Morgunblaðið - 12.09.2003, Side 44

Morgunblaðið - 12.09.2003, Side 44
MINNINGAR 44 FÖSTUDAGUR 12. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Vilhjálmur Ket-ilsson fæddist á Túngötu 5 í Keflavík 13. apríl 1950. Hann varð bráðkvaddur laugardaginn 6. september síðastlið- inn. Foreldrar hans eru Valgerður Sig- urgísladóttir, f. 13.4. 1931, d. 21.6. 2002, og Ketill Vilhjálms- son, f. 14.8. 1929. Bræður Vilhjálms eru Magnús, f. 29.4. 1951, Sigurgísli Stef- án, f. 30.8. 1954, Páll Hilmar, f. 7.3. 1962, og Valur, f. 6.12. 1963. Eftirlifandi eiginkona Vilhjálms er Sigrún Birna Ólafsdóttir, f. 4.9. 1950. Þau voru gefin saman 26. desember 1970 í Keflavíkurkirkju. Foreldrar Sigrúnar Birnu eru Margrét Einarsdóttir, f. 24.1. 1925, d. 14.10. 1966, og Ólafur Björnsson, f. 22.4. 1924. Núver- Jón Ingi Jónsson, f. 18.10. 1972, dóttir þeirra er Vilborg, f. 6.1. 2003, sonur Jóns Inga er Rúnar Ingi, f. 30.4. 1997. Vilhjálmur ólst upp á heimili foreldra sinna og bræðra á Tún- götu 5 í Keflavík. Hann lauk gagn- fræðaprófi frá Gagnfræðaskóla Keflavíkur og síðan kennaraprófi og stúdentsprófi frá Kennaraskóla Íslands. Með námi starfaði hann hjá Varnarliðinu og Olíufélaginu Esso á Keflavíkurflugvelli og kenndi við Myllubakkaskóla. Þá var hann æskulýðsfulltrúi í Kefla- vík 1974–77 og kenndi jafnframt við Holtaskóla. Vilhjálmur tók við starfi skólastjóra Myllubakkaskóla 1978 og gegndi því til dauðadags að undanskildum árunum 1986– 88, þegar hann var bæjarstjóri í Keflavík. Hann var bæjarfulltrúi fyrir Alþýðuflokkinn 1986–1994 og gegndi ýmsum trúnaðarstörf- um fyrir flokkinn á því tímabili. Vilhjálmur var í gullaldarliði Keflavíkur í knattspyrnu og varð Íslandsmeistari með ÍBK 1969, ’71 og ’73 og lék nokkra leiki með unglingalandsliði Íslands. Útför Vilhjálms fer fram frá Keflavíkurkirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. andi eiginkona Ólafs er Hrefna Ólafsdóttir, f. 16.4. 1923. Börn Vil- hjálms og Sigrúnar Birnu eru: 1) Garðar Ketill, f. 15.10. 1967, kvæntur Kristínu Jónu Hilmarsdóttur, f. 25.1. 1964, þeirra börn eru Ásgeir Elv- ar, f. 4.9. 1991, Brynj- ar Freyr, f. 30.7. 1995 og Katla Rún, f. 11.6. 1999. 2) Margeir, f. 2.2. 1972, sambýlis- kona hans er Herborg Arnarsdóttir, f. 26.5. 1975, sonur þeirra er Dagur, f. 18.5 2003. Sonur Margeirs er Vikt- or Thulin, f. 6.7. 1995. 3) Ásgeir, f. 18.4. 1973, d. 12.5. 1973. 4) Svanur, f. 6.3. 1977, sambýliskona hans er Kellyanne Boyce, f. 31.10. 1976, dóttir þeirra er Svava Ósk, f. 7.4. 2003. 5) Vilhjálmur, f. 2.8. 1980, d. 15.8. 2000. 6) Vala Rún, f. 9.12. 1982, sambýlismaður hennar er Mér finnst ég varla heill né hálfur maður og heldur ósjálfbjarga – því er ver ef værir þú hjá mér vildi ég glaður verða betri en ég er. (Vilhj. Vilhj.) Orð fá ekki lýst þeim hugsunum sem skotist hafa upp í hugann frá því ég gerði mér grein fyrir því að þú hefðir verið hrifinn á brott frá okkur. Ég veit að þetta kom þér líka alger- lega í opna skjöldu. En eins og við vitum eru þær ákvarðanir sem við tökum harla veigalitlar við hliðina á þeim sem almættið tekur. Þú varst okkur öllum góður faðir, en þú varst líka vinur okkar, leiðtogi og fyrirmynd. Að vera líkt við þig hefur alltaf verið mitt mesta hól. Það veit sá sem allt veit að þú varst elsk- aður og dáður af þeim sem tóku þátt í lífinu með þér. Orkuna og ástina sem í því fólst gafst þú margfalt til baka. Það eru mín forréttindi að hafa verið sonur þinn og blessun barna minna að eiga þá fegurstu minningu sem hægt er að hugsa sér um nokk- urn afa. Sögurnar þínar munu lifa með okkur áfram og mig grunar að börnin mín eigi eftir að semja sögu eða tvær um þig. Ég held að ef við drögum einhvern lærdóm af lífinu með þér, þá sé hann sá að við eigum að vera góð hvert við annað og koma fram við náungann eins og við viljum að hann komi fram við okkur. Kærleikurinn var þér hjartfólginn og þú veittir okkur hann ríkulega. Elsku pabbi. Í þeim anda munum við hugsa um mömmu og afa fyrir þig og reyna að sætta okkur við það sem við fáum ekki breytt, því: Eitt sinn verða allir menn að deyja. Eftir bjartan daginn kemur nótt. Ég harma það en samt ég verð að segja, að sumarið það líður allt of fljótt. (Vilhj.Vilhj.) Þinn Garðar Ketill. Myrkur á Ljósanótt. Regnið lem- ur rúðurnar. Aksturinn á milli Kefla- víkur og Reykjavíkur tekur lengri tíma vitandi það að þú ert dáinn. Minningarnar hrannast upp í hug- anum. Lítill tveggja ára strákur stendur í glugganum í íbúð á jarðhæð í Skip- holtinu í Reykjavík. Fyrir utan gluggann eru ein umferðarþyngstu gatnamót Reykjavíkur á þeim tíma. Spurningum rignir inn í íbúðina. Hvað heitir þessi bíll? Hvað heitir þessi bíll? Pabbi er kominn um leið og svarar hverri spurningu sam- viskusamlega. Þetta voru Cortina, Mustang, Mercury, Moscvitch, Skoda, Comet og allt sem nöfnum tjáir að nefna. Ekki er hætt fyrr en búið er að fylla viskubrunninn á hverjum degi. Fjölskyldan flutti aftur til Kefla- víkur og þótti drengurinn þar á þess- um árum nánast til gangandi al- fræðiorðabók um bílategundir og vinir og starfsfélagar pabbans gerðu það til gamans að benda á bíla og spyrja hvers tegundar væri. Verð- launin fyrir réttu svörin voru gjarn- an amerískt sælgæti eða gos í dós- um, sem fékkst ekki annars staðar en á Keflavíkurflugvelli á þessum ár- um. Það var gulls ígildi. Til að svala hinum mikla bílaáhuga drengsins var farið í Leikhólma, annan hvern föstudag, og keyptur einn Matchbox bíll. Úr varð meira safn bíla en þekktist á flestum heimilum. Skömmu áður en skólavist hófst fékk fjölskyldan þau gleðitíðindi að pabbi hefði verið ráðinn skólastjóri, aðeins 28 ára að aldri. Að eiga skóla- stjóra sem pabba hafði bæði sína kosti og galla. Aðallega þó kosti. Pabba farnaðist vel í starfi. Upplýs- ingar komu oft um það frá krökkum sem send höfðu verið í tiltal til skóla- stjórans að þetta væri skrýtinn pabbi. Að vera boðið uppá Floridana og kex, þegar búist var við hinum verstu skömmum þótti í meira lagi skrýtið. Á þessum árum var knattspyrna íþróttin. Pabbi hafði þjálfað eldri pilta áður með góðum árangri. Það var því mikið gleðiefni að hann skyldi þjálfa 5. flokk ÍBK þetta sumarið. Liðið komst taplaust í úrslitakeppni sem leikinn var á Akureyri. Fyrir lið- ið var þetta sem heimsmeistara- keppni. Það kom þeim sem þekktu pabba ekki á óvart að hann barðist með sínum mönnum alla leið. Einn dómari fékk að kenna á því og skóla- stjórinn var settur í bann í síðasta leik í riðlakeppninni. Eitt jafntefli og liðið missti af úrslitaleik á marka- tölu. Einhver hafði á orði um hann að það væri ótrúlegt hvað knattspyrna gæti breytt slíku ljúfmenni. Á þessu ári var lífslexían kennd. Í kringum knattspyrnuleik. Maddi minn, maður á ekki bara hugsa um sjálfan sig. Allar rósirnar í garðinum þurfa að fá að blómstra. Garður með einu fallegu blómi er ekki fallegur garður. Hjálpaðu rósunum í kring- um þig að blómstra. Það er erfitt að sætta sig við að þú sért farinn frá okkur langt fyrir ald- ur fram. Þú áttir alltaf nóg til að gefa af þér. Nú voru það barnabörnin sem mest fengu að njóta, enda vildu þau öll helst búa hjá ykkur mömmu á Há- holtinu. Góðar minningar munu fylgja okkur alla tíð. Hvíldu í friði, elsku pabbi minn. Takk fyrir allt. Þinn Margeir. Elsku pabbi. Það er ferskt í minni mínu samtal okkar sem við áttum á laugardaginn. Þá eins og svo oft áður voru barnabörnin hjá afa sínum þar sem þeim þótti svo gott að vera. En heimur minn hreinlega hrundi síðar um kvöldið þegar mamma hringdi og tilkynnti mér að þú værir dáinn. Hverning getur það verið, full- frískur maður á besta aldri? Þetta sýnir mér að við eigum okkur öll merktan dag og þegar hann rennur upp er hvorki spurt um stað né stund. Öll skólagangan í skólanum hjá þér var frábær og sérréttindi að fá að eiga pabba sem skólastjóra. Þeg- ar þú varst bæjarstjóri hótaði ég að reka mann og annan úr bænum ef þeir voru eitthvað að plaga mig. Þvílíkt var álitið á þér að ég taldi þig allsráðandi. Skorradalsferðirnar eru mér sér- staklega minnisstæðar og sögurnar sem sagðar voru alla leiðina voru einstakar. Var sérstaklega gaman að upplifa þær aftur með barnabörnum. Þegar ég var á sjónum hafðir þú allaf brennandi áhuga að vita hvern- ig gekk og ef við vorum ekki í síma- sambandi fylgdist þú með í gegnum tilkynningaskylduna. Mér er sérstaklega minnisstætt einn dag í ágúst árið 1997 er ég kom heim ofan af jökli þar sem ég vann. Þá varst þú búinn að fylla út og senda fyrir mig umsókn um skólavist í Ameríku sem hafði verið að blunda í mér í talsverðan tíma og sagðir að ef ég kynni ekki við mig gæti ég bara hætt og komið heim. Í dag á ég þessu námi sem að þú ýttir mér út í það að þakka að ég á yndislega konu og litla dóttur. Þau eru mér líka í fersku minni skiptin sem þið mamma komuð í heimsókn til okkar í Manchester og við fórum í leikhús draumanna, Old Trafford. Þótt þú værir harður Leedsari skemmtum við okkur kon- unglega vel. Allar þær yndislegu minningar sem fljóta um í huga mínum eru mér mjög dýrmætar en það sem syrgir mig meira en nokkuð annað er að Svava Ósk dóttir mín fái ekki að kynnast afa sínum í eigin persónu. Eins og mamma hennar segir; þá hefur hún aldrei kynnst yndislegri manni en þér. Það hef ég ekki heldur gert og mun aldrei gera. Ég veit það, pabbi minn, að fríður flokkur hefur tekið á móti þér hand- an móðunnar miklu með bræður mína Villa og Ásgeir fremsta í flokki ásamt ömmu. Það er með mikilli sorg og miklum söknuði sem ég kveð þig í hinsta sinn, elsku besti pabbi minn. Þinn sonur Svanur. Elsku besti pabbi minn. Ég sit hérna og hugsa með mér hvernig sé eiginlega best að minnast þín. Mér finnst svo stutt síðan við vorum öll að ganga í gegnum þetta sama og við erum að gera núna. Munurinn er sá að núna ert þú bara hinum megin við borðið og við hin sitjum eftir og skilj- um bara alls ekki af hverju þú af öll- um varst tekinn frá okkur líka. Þegar ég hugsa til baka dettur mér fyrst í hug sundferðirnar okkar upp í gömlu sundlaug. Þú varst svo duglegur að kenna mér að synda og svo alltaf þegar við komum heim þá sagðir þú öllum að ég hefði staðið mig svo vel og ég væri sko þvílík sunddrottning! Þú varst alltaf að kenna mér eitthvað nýtt. Svo er ekki laust við að hugurinn leiti upp í Skorradal. Þar áttum við öll svo ótrúlega góðar stundir. Þú varst alltaf að finna eitthvað handa okkur að gera. Við fórum í óteljandi fjallgöngur, ferðir út á bát, berja- tínsluferðir inn dalinn, í fótbolta niðri á velli og að gefa hestunum brauð. Við munum öll alltaf eftir sög- unum um Brún og brauðið. Þessum sögum og öllum ævintýrunum hefur þú síðan haldið á lífi og núna eru það barnabörnin þín sem hlusta og segja öðrum frá. Til dæmis bíða allir spenntir eftir að keyra framhjá rebbahúsinu á leiðinni inn dalinn. Ég er búin að hugsa mikið um hvernig þú hefur alltaf staðið við bakið á mér. Ég hef ekkert alltaf far- ið réttar leiðir í lífinu eins og við vit- um, en þú studdir samt sem áður alltaf við bakið á mér. Þú og mamma, klettarnir mínir. Ég hef í raun og veru aldrei fengið tækifæri til að þakka þér fyrir það. Eins og þegar litla Vilborg veiktist og þú og mamma komuð inn á spítala um há- nótt og þú stappaðir í okkur stálinu þó svo að þú hafir verið alveg jafn- hræddur um hana og við. Það máttu eiga, elsku pabbi minn, að þú varst alltaf snillingur í að láta mér líða betur. Ég mun aldrei koma til með að skilja hvernig þú varst tekinn frá okkur. En eins og þú sagðir svo oft eftir að Villi bróðir fór, okkur er ekk- ert ætlað að skilja svona. Við ráðum engu um það hvenær eða hvernig við förum. Ég trúi því að ævi manns sé ráðin daginn sem maður fæðist. Manni er ætlað sitt hlutverk visst lengi og svo er það undir manni sjálf- um komið hvernig maður kýs að leysa þetta hlutverk af hendi. Þú leystir þitt betur en nokkur annar og í mínum augum verður þú alltaf hetja. Hetjan okkar allra. Núna er aftur komið myrkur hjá hjá okkur fjölskyldunni því að eitt skærasta ljósið í okkar lífi er farið. Við grátum þig öll, elsku pabbi, en þó enginn eins og öll litlu barnabörnin þín. Sem betur fer hafa þau ekki öll vit á því hvað er að gerast, en ég skal lofa þér því að þau eiga öll eftir að muna eftir Villa afa. Besta afa í heimi. Núna er komið að okkur að standa eins og klettar við bakið á mömmu og við bakið á hvert öðru. Vera dug- leg og hjálpa hvert öðru í gegnum þessa erfiðu tíma. Ég veit að við er- um ekki þau einu sem eigum um sárt að binda. Við huggum okkur við það að núna ertu kominn til beggja drengjanna þinna, Villa og Ásgeirs, mömmu þinnar og ömmu og afa og við vitum að þau hafa öll tekið vel á móti þér. Elsku pabbi minn, fyrir mína hönd og hönd fjölskyldu minnar kveð ég þig með mikinn trega í hjarta, ég var alls ekki tilbúin að sjá á eftir þér. Ég, Nonni, Rúnar og sérstaklega Vil- borg eigum eftir að sakna þess mikið að fá þig ekki í heimsókn rétt fyrir klukkan átta á kvöldin til þess eins að gera hana pínulítið óþekka áður en hún færi að sofa. Ég bið góðan Guð að vaka yfir þér, pabbi minn, og ég þakka fyrir þann tíma sem við fengum að eiga saman. Minningin um besta og yndislegasta pabba í heimi mun lifa að eilífu í hjörtum okkar. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni. Sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson.) Þín dóttir, Vala Rún. Elsku Villi. Þú varst kallaður í burtu frá okkur öllum svo óvænt að við sitjum öll og varla trúum að þetta hafi gerst. En lífið getur stundum verið svo óréttlátt. Þú sem varst sá heilbrigðasti af okkur öllum. En í sorg okkar verðum við að trúa því að Guð hafi annað og mikilvægara verkefni fyrir þig. Þú varst kletturinn í lífi okkar, sá sem við gátum alltaf treyst á ef eitthvað bjátaði á. Mér finnst bara eins og það hafið verið í gær sem við stóðum í þessum sporum og syrgðum Villa yngri, en þó eru liðin þrjú ár. Við getum huggað okkur við það að nú eru þið feðgar saman og mamma þín hjá ykkur líka. Ég vil bara vera eigingjörn og mér finnst þetta mjög ósanngjarnt, þótt ekki sé nema út af öllum afabörn- unum. Þau voru þitt líf og yndi. Þú elskaðir þau öll svo mikið og varst óspar á að hvísla því í litlu eyrun þeirra. Ég heyrði oft til þín og mér þótti svo ofsalega vænt um það. Ég veit að það verður erfitt fyrir þau að skilja að afi kemur ekki aftur því þú varst svo stór hluti af lífi þeirra. Hvort sem það voru ferðir í Skorra- dalinn, sundferðir, hjólaferðir, eða gistinætur á Háholtinu, sem voru ósjaldan. Lengi vel voru afastrákarnir bara þrír en svo bættist lítil prinsessa í hópinn. Þá var afi ánægður. Eftir því VILHJÁLMUR KETILSSON Okkar innilegustu þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við fráfall og útför ástkærs eiginmanns míns, föður, sonar, tengdasonar, barnabarns, bróður og mágs, KRISTJÁNS VIÐARS HAFLIÐASONAR, Ásaheimum, Króksfjarðarnesi. Sérstakar þakkir til allra þeirra sem komu að björgunarstörfum við Borgarfjarðarbrú. Erla Björk Jónsdóttir, Aron Viðar Kristjánsson, Ingibjörg Kristjánsdóttir, Hafliði Viðar Ólafsson, Jenný Jensdóttir, Jón Hörður Elíasson, Sigríður Júlíusdóttir, Njáll Guðmundsson, Haflína Ingibjörg Hafliðadóttir, Sigurður Rúnar Hafliðason, Bryndís Elfa Geirmundsdóttir. Hjartans þakkir færum við öllum þeim er sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ást- kærs föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, ENGILBERTS RAGNARS VALDIMARSSONAR, Hrafnistu, Reykjavík. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki deildar A-4 á Hrafnistu fyrir alúð og góða umönnun. Engilbert R. Engilbertsson, Ragnheiður Brynjólfsdóttir, Bergþór Engilbertsson, Stefanía Helgadóttir, Jón N. Engilbertsson, Guðbjörg Vallaðsdóttir og afabörn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.