjármuna og því hvernig skattleggja eigi hagn- að eða tap. Ásmundur hefur unnið að ritun bókarinnar í fimm ár. „Þessi bók er sniðin eftir kennslubókum sem eru notaðar við háskólakennslu í skatta- rétti á Norðurlöndunum en hver sem er sem er í fyrirtækjarekstri á að geta haft not af bókinni.“ Sjálfur er Ásmundur menntaður í skattarétti frá Árósum í Danmörku og Lundi í Svíþjóð. Í bókinni er að finna tilvitn- anir í yfir þúsund dóma í skattamál- um fyrirtækja. Útgefandi bókarinnar er Skattvís slf. en nánari upplýsingar um ritið er að finna á slóðinni www.skattvis.is. Ný bók um skattamál fyrirtækja Ásmundur G. Vilhjálmsson hdl.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.