Morgunblaðið - 12.09.2003, Qupperneq 29
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. SEPTEMBER 2003 29
Bláu húsunum Faxafeni • Sími 553 6622 • www.hjortur.is
Opið föstudag 11-18
laugardag 11-18 • sunnudag 11-18
30%
AF ÖLLUM VÖRUM
VIÐ FLYTJUM...
BJÖRN Thoroddsen hefur um
langt árabil verið í samstarfi við
marga þekkta djassleikara erlenda og
gefið út tvær geislaplötur í framhaldi
af því: Jazz Guitar, þar sem boppið
var ráðandi og menn á borð við Doug
Raney og Philip Catherine léku með
honum, og Jazz í Reykjavík, sem var
nærri hinni klassísku sveiflu og var
danski fiðlarinn Kristian Jørgensen
þar gestur Björns og Jón Rafnsson
sló bassann. Nú er það danski klarin-
ettuleikarinn Jørgen Svare sem slæst
í hópinn og sveiflan enn klassískari en
fyrr – þó er diskinum markaður sá
bás að aldrei er leikið á hröðustu nót-
unum.
Klarinettan var eitt helsta hljóð-
færi djassins fram að boppinu með
menn á borð við Johnny Dodds, Pee
Wee Russell og Benny Goodman í
fararbroddi. Að vísu voru einstaka
klarinettusnillingar eins og Buddy
DeFranco í hópi bopparanna en hljóð-
færið hafði lifað sitt fegursta í djassi.
Þegar New Orleans-djassinn sló að
nýju í gegn eftir seinni heimsstyrjöld-
ina spruttu upp margir góðir klarin-
ettuleikarar í djassheiminum, einkum
þó í Evrópu. Einna fremstur þessara
manna var Daninn Jørgen Svare, sem
var einn af stofnendum Papa Bue vik-
ing jazz-bandsins, er básúnuleikarinn
Arne Bue Jensen stjórnaði. Hann lék
með þeirri sveit til ársins 1985, en hef-
ur síðan leikið með eigin hljómsveit-
um. Jørgen kom fyrst til Íslands 1996
til að leika á minningartónleikunum
um Jonna í Hamborg í Íslensku óp-
erunni, en síðan hefur hann komið
nokkrum sinnum og þá verið í slag-
togi með Birni Thoroddsen. Það er
því ekki óeðlilegt að þeir fullkomni
verkið og gefi út geislaplötu; fyrstu ís-
lensku djassplötuna er kemur sam-
tímis út erlendis og á Íslandi síðan á
gullaldardögum Mezzoforte.
Á plötunni má finna sex söngdansa,
sem flestir hafa fylgt djassleikurum
bróðurpart síðustu aldar, tvo klassík-
era úr söngbók Ellingtons og fjóra
ópusa úr smiðju Björns og Jørgens.
Falling Down, upphafslag disksins,
og A Jazz Air, loka- og titillagið, eru
samin af þeim Jørgen og Birni í sam-
einingu og er hið fyrrnefnda klassísk-
ur svíngari en það síðara á evrópskari
nótum. Tangó Björns, sem mér hefur
alltaf þótt skemmtilegur, er vel spil-
aður af þeim félögum. Björn sér um
laglínuna og læðist Jørgen inn á
stundum og blæs fínan sóló í þessum
mjúka kreólastíl sem hann hefur til-
einkað sér á síðari árum með web-
sterískum blæ. Það er líka við hæfi að
blúsinn hans á plötunni, Blues For
Omer, beri nafn eins helsta kreólakl-
arinettusnillings djasssögunnar;
Omer Simone, sem bæði lék með Jelly
Roll og King Oliver. Söngdansarnir
eru flestir án mikilla djasstilþrifa, fal-
lega blásnir, en bæði í Over The Rain-
bow og Lady Be Good, sem er leikið
löturhægt, er Björn ferskari í sólóun-
um. The Nearness Of You og Næt-
urgalinn á Berkeleytorginu eru tíð-
indalítil, en útsetningin á Tea For
Two er skemmtileg og Jørgen fléttar
After You’ve Gonne með elegans inn í
Moonglow, þar sem blásturinn er
skyldari Jimmy Noone en Benny
Goodman.
Tveir Ellingtonópusar eru á disk-
inum: Caravan eftir básúnuleikara
meistarans Juan Tizol, þar sem hin
undurfríða Georgia Brown skýtur
upp kollinum, og Mood Indigo, sem
Ellington samdi upp úr hugmynd
Barneys Bigards. Það er eina lagið
sem þeir Jørgen og Björn hafa ekki
útsett. Þar var að verki góðvinur okk-
ar Íslendinga Ole Koch Hansen og
Bigard-sólóinn er á sínum stað. Hér
er upptökutæknin notuð og leikur
Jørgen raddað á klarinettuna og
Björn slær að sjálfsögðu rýþmann
þótt hann sóli eins og víðast á plöt-
unni. Jón Rafnsson er þéttur á bass-
ann, skilar sínu hlutverki í hrynsveit-
inni með prýði og hefði að ósekju mátt
fá eins og einn stuttan sóló melódísk-
an.
Þetta er diskur sem er líklegur til
vinsælda þótt hvergi sé slegið af list-
rænum kröfum. Birni og Jóni hefur
tekist afbragðsvel að laga sig að hin-
um danska svíngklarinettumeistara
og það verður gaman að heyra þá
spila á fæðingarstað íslensks djass –
gyllta salnum á Hótel Borg – í kvöld.
Þar hljóta aðdáendur hins klassíska
djass að fjölmenna.
Mjúkur sveifludjass
DJASS
Geisladiskur
Jørgen Svare klarinett, Björn Thoroddsen
gítar og Jón Rafnsson bassa. Hljóðritað í
BT music, Garðabæ, í maí 2003.
JAZZ AIRS - SVARE/THORODDSEN-TRÍÓIÐ
Vernharður Linnet
TRÍÓ Reykjavíkur hóf starfs-
ár sitt með tónleikum í Hafn-
arborg á sunnudagskvöld. Á vel
samsettri efnisskránni voru þrjú
verk; Tríó í e-moll Hob.XV:12,
eftir Jósef Haydn, Out of a Got-
hic North eftir John Speight og
Tríó nr. 3 í C-dúr ópus 27 eftir
Jóhannes Brahms.
Gunnar Kvaran kynnti verkin
hvert fyrir sig á tónleikunum og
sagði verk Haydns óvenju
dramatískt miðað við önnur verk
tónskáldsins, einkum fyrsta þátt-
inn, og velti því fyrir sér hvort
gerjun í stjórnmálum á þeim
tíma er verkið var samið, 1788–
89, hefði ráðið einhverju um það.
Svo má vel vera, og rétt að fyrsti
þáttur verksins er kraftmikill og
dramatískur. Tríó Reykjavíkur
lék verkið í heild sinni afar fal-
lega. Þó hefði mátt skerpa meira
á músíkalskri dramatíkinni í
fyrsta þættinum. Í öðrum þætt-
inum, angurværum og ljóðræn-
um, vantaði meiri söng í píanóið,
sem er í stærsta hlutverki í kafl-
anum. Þriðji þátturinn var veru-
lega vel leikinn, létt og lipurt, og
sérstaklega áhrifamikið var
hvernig Tríóið lék stef þáttarins
í síðasta sinn sem það heyrðist, –
dvínandi og undurveikt.
Out of a Gothic North eftir
John Speight er verk sem sann-
arlega má heyrast oftar. Fyrir
það fyrsta er það kjarnmikil og
góð tónsmíð, og að auki bráð-
skemmtileg og grípandi. Ýmis
kennileiti bera mark höfundar-
ins, eins og mystískir og þéttir
hljómaklasar og ómþýðar tvíund-
ir sem melódísk stefin vaxa upp
úr. Í þessu felast andstæðurnar í
verkinu og átakapunktarnir, en
líka í angurværum og dulúðug-
um einleiksköflum. Íhugult selló-
sóló í miðju verksins var mjög
fallegt og vel leikið, og sama er
að segja um hraðara og „heit-
ara“ fiðlusóló. Niðurlag verksins
er eitt það fallegasta og áhrifa-
mesta sem gagnrýnandi hefur
heyrt, og á sinn þátt í hve vel
verkið lætur í eyra. Tónskáldinu
og Tríói Reykjavíkur var inni-
lega fagnað í lok flutningsins.
Tríó Brahms í C-dúr er mikið
meistaraverk sem krefst mikils
af þeim sem það leika. Allt litróf
tilfinninganna er þanið; átökin
verða mikil, en líka blíðan og
mýktin.
Í fyrsta þættinum eru átökin
spennuþrungin allt til enda og
þar dró Tríó Reykjavíkur hvergi
af í mögnuðum leik. Annar þátt-
urinn er tregaljóð, óhemju fal-
legt og fíngert í flutningi Tríós-
ins. Scherzo-þátturinn er
kraftmikill þar sem fjörug hryn-
mynstur brjóta sér leið upp á yf-
irborð tónvefjarins úr undirdjúp-
unum. Djarfur og bjartur
lokaþátturinn er líka átakamikill
og talsvert gengur á, áður en yf-
ir lýkur.
Leikur Tríós Reykjavíkur í
verki Brahms var ákaflega góð-
ur. Þar hefur sitt að segja
hversu vel samhæfð þau Guðný,
Gunnar og Pétur eru orðin eftir
áralangan samleik, en ekki síður
það músíkalska innsæi og tilfinn-
ing sem hvert og eitt þeirra hef-
ur til að bera. Með þessa tón-
leika að viðmiði lofar veturinn
hjá Tríói Reykjavíkur góðu.
Skemmtilegur
Speight og
djarfur Brahms
TÓNLIST
Kammertónleikar
Tríó Reykjavíkur lék Tríó í e-moll
Hob.XV:12, eftir Jósef Haydn, Out of a
Gothic North eftir John Speight og
Tríó nr. 3 í C-dúr ópus 27 eftir Jóhann-
es Brahms. Tríóið skipa Pétur Máté,
Guðný Guðmundsdóttir og Gunnar
Kvaran. Sunnudagskvöld kl. 20.00.
Hafnarborg
Bergþóra Jónsdóttir
Gallerí Dvergur,
Grundarstíg 21
Sýningu Péturs Más Gunnarsson-
ar lýkur á sunnudag.
Galleríið er opið frá fimmtudegi til
sunnudags kl. 17–19.
Gallerí Fold, Rauðarárstíg
Sýningu Helgu Kristmundsdóttur
á olíumálverkum í Baksalnum og
ljósmyndum Sigríðar Bachmann í
Ljósfold lýkur á sunnudag.
Gallerí Fold er opið daglega kl.
10–18, laugardaga til 17 og sunnu-
daga kl. 14–17.
Sýningum lýkur
FERÐAÞJÓNUSTAN
Ferð og saga tekur
upp þráðinn frá því í
fyrrahaust og býður
upp á dagsferð á slóðir
Einars Ben á sunnu-
dag. Leikararnir Guð-
rún Ásmundsdóttir,
Eyvindur Erlendsson
og Margrét Ákadóttir
eru sögumenn og ljóða-
flytjendur í ferðinni.
Tónlist flytja Guðríður
Júlíusdóttir og Haukur
Guðlaugsson. Rúta
mun bíða farþega fyrir
utan Höfða í Borgar-
túni kl. 11. Ekið verður
að Laugarnesi í Safn
Sigurjóns Ólafssonar.
Þaðan er för heitið til
Krýsuvíkur og komið
við í Krýsuvíkurkirkju.
Haldið verður áfram
til Herdísarvíkur og
komið við í Strandar-
kirkju. Síðan verður
farið að Eyrarbakka. Í
stássstofu Hússins á
Eyrarbakka verður
flutt dagskrá um sögu
hússins og hvernig
Einar Benediktsson
tengist henni. Ferðinni
lýkur um kl. 21 við
Höfða.
Á slóðum Einars Ben
Einar Benediktsson
INGVELDUR Ýr söngkona og
Guðríður St. Sigurðardóttir pí-
anóleikari eru nú enn á ný
komnar til Vesturheims. Í þetta
sinn hefur þeim verið boðið að
halda tónleika á hinu virta safni
Detroit Institute of Arts í
Detroit í Bandaríkjunum. Þar
munu þær halda tvenna tón-
leika: Í kvöld, föstudagskvöld,
og nk. sunnudag. Tónleikarnir
eru eftirfylgja tónleikaferðar
sem þær stöllur fóru um allar
borgir í Kanada á síðasta ári. Í
Detroit munu þær flytja og
kynna íslensk sönglög; einnig
flytja skandinavísk sönglög auk
franskrar og bandarískrar
kabaretttónlistar.
Upplýsingar um tónleikana
má finna á vefsíðunni; http://
www.dia.org.
Ingveldur Ýr Guðríður
Íslenskar
tónlistar-
konur í
Detroit
Í LISTASAFNI Íslands verður á
morgun, laugardag, opnuð yf-
irlitssýning á verkum Júlíönu
Sveinsdóttur listmálara (1889-
1966).
Í tengslum við sýninguna verð-
ur haldið námskeið þar sem þær
Dagný Heiðdal, Harpa Þórdóttir
og Hrafnhildur Schram listfræð-
ingar fjalla um líf og list Júlíönu
Sveinsdóttur, listmálarann, vef-
arann og lífið í Danmörku.
Námskeiðið verður 18. sept-
ember, 25. september og 2. októ-
ber kl. 16.30–18.
Umsjón með námskeiðinu hefur
Rakel Pétursdóttir, deildarstjóri
fræðsludeildar Listasafns Íslands.
Skráning er til 16. september
næstkomandi.
Eitt verka Júlíönu.
Námskeið
um líf og
list Júlíönu