Morgunblaðið - 12.09.2003, Side 19
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. SEPTEMBER 2003 19
KRINGLUPLANIÐ
Opið til kl. 21.00 í kvöld!
og fjölda
annarra bíla
Alltaf á laugardögum
Smáauglýsing
á aðeins 500 kr.*
Áskrifendum Morgunblaðsins býðst smáauglýsing fyrir aðeins 500 kr.*
Almennt verð er 1.689 kr.
Pantanafrestur er til kl. 12.00 á föstudögum.
*5 línur; tilboðið gildir til 31. desember 2003.
Hafðu samband! Auglýsingadeild Morgunblaðsins,
sími 569 1111 eða augl@mbl.is
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
M
O
R
21
22
0
0
9/
20
03
SJÁLFSTÆÐISMENN í borgar-
stjórn Reykjavíkur vilja að gert
verði sérstakt átak í endurnýjun og
viðhaldi gangstétta og göngustíga í
eldri hverfum borgarinnar. Lögð var
fram tillaga þess efnis á síðasta borg-
arstjórnarfundi og henni vísað til
samgöngunefndar til frekari umfjöll-
unar. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson,
oddviti Sjálfstæðisflokksins, á von á
því að tillagan fái jákvæða umfjöllun
enda sé full þörf á átaki sem þessu.
Sjálfstæðismenn segja ljóst að
ástand gönguleiðakerfisins sé víða
óviðunandi í eldri borgarhlutum. Það
geti skapað slysahættu fyrir gang-
andi og hjólandi vegfarendur.
Vilja bæta
gangstéttir
Reykjavík
NÚ eru rúmir níu mánuðir þangað til fyrstu íbúar nýs hjúkrunar-
heimilis við Hrafnistu í Reykjavík flytja inn. Fyrsta skóflustungan var
tekin 19. nóvember í fyrra og byrjað var á byggingu hússins sjálfs í
febrúar sl.
Áætluð verklok eru á sjómannadaginn 6. júní á næsta ári og segir
Sveinn H. Skúlason, forstjóri Hrafnistu, að miðað sé við að hjúkr-
unarálman verði komin í rekstur 1. júlí það ár. Þá bætast 60 ný hjúkr-
unarrými við þá þjónustu sem fyrir er á Hrafnistu.
Sveinn segir þessi rými létta á brýnni þörf aldraðra sem bíða eftir
plássi á hjúkrunardeildum eða liggja jafnvel á hátæknispítölum. Nýja
álman verði tengd Hrafnistu og nýti þær stoðdeildir sem fyrir eru.
Ný hjúkrun-
arálma rís
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Laugarnes
fara fram en það hefur ekki verið
gert í þessu tilviki.
Bygging tennisvalla inn í grónu og
gömlu íbúðarhverfi er óþekkt með
öllu, segir í greinargerðinni, og hefur
hreint ekki með friðhelgi og forrétt-
indi erlendra sendimanna að gera.
„Allar sérreglur vantar í lög og
reglugerðir um tennisvelli í íbúðar-
hverfum. Það skyldi engan undra því
slík notkun einkalóða er í sjálfu sér
fráleit.“
Einnig er gert ráð fyrir að starfs-
menn sendirráðsins nýti tennisvöll-
inn á sumrin þegar nágrannarnir
noti sínar lóðir hvað mest. Raun-
veruleg slysahætta sé af vellinum
þar sem tennisboltar séu mjög harð-
ir viðkomu og nái allt að 200 km
hraða hjá bestu tennisleikurum. M.a.
af þessari ástæðu sé 5–10 metra hátt
net umhverfis tennisvelli í þéttbýli
erlendis. Samkvæmt skilyrðum
byggingarfulltrúa Reykjavíkurborg-
ar mega Kínverjarnir ekki setja
hærri girðingu en 180 sentimetra og
yfir hana fara tennisboltar auðveld-
lega á meðan á leik stendur.
ÓLAFUR F. Magnússon, borgar-
fulltrúi F-listans, lagði til á síðasta
borgarstjórnarfundi að borgarstjórn
lýsti yfir andstöðu við hugmyndir um
niðurrif Austurbæjarbíós. Allir
borgarfulltrúar Reykjavíkurlistans
og Sjálfstæðisflokksins vísuðu tillög-
unni til borgarráðs en Ólafur sat hjá.
Telur hann að borgarstjórn hafi
með þessari afgreiðslu ekki eytt
óvissu um hvort Austurbæjarbíó fái
að standa. Telur hann að niðurrif
bíósins feli í sér menningarsögulegt
slys og vísar í tæplega 60 ára sögu
hússins. Þá bendir hann á andstöðu
Árbæjarsafns, Listasafns Reykja-
víkur auk fleiri.
Vill verja
Austurbæjarbíó
Miðborg
♦ ♦ ♦