Morgunblaðið - 12.09.2003, Síða 22
AUSTURLAND
22 FÖSTUDAGUR 12. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ
Til að kynna nýjan a la carte matseðil og nýjan vínlista
býður Hótel Rangá**** gömlum og nýjum
viðskiptavinum sérstakt kvöldverðartilboð í ágúst 2003:
* Toast Rangá *
* Andarbringa með appelsínusósu *
* Hindberja frauð *
* Eitt glas vín hússins eða bjórglas *
* Kaffi/te *
Verð kr. 4.200
Nýr matreiðslumeistari: Martin Samuelsson-Kvist.
50% afsláttur af herbergjaverði
22., 24., 25., 29. og 31. ágúst 2003
Pantanir í síma 487 5700 • hotelranga@icehotel.is
ÞAÐ er Ríkharður Valtingojer
myndlistarmaður á Stöðvarfirði sem
er hugmyndasmiðurinn að baki
áformum um alþjóðlegt grafíkverk-
stæði. Hann hefur um árabil verið
með listasmiðju á sumrin fyrir ís-
lenska myndlistarmenn, ekki síst í
grafík og var nýlega, með bættri að-
stöðu í húsnæði sínu, með sænska
listamenn á námskeiði.
Ríkharður er frá Austurríki og er
vel þekktur grafíklistamaður hér-
lendis og í Evrópu. Hann lærði silf-
ursmíði og myndlist í Graz í Aust-
urríki og útskrifaðist frá málaradeild
Listaakademíunnar í Vín. Hann
kenndi lengi við Myndlistar- og
handíðaskóla Íslands, síðar Listahá-
skóla og hefur í mörg ár ýmist búið á
Stöðvarfirði, í Reykjavík eða erlend-
is. Hann er nú fyrir fullt og fast flutt-
ur á Stöðvarfjörð og rekur þar Gall-
erí Snærós með konu sinni, Sólrúnu
Friðriksdóttur, sem einnig er mynd-
listarmaður.
Gamla skólahúsið á Stöðvarfirði,
sem einnig hefur gegnt hlutverki
kvikmynda- og samkomuhúss, verð-
ur væntanlega nýtt undir væntanlegt
alþjóðlegt grafíkverkstæði. Fram-
vinda málsins byggist þó á afstöðu
nýrrar sveitarstjórnar sameinaðra
Búða- og Stöðvahreppa, sem kosin
verður síðar í mánuðinum. Komist
grafíkverkstæðið fót, með sýningar-
sal og annarri aðstöðu, hyggst Rík-
harður leggja safninu til allt að 150
verk eftir sjálfan sig, ásamt fjölda
verka þekktra grafíklistamanna.
Hann telur ákjósanlegt að nýta
gamla skólahúsið, en það þarfnast
nokkurra endurbóta. Meðal annars
þarf að smíða sýningarsal á bak við
húsið og laga það allt að utan. Sveit-
arstjórn Stöðvarhrepps hafði, að
sögn Ríkharðs, gefið vilyrði fyrir því
að framkvæmdir hæfust í sumar sem
leið, en vegna sameiningarmála muni
þær tefjast hið minnsta fram á næsta
sumar, ef af þessu verði yfirhöfuð.
Stöðvarfjörður í góðum
tengslum við umheiminn
Ríkharður hefur búið á Stöðvar-
firði með hléum frá árinu 1985.
„Það er fínt að vinna að myndlist
hérna“ segir Ríkharður. „Ég sel
verkin mín víða, hér eru þau helst
seld ferðamönnum, en annars sel ég
mest erlendis, ekki síst í Austurríki,
Sviss og á Ítalíu. Þar eru gallerí að
selja fyrir mig og svo seljast alltaf
myndir á alþjóðlegum sýningum.“
Ríkharður segir ekki vera neitt
vandamál að halda uppi samskiptum
á milli Stöðvarfjarðar og útlanda,
hann sé vel tengdur starfsbræðrum
sínum um víða veröld.
Vinnur að nýrri tækni
í grafíklistinni
Ríkharður hefur undanfarin ár
verið í tilraunastarfsemi í grafíkinni
og haldið fyrirlestra víða um lönd um
nýja tækni sem hann hefur þróað.
Hann kom nýlega fyrir hjá sér mjög
fullkominni pressu og hefur verið að
endurbæta húsnæði þeirra Sólrúnar,
þannig að nú er auðveldara að bjóða
upp á námskeið og listsmiðjur þar.
„Þessi nýja tækni er byggð á göml-
um og nýjum hugmyndum mínum og
annarra, sem ég vef saman á nýjan
hátt og úr verður spennandi grafíkaf-
brigði,“ segir Ríkharður.
„Þetta er gert á koparplötum sem
eru með ljósnæmri gelatínhúð. Þegar
platan er lýst herðast ákveðnir hlut-
ar gelatínhúðarinnar, sem skapa ljós-
ari fleti. Herslan byggist á ljósmagn-
inu. Síðan er platan sett í vatn og
gelatínið, sem ekki hefur herst, er
skolað í burtu lag fyrir lag. Þá er hún
lögð í sýrubað og sýran étur sig
gegnum gelatínið á mismunandi hátt
eftir þykkt þess.“ Ríkharður segir
þetta albestu grafíktæknina, en hún
sé afar vandasöm. Hann tekur sem
dæmi að hafa eyðilagt allt að 70 plöt-
ur við gerð einnar myndar.
„Þetta er í sjálfu sér gömul tækni,
en áður fyrr þurftu menn að gelat-
ínhúða plöturnar sjálfur og það var
flókið mál. Núna er hægt að fá for-
húðaðar koparplötur, sem einfaldar
verkið töluvert“ segir hann.
Ríkharður segist ætla að halda
áfram að bjóða myndlistarmönnum,
íslenskum og erlendum, í smiðju til
sín til að kanna möguleika þessarar
tækni og hefjast svo handa við und-
irbúning alþjóðlega grafíkverkstæð-
isins þegar gefið verður grænt ljós á
framkvæmdina, sem vonandi verður
að veruleika.
Nú er í undirbúningi
opnun alþjóðlegs grafík-
verkstæðis á Stöðvar-
firði. Er hugmyndin sú
að þar verði einnig stór
sýningaraðstaða og
gestaíbúð fyrir myndlist-
armenn. Steinunn Ás-
mundsdóttir heimsótti
Ríkharð Valtingojer
grafíklistamann í Galleríi
Snærós á Stöðvarfirði.
Stöðvarfjörður
Ríkharður Valtingojer, myndlistar-
maður á Stöðvarfirði, vill hefja
undirbúning að alþjóðlegu grafík-
verkstæði og sýningarsal.
Vill opna alþjóðlegt grafík-
verkstæði á Stöðvarfirði
Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir
Grafíkverk unnið með nýrri tækni sem Ríkharður hefur rannsakað.
ÞRÁTT fyrir að haustið sé komið með tilheyrandi veð-
urbreytingum og önnum í mannlífinu, una þær sér
bærilega Egilsstaðakýrnar á vel sprottnum túnskika
við þjóðveg 1, Egilsstaði. Merkja má kul í lofti þessa
dagana, en veðrið hefur þó leikið við íbúa Fljótsdals-
héraðs upp á síðkastið með sólfari og þýðum vindi.
Egilsstaðakýrnar una sér bærilega
Egilsstaðir
Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir
HALLGRÍMUR læknir Magnússon
á Djúpavogi og Breiðdalsvík lætur
ekki deigan síga. Þegar fréttaritari
Morgunblaðsins á Djúpavogi var að
spássera úti á söndum á dögunum
var þar fyrir í fjöruborðinu Hall-
grímur að synda í haustblíðunni.
Hann segist iðka sjósund sem oftast
og telur það allra meina bót.
Morgunblaðið/Steinunn
Sjósundið
allra meina bót
Djúpivogur
FRÆÐSLUNET Austurlands
opnaði nýlega starfsstöð í
Grunnskólanum á Fáskrúðs-
firði.
Þar er nú háhraðanet fram-
haldsskóla og símenntunar-
miðstöðva, FS, aðgengilegt.
Það tengist sambærilegu neti
háskóla landsins og eru allar
símenntunarmiðstöðvar og
framhaldsskólar tengdir FS-
netinu. Fræðslunet Austur-
lands hefur boðið nokkrum
sveitarfélögum til samstarfs
um að koma upp útibúum FS-
nets og Búðahreppur, Djúpa-
vogshreppur og Vopnafjarðar-
hreppur hafa þegið boðið. Á
þessum þremur stöðum er nú
21 nemandi í reglulegu fjar-
námi.
Á heimasíðu Fáskrúðsfjarð-
ar kemur fram að þar séu nú
tíu nemendur í öldungadeild
framhaldsskólanna, á Djúpa-
vogi þrír nemendur í auðlinda-
deild Háskólans á Akureyri og
á Vopnafirði séu átta nemend-
ur í leikskólafræði við Háskól-
ann á Akureyri. Auk þessa
noti nemendur í náminu „Fært
fólk – nám fyrir ófaglært
starfsfólk grunnskóla“ teng-
inguna bæði á Fáskrúðsfirði
og Djúpavogi.
Fræðslunet
Austurlands
opnað á Fá-
skrúðsfirði
Fáskrúðsfjörður
EKKI hefur orðið vart við neitt af
þeim þrjú þúsund löxum sem
sluppu úr kví í höfninni í Neskaup-
stað í síðasta mánuði, að undan-
skildum um 120 löxum sem voru
fangaðir fljótlega eftir að þeir
sluppu.
Ekki einn einasti eldislax hefur
veiðst í Norðfjarðará og virðist
hann ekki hafa gengið upp í ána.
Mönnum er því hulin ráðgáta hvað
orðið hefur um laxinn.
Bleikjuveiði hefur aftur á móti
verið þokkaleg í ánni í sumar og
bleikjan sem veiðst hefur verið
óvenju væn.
Ráðgáta hvað orðið
hefur af laxinum
Neskaupstaður
Morgunblaðið/Ágúst Blöndal