Morgunblaðið - 12.09.2003, Side 17

Morgunblaðið - 12.09.2003, Side 17
SKEMMDARVARGAR felldu stytt- una af litlu hafmeynni af steini sínum við höfnina í Kaupmanna- höfn aðfaranótt fimmtudags. Styttan féll í höfnina og eru á henni tvö göt, annað á hné og hitt á handlegg, sem bendir til þess að sprengiefni hafi verið notað. Lög- regla segir einnig að margir hafi heyrt sprengingu skömmu fyrir kl. tvö um nóttina að dönskum tíma. Lögreglan hefur einnig fundið merki um að járnstöng hafi verið notuð til að losa styttuna af stein- inum sem hún er fest við. Fjórir stálboltar, sem styttan var fest með, eru allir bognir. Notaður var kranabíll til að lyfta styttunni upp úr sjónum. Hún var síðan flutt til tæknideildar lög- reglunnar þar sem hún var rann- sökuð en þá komu í ljós rispur á andliti styttunnar. Oft hafa verið unnar skemmdir á styttunni, sem er 90 ára gömul. Tvívegis hefur höfuðið verið sagað af henni og málningu hefur oft verið skvett á hana, nú síðast í maí. Danski myndhöggvarinn Edvard Eriksen gerði styttuna í minningu rithöfundarins H.C. Andersens. Eitt af ævintýrum Andersens fjallaði um dóttur sækonungs sem varð ástfangin af prinsi en varð að fórna röddinni og sporðinum áður en hún gat orðið mennsk. Litla hafmeyjan felld af stalli sínum Kaupmannahöfn. AFP. AP ERLENT MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. SEPTEMBER 2003 17 D ix il l/ R e yk ví sk ú tg á fa • L jó sm yn d : G u ð fi n n u r E ir ík ss o nDr. Jeffrey Sachs er sérstakur gestafyrirlesari á ráðstefnunni en hann er forstjóri Jarðarstofnunar (The Earth Institute) við Columbia- háskóla í New York auk þess að gegna starfi sem sérlegur ráðgjafi aðalritara Sameinuðu þjóðanna, Kofis Annan, við framkvæmd Þúsaldarmarkmiðanna, sem eru markmið alþjóðastofnana og ríkja heims í baráttunni gegn fátækt. Fundarstjóri: Gunnar Snorri Gunnarsson, ráðuneytisstj. utanríkisráðuneytisins. 13.00-13.10 Páll Skúlason, rektor Háskóla Íslands. Býður gesti velkomna. 13.10 - 13.20 Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands. Setur ráðstefnuna. 13.20 - 14.00 Dr. Jeffrey Sachs, prófessor og forstjóri Jarðarstofnunarinnar við Columbiaháskóla í New York. Að ná þúsaldarmarkmiðunum um þróun. 14.00 - 14.30 Fyrirspurnir og umræður. 14.30 - 14.50 Jónas H. Haralz, fyrrv. bankastjóri. Milli bjargálna og þroska. 14.50 - 15.10 Gísli Pálsson, umdæmisstjóri ÞSSÍ í Namibíu. Tvíhliða þróunaraðstoð: Hvaða aðferð hentar Íslendingum? 15.10 - 15.25 Kaffihlé. 15.25 - 15.45 Hermann Ingólfsson, aðstoðarmaður aðalfulltrúa Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna í stjórn Alþjóðabankans. Mús í miðri fílahjörð? - Ísland í fjölþjóðlegu samstarfi. 15.45 - 16.05 Þorvaldur Gylfason, prófessor við Háskóla Íslands. Auðlindir, lýðræði og hagþróun. 16.05 - 16.25 Nína Helgadóttir, verkefnastjóri hjá Rauða krossi Íslands, fyrir hönd Rauða kross Íslands og Hjálparstarfs kirkjunnar. Fleiri leiðir að sama markmiði: Hlutverk frjálsra félagasamtaka í þróunarsamvinnu. 16.25 - 17.10 Pallborðsumræður með þátttöku framsögumanna og ráðstefnugesta. Umræðustjóri: Björn I. Hrafnsson, stjórnarformaður ÞSSÍ. Móttaka í boði utanríkisráðuneytisins. Háskóli Íslands Þróunarsamvinnustofnun Íslands Utanríkisráðuneytið Háskóli Íslands, Hátíðarsalur, 15. september 2003 FULLTRÚAR 146 aðildarríkja Heimsviðskiptastofnunarinnar (WTO) héldu í gær áfram erfiðum samningaviðræðum í Cancun í Mexíkó í skugga átaka milli lögreglu og mótmælenda. Einn mótmælend- anna, Suður-Kóreumaður, stytti sér aldur og félagar hans sögðu að hann hefði „fórnað lífi sínu til að láta í ljósi andstyggð sína á stefnu WTO sem leggur efnahag og landbúnað Suður- Kóreu í rúst“. Lee Kyang-hae, fyrrverandi for- maður einnar af helstu hreyfingum bænda í Suður-Kóreu, stakk sig í magann með hnífi og hann lést síðar á sjúkrahúsi. Fulltrúar WTO á ráð- stefnunni sögðu að Lee hefði fyrr á árinu efnt til mótmæla fyrir framan höfuðstöðvar stofnunarinnar í Genf í að minnsta kosti tvo mánuði, sofið þar um nætur og haldið á mótmæla- spjöldum á daginn. Hann reyndi einnig að fyrirfara sér með hnífi í anddyri byggingarinnar árið 1990. Lee var á meðal þúsunda manna, einkum bænda og námsmanna, sem tóku þátt í mótmælum nálægt fund- arstaðnum og þeim lauk með átökum milli lögreglu og nokkurra hundraða mótmælenda. Nokkrir særðust og lögreglan beitti táragasi og kylfum til að dreifa mótmælendum sem grýttu lögreglumenn og reyndu að ráðast í gegnum tálma á götum milli miðbæjar Cancun og fundarstaðar- ins. Á ráðstefnunni er fjallað um aukið frelsi í milliríkjaverslun og einkum er deilt um lækkun tolla auk niður- greiðslna og útflutningsstyrkja í landbúnaði. Ekki er búist við því að tímamótasamkomulag náist á ráð- stefnunni. Mótmælendur sögðust vilja að ekki yrði samið um aukið frelsi í milliríkjaviðskiptum með landbún- aðarafurðir. Þeir sögðu að hvert ríki hefði rétt til að vernda eigin land- búnað og ekki ætti að knýja bændur til samkeppni á heimsmarkaði. Mótmæli og sjálfs- morð í Cancun Cancun. AP, AFP. Reuters Mótmælendur ráðast á lögreglumenn sem lokuðu götu að hótelum í Cancun í Mexíkó þar sem Heimsviðskiptastofnunin heldur nú fimm daga ráðstefnu um aukið frelsi í milliríkjaviðskiptum. RÍKISSTJÓRN Tony Blairs í Bret- landi blés ekki vísvitandi upp eða ýkti einstök atriði í Íraksskýrslu sinni í september á síðasta ári. Kem- ur þetta fram í skýrslu leyniþjón- ustunefndar breska þingsins, sem birt var í gær, en aftur á móti er Geoff Hoon varnarmálaráðherra gagnrýndur fyrir að hafa ekki sagt allan sannleikann á fundi með nefnd- armönnum í sumar. „Atriði í skýrslunni voru ekki blás- in upp af Alastair Campbell eða nokkrum öðrum,“ segir í skýrslunni en í henni er það gagnrýnt hvernig fullyrðingin um, að Írakar gætu haf- ið efna- og lífefnaárás með 45 mín- útna fyrirvara, var kynnt. Hoon er gagnrýndur fyrir að hafa ekki skýrt frá því, að nokkrir starfs- menn varnarmálaráðuneytisins kvörtuðu yfir því hvernig leyniþjón- ustuupplýsingar voru notaðar í Íraksskýrslunni í september. Er hann sakaður um að hafa gefið nefndinni „villandi“ upplýsingar en í breskum stjórnmálum er þá einfald- lega átt við, að menn hafi logið. Nýtur stuðnings Blairs Iain Duncan Smith, leiðtogi Íhaldsflokksins, krafðist þess í gær, að Hoon yrði látinn taka pokann sinn en Jack Straw utanríkisráðherra sagði, að hann nyti fulls stuðnings Blairs og annarra ráðherra. Verið getur samt, að það eigi eftir að hitna enn betur undir Hoon en það ræðst af niðurstöðum Hutton-nefndarinn- ar, sem rannsakað hefur dauða breska vísindamannsins Davids Kellys. Verða þær kynntar í október. Hoon brást við skýrslunni í gær með því að segjast leiður yfir því, að einhver misskilningur hefði orðið er hann kom fyrir leyniþjónustunefnd- ina í sumar og vísaði á bug áskor- unum um afsögn. Í skýrslu leyniþjónustunefndar- innar kemur einnig fram, að í febr- úar sl. hafi breska leyniþjónustan varað Tony Blair við því, að fall Saddams Husseins Íraksforseta gæti kynt undir hryðjuverkaárásum og aukið líkur á, að efna- og lífefna- vopn kæmust í hendur hryðjuverka- manna. Það var hins vegar ein af röksemdum Blairs fyrir innrásinni í Írak, að þannig yrði komið í veg fyr- ir, að þessi vopn lentu hjá hryðju- verkamönnum. Leyniþjónustunefnd breska þingsins Ríkisstjórn- in sýknuð af ýkjum London. AP, AFP.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.