Morgunblaðið - 17.09.2003, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 17.09.2003, Blaðsíða 4
FRÉTTIR 4 MIÐVIKUDAGUR 17. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is Nú getur þú tryggt þér síðustu sætin í sólina í september á hreint ótrúlegum kjörum til vinsælasta áfangastaðar Íslendinga. Sumarið er í blóma á Spáni fram í október og hér getur þú notið lífsins við frá- bærar aðstæður og nýtur traustrar þjónustu farar- stjóra Heimsferða allan tímann. Bókaðu strax og tryggðu þér síðustu sæt- in í haust. Munið Mastercard ferðaávísunina Verð kr. 19.950 Flugsæti m.v. 2 fyrir 1, 17. og 24. sept. Skattar innifaldir. Staðgreitt. Almennt verð kr. 20.950. Verð kr. 49.950 Flug og gisting, m.v. 2 í stúdíó/íbúð. 1. okt. – 3 vikur. Skattar innifaldir. Staðgreitt. Almennt verð kr. 52.450. Síðustu sætin 17. sept. – 8 sæti 2 vikur 24. sept. – 14 sæti vikuferð 1. okt. – 28 sæti 3 vikur Val um úrvals gististaði: · Timor Sol · Aguamarina Sértilboð 1. okt – 3 vikur 2 fyrir 1 til Costa del Sol 24. sept. frá kr. 19.950 Á FUNDI miðstjórnar Samiðnar í Reykholti í Borgarfirði, sem lauk í gær, var samþykkt að mótmæla harðlega framkomu Impregilo við starfsmenn á virkjunarsvæðinu og framkvæmd á gildandi kjarasamn- ingi. Telur miðstjórnin að „lang- lundargeð“ verkalýðshreyfingarinn- ar sé á þrotum og hvetur til aðgerða til að ná fram rétti starfsmanna á svæðinu. Spurður hvaða aðgerða grípa eigi til segir Þorbjörn Guðmundsson, framkvæmdastjóri Samiðnar, það ekki vera ákveðið. Þó megi velta fyr- ir sér hve mikið verkalýðshreyfingin sé bundin af virkjanasamningi við Kárahnjúka, miðað við framkomu Impregilo. Er samningurinn í gildi til 1. febrúar 2004 og í honum er ekkert uppsagnarákvæði. „Fyrirtækið hefur ráðið hundruð starfsmanna í gegnum starfsmanna- leigur á kjörum sem standast hvorki íslensk lög né kjarasamninga. Stjórnin lítur á þessa framkvæmd sem alvarlega aðför að íslenskum vinnumarkaði og áskilur sér rétt til að verjast henni með öllum tiltæk- um ráðum,“ segir m.a. í ályktun mið- stjórnarinnar. Lýsir miðstjórnin furðu sinni á framgöngu Samtaka atvinnulífsins (SA) í þessu máli. Með framgöngu sinni grafi þau undan tilveru ís- lenskra fyrirtækja og skekki veru- lega samkeppnisstöðu þeirra. Skor- ar miðstjórnin á íslensk fyrirtæki að láta í sér heyra og mótmæla fram- komu SA í málinu. Kröfur miðstjórnar Samiðnar eru að allir starfsmenn við Kárahnjúka- virkjun verði ráðnir samkvæmt gild- andi virkjunarsamningi, að samið verði um sambærileg starfskjör og þekkst hafa við aðrar virkjanir, ekki verði gengið fram hjá tiltæku ís- lensku vinnuafli, ekki verði notaðar erlendar starfsmannaleigur, allar launagreiðslur fari fram hér á landi og að aðaltrúnaðarmaður fái fullan aðgang að öllum upplýsingum um ráðningar- og starfskjör. Greinargerð SA á leiðinni Greinargerðar Samtaka atvinnu- lífsins til fulltrúa verkalýðshreyfing- arinnar í samráðsnefnd um virkj- anasamning Kárahnjúkavirkjunar er að vænta í lok vikunnar, að sögn Hannesar G. Sigurðssonar, aðstoð- arframkvæmdastjóra SA. Er grein- argerðinni m.a. ætlað að fjallað um lágmarkslaun og skilgreiningu þeirra að mati samtakanna. Miðstjórn Samiðnar ályktar um Kárahnjúkavirkjun Mótmælir framkomu Impregilo við starfsmenn Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Fjöldi erlendra starfsmanna vinnur við byggingu Kárahnjúkavirkjunar. RÚMENSKUR starfsmaður undirverktaka Imp- regilo, sem þar til um síðustu helgi vann við upp- setningu vinnubúða við Kárahnjúkavirkjun, fékk atvinnuleyfi frá Vinnumálastofnun í sumar á þeim forsendum að hann væri sérfræðingur. Þorbjörn Guðmundsson, framkvæmdastjóri Samiðnar, seg- ir ljóst að Rúmeninn hafi aldrei unnið við svona vinnubúðir og það eigi væntanlega við um fleiri starfsmenn. Þorbjörn segir að til að fá atvinnuleyfið hafi ver- ið lagður fram ráðningarsamningur sem kveði á um allt önnur og betri laun en Rúmeninn hafi í raun fengið. Í grein á vefsíðu Rafniðnaðarsam- bandsins segir formaðurinn, Guðmundur Gunn- arsson, m.a. um málið að Rúmeninn hafi fengið greiddar 1.164 evrur fyrir vinnu sína í ágústmán- uði, sem svarar til um 100 þúsund króna. Þorbjörn telur þetta mál vera athugandi fyrir Vinnumálastofnun, og þar með félagsmálaráð- herra sem yfirmann stofnunarinnar, hvað þarna fari fram og spurning hvort forsendur fyrir at- vinnuleyfi fyrir erlenda starfsmenn við virkjunina séu til staðar. Reynist svo ekki vera eigi að draga atvinnuleyfin til baka. Rúmenski starfsmaðurinn var látinn fara af Kárahnjúkasvæðinu eftir að hafa neitað að skrifa undir yfirlýsingu, skrifaða á íslensku, um að hann hefði 265 þúsund króna mánaðarlaun. Rúmeninn dvelur nú í Reykjavík með aðstoð íslenskra verka- lýðsfélaga, sem vilja að hann sæki rétt sinn. Að sögn Þorbjörns eru fleiri atriði ámælisverð er snerta aðbúnað og framkomu við erlenda starfsmenn á virkjunarsvæðinu. Þannig séu vega- bréf tekin af þeim við komu á svæðið og ætli þeir að fara fyrir boðaða brottför fái þeir ekki vega- bréfin aftur nema að sækja um það sérstaklega. Starfsmanni við uppsetningu vinnubúða við Kárahnjúka sagt upp Með atvinnuleyfi sem sérfræð- ingur en aldrei reist vinnubúðir FIMM nemendur úr 9. bekk í Kirkebæk-skóla í Kaup- mannahöfn, sem dvelja hér á landi ásamt kennurum sínum, nýttu gærdaginn til að fara á hestbak í Reiðskól- anum Þyrli í Víðidal. Þetta var í annað sinn á ævinni sem nemendurnir sitja hest og að sögn viðstaddra skemmtu þeir sér konunglega. Að sögn Guðrúnar Gunnarsdóttur, aðstoðarskóla- stjóra Safamýrarskóla, fóru kennarar Safamýrarskóla í námsferð til Kaupmannahafnar sl. sumar og heim- sóttu þá meðal annars Kirkebæk-skóla. Í framhaldinu hafði starfslið skólans samband við þá um hvort þeir gætu orðið því innan handar með því að skipuleggja viðburði fyrir væntanlega Íslandsför nemendanna. Í dag ætla nemendurnir að skoða Gullfoss og Geysi. Að sögn Bjarna Eiríks Sigurðssonar hjá Reiðskól- anum Þyrli hefur þjálfun fatlaðra verið hluti af starf- semi Þyrils undanfarin sex ár í samstarfi við Ör- yrkjabandalag Íslands. Fjölmörg börn hafa setið hest í fyrsta sinn á ævinni hjá Reiðskólanum og ekki spillir fyrir að þau njóta traustrar leiðsagnar Bjarna og Sig- urðar Más Helgasonar sem hér sést á mynd. Hann er að aðstoða Jesper og Nikolaj sem komnir eru á baki. Á hestbaki í Víðidal Morgunblaðið/Ásdís Í FRÉTTATILKYNNINGU sem ítalska fyrirtækið Impregilo, sem byggir Kárahnjúkavirkjun, sendi frá sér vegna launagreiðslna eins af undirverktökum félagsins segir að Impregilo hafi fengið staðfest- ar upplýsingar um að laun starfs- manna þess hafi verið greidd sam- kvæmt virkjanasamningi: „Vegna fyrirspurna varðandi launa- greiðslur eins af undirverktökum Impregilo S.p.A., byggingarfyrir- tækisins Edilsider S.p.A., viljum við láta eftirfarandi koma fram. Edilsider er framleiðandi allra vinnubúða sem verið er að koma upp á vinnusvæðum við Kára- hnjúkavirkjun. Búðirnar eru seld- ar uppkomnar og tilbúnar til notkunar. Eigin starfsmenn fyr- irtækisins annast uppsetningu búðanna. Vinnubúðirnar eru framleiddar í tveimur verksmiðjum og er önn- ur í Tyrklandi og hin á Ítalíu. Rúmenski hópurinn sem vinnur að uppsetningunni kom hingað um miðjan júlí en áformað er að ljúka verkinu á næstu mánuðum. Impregilo hefur fengið staðfest- ar upplýsingar um að laun um- ræddra starfsmanna hafi verið reiknuð skv. launaflokki H3 í virkjanasamningi fyrir a.m.k. 10 stundir á dag 6 daga vikunnar. Því til viðbótar greiðast 10,17% orlofslaun. Heildarupphæð skatt- skyldra launa skv. framanskráðu fyrir tímabilið frá miðjum júlí til loka ágústmánaðar var 378.387. Frá því dregst 4% framlag í líf- eyrissjóð, kr. 15.135, og stað- greiðsluskattur að fjárhæð kr. 98.216. Laun til útborgunar fyrir framangreint tímabil voru skv. þessu kr. 265.036. Algengast sé að hluti launa hafi að ósk starfs- manna verið greiddur fjölskyldu þeirra í Rúmeníu en mismunurinn hefur að þeirra ósk verið varð- veittur á sérstökum reikningi i umsjá Edilsider til útgreiðslu hér á landi. Verður það gert fyrir lok verkefnis eða hvenær sem hlut- aðeigandi starfsmaður óskar að taka inneign sína út. Impregilo hefur fengið upplýst frá Edilsider að einn starfsmanna þeirra hafi hætt störfum um helgina. Stjórnendur Edilsider hafa tjáð Impregilo að gert hafi verið upp við viðkomandi en til frádráttar áðurtöldum launum hafi komið fyrirframgreiðsla sem hann hafi áður óskað eftir að greidd væri fjölskyldu hans í Rúmeníu. Fulltrúi Edilsider er væntanlegur til landsins á næstu dögum og verður þá óskað nánari skýringa og staðfestingar á því að fyrirtækið hafi virt íslensk lög og samninga um lágmarkslaun og skattgreiðslu.“ Yfirlýsing frá Impregilo um vinnu starfsmanna við Kárahnjúkavirkjun Laun greidd samkvæmt virkj- anasamningi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.