Morgunblaðið - 12.09.2003, Qupperneq 56

Morgunblaðið - 12.09.2003, Qupperneq 56
KVIKMYNDIR 56 FÖSTUDAGUR 12. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ MARGIR foreldrar glíma við sama vandamál og Hinton-hjónin í gaman- myndinni Pabbi passar. Hvernig eiga þau bæði að geta lagt sig fram í starfi og sinnt fjögurra ára gamla hnokkan- um sínum eins og best væri á kosið? Málið vandast þegar mamman Kim (Regina King) ákveður að nú vilji hún fara að vinna úti, en eina skikkanlega dagheimilið í nágrenninu reynist rán- dýrt og rekið með heraga af hinni ströngu fröken Harðgerði. Málið leys- ist þó af sjálfu sér þegar pabbinn Charlie (Eddie Murphy) er rekinn úr starfi sínu í vöruþróunardeild stórs matvælafyrirtækis, eiginlega fyrir það að fyllast of miklum hugsjónum hvað varðar hollustufæði. Fyrirtækið vill nefnilega aðeins framleiða næringars- nautt og sykurhlaðið morgunkorn fyrir börn, en á því er mest hægt að græða. Eftir að hafa rifjað upp hversu gaman það er að hafa nógan tíma með barninu sínu fær Charlie þá hugmynd að slá tvær flugur í einu höggi. Að leysa dag- vistarvanda nágrennisins og fá sér nýja vinnu við það að taka börn í dag- gæslu heima hjá sér. Fyrrverandi vinnufélaginn Phil, sem einnig var rek- inn fyrir hollustufæðistilburði, slæst í hópinn og byrja þeir félagar í einu vandasamasta starfi sem þeir hafa á ævi sinni reynt. Þ.e. að hafa hemil á hópi fjögurra ára barna. Í útfærslu þessarar gamanfléttu ná aðstandendur Pabbi passar að búa til sæmilega frambærilega gamanmynd, þar sem (ólíkt því sem efnið gefur færi á) furðanlega lítið er leitað á náð- ir þeirra úrgangsbrandara sem tröllr- íða nú gamanmyndagerð í Hollywood. Í eina atriðinu þar sem bleiuskipti eru gerð að skotspæni eru kostuleg svip- brigði Murphys og fiðlutónlist í anda Psycho látin nægja til að tjá umfang vandamálsins sem við blasir í þeim efnum. Yfirbragð myndarinnar er létt og afstaðan til vandans við samþætt- ingu atvinnu- og heimilislífs nokkuð heilbrigð, a.m.k. ef haft er í huga hvernig búið er að þeim málum í Bandaríkjunum. Mæta þeir félagar t.d. miklum fordómum fyrst þegar þeir auglýsa dagheimili sem rekið er af karlmönnum, eru þegar í stað ásak- aðir um óeðli. Uppeldisstefna þeirra félaga er einnig mátulega kæruleys- isleg og í fullkominni andstöðu við heragadagheimili fröken Harðgerð- ar, en sú persóna, sem túlkuð er af Anjelicu Huston, fer þó algerlega út í öfgar eftir því sem líður á myndina, verður að lokum nokkurs konar norn- arímynd, sem stefnt er gegn hinum heilbrigðu og fjölskylduvænu feðrum. Eddie Murphy bregður sér hér í hlutverk sem hann kann nánast utan að, en gerir það þó vel sem fyrr. Túlk- unin er hófstillt en ekki er langt í leik- andi kímnigáfuna sem brýst fram í gamalkunnu glotti hans þegar minnst varir. Þá hressir hinn skondni gam- anleikari Steve Zahn heilmikið upp á myndina. Það er líka ánægjuleg til- breyting að sjá krakkamynd, þar sem leikararnir eru nokkurn veginn á rétt- um aldri, miðað við sögupersónurnar. Mjög algengt er í bandarískum myndum að sjá börn sem eru smá- gerð eða lítil eftir aldri „leika“ miklu yngri börn og er alltaf eitthvað óeðli- legt við það, þar sem leikararnir eru greinilega mun þroskaðri en þeir eiga að látast vera. Leikur krakkanna í Pabbi passar er hins vegar eðlilegur og fjörmikill og laus við þá tilgerð og þann ofleik sem eldri börn sýna oft þegar þau eru látin leika smábörn. Það var gott framtak að talsetja myndina á íslensku með úrvalsleikur- um í hverju rúmi, ekki síst fyrir yngstu áhorfendurna sem ekki lesa texta. En fyrir fullorðna er óneitan- lega meira freistandi að sjá uppruna- legu útgáfuna. Eddie Murphy er í góðu formi sem dagpabbi í Pabbi passar. Fjölskylduvænir og útkeyrðir KVIKMYNDIR Smárabíó, Regnboginn, Laug- arásbíó, Borgarbíó á Akureyri Leikstjórn: Steve Carr. Aðalhlutverk: Eddie Murphy, Jeff Garlin, Regina King, Steve Zahn, Anjelica Huston. Íslenskar leikraddir: Rúnar Freyr Gíslason, Ólafur Darri Ólafsson, Edda Heiðrún Backman, Nanna Kristín Magnúsdóttir, Þórhallur Sigurðsson og Gunnar Helgason. Leik- stjóri talsetningar: Þórhallur Sigurðsson. Lengd: 92 mín. Bandaríkin. Columbia Pictures, 2003. Pabbi passar (Daddy Day Care)  Heiða Jóhannsdóttir BORGARSKJALASAFN REYKJAVÍKUR www.rvk.is/borgarskjalasafn Sími 563 1770 Langar þig að vita sögu hússins þíns? Borgarskjalasafn Reykjavíkur varðveitir sögu húsa í Reykjavík Opin alla virka daga kl. 10-16 Minjasafn Reykjavíkur Árbæjarsafn - Viðey www.arbaejarsafn.is - s. 577 1111 ÁRBÆJARSAFN Safnhúsin eru lokuð en boðið er upp á leiðsögn um safnsvæðið á má., mi. og fö. kl. 13. Skrifstofan er opin virka daga kl. 8.30-16. Móttaka hópa eftir samkomulagi. VIÐEY: Upplýsingar um leiðsögn í Viðey í síma 568 0535 og 693 1440 Menningarmiðstöðin Gerðuberg. Sími 575 7700. Gerðubergi 3-5, 111 Rvík Brýr á þjóðvegi 1 Hvað viltu vita? Sýningarnar standa til 21. sept. Á döfinni: Kogga á Sjónþingi lau. 27. sept. kl. 13.30 Leitum að hlutum eftir Koggu úr einkasafni fólks. Uppl. í s: 868 1851 Upplýsingar um afgreiðslutíma s. 552 7545 og á heimsíðu www.borgarbokasafn.is Sunnudagar eru barnadagar í Grófarhúsi. 14. september Listasmiðja kl. 15-16:30 Minjasafn Orkuveitu í Elliðaárdal Opið mán.-fös. 13-16 og sun. 15-17 ÍRAFOSSVIRKJUN AFMÆLISSÝNING Ljósmyndasafn Reykjavíkur www.ljosmyndasafnreykjavikur.is Langar þig í mynd af Reykjavík t.d. frá árunum 1910, 1930 eða 1950? Verð frá 1.000 kr. Tekið er á móti hópum eftir samkomulagi, nánari upplýsingar í síma 563 1790. Afgreiðsla og skrifstofa opin virka daga frá 10-16. Opnunartími sýninga virka daga 12-19 og 13-17 um helgar. Aðgangur ókeypis. www.listasafnreykjavikur.is sími 590 1200 HAFNARHÚS, 10-17 Viðtöl um dauðann - innsetning Magnúsar Pálssonar og Helgu Hansdóttur (til 14.9.), Erró - Stríð Leiðsögn um Erró-Stríð sunnud. kl. 15.00 KJARVALSSTAÐIR, 10-17 Eyjólfur Einarsson, Sæmundur Valdimarsson, Kjarval Leiðsögn alla sunnud. kl. 15.00 ÁSMUNDARSAFN, 10-16 Ásmundur Sveinsson – Nútímamaðurinn Gríman 2003 „BESTA LEIKSÝNING ÁRSINS,“ að mati áhorfenda Félagsheimilið Hnífsdal,Ísafirði lau 13. sept kl. 21. UPPSELT sun 14. sept kl. 21. AUKASÝNING Miðasölusími í IÐNÓ 562 9700 og sellofon@mmedia.is IÐNÓ fim, 18. sept kl. 21, Örfá sæti sun, 21. sept kl. 21, Örfá sæti fim, 25. sept kl. 21. Nokkur sæti föst, 26. sept kl. 21. Nokkur sæti erling Frumsýning 13.09. kl. 20 UPPSELT 2. sýning 14.09. kl. 20 UPPSELT 3. sýning 20.09. kl. 20 LAUS SÆTI 4. sýning 20.09. kl. 22 UPPSELT 5. sýning 26.09. kl. 20 ÖRFÁ SÆTI LAUS Miðasala í síma 552 3000 Miðasala opin 15-18 virka daga loftkastalinn@simnet.is Einnig sýnt í Freyvangi FÖSTUDAGINN 12/9 - KL. 20 UPPSELT SUNNUDAGINN 14/9 - KL. 20 UPPSELT SUNNUDAGINN 21/9 - KL. 20 UPPSELT MÁNUDAGINN 22/9 - KL. 20 UPPSELT MÁNUDAGINN 20/10 - KL. 20 LAUS SÆTI ÞRIÐJUDAGINN 21/10 - KL. 20 LAUS SÆTI ATHUGIÐ SÝNINGUM FER FÆKKANDI! Stóra svið LÍNA LANGSOKKUR e. Astrid Lindgren Aðalæfing í dag kl 13 - kr. 1.000 Forsýning lau 13/9 kl 14 - UPPSELT FRUMSÝNING su 14/9 kl 14 - UPPSELT Lau 20/9 kl 14 - UPPSELT Su 21/9 kl 14 - UPPSELT Lau 27/9 kl 14 Su 28/9 kl 14 Lau 4/10 kl 14 Su 5/10 kl 14 - UPPSELT Lau 11/10 kl 14, Sun 12/10 kl 14 ÖFUGU MEGIN UPPÍ e. Derek Benfield Lau 13/9 kl 20, Lau 20/9 kl 20. PÚNTILA OG MATTI e. Bertolt Brecht Fö 19/9 kl 20, Fi 25/9 kl 20 Fö 3/10 kl 20 Nýja sviðið KVETCH e. Steven Berkoff Í samstarfi við Á SENUNNI Í kvöld kl 20 - UPPSELT Síðasta sýning Aðeins þessar aukasýningar NÚTÍMADANSHÁTÍÐ - Sex danshöfundar frumflytja sex sólódansa Lau 13/9 kl 20, Su 14/9 kl 20. Aðeins þessar sýningar Litla sviðið Miðasala: 568 8000 Miðasalan er opin kl. 13-18 og fram að sýningu sýningardaga. Sími miðasölu opnar kl. 10 virka daga. Fax 5680383 midasala@borgarleikhus.is Sala áskriftarkorta og afsláttarkorta stendur yfir Sex sýningar: Þrjár á Stóra sviði, og þrjár aðrar að eigin vali. kr. 9.900 Tíumiðakort: Notkun að eigin vali kr. 16.900 Komið á kortið: Fjórir miðar á Nýja svið/Litla svið. Kr. 6.400 VERTU MEÐ Í VETUR RÓMEÓ OG JÚLÍA e. Shakespeare í samstarfi við VESTURPORT og ÍD Lau 13/9 kl 20. - UPPSELT Allra síðasta sýning                               Sigga Beinteins og Grétar Örvarsson í kvöld og annað kvöld Leikhúsgestir munið fjölbreyttan sérréttamatseðil STUĐ OG HELGARFRÍ.... í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsinu, Miðaverð 1.200 kr. Miðapantanir í síma 590 1200. Nánari uppl. í síma 662 4805. Lab Loki sýnir: lau. 13. sept. kl. 14, sun. 21. sept. kl. 14, lau. 27. sept. kl. 14.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.