Morgunblaðið - 12.09.2003, Síða 38
MINNINGAR
38 FÖSTUDAGUR 12. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ
✝ Guðmundur Sig-urvin Benedikts-
son fæddist á Hömr-
um í Haukadal í
Dalasýslu 3. septem-
ber 1925. Hann lést á
gjörgæsludeild Land-
spítala – háskóla-
sjúkrahúss við Hring-
braut miðvikudaginn
3. september síðast-
liðinn. Foreldrar hans
voru Benedikt Jónas-
son, f. 18. feb. 1888, d.
14. sept. 1948, bóndi á
Hömrum, og kona
hans, Guðrún Guð-
jónsdóttir, f. 28. jan. 1894, d. 4. okt.
1976. Guðmundur var áttundi í röð
fjórtán systkina, en þau eru: Þur-
íður, f. 4. maí 1915; Kristín, f. 14.
feb. 1917, d. 1. des. 1998; Fanney, f.
15. sept. 1918; Jónas Kristinn, f. 26.
mars 1920, d. 25. nóv. 1971; Guð-
jón, f. 3. júní 1921; Jón, f. 26. jan.
1923; Ragnheiður, f. 2. júlí 1924;
Elísabet, f. 31. jan. 1927, d. 19. apríl
2002; Ólafur Árni, f. 25. sept. 1933;
Svavar Reynir, f. 18. mars 1935;
Elsa, f. 30. júlí 1936; Hreinn, f. 9.
des. 1937; og Fjóla, f. 24. júlí 1939.
Hinn 10. nóv. 1957 kvæntist Guð-
mundur Guðrúnu Lilju Árnadótt-
ur, f. 6. ágúst 1934. Foreldrar
hennar voru Árni J. Árnason, f. 9.
maí 1896, d. 24. apríl 1949, hús-
gagnasmíðameistari í Reykjavík,
og k.h. Guðrún Einarsdóttir, f. 7.
jan. 1899, d. 27. mars 1995. Dóttir
Guðmundar og Guðrúnar Lilju er
Guðrún Sólveig, f. 25. okt. 1959, en
hennar maður er Jónas H. Braga-
son, f. 16. apríl 1959, húsasmiður í
Reykjavík. Börn
þeirra eru a) Bragi, f.
18. júní 1990, og b)
Lilja, f. 9. júlí 1992.
Fyrir hjónaband átti
Guðrún Lilja soninn
Árna Harald Jó-
hannsson, f. 14. jan.
1953, en faðir hans er
Jóhann Á. Guðlaugs-
son bifreiðarstjóri.
Árni Haraldur er
deildarstjóri hjá
Landssíma Íslands í
Reykjavík og er eig-
inkona hans Sigrún
Elfa Ingvarsdóttir, f.
27. des. 1961. Árni var áður kvænt-
ur Þórhöllu K.H. Grétarsdóttur, en
þau skildu. Synir Árna og Þórhöllu
eru Guðmundur Viðar, f. 21. ágúst
1979, og Sigurður Jóhann, f. 14.
des. 1982. Dóttir Guðmundar Við-
ars er Emilía Sól, f. 15. feb. 2002,
barnsmóðir Guðrún Höskuldsdótt-
ir.
Guðmundur Benediktsson vann
að búi á Hömrum og sinnti jafn-
framt ýmsum störfum innan hér-
aðs og utan til ársins 1957. Það ár
settu hann og Guðrún Lilja bú sam-
an í Reykjavík þar sem þau bjuggu
æ síðan. Eftir komuna til Reykja-
víkur starfaði Guðmundur fyrst
hjá Tryggva Ófeigssyni á Kirkju-
sandi en síðan um árabil við hús-
byggingar og smíðar. Hann var
verkstjóri hjá Múlalundi í Reykja-
vík frá 1982 til 2001 en lét þá af
störfum fyrir aldurs sakir.
Útför Guðmundar fer fram frá
Háteigskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 13.30.
Elsku pabbi minn.
Ég átti ekki von á að þurfa að setj-
ast niður og rifja upp samband okkar
til margra ára. Ég ætlaði að koma til
þín á hverjum morgni og æfa þig og
styrkja eftir að þú kæmir heim af
sjúkrahúsinu og hugsa vel um þig
þegar mamma færi í sína aðgerð. En
nú verð ég að hugsa um elskulega
mömmu mína í staðinn fyrir þig. Þið
mamma voruð svo yndisleg saman að
það varð ekki hjá því komist að taka
eftir því. Ég hef alltaf haft þig að leið-
arljósi í lífi mínu og ég þakka þér fyrir
að gera mig að þeirri persónu sem ég
er.
Þú reyndist Jónasi, mér og börnum
okkar yndislegur faðir og afi og hafðir
alltaf í huga hvað okkur væri fyrir
bestu. Margar ferðir fóruð þið
mamma með okkur til útlanda og
skemmtilegri ferðafélaga gátum við
ekki hugsað okkur. Þið voruð alltaf
tilbúin að kanna ókunnar slóðir og
prófa eitthvað nýtt. Eitt var það þó,
sem þú varst aldrei fáanlegur til að
gera, en það var að aka bílnum. Til
þess treystirðu Jónasi best.
Þú fylgdist alltaf vel með öllu sem
við tókum okkur fyrir hendur. Þegar
við fluttum í Hvannarima og hreins-
uðum nánast allt út úr húsinu komuð
þið mamma svo að segja daglega í
heimsókn til að fylgjast með. Smið-
urinn í þér var aldrei langt undan og í
raun gerðirðu meira en hægt var að
búast við, þegar tekið er tillit til þess
að hægri höndin var þá orðin að hluta
til lömuð. Þið Jónas unnuð svo vel
saman að öllu, hvort heldur sem var
heima hjá ykkur mömmu eða hjá okk-
ur.
Börnin okkar hafa misst mikið. Þau
eru með hugann bundinn við þig og
tala um þig, og það er trú þeirra að nú
sértu orðinn frískur, með báðar hend-
urnar jafnheilar. Nú eiga þau ekki
lengur von á þér upp í herbergin sín
til þess að fara með bænirnar með
þeim og kyssa þau góða nótt, eins og
þú varst alltaf vanur að gera þegar þú
komst í heimsókn til okkar.
Það er svo margs að minnast frá
langri samveru. Ég man, elsku pabbi
minn, hvað þú varst stoltur þegar við
Jónas giftum okkur og þú leiddir mig
upp að altarinu. Þetta var þér mikill
gleðidagur vegna þess að þú vissir að
hann mundi hugsa vel um stelpuna
þína og barnabörnin þín. Alltaf þegar
ég fer að sofa, elsku pabbi minn, horfi
ég út um herbergisgluggann í átt að
staðnum þar sem þú verður lagður til
hinstu hvíldar.
Við söknum þín mikið en verðum
líka að hugsa um þá sem eftir lifa. Ég
lofaði þér að hugsa vel um mömmu á
meðan þú værir á sjúkrahúsinu. Nú
verður aðskilnaðurinn lengri en við
áttum von á en við, sem unnum þér
svo mikið, munum líta vel eftir henni
þar til fundum ykkar ber aftur saman.
Þín elskandi dóttir,
Guðrún.
Móðir tilkynnir drengnum sínum
þegar hann er á 5. ári að hann sé að
eignast nýjan föður og varð þá snáð-
inn enn ríkari en hann var fyrir, átti
allt í einu tvo feður og þrjár ömmur,
ásamt stórum hópi frændsystkina
nýja föðurins.
Þetta var árið 1957 og þá fluttumst
við öll þrjú til Reykjavíkur úr Döl-
unum. Þar höfðum við móðir mín
dvalið síðustu tvö árin þar sem hún
var ráðskona. Litla fjölskyldan
hreiðraði um sig í stórborginni, fyrst í
Litlagerði og síðan á Framnes-
veginum. Haustið 1959 eignaðist ég
systur sem var auðvitað mikið gleði-
efni fyrir okkur öll og jókst ábyrgð-
artilfinning mín til mikilla muna. Ég
vildi nú reyndar stundum frekar vera
í bófahasar en aka með hana í barna-
vagninum um næsta nágrenni.
Strax uppgötvaði ég að þú varst
mér sannur faðir og gerðir engan
greinarmun á mér og systur minni.
Við vorum börnin þín og þannig var
það alla tíð.
Skemmtilegustu minningarnar úr
bernsku eru þegar við fórum vestur í
Dali á Landrovernum því þar hitti ég
allt frændfólkið mitt í Haukadalnum
sem var á svipuðu reki og ég. Það
voru margir sem biðu eftir því að
pabbi kæmi í dalinn sinn vegna þess
að hann var smiður góður og svo var
hann einnig góður hárskeri. Það
þurfti bæði að lagfæra hús og snyrta
hár eftir veturinn. Frænka mín í út-
löndum hafði keypt fyrir mig raf-
magnsvél sem ég gaf pabba í jólagjöf
til að auðvelda hárskurðinn fyrir
hársára snáða því gömlu handklipp-
urnar vildu rífa í.
Það var alltaf gott að hafa pabba
sér við hlið þegar þurfti að fram-
kvæma eitthvað til að hann legði mat
sitt á hlutina því það var svo gott að
hafa hann með í ráðum.
Þú varst svolítið spenntur þegar ég
kynnti þig fyrir Sigrúnu fyrir rúmum
5 árum og ég gat ekki fundið annað en
að þú tækir henni eins og hún væri
dóttir þín, svo vænt þótti þér um
hana. Þú varst svo glaður fyrir mína
hönd að ég skyldi finna hamingjuna á
ný.
Í síðasta spássitúrnum sem við átt-
um í síðasta mánuði, þegar við geng-
um tveir saman upp Framnesveginn
og skoðuðum æskuslóðir mínar, þá
sagði ég einmitt við þig að eftir að-
gerðina sem þú varst að bíða eftir yrði
farið í lengri gönguferðir en hjartað
þurfti lagfæringar við til að við gæt-
um greikkað sporið.
Því miður varð ekkert af þessum
ætlunum okkar því þú fórst í hið stóra
ferðalag sem bíður okkar allra að lok-
um.
Mig langar til að þakka þér fyrir
uppeldið á mér og drengjunum mín-
um sem þér þótti alltaf svo vænt um
og reyndist þeim sem sannur afi og
einnig fyrir alla þá aðstoð sem ég fékk
frá þér við að byggja upp nýtt heimili
með strákunum mínum. Það var
ómetanlegt.
Missir mömmu og okkar allra er
mikill en við getum yljað okkur við
minninguna um hvað okkur leið alltaf
vel í návist þinni.
Þinn sonur,
Árni.
Ég kynntist tengdaföður mínum
rétt fyrir afmælisdaginn hans, 3. sept-
ember, þegar hann varð 73 ára og ég
kvaddi hann er ég stóð við dánarbeð-
inn hans fimm árum síðar á afmæl-
isdaginn hans 3. september sl., en þá
hefði hann orðið 78 ára.
Þessi fimm ár sem ég fékk að njóta
þess að þekkja hann eru ómetanleg.
Þær voru ófáar, ferðirnar sem hann
og tengdamamma komu til okkar í
heimsókn. Ef ég hringdi og spurði
hvort þau vildu kíkja í Vesturbæinn
var hann alltaf til í að koma og mætti
með bjarta brosið sitt og hlýtt faðm-
lag. Ég hefði svo gjarnan viljað njóta
þess að umgangast hann í mörg ár í
viðbót en eins og sagt er, enginn ræð-
ur sínum næturstað.
Farðu í friði vinur minn kær
faðirinn mun þig geyma.
Um aldur og ævi þú verður mér nær
aldrei ég skal þér gleyma.
Svo vöknum við með sól að morgni
svo vöknum við með sól að morgni.
(Bubbi Morthens.)
Ég bið Guð að geyma þig og hafðu
þökk fyrir allt.
Þín tengdadóttir,
Sigrún Elfa.
Elsku afi.
Nú ertu farinn frá okkur. Ég trúi
því ekki ennþá og það er of sárt að
hugsa um það. En á svona tímum er
mjög gott að hugsa til baka um stund-
irnar sem við vorum saman og ylja
mér við minninguna um góða afa
minn. Það var alltaf tilhlökkunarefni
þegar ég gisti hjá ykkur ömmu því að
ég vissi að þið höfðuð alltaf eitthvað
skemmtilegt að gera fyrir okkur
bræðurna. Maður var alltaf að læra
eitthvað af þér. Þú kenndir mér að
fara með bænirnar mínar og eftir að
þú kenndir mér að tefla voru þær ófá-
ar og ómetanlegar, stundirnar sem
við áttum saman við það.
Þú gafst þér alltaf tíma fyrir mig og
ég fékk það aldrei á tilfinninguna að
ég væri að trufla þig, þú virtist alltaf
hafa jafngaman af okkar samveru-
stundum og ég. Mér leið alltaf vel í
kringum þig og í huga mínum ertu
einn af indælustu mönnum sem ég hef
þekkt. Það er erfitt fyrir mig að reyna
að lýsa þér fyrir fólki sem þekkti þig
ekki, en það sem einkenndi þig var að
þú varst alltaf brosandi og góð-
mennskan lýsti af þér. Það fyllir mig
stolti að hugsa til þess að ég hafi verið
skírður í höfuðið á þér, elsku afi minn.
Faðir vor, þú sem ert á himnum.
Helgist þitt nafn,
til komi þitt ríki,
verði þinn vilji, svo á jörðu sem á himni.
Gef oss í dag vort daglegt brauð,
og fyrirgef oss vorar skuldir,
svo sem vér og fyrirgefum vorum skuldu-
nautum.
Eigi leið þú oss í freistni, heldur frelsa oss
frá illu.
Því að þitt er ríkið,
mátturinn og dýrðin
að eilífu. Amen.
Það er sagt að dauðinn geri okkur
öll að englum en fyrir mér hefurðu
alltaf verið engill. Hvíldu í friði, elsku
afi minn. Ég veit að þú átt alltaf eftir
að vaka yfir mér.
Þinn
Guðmundur.
Elsku afi minn, þegar ég hugsa um
að þú sért farinn vökna augun mín, þú
hafðir svo þægilega nærveru og gafst
þér alltaf tíma fyrir mig og hin barna-
börnin þín. Það má segja að þú sért
engill og þér sé ætlað stærra hlutverk
í öðru lífi.
Elsku afi, um leið og ég kveð þig
með sorg í hjarta vil ég þakka þér fyr-
ir allan þann tíma sem þú gafst þér til
að kenna mér og leiðbeina mér um
lífsins dyr. Ég vil þakka guði séstak-
lega fyrir þann dag sem við eyddum
saman daginn áður en þú varst lagður
inn á spítalann, honum mun ég aldrei
gleyma. Ég sé enn brosið þitt og heyri
enn hlátur þinn.
„Elsku afi þú ert farinn mér frá,
aldrei mun ég þér gleyma. Góðar
minningar um þig ég á, ávallt mun ég
þær geyma.“
Þinn
Sigurður.
Miðvikudagsmorguninn 3. septem-
ber bárust mér þau tíðindi að föður-
bróðir minn, Guðmundur Sigurvin
Benediktsson, eins og hann hét fullu
nafni, hefði andast þá um nóttina.
Andlátsfregnin var nokkuð óvænt
þrátt fyrir að hann hefði nýlega geng-
ist undir erfiða hjartaaðgerð. Aðgerð-
in hafði tekist vel og allt stefndi til
betri vegar en skyndilega var klippt á
þráðinn og líf míns góða frænda var á
enda. Óhjákvæmilega fylltist hugur-
inn sorg en einnig gleði yfir að hafa
átt rúmlega hálfrar aldar samleið með
slíkum öðlingsmanni sem hann var.
Hann var áttundi í hópi fjórtán
systkina sem öll voru fædd og uppalin
á Hömrum í Haukadal í Dölum vest-
ur. Þar bjuggu afi og amma og farn-
aðist vel með sinn stóra barnahóp
þótt oft hafi verið þröngt í búi. Sam-
heldni og einhugur hafa alla tíð ein-
kennt þennan systkinahóp og oft hef-
ur lagið verið tekið og slegið á létta
strengi þegar systkinin og afkomend-
ur þeirra hafa komið saman. Hann er
sá fjórði sem kveður. Áður eru látin
Jónas, Kristín og Elísabet.
Minningar mínar um Munda,
frænda minn, ná eins langt og minni
mitt nær og þær eru allar góðar.
Fyrstu æviár mín bjó hann vestur í
Dölum en fluttist til Reykjavíkur
seint á sjötta áratug síðustu aldar.
Hann og Lilja, konan hans, voru tíðir
gestir á heimili foreldra minna og ég
og foreldrar mínir nutum að sama
skapi gestrisni þeirra. Faðir minn og
Mundi voru á svipuðum aldri og höfðu
margt að spjalla og fór alla tíð vel á
með þeim. Þegar ég fór að velta fyrir
mér hvers konar maður frændi minn
hefði verið fór fljótlega að hljóma í
huga mér vísa úr Heilræðavísum
Hallgríms Péturssonar. Hún er á
þessa leið:
Lítillátur, ljúfur og kátur,
leik þér ei úr máta.
Varast spjátur, hæðni, hlátur;
heimskir menn sig státa.
Að mínu viti lýsa þessi orð frænda
mínum ákaflega vel og þarf raunar
ekki fleiri orð um það að hafa. Þannig
var hann og þannig mun ég minnast
hans.
Að leiðarlokum sendum við hjónin
og foreldrar mínir innilegar samúðar-
kveðjur til Lilju, Guðrúnar og Árna,
barnabarnanna og allra þeirra sem nú
syrgja hann.
Guð blessi minningu Guðmundar S.
Benediktssonar.
Ólafur H. Jónsson.
Mér var brugðið þegar ég fékk þær
fréttir að elskulegur mágur minn,
hann Mundi, hefði látist snögglega á
afmælisdegi sínum, 3. september síð-
astliðinn. Hann hafði gengist undir
erfiða hjartaaðgerð og virtist allt hafa
gengið vel er hann snögglega veiktist
og allt var búið.
Það var á heimili mínu sem þau
Lillý systir mín og Mundi kynntust,
þá bjó ég á Brautarholti í Dölum.
Þessi kynni urðu þeim báðum mikið
gæfuspor.
Mundi fékk einkar góða ættar-
fylgju í vöggugjöf, góðmennsku og
traustleika. Hann lagði aldrei illt til
nokkurs manns en rétti hjálparhönd
hvar sem hann mátti. Eitt einkenndi
hann þó umfram annað, hann var
mjög barngóður og þess nutu í ríkum
mæli börnin hans og barnabörn.
Nú þegar kveðjustundin er runnin
upp sendi ég Lillýju systur minni,
börnum, tengdabörnum og barna-
börnum innilegustu samúðarkveðjur
á stundu sorgar og saknaðar.
Ég bið góðan Guð um að veita þeim
styrk og Guðmundi óska ég góðrar
heimkomu.
Steinunn.
Sú náttúrufegurð sem við blasir
þegar farið er inn með Haukadals-
vatni í Dölum lætur engan ósnortinn.
Ferðamaðurinn hefur Haukadalinn í
fangið og nokkru fyrir innan miðjan
dal sunnanmegin stendur reisulegt
býli undir háu fjalli. Þetta eru Hamr-
ar í Haukadal og þar í varpa geymast
æskuspor fjórtán systkina sem þarna
uxu úr grasi á fyrri helmingi liðinnar
aldar. Eitt þeirra var Guðmundur S.
Benediktsson sem í dag er kvaddur
hinstu kveðju.
Þó að æskuheimili okkar væru sitt í
hvorri sveit í Dölum vestur kynnt-
umst við Guðmundur ekki að marki
fyrr en við vorum báðir komnir á þrí-
tugsaldur. Á sjötta tug síðustu aldar
höguðu hliðholl örlög því svo til að við
kvæntumst systrum, fyrst ég Ingu
Árnadóttur og hann nokkrum árum
síðar Guðrúnu Lilju Árnadóttur. Þá
þegar urðu á milli okkar vináttutengsl
sem áttu fyrir sér að eflast og styrkj-
ast eftir því sem árin urðu fleiri. Guð-
mundur var einhver þægilegasti mað-
ur í umgengni sem ég hef kynnst á
lífsleiðinni. Hann hafði góða nærveru
og hvar sem hann fór stafaði frá hon-
um ljúfmennsku og góðvild.
Það sannaðist á Guðmundi að stóru
sveitaheimilin, sem nú heyra flest til
liðinni tíð, voru bestu verknámsskólar
sem völ er á. Guðmundur var góður
handverksmaður og þykist ég mega
vel um þetta dæma, þar sem ég hef
haft verk hans fyrir augum í meira en
þrjátíu ár í íbúðarhúsi okkar hjóna
hér í Reykjavík. Það var engin tilvilj-
un að smíðavinna varð stór hluti af
ævistarfi Guðmundar. Hann var
manna greiðviknastur og urðu margir
til að leita á náðir hans þegar sinna
þurfti brýnum verkefnum. Gilti þá
einu hvort um var að ræða trésmíði,
múrverk, málningu eða flísalögn, en
allt þetta lék í höndum hans.
Öllum sem kynni höfðu af Guð-
mundi mátti ljóst vera að þar fór mað-
ur sem sáttur var við Guð og menn.
Hann og Guðrún Lilja voru einkar
samhent í öllu sem þau tóku sér fyrir
hendur. Fyrstu búskaparárin voru
þeim eflaust erfið eins og svo mörgum
öðrum á þessum löngu liðna tíma en
með stakri ráðdeild og fyrirhyggju
tókst þeim að koma sér upp fögru
heimili. Þar nutu börn þeirra, tengda-
börn og afkomendur góðs atlætis og
gestir og gangandi þeirrar ljúfmann-
legu gestrisni sem þeim hjónum var
báðum eiginleg.
Nú lýkur samfylgd að sinni og við
Inga og börn okkar þökkum Guð-
mundi áratugavináttu sem aldrei bar
skugga á. Við biðjum góðan Guð að
styrkja elskulega systur og mágkonu,
börn hennar, tengdabörn og aðra af-
komendur á erfiðum tímamótum. Eft-
irlifandi systkinum Guðmundar send-
um við innilegar samúðarkveðjur.
Sigurður Markússon.
Mig langar í nokkrum orðum að
minnast Guðmundar. Ég þekkti hann
ekki lengi en á þeim tíma var mér far-
ið að þykja mjög vænt um hann. Það
sem ég tók strax eftir við hann var
góðmennskan og hlýjan sem umlukti
hann. Hann var alltaf brosandi og
mér leið alltaf vel nálægt honum. Ég
er þakklát fyrir þann tíma sem ég
þekkti hann og hann á alltaf eftir að
eiga sérstakan stað í hjarta mínu.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(Vald. Briem.)
Elsku Lillý, Árni og Guðrún. Ég
votta ykkur og fjölskyldum ykkar
mína dýpstu samúð.
Hrafnhildur Viðarsdóttir.
GUÐMUNDUR S.
BENEDIKTSSON