Morgunblaðið - 12.09.2003, Side 59

Morgunblaðið - 12.09.2003, Side 59
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. SEPTEMBER 2003 59 SEAN Connery er í aðalhlutverki sem Allan Quatermain, mikill æv- intýramaður, sem fer fyrir flokki of- urhetja. Í þessum sérstæða flokki eru Captain Nemo (Naseeruddin Shah), vampýran Mina Harker (Peta Wil- son), ósýnilegi maðurinn Rodney Skinner (Tony Curran), bandaríski njósnarinn Sawyer (Shane West), Dorian Gray (Stuart Townsend), Dr. Jekyll/Mr. Hyde (Jason Flemyng) og Richard Roxburgh fer með hlutverk M. Þau verða að læra að treysta hvert öðru til að bjarga heiminum. Þessi fríði flokkur fær ekki mikinn tíma til að undirbúa sig og heldur með of- urkafbátinum Nautilus til Feneyja á Ítalíu. Þar ætlar illmennið Fantom að ráðast að ráðstefnu leiðtoga heimsins og þannig koma af stað keðju spreng- inga, sem geta sökkt allri borginni. Snillingabandalagið hefur aðeins níu klukkutíma til að bjarga heiminum. Myndin er byggð á teiknimynda- sögu eftir Alan Moore og Kevin O’Neill. Sean Connery leikur snillinginn. Snillingar bjarga heiminum Regnboginn, Smárabíó, Laugarásbíó og Borgarbíó Akureyri frumsýna í dag myndina Snillingabandalagið (The League of Extraordinary Gentlemen). Leikstjóri er Stephen Norrington og með helstu hlutverk fara Sean Connery, Naseeruddin Shah og Peta Wilson. www.laugarasbio.is Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10.15. Sýnd kl. 4. Með íslensku tali Tilboð 400 kr. Fullkomið rán. Svik. Uppgjör. KVIKMYNDIR.IS Skemmtilegast a spennumynd ársins er komin.. J I M C A R R E Y Ef þú gætir verið Guð í eina viku, hvað myndir þú gera? Sýnd kl. 8 og 10.15. B.i. 12 áraSýnd kl. 6, 8 og 10.15. B.i. 10 ára Sýnd kl. 4 og 6. Með ísl. tali.  ROGER EBERT  L.A. TIMES  BBCI Með íslensku tali MEÐ ÍSLEN SKU TALI Mögnuð spennumynd í anda The Mummy og X-Men 2 með hinum frábæra Sean Connery sem fer fyrir hópi klassískra hetja sem reyna að bjarga heiminum frá örlögum brjálæðings! Geggjaðar tæknibrellur og læti. Missið ekki af þessari! FRUMSÝNINGNýr og betri Hverfisgötu  551 9000 www.regnboginn.is Sýnd kl. 6 og 10. Fjölskyldumynd ársins! Sýnd kl. 6 og 8. Ísl. tal. Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. B.i. 16 ára. Frá leikstjóra Trainspotting kemur hið magn- aða meistaraverk 28 Days Later. Missið ekki af þessum frábæra framtíðartrylli. SV MBL  HK DV  Kvikmyndir.com Einn sá allra besti hryllingur sem sést hefur í bíó síðustu misserin." Þ.Þ. FBL. Ein besta mynd ársins Sýnd kl. 8 og 10.30. B.i. 14. Sýnd kl. 6, 8.30 og 11. B.i. 12 ára. Mögnuð spennumynd í anda The Mummy og X-Men 2 með hinum frábæra Sean Connery sem fer fyrir hópi klassískra hetja sem reyna að bjarga heiminum frá örlögum brjálæðings! Geggjaðar tæknibrellur og læti. Missið ekki af þessari! FRUMSÝNING MIKILL áhugi er fyrir tveimur dansleikjum sem hljómsveitin Stuð- menn hyggst halda í Kaupmanna- höfn á morgun. Uppselt er á dans- leik hljómsveitarinnar í svokölluðum Kristalsal í Tívolíi borgarinnar, en þeir hefjast klukk- an 20. Guðjón Arngrímsson, upplýs- ingafulltrúi Icelandair segir að vegna mikillar eftirspurnar hafi Stuðmenn ákveðið að halda annan dansleik á Anton Skybar í miðborg Kaupmannahafnar, en þeir hefjast um ellefuleytið um kvöldið. „Það eru í kringum sex hundruð manns sem fara með Icelandair héðan til Kaupmannahafnar. Þá eru í kringum fjögur hundruð manns til viðbótar sem hafa fjárfest í aðgöngumiða á dansleikinn í Kristalsalnum,“ segir Guðjón. Hann segir að Anton Skybar taki í kring- um 1.200 manns og allt bendi til þess að einnig verði uppselt á þann dansleik. Hundruð Íslendinga á Stuðmannadansleikjum í Kaupmannahöfn Morgunblaðið/Árni Torfason Stuðmenn halda uppi fjörinu í Kristalsalnum og á Anton Skybar í Kaupmannahöfn á morgun. Stuðmenn að „meika“ það? SAGAN gerist í sænsku smáþorpi upp úr miðri síðustu öld. Í fljótu bragði virðist allt vera þar með felldu en undir friðsælu yfirborðinu geisar styrjöld, Rósastríðið. Leynilögregludrengurinn Karl Blómkvist og vinir hans, Andri og Eva Lotta, mynda Hvítu rósina sem á í sífelldum erjum við Rauðu rósina, þá Begga, Jóa og Palla. Kvöld eitt er Hvíta rósin í leiðangri til að reyna að endurheimta Gamla-Skrögg úr höndum rauðliðanna. Þá verða þau vitni að því þegar ókunnugir menn hafa prófessor nokkurn og Rasmus, son hans, á brott með sér. Eva Lotta laumast inn í bíl mannræningjanna og tekst með útsjónarsemi að vísa Kalla og Andra veginn að höf- uðstöðvum glæpamannanna. Í ljós kemur að prófessorinn hefur fundið upp nýjan, afar sterkan málm og leiðtogi mannræningjanna vílar ekkert fyrir sér til að komast að því hvar formúluna fyrir honum er að finna. Skyndilega hverfur Rósa- stríðið í skuggann af alþjóðlegri glæpastarfsemi þar sem mannslíf eru í húfi og einskis svifist til að ná árangri. Hvíta rósin er á milli steins og sleggju, en til allrar hamingju er Karl Blómkvist til staðar. Myndin er gerð eftir samnefndri barna- og ung- lingabók Astrid Lindgren. Leynilögregludrengur og vinir hans Laugarásbíó og Borgarbíó Akureyri frumsýna í dag myndina Spæjarinn Kalli Blómkvist og vinur hans Rasmus. Leik- stjóri er Göran Carmback og með helstu hlutverk fara Malte Forsberg, Josefin Årling og William Svedberg. Með ís- lensku tali.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.