Morgunblaðið - 12.09.2003, Qupperneq 55
ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. SEPTEMBER 2003 55
BIKARMEISTARAR HK í handknattleik hafa gengið frá samn-
ingum við litháísku landsliðsmennina Andrius Rackauskas og
Augustas Strazdas og samið við þá til þriggja ára. Litháarnir
komu til Kópavogsfélagsins til reynslu síðla sumars og fóru
aftur utan til að ganga frá sínum málum en eru nú alkomnir
til Íslands. Félagaskipti þeirra eru frágengin og þeir eru til-
búnir í fyrsta leik HK í forkeppni Íslandsmótsins sem er gegn
Selfossi næsta miðvikudag.
Rackauskas er 22 ára örvhent skytta og Strazdas, sem er 23
ára, er fjölhæfur leikmaður sem getur bæði spilað stöðu rétt-
hentrar skyttu og sem miðjumaður.
HK keypti leikmennina af Granitas Kaunas, fremsta fé-
lagsliði Litháens. Hilmar Sigurgíslason, formaður handknatt-
leiksdeildar HK, sagði við Morgunblaðið að hann væri nokkuð
sáttur við þau viðskipti. „Þeir áttu báðir skamman tíma eftir
af sínum samningi svo þetta voru ekki of háar upphæðir, en
samt nóg fyrir okkur. Það má segja að þetta sé ásættanlegt og
við erum mjög ánægðir með að fá þessa pilta í okkar raðir.
Þetta eru efnilegir leikmenn sem vonandi eiga eftir að þrosk-
ast enn frekar sem handknattleiksmenn hjá okkur,“ sagði
Hilmar.
HK keypti Litháana af
Granitas Kaunas
RONALDO, landsliðsmaður Bras-
ilíu og leikmaður spænska liðsins
Real Madrid, hefur óskað eftir því
við knattspyrnusamband Brasilíu,
CBF, að það telji á ný landsliðs-
mörkin sem Pele skoraði á ferli sín-
um.
Samkvæmt gögnum frá CBF
skoraði Pele 95 mörk á sínum ferli
en hinn 26 ára gamli Ronaldo hefur
skorað 49 mörk fyrir Brasilíu fram
til dagsins í dag, en hann skoraði í
2:1-sigri Brasilíu gegn Kólumbíu sl.
sunnudag í undankeppni fyrir HM
árið 2006.
Þetta er ekki í fyrsta sinn sem
Ronaldo óskar eftir því að CBF telji
mörkin sem Pele skoraði á ferli sín-
um: „Á þessum árum skoraði Pele
átta mörk gegn samansettum úr-
valsliðum í leikjum sem Brasilía
vann 10:0,“ segir Ronaldo og vill að
aðeins mörk í leikjum gegn lands-
liðum verði tekin með í reikninginn
hjá Pele. „Því miður fyrir mig eru
slíkir leikir ekki á dagskrá lengur,“
bætir Ronaldo við en hann vill einn-
ig að mörkum sem hann skoraði
með ólympíulandsliði Brasilíu verði
bætt við „markareikning“ sinn.
Pele eða „Kóngurinn“ eins og
hann er kallaður í heimalandi sínu
hefur svarað Ronaldo og segir hinn
62 ára gamli Pele að það sé óraun-
hæft að bera saman það sem átti
sér stað þegar hann var leikmaður
og það sem á sér stað í dag. „Það
er aðeins einn Pele til, það var að-
eins einn Frank Sinatra og einn
Michelangelo. Ég var sá besti,“ seg-
ir Pele við sjónvarpsstöð í heima-
landi sínu.
Ronaldo vill endurskoða
markalista Pele
Reuters
Edson Arantes do Nascimento,
öðru nafni Pele.
lenskur kylfingur fer til Malasíu að
keppa á evrópsku mótaröðinni. Sá
sem mest verðlaunafé hefur út úr
mótunum samanlagt hreppir aðal-
vinninginn en verði tveir eða fleiri
með sömu upphæð sker árangur
keppenda út um hver fer. Þannig
gæti til dæmis komið upp sú staða
að Björgvin og Sigurpáll yrðu jafnir
og þá ræðst af skori þeirra hvor
hreppir hnossið. Þar sem skor
keppenda var fremur slakt á Ak-
ureyri er ekki ólíklegt að skorið á
Hvaleyrarvelli ákveði hver fer til
Malasíu, verði tveir eða fleiri jafnir.
„Auðvitað er stefnt að því að
sigra og komast á Malasíumótið.
Það er alveg frábært að fá svona
mót hingað til lands og að miklu að
keppa fyrir okkur. Bæði eru ágæt
peningaverðlaun og ekki síður er
það flott að sigurvegaranum sé boð-
ið á evrópsku mótaröðina til Malas-
íu. Ég geri mér grein fyrir því að
Fyrri helmingur mótsins, 36 hol-ur, var leikinn á Jaðarsvelli á
Akureyri síðasta föstudag og þar
lék Björgvin á 146
höggum og fékk
100.000 króna verð-
laun fyrir sigur. Sig-
urpáll Geir Sveins-
son, GA, varð annar á 148 höggum
og fékk 60.000 krónur og Auðunn
Einarsson, GO, fékk 40.000 fyrir
þriðja sætið. Það eru Carlsberg og
Flugfélag Íslands sem eru styrkt-
araðilar mótsins og verður sama
upphæð í verðlaun fyrir efstu sætin
í Hvaleyrinni auk þess sem sá sem
nær bestum árangri samanlagt úr
mótunum báðum fær veglegan
vinning, þátttökurétt á Opna Mal-
asíumótinu í febrúar í boði Carls-
berg og verður allur kostnaður
greiddur.
Kapparnir leika 36 holur í dag og
að þeim loknum skýrist hvaða ís-
þetta verður erfitt en maður gerir
sitt besta og reynir í það minnsta að
láta hina hafa eitthvað fyrir hlut-
unum,“ sagði Björgvin Sigurbergs-
son í samtali við Morgunblaðið í
gær.
Hann sagði að það hefði verið erf-
itt að leika á Akureyri í síðustu
viku. „Það var ansi erfitt, en ég
reyndi að leika af skynsemi og það
þýddi ekkert að vera með einhver
læti og það var tómt mál að tala um
að eltast stíft við einhverja pinna,“
sagði Björgvin.
Honum var bent á að veðurspáin
væri svipuð fyrir mótið hjá Keili –
en hann var með allt á hreinu: „Jú,
jú, en við erum svo heppnir hérna í
Hafnarfirði að það er alltaf logn á
Hvaleyrinni. Raunar getum við ver-
ið óheppnir þannig að það verði ein-
hver gola hérna að þessu sinni!“
Samhliða þessu móti eru golf-
kennarar einnig í keppni því sam-
anlagður árangur þriggja bestu
golfkennaranna á mótunum tveimur
veitir rétt til þátttöku í liðakeppni
Evrópu PGA á Spáni í desember en
mótið er haldið í tengslum við Evr-
ópuráðstefnu golfkennara.
Morgunblaðið/Arnaldur
Björgvin Sigurbergsson, GK, stendur best að vígi fyrir síðari
hluta fyrsta atvinnumannamótsins í golfi hér á landi.
Frábært ef maður
kæmist til Malasíu
BJÖRGVIN Sigurbergsson, kylfingur úr Keili, stendur best að vígi
fyrir síðari hluta fyrsta atvinnumannamótsins í golfi sem haldið er
hér á landi, en hann verður leikinn á Hvaleyrarvelli Keilismanna í
dag. Björgvin lék manna best í miklum strekkingi á Akureyri fyrir
viku.
Skúli Unnar
Sveinsson
skrifar
SPÁNVERJAR og Ítalir
tryggðu sér í gær rétt til að
leika í undanúrslitum EM í
körfuknattleik. Undan-
úrslitaleikirnir verða á laug-
ardaginn og þá mætast
Frakkar og Litháar annars
vegar og Spánn og Ítalía
hins vegar.
Spánverjar lögðu Ísrael
78:64 í gær og var sigurinn
aldrei í hættu þótt munurinn
yrði aldrei mikill. Pau Gasol
fór á kostum í síðasta leik-
hluta og gerði þá 14 stig í
röð en hann gerði alls 25 stig
í leiknum og tók sjö fráköst.
Síðari leikur gærkvöldsins
var meira spennandi en þar
mættust Grikkir og Ítalir.
Ítalir voru stigi yfir eftir
fyrsta leikfjórðung en
Grikkir 36:32 yfir í leikhléi. Í
þriðja leikhluta náðu Ítalir
undirtökunum, unnu þann
hluta 17:11 og þann síðasta
13:12 þannig að Ítalir sigr-
uðu 62:59. Grikkir komust
mest sjö stig yfir og Ítalir
mest sex.
Spánn og
Ítalía í
undanúrslit