Morgunblaðið - 12.09.2003, Side 47

Morgunblaðið - 12.09.2003, Side 47
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. SEPTEMBER 2003 47 STÓRMEISTARARNIR Helgi Ólafsson (2.498) og Hannes Hlífar Stefánsson (2.560) hafa staðið sig mjög vel á Norðurlandamótinu í skák sem nú stendur yfir í Árósum í Dan- mörku. Eftir fimm umferðir eru Ís- lendingarnir sterku, eins og Berl- ingske Tidende kallar þá, einu keppendurnir á mótinu sem ekki hafa tapað skák. Mótið er nú tæplega hálfnað og það virðist ætla að rætast sem Lars Schandorff sagði áður en það hófst að baráttan um sigurinn verði mjög jöfn og spennandi. Staðan á mótinu er þessi: 1.–4. Hannes Hlífar Stefánsson, Helgi Ólafsson, Jonny Hector, Curt Hansen 3½ v. 5.–6. Evgenij Agrest, Davor Palo 3 v. 7. Heikki Lehtinen 2½ v. 8.–10. Heikki Kallio, Einar Gausel, Lars Schandorff 2 v. 11. Kjetil A. Lie 1 v. 12. Flóvin Þór Næs ½ v. Öllum skákum fimmtu umferðar lauk með jafntefli: Kjetil A. Lie – Helgi Ólafsson ½–½ Jonny Hector – Hannes Hlífar ½–½ Lars Schandorff – Flóvin Næs ½–½ Evgenij Agrest – Curt Hansen ½–½ Heikki Kallio – Einar Gausel ½–½ Davor Palo – Heikki Lehtinen ½–½ Í fjórðu umferð sigraði Hannes norska alþjóðlega meistarann Kjetil A. Lie (2.440), en Helgi gerði jafntefli við danska stórmeistarann Lars Schandorff (2.525). Teflt er daglega á mótinu, en í gær var frídagur. Í sjöttu umferð, sem tefld verður í dag, mætir Hannes sænska stórmeistaranum Evgenij Agrest (2.605) og Helgi teflir einnig við sænskan stórmeistara, Jonny Hector (2.538). Þetta er því afar mik- ilvæg umferð fyrir Íslendingana. Helgi vann góðan sigur í þriðju umferð gegn færeyska keppandan- um á mótinu. Hvítt: Helgi Ólafsson Svart: Flovin Tór Næs Drottningarbragð 1. c4 Rf6 2. Rc3 e6 3. Rf3 d5 4. d4 Be7 5. Bf4 0–0 6. e3 c5 7. dxc5 Bxc5 8. a3 dxc4 9. Bxc4 a6 10. Dc2 b5 11. Ba2 Rbd7 (Nýr leikur í stöðunni. Þekkt er (breytt leikjaröð) 11. – Bb7 12. Hd1 Db6 13. 0–0 Rc6 14. Bb1 g6 15. Bg5 Be7 16. Re4 Rxe4 17. Dxe4 Had8 18. Dh4 Hxd1 19. Hxd1 Hd8 20. Hf1 Dc7 21. Be4 Hd7 22. Bxe7 Rxe7 23. Rg5 h5 24. g4 De5 25. gxh5 f6 26. Bxb7 fxg5 27. De4 Dxe4 28. Bxe4 gxh5 29. Hc1 Kg7 30. Hc5 Kf6, með 11 leikjum síðar (Soos-Radulov, Sofia 1967). Í framhaldi skákarinnar geymir Helgi að hróka, en notar tímann í staðinn til að ná góðri stöðu fyrir menn sína. Dæmi um skák, þar sem hvítur hrókar strax, er 11 … Db6 12. 0–0 Rbd7 13. Had1 Bb7 14. Bb1 g6 15. e4 Hfc8 16. De2 Rh5 17. Bh6 Rdf6 18. Rg5 Bd4 19. Df3 Hc7 20. Hd2 Re8 21. Hxd4 Dxd4 22. Rxe6 Hxc3 23. Rxd4 Hxf3 24. Rxf3 Rd6 25. Rd2 Hc8 26. Hd1 Rg7 27. f3 Re6 28. Be3 og hvítur á gott peð yfir, þótt hann tapaði skákinni (Caoili-Medic, kvennaflokkur á ólympíuskákmótinu í Bled 2002). 12. Hd1 Db6 13. Rg5 g6 14. Rce4 Be7 15. Bd6! Bxd6 16. Rxd6 b4? (Betra er 16 … Bb7 17. e4 (17. Rgxf7 Bd5!) o.s.frv.) 17. Rgxf7! b3? (Meira viðnám veitti 17 … Rc5 (17. – Hxf7 18. Bxe6)18. Hd4 b3 19. Bxb3 Rxb3 20. Hb4 Dc5 21. Dxb3 Dc1+ 22. Dd1 Dxd1+ 23. Kxd1 Kxf7, þótt hvít- ur standi betur í því tilviki.) 18. Bxb3 Rc5 19. Ba2 Hxf7 20. b4 Hc7 21. bxc5 Hxc5 22. Dd2 Dc6 23. 0–0 Bd7 24. Dd4 Hf8 25. e4 Kg7 26. f4 – 26 … Hc3? (Svarta staðan er töpuð, því að hann á peði minna, veika kóngsstöðu og svo á hann ekkert skynsamlegt svar við hótuninni 27. e4–e5. Eftir 26. – Hc2 27. Bb3 Hc3 28. e5 Rh5 29. Ba4 Dxa4 30. Dxc3 Rxf4 31. Db4 Dxb4 32. axb4 á hvítur skipta- mun yfir og unnið tafl, þótt úrvinnsl- an taki tíma.) 27. Rc4! Hxc4 28. Bxc4 Hc8? (Með 28 … Bc8 hefði svartur getað barist lengur, vonlítilli baráttu, og vonast eftir kraftaverki.) 29. e5 Rd5 30. Bxd5 exd5 (Eða 30 … Dxd5 31. Da7 Ha8 (31. . . Dc5+ 32. Dxc5 Hxc5 33. Hxd7+) 32. Dxd7+ og hvítur vinnur.) 31. e6+ (og svartur gafst upp. Liðsmunur er orðinn of mikill, hvíti í hag, eftir 31 … Kg8 32. exd7 Dxd7 33. Dxd5+ Dxd5 34. Hxd5 o.s.frv.). Fjöltefli á Breiðholtsdaginn Breiðholtsdagurinnn var haldinn í Mjóddinni 5. september sl. Félög í Breiðholti kynntu þar starfsemi sína og margt var til gamans gert, dansað og spilað, farið í leiki og teflt. Stórmeistararnir Helgi Áss Grétarsson og Lenka Ptacnicova tefldu fjöltefli við 30 andstæðinga. Leikar fóru þannig að Helgi Áss lagði alla andstæðinga sína, en Lenka tapaði fyrir Róbert Róberts- syni og gerði jafntefli við Þorra, fjög- urra ára son Róberts, sem fór sæll og glaður heim á eftir, en aðrir andstæð- ingar kvennastórmeistarans máttu játa sig sigraða. Hrókurinn og Haukar í úrslit Skákdeild Hauka sigraði Taflfélag Vestmannaeyja í undanúrslitum hraðskákkeppni taflfélaga sem fram fór á Ásvöllum sl. miðvikudagskvöld. Haukar unnu 43½–28½ eftir að hafa leitt 22–14 í hálfleik. Ásgeir P. Ás- björnsson stóð sig best heimamanna en Einar K. Einarsson best gest- anna. Þetta er í fyrsta sinn sem Haukar taka þátt í keppninni og því glæsilegur árangur hjá þeim að kom- ast í úrslit. Hin viðureignin í undanúrslitunum vakti ekki síður athygli, en þar áttust við Hrókurinn og TR. Hrókurinn sigraði 39½–32½ eftir að hafa leitt 21½–15½ í hálfleik. Bestir Hróks- manna voru þeir Ivan Sokolov (2.693), sem nú er í 20. sæti heimslist- ans, en hann hlaut 9½ vinning, og Luke McShane (2.619), sem er í 74. sæti heimslistans, en hann hlaut 8½ vinning. Það er athyglisverð ný- breytni hjá Hróknum að ferja er- lenda stórmeistara í heimsklassa til landsins til að tefla hraðskák eina kvöldstund við landann. Það skilaði þó tilætluðum árangri og sigurinn var Hróksins. Árangur TR-inga var mjög jafn en stórmeistarinn Þröstur Þórhallsson (2.444) hlaut þó flesta vinninga þeirra, eða 6½. Sigurvegarar fyrri ára í keppninni, Hellir (fimm sigrar), TR (tveir sigr- ar) og Skákfélag Hafnarfjarðar (einn sigur) verða nú fjarri góðu gamni og ljóst að nýtt félag mun bætast í þenn- an hóp. Úrslit þurfa að fara fram eigi síðar en 20. september. Umsjón hraðskákkeppni taflfélaga er í hönd- um Taflfélagsins Hellis. Barna- og unglingaæfingar Hellis hafnar Taflfélagið Hellir býður upp á ókeypis skákæfingar fyrir börn og unglinga 15 ára og yngri alla mánu- daga kl. 17:15 í Hellisheimilinu, Álfa- bakka 14a í Mjódd. Hjörvar Steinn Grétarsson hefur sigrað á fyrstu tveimur æfingunum. Æfingin sl. mánudag var afar sterk, en úrslit urðu þessi: 1. Hjörvar Steinn Grétarsson 5 v. 2. Ingvar Ásbjörnsson 4 v. 3. Hallgerður H. Þorsteinsdóttir 4 v. o.s.frv. Þátttakendur voru 18. Norðurlandamet í kvennafjöltefli? Landsliðskonur/skákkonur Tafl- félagsins Hellis ætla að gera atlögu að Norðurlandametinu í kvennafjöl- tefli. Stefnt er að því að ná um 100 konum að taflborðinu. Búist er við ráðherrum, þingkonum, leikkonum, söngkonum, rithöfundum, listakon- um, íþróttakonum og fleirum til leiks. Hægt er að skrá sig á forsíðu www. hellir.is, en skráning er hafin. Kvennafjölteflið verður haldið í Ráð- húsi Reykjavíkur sunnudaginn 21. september kl. 14. Allar velkomnar! Fjölteflið er liður í fjáröflun kvennadeildar Hellis fyrir Evrópu- mótið á Krít 26. sept.–5. okt. Fyr- irtæki geta „keypt“ sér eina eða fleiri viðureignir og þannig fengið nafnið sitt á þau borð sem keypt eru. Kvennalið Hellis á EM skipa: 1. borð Lenka Ptacnikova 2. borð Guðfríður Lilja Grétarsdóttir 3. borð Áslaug Kristinsdóttir 4. borð Anna Björg Þorgrímsdóttir Helgi og Hannes í 1.–4. sæti á NM í skák SKÁK Árósar, Danmörk SKÁKÞING NORÐURLANDA 2003 6.–17.9. 2003 Daði Örn Jónsson Bragi Kristjánsson Hannes Hlífar Stefánsson Helgi Ólafsson dadi@vks.is Samkoma að Ystafelli í Ljósa- vatnshreppi verður á morgun, laug- ardaginn 13. september kl. 13.30. Þann dag fyrir hálfri öld var vígt minnismerki, sex metra há marm- arasúla, um stofnfund Sambands ís- lenskra samvinnufélaga. Í tilefni dagsins verður afhjúpað upplýs- ingaskilti á Ystafelli. Þá verður far- inn söguhringur „Vagga sam- vinnuhreyfingarinnar á Íslandi“, þar sem elstu kaupfélagshúsin verða m.a. skoðuð á Húsavík og gamli bær- inn á Þverá í Laxárdal, þar sem fyrsta kaupfélagið, Kaupfélag Þing- eyinga, var stofnað 1882. Allir vel- komnir. Haustmarkaður Kristniboðs- sambandsins Hinn árlegi grænmet- is- og haustmarkaður Kristniboðs- sambandsins verður á morgun, laugardaginn 13. september kl. 14, í húsi KFUM og K, Holtavegi 28 í Reykjavík. Konur í Kristniboðsfélagi kvenna standa fyrir markaðinum. Selt verður ýmiss konar grænmeti, ávextir og ber, o.fl. eftir því hvað kristniboðsvinir og aðrir velunnarar vilja leggja fram af uppskeru sum- arsins. Allt er vel þegið, kál, kart- öflur, gulrætur, sultur, pakkamatur, kökur og hvað sem er matarkyns, einnig blóm. Tekið er á móti framlögum í dag, föstudaginn 12. september kl. 17–19. Ágóðinn af markaðinum rennur til kristniboðsstarfsins í Eþíópíu og Kenýa. Heilsu- og hvatningardagar í Vetr- argarði Smáralindar á morgun, laugardaginn 13. og sunnudaginn 14. september. Ísland á iði stendur fyrir heilsu- og hvatningardögum. Sambandsaðilar ÍSÍ kynna það starf sem er í gangi innan íþróttahreyfing- arinnar og bjóða gestum og gangandi að spreyta sig. Ný Lýðheilsustöð mun vera með bás þar sem Manneld- isráð, Áfengis- og vímuvarnaráð og Tóbaksvarnaráð kynna sitt starf og veita ráð. Á vegum Landlæknisemb- ættisins munu Geðrækt og ,,Þjóð gegn þunglyndi“ kynna sín viðfangs- efni og aðrir samstarfsaðilar Ísland á iði þ.e. Beinvernd og Félag íslenskra sjúkraþjálfara munu bjóða upp á mælingar og ráðgjöf. Einnig verður kynningarefni frá Hjartavernd. Haustgöngur skógræktarfélag- anna í Mosfellsbæ og á Blönduósi verða á morgun, laugardaginn 13. september kl. 10. Í Mosfellsbæ verður safnast saman við Hlégarð í Mosfellsbæ og gengið upp með Varmánni. M.a. verður gengið í gegnum Álafosskvosina. Hressing verður boðin við Grund- arbæ. Göngustjóri: Oddgeir Þór Árnason, garðyrkjustjóri í Mos- fellsbæ. Frá Blönduósi verður lagt af stað frá veitingahúsinu „Við Árbakkann“ (bláa húsið) og gengið um eldri hverfi bæjarins. Hressing verður boðin í göngulok. Göngustjóri: Páll Ingþór Kristinsson. Opið hús hjá Félagi eldri borgara í Reykjavík á morgun, laugardaginn 13. september kl. 14–16, í Ásgarði í Glæsibæ. Vetrardagskráin með söng, leiklist, dansi, ýmiss konar hreyfingu, spilamennsku, hand- mennt o.fl. verður kynnt. Í vetur verður einnig bryddað upp á ýmsum nýjungum í dagskránni. Ólafur Ólafsson, formaður félagsins, mun segja frá þróun hagsmunamála sem félagið hefur lagt áherslu á, á und- anförnum misserum. Árangursrík barátta gegn brott- vísun Opinn fundur verður í Al- þjóðahúsinu Hverfisgötu 18, 3. hæð, á morgun, laugardaginn 13. sept- ember kl. 15. Róger Calero, aðstoð- arritstjóri tímaritsins Perspectiva Mundial og blaðamaður á viku- blaðinu The Militant í Bandaríkj- unum, talar um baráttu gegn brott- vísun út landi og svarar spurningum. Túlkun er til staðar. Calero stóð ný- verið frammi fyrir því að vísa átti honum frá Bandaríkjunum, þar sem hann býr og starfar, en hann er fæddur í Nicaragua. Calero er á ferð um heiminn til að ræða um hvaða lærdóm megi draga af árangursríkri baráttu hans og til að sýna öðrum, sem heyja svipaða baráttu, samstöðu. Starfsemi Heimspekiskólans í Reykjavík hefst á morgun, laug- ardaginn 13. september. Skólinn býður námskeið fyrir börn á aldr- inum 5–15 ára. Á heimspeki- námskeiðum fá þau þjálfun í gagn- rýninni og skapandi hugsun. Börnin gerast þátttakendur í heimspekilegri samræðu, sem þýðir að þau setja fram stórar spurningar um lífið og allt milli himins og jarðar, og leita svara í sameiningu. Allar nánari upplýsingar um heim- speki með börnum og unglingum, og starfsemi skólans má nálgast hjá skólastjóra Heimspekiskólans, Bryn- hildi Sigurðardóttur. Starfsemi Heimspekiskólans í Reykjavík hefst næstkomandi laugardag. Ung vinstri græn og Reykjavík- urfélag VG boða til laugardags- fundar um hnattvæðingu og fund WTO í Cancún. Fundurinn verður haldinn í Hafnarstræti 20, 3. hæð, á morgun, laugardaginn 13. september kl. 11. Framsögumenn eru Páll Hannesson og Einar Ólafsson. Heitt verður á könnunni og allir velkomnir. Lokamótið í Enduro mót- orhjólakeppninni 2003 við Kolvið- arhól verður á morgun, laugardaginn 13. september fyrir neðan skíða- svæðið við Hengilinn. Keppt verður á um 10 km langri braut sem verður á og við gömlu túnin í landi Kolvið- arhóls, á vegum Vélhjólaíþrótta- klúbbsins. Um 90 keppendur eru skráðir til keppni, þar af 50 í Bald- ursdeild en í henni er keppt á meðan Meistaradeild tekur hlé í 60 mín. Ræsing í Baldursdeild ætti að vera á bilinu 12.40–13. Í Meistaradeild er keppt í tvisvar sinnum 90 mín. með 60 mín. hléi og verða eknar 5. og 6. umferð á laugardaginn og er ræs í meistaradeild ráðgert kl. 10 og seinni umferðin um kl 14.30. Einnig er keppt í liðum og eru liðin í Íslands- meistarakeppninni 10. Liðin eru þannig skipuð að allt að 4 geta verið saman í liði, en efstu 3 úr liðinu í hverri keppni telja stig fyrir liðið sitt. Aðkoma að keppnissvæðinu er eins og þegar farið sé á skíði á Heng- ilssvæðinu, beygt er fyrir neðan brekkuna sem er fyrir neðan Skíða- skálann Hveradölum. Aðgangur er ókeypis og er í boði Orkuveitu Reykjavíkur og Vélhjólaíþrótta- klúbbsins, en Orkuveita Reykjavíkur er eigandi landsins sem keppnin fer fram á. Á MORGUN Námskeið til að styrkja for- ystuhæfileika verður haldið hjá Háskólanum í Reykjavík dagana 15., 17., 22. og 24. september kl. 16–18. Leiðbeinandi er Ásdís Halla Braga- dóttir, MPA, bæjarstjóri í Garðabæ. Á námskeiði Stjórnendaskóla HR, Að ná árangri í krefjandi umhverfi, er lögð áhersla á að styrkja for- ystuhæfileika þátttakenda m.a. með því að gera skýran greinarmun á hlutverki stjórnenda og leiðtoga. Námskeið í notkun Excel í fjár- málum verður í Háskólanum í Reykjavík dagana dagana 15., 17. og 18. september kl. 15–19. Leiðbein- andi er Kristján M. Bragason við- skiptafræðingur. Farið verður yfir lykilþætti sem hægt er að nýta sér við vinnslu tölulegra gagna. Skoðuð eru fjármálaföll og texta- og leit- arföll og fl. Einnig er fjallað um möguleika Pivot-taflna. Nánari upplýsingar og skráning á námskeiðið hjá Háskóla Reykjavík- ur er á heimasíðu Stjórnendaskól- ans: www.stjornendaskoli.is. Á NÆSTUNNI Frítt helgarnámskeið í jóga og sjálfsvitund verður haldið í Tón- skóla Sigursveins, Hraunbergi (við hliðina á Gerðubergi). Námskeiðið er í boði Kaffihússins Garðsins og Heilsubúðarinnar. Í dag, föstudag- inn 12. september, kl. 20–22 verður fjallað um leynda hæfileika manns- ins og leiðir til að efla sjálfstraust og sjálfsaga o.fl. Á morgun, laugardag- inn 13. september, kl. 10–12 og kl. 13–17 verður fjallað um einbeitingu og hugleiðslu, sköpun og innsæi og haldnir tónleikar ef tíminn leyfir. Sunnudaginn 14. september kl. 13– 17 verður fjallað um líkamlega og andlega heilsu o.fl. Leiðbeinandi er Snatak Matthíasson. Að helgarnámskeiðinu loknu er boð- ið upp á ókeypis 2 vikna framhalds- námskeið. Í DAG

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.