Morgunblaðið - 12.09.2003, Page 26

Morgunblaðið - 12.09.2003, Page 26
LISTIR 26 FÖSTUDAGUR 12. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ ÍHÁLSASKÓGI er sérstaklegafagurt um að litast um þessarmundir. Trén eru eitthvað svoreisuleg og grænt litróf lauf- krónanna þétt og mikið. Tréð hans Lilla klifurmúsar er miðsvæðis í skóginum, með gott útsýni yfir næstu tré. Mikki refur er þarna á sveimi og bíður eftir tækifæri til að næla sér í það sem Patti broddgöltur kallar „in- dælis músarsteik“. Það er talsvert átakaverk fyrir blaðamann á miðjum aldri að ná þeim Lilla og Mikka saman í viðtal án þess að allt fari í bál og brand, hund og kött, ref og mús. Til öryggis hef ég þá sinn hvorum megin við mig, – það er þá mér að mæta ef einhver ætlar að vera með uppsteyt. Mikki, hvað í ósköpunum er svona gott við það að borða mýs? Mikki: „Nú, þær eru auðmelt- anlegar, þetta er þægileg stærð, þær fara vel í maga og auk þess er nóg af þeim. Svo eru þær bara góðar á bragðið.“ Lilli klifurmús getur ekki stillt sig og vill útskýra svar Mikka nánar. Lilli: „Við mýsnar erum líka svo af- slappaðar og indælar og ekkert stress í gangi, að ég geri ráð fyrir að músakjötið sé eftirsóknarvert þess vegna; það er lungamjúkt.“ Nú glottir Mikki og fær auðsýni- lega vatn í munninn – ég held að hann sé sammála. Mikki er ekki eina músa- ætan í skóginum. Hann á sér keppi- naut. Ég spyr því Mikka: Hvernig kanntu við Patta broddgölt? Mikki: „Mér líkar ágætlega við Patta. Við eigum við svipuð vandamál að glíma. Okkur þykir kjöt gott, og er ekki vel við þetta holla fæði, græn- meti og svoleiðis rusl. Við Patti skilj- um hvor annan ákaflega vel, og þess vegna erum við bræður í syndinni.“ Amma mús sækir um þjónustuíbúð Lilli, hvað er að frétta af ömmu mús? Lilli: „Hún er bara býsna ern, þrátt fyrir háan aldur og hættur í skóg- inum. Hún er mjög dugleg að bjarga sér þegar hættur steðja að. Hún á forláta regnhlíf sem hún flýgur í þeg- ar hún lendir í hættu. Hún er í góðum málum hún amma. Marteinn skóg- armús hugsar líka vel um hana, býður henni reglulega í kaffi og gefur henni hunangsköku. Annars er amma að sækja um þjónustuíbúð í næsta tré við mig, og þá eigum við vonandi eftir að heimsækja hvort annað oft.“ En Lilli, finnst þér það fallegt af þér að plata refinn og láta hann sofna? Lilli: „Honum er sjálfum gerður greiði með því, vegna þess að hann er orðinn langsoltinn og þreyttur og gengur ekkert að veiða. Ég ákvað bara að lofa honum að leggja sig, svo hann gæti vaknað hress og ferskur næsta dag.“ En hvernig kom það til að þú varðst meistaragítarsláttumús? Lilli: „Það var á Kristjaníuárum mínum á sjötta áratugnum, þar sem ég bjó í runna, að mér áskotnaðist rússnesk balalæka, og þannig byrjaði þetta. Síðan hafa öll hljóðfæri leikið í höndunum á mér. Ég er að safna mér fyrir konsertflygli og stefni á að ná tökum á honum í framtíðinni og hygg á tónleika á næsta ári.“ Nú vill Mikki skipta sér af, – það er þetta með flygilinn, hann hlakkar til þegar Lilli fær sér flygil, það er auð- vitað ekki hægt að koma honum upp í tré, og návígið við klifurmúsina því mun meira og betra. En á Lilli sér eitthvert uppáhaldslag? Lilli: „Það er Vögguvísan. Hún virkar líka alltaf. En ég vil líka vitna í nóbelskáldið og segja: „Ekkert dýr elskar músíkina jafn mikið og músin, og af því heitir músík músík.“ Þetta er nokkuð gott.“ Nauðsynlegt að fara alveg eftir uppskriftinni Eins og allir vita, þá lentir þú Mikki í smávandræðum í bakaríi Hérastubbs. Áttu einhver góð ráð handa bakaradrengnum? Mikki: „Já. Ég á ágætis ráð handa honum. Fyrst og fremst það að fara alveg eftir uppskriftinni; það er núm- er eitt, tvö og þrjú. Í öðru lagi er það, að þegar svona góður kúnni eins og ég kem í bakaríið, þá vil ég auðvitað fá skjóta og örugga afgreiðslu – ekk- ert múður. Best væri að ég gæti feng- ið að opna reikning, því ég veit að á næstunni verður þetta það eina sem ég get japlað á, ásamt kannski einni og einni gulrót. Maður er nú ekki allt- af með pening á sér.“ Lilli: „Hérastubbur ætti líka að gera mýs og íkorna úr deiginu, en ekki bara karla og kerlingar.“ Mikki: „Það væri mjög, mjög snið- ugt, og alveg markaður fyrir það í Hálsaskógi.“ Vissirðu af því Mikki að í útlöndum er til mús sem heitir sama nafni og þú? Mikki (með undrunarsvip og spurn í augum): „Nei, ég vissi það ekki. Það væri nú gaman að hitta þá mús. Nafnið er náttúrulega æðislegt – en Mikki ref- ur – Mikki mús, það kemur oft svona bylgja af nöfnum, í kjölfarið á einum frægum. Við Mikkarnir verðum fjölda- hreyfing fyrr en varir … og svo koma Mikkaelurnar líka.“ Það var nú reglulega fallegt af þér að bjarga Bangsa litla, hvers vegna gerðirðu það? Mikki: „Auðvitað þykir mér vænt um dýrin í skóginum. Sum dýr eru auðvitað betri en önnur – líka á bragðið. En þegar neyðin og angistin verða mikil, þá kemur í ljós það góða í mér. Það brýst fram og tekur yf- irhöndina. Það geta margir tekið sér mig til fyrirmyndar að geta svissað svona alveg um.“ Er ekki líka gaman að finna hvað allir verða ánægðir með þig þegar þú ert góður? Mikki: „Jú, það er það, – þetta verða ágætis verðlaun í lokin. Það er nýtt fyrir mig og opnar augu mín fyr- ir dýragæsku og því að hjálpa náung- anum.“ Ég er listamaður og bóhem Lilli hvernig finnst þér að hafa krakka og fólk að fylgjast með ykkur í Hálsaskógi? Lilli: „Það er alveg dásamlegt. Eitt verður að vera alveg á hreinu, að ég þrífst á áhorfendum – ég er „per- former“ og á því lifi ég. Ég spila og fæ að borða, og andlega næringin er sú að krakkarnir koma og klappa fyrir mér. Ég er listamaður og bóhem.“ Hefurðu heyrt um Thorbjörn Egner. Lilli: „Já, hann er forfaðir minn, – blessuð sé minning hans. Hann er upphaf alls og frá honum erum við öll komin; – líka frændur okkar Kasper, Jesper og Jónatan og Karíus og Baktus. Thorbirni Egner vil ég fyrst og fremst þakka fyrir að hafa búið mig til. (… og nú er Lilli kominn með hollýwúddskt stjörnublik í augu). Ég vil líka þakka afa mínum Árna klif- urmús sem á stóran þátt í því að hafa gert mig að því sem ég er í dag. Ég Mikki refur í einkaviðtali við Morgunblaðið ásamt vini sínum Lilla klifurmús í Hálsaskógi „Merkilegt hvað maður getur aðlagast“ Lilli klifurmús og Mikki refur hafa verið í elt- ingaleik á íslensku leiksviði í rúm 40 ár. Bergþóra Jónsdóttir fór í skógarferð, leitaði þá uppi og spurði þá spurninganna sem hafa brunnið á henni jafn lengi. „Dvel ég í draumahöll og dagana lofa.“ Lilli klifurmús (Atli Rafn Sigurð- arson) svæfir Mikka ref. Morgunblaðið/Ásdís „Ég ætla að fara til Hérastubbs bakara og borða allar kökurnar hans.“ Mikki refur – Þröstur Leó Gunnarsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.