Morgunblaðið - 17.09.2003, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 17.09.2003, Blaðsíða 34
MINNINGAR 34 MIÐVIKUDAGUR 17. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Jóna Kristófers-dóttir iðjuþjálfi fæddist á Blönduósi 20. apríl 1918. Hún lést á Hjúkrunar- heimilinu Skógarbæ í Reykjavík 7. septem- ber síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Dómhildur Símonía Jóhannsdóttir, hús- móðir, f. 28. júní 1887, d. 12. maí 1967, og Kristófer Kristófers- son, starfsmaður Sparisjóðs Húnvetn- inga, f. 6. júní 1885, d. 7. júlí 1964. Systkini hinnar látnu voru: 1) Skafti Kristófersson, bóndi í Hnjúkahlíð, f. 14. mars 1913, d. 26. júní 2001, maki Helga María Ólafs- dóttir, f. 10. júlí 1915, d. 19. ágúst 1982. 2) Jóhann Sverrir Kristófers- son, hreppstjóri á Blönduósi, f. 3. mars 1921, d. 9. desember 1995, maki Elísabet Þórunn Sigurgeirs- dóttir, f. 23. septem- ber 1926. Jóna átti einn hálfbróður, sammæðra, Þórhall Traustason, bónda í Tumabrekku í Skagafirði, f. 9. maí 1908, d. 14. febrúar 1947, kona Helga Jó- hannsdóttir, f. 14. maí 1897, d. 17. des- ember 1941. Jóna nam í Kvennaskólanum á Blönduósi 1936–1937 og stundaði fram- haldsnám í vefnaði á sama stað. Jóna fór til náms í iðjuþjálfun til Danmerkur 1939. Hún kom heim til Íslands fullnuma í iðjuþjálfun árið 1946. Hún hóf þá þegar störf á Kleppsspítala þar sem hún starfaði samfellt til ársins 1986, eða í 40 ár, er hún hætti störfum vegna veik- inda. Útför hennar fór fram í kyrrþey. Merku lífshlaupi er lokið. Jóna Kristófersdóttir, frænka mín, hefur kvatt þessa tilvist – södd lífdaga eftir langvinn og erfið veikindi. Í æsku minni voru heimsóknir til hennar sér- stakt tilhlökkunarefni. Á fallegu heimili hennar var fjölmargt sem dró að sér forvitinn barnshugann og heimsóknir á vinnustað hennar, vinnustofu í iðjuþjálfun á Kleppsspít- ala, gátu breytt hversdagsleikanum í tröllaukið ævintýr sem dugði í frá- sagnir vikum og mánuðum saman. Hún var hlý og góð kona og sýndi hugðarefnum piltsins skilning og áhuga. Á þessum árum velti ég oft fyrir mér hvers vegna hún ætti ekki mann. Ég vissi ekki fyrr en löngu síð- ar að manninn, Einar, hafði hún hitt í blóma lífsins á námsárum í Dan- mörku en hann var ætlaður annarri konu – skólasystur og vinkonu Jónu. Þrátt fyrir íslenskt nafn var Einar danskur í húð og hár. Jóna hafði hald- ið ung til náms í Danmörku og dvaldi eftir að námi lauk á heimili þeirra þar til heimsstyrjöldinni lauk. Jóna fluttist svo heim eftir margra ára fjarveru en hélt ávallt sambandi við sína góðu vinkonu og mann henn- ar. Hún gerðist frumkvöðull í endur- hæfingu geðsjúkra og tók virkan þátt í þeirri byltingu sem varð á með- höndlun geðsjúklinga á síðari hluta aldarinnar. Hún var trygglynd og traust og eignaðist stóran hóp vina úr hópi samstarfsmanna. En hún hafði ekki sagt skilið við Danmörku – við fráfall vinkonu sinnar fór hún utan til að styrkja eftirlifandi mann hennar og aðstoða. Fór að lokum svo að þau bjuggu þar saman á búgarði hans, Pudebjerg, utan Kaupmannahafnar, seinustu árin sem hann lifði. Og þangað heimsótti ég hana. Ég dvaldi um hríð í Kaupmanna- höfn við nám og störf og ekki var við annað komandi en að ég kæmi í heim- sókn. Við höfðum þá ekki haft sam- band nokkuð lengi eða allt frá því á unglingsárum mínum. Eins og títt er, voru þá önnur mál sem þóttu mik- ilvægari en að heimsækja rosknar frænkur. Aldrei duldist mér þó að hún fylgdist með piltinum og hvernig honum vegnaði. Á Pudebjerg var mér tekið með kostum og kynjum. Hús- bóndinn hafði skipulagt heilan dag þar sem unga manninum skyldi kynnt dönsk menning. „Jæja, frændi,“ hljómaði þegar við hittumst á brautarpallinum. Þar með var allt var orðið eins og fyrr og þessi orð urðu upphafið á dýrðlegri heimsókn, í mat, drykk, frásögnum og skoðunar- ferðum um nágrennið. Dýrðlegt. Það leyndi sér ekki að milli þeirra Jónu var ástúð og djúpstæð um- hyggja. Ég gladdist mjög yfir þess- um örlögum frænku minnar og hef oft hugsað til þeirra síðan. Eftir ein- veru áratugum saman var hún nú í samvistum við manninn sem hún hafði ung fellt hug til. Jóna flutti síðar aftur til Íslands eftir andlát Einars. Síðar tók að bera á þeim sjúkdómi sem nú leggur hana að velli. Með henni er genginn merkur fulltrúi kynslóðar sem sótti til útlanda eftir þekkingu og kom heim með ný við- horf og aðferðir. Þó hún færi hljóð- lega þá lagði hún mikið af mörkum. Jæja, frænka – við munum hittast aftur á annarri brautarstöð. Þá verða að líkindum fagnaðarfundir eins og forðum. Guð blessi minningu Jónu Kristófersdóttur. Jón Þórisson. Fáein kveðjuorð vegna andláts Jónu Sigríðar Kristófersdóttur, iðju- þjálfa. Hún Jóna Sigga frænka mín var mikil prýði meðal barna og ung- menna á Blönduósi, þegar við vorum þar í uppvexti. Hún var ljós yfirlitum og alltaf fannst mér hún í góðu skapi, gjarnan brosandi og söngvin var hún í bezta lagi þar að auki. Greind var hún og tápmikil og yndi góðum for- eldrum, Dómhildi Jóhannsdóttur og Kristófer Kristóferssyni. Og bræður hennar, Skafti og Sverrir, voru með vissu hreyknir af systur sinni. Hún gekk í Kvennaskóla Húnvetn- inga á Blönduósi fljótlega eftir ferm- ingu. Áður en langt leið sigldi hún svo til Danmerkur og tók að nema fræði ætluð þeim, sem fást við kennslu í handmennt og þjálfun langveikra sjúklinga, og þá hvað helzt á stórum sjúkrahúsum. Heimsstyrjöldin skall á um þetta leyti og teppti heimför. En hún bjó ytra hjá góðu fólki, sem leit á hana sem einskonar fósturdóttur, þótt hún væri því ekki vandabundin. En Jóna var ætíð með hugann við fjölskyldu sína heima á Fróni. Faðir hennar, móðurbróðir minn, tjáði systur sinni að Jóna hefði haft þann hátt á meðan stríðið stóð, að hún skrifaði heim á hverjum degi, bætti svo við bréfið næsta dag og þannig áfram þar til von var á póstferð. Þegar Jóna kom heim að stríði loknu, réð Helgi Tómasson yfirlækn- ir á Kleppi hana til starfa á spítala sínum, og var hún þar með orðin fyrsti fastráðni iðjuþjálfinn hérlend- is. Í þessu starfi kom vel fram, hvað hún átti gott með að umgangast fólk með glaðlyndi sínu, skilningi og hlýju, svo að hún naut vinsælda bæði sjúk- linga og heilsugæzlufólks. Veit ég að Helgi læknir bar til hennar mikið traust og vináttu. Þarna vann Jóna áratugum saman, unz undan fór að halla hjá henni sjálfri, vegna aldurs og heilsubrests. Síðustu árin allmörg var hún ekki vinnufær og dvaldi á hjúkrunarheimili. Hún var einhleyp alla tíð. Jóna Sigríður var jarðsett á Blönduósi 13. sept. Ég minnist henn- ar með einskærri vinsemd og virð- ingu. Íslenzkir iðjuþjálfar geta verið stoltir yfir því, að hafa átt svo vand- aðan brautryðjanda. Hún sé guði fal- in. Baldur Pálmason. Iðjuleysi er ekki aðeins leiðinlegt. Það er bráðóhollt andlegri og líkam- legri heilsu, það stuðlar að heilsu- leysi, seinkar bata og tefur endur- hæfingu. Þetta hefur læknum lengi verið ljóst, einkum þeim sem fást við langvinna sjúkdóma. Því hafa vinnu- lækningar eða iðjuþjálfun sem nú er kölluð verið snar þáttur í meðferð slíkra sjúkdóma. Hér á landi hafa vinnulækningar eða iðjuþjálfun verið lengst stundaðar á Kleppsspítalanum og síðar á Vinnuheimilinu á Reykja- lundi. Á Kleppsspítalanum hófst slík meðferð kerfisbundið 1933 þó að eng- inn væri iðjuþjálfinn, enda stéttin varla til á Norðurlöndum á þeim tíma. Fyrsti Íslendingurinn sem aflaði sér menntunar í iðjuþjálfun var Jóna Kristófersdóttir sem innritaðist í iðjuþjálfaskólann í Kaupmannahöfn 1941, en skólinnn var þá nýstofnaður. Hún lauk námi 1944, en komst ekki heim til Íslands vegna heimsstyrjald- arinnar fyrr en haustið 1945. Hún hóf þá þegar störf á Kleppsspítalanum og starfaði þar alla tíð síðan þar til hún lét af störfum fyrir aldurs sakir. Fyrstu 18 starfsár Jónu fór mest af iðjuþjálfuninni fram í matsölum sjúkradeildanna, svo að taka þurfti allt sem unnið var með saman tvisvar á dag, en kvöld og helgar notaði Jóna til að undirbúa störfin. Þó að úr rætt- ist með húsnæði fyrir iðjuþjálfunina hélt hún uppteknum hætti og var aldrei iðjulaus heldur vakin og sofin í starfi sínu, enda lengst af eini lærði iðjuþjálfinn og mjög kröfuhörð við sjálfa sig og samstarfsfólkið. Við sem unnum með henni minnumst áhuga hennar og eldmóðs og umhyggju hennar fyrir sjúklingunum, þótt skoðanir féllu ekki alltaf saman. Nýliðun í stéttinni gekk seint. Um og upp úr 1970 reyndi Geðverndar- félag Íslands að styðja nokkra ein- staklinga til náms í faginu. Iðjuþjálfa- félag Íslands var stofnað 1976 með tíu meðlimum. Síðan hefur ræst veru- lega úr og eru iðjuþjálfar nú hátt á annað hundrað og komin námsbraut í faginu við Háskólann á Akureyri. En betur má ef duga skal. Með bættri menntun og fjölgun iðjuþjálfa verður brautryðjandans best minnst. Tómas Helgason. JÓNA KRISTÓFERSDÓTTIR Á svonefndu Pressu- kvöldi Blaðamanna- félags Íslands í síð- ustu viku urðu þónokkrar umræður um mörkin á milli auglýsinga og umfjöllunarefnis blaða- og frétta- manna. Höfðu margir áhyggjur af því að þrýstingur markaðs- og aug- lýsingadeilda væri að verða æ meiri á ritstjórnir fjölmiðla. Birgir Guðmundsson, blaðamaður og frummælandi kvöldsins, orðaði þetta m.a. á eftirfarandi hátt: „Rit- stjórnir eru í það minnsta undir verulegum efnahagslegum þrýst- ingi, m.a. varð- andi aug- lýsinga- hagsmuni.“ Bætti hann því við að þetta kallaði á að blaðamenn væru sérstaklega vel á verði og héldu sér vakandi „nánast af trúarlegu ofstæki“. Undir það tóku aðrir blaða- og fréttamenn sem mættir voru á fundinn. Enda segir m.a. eftirfarandi í 5. grein siðareglna Blaðamannafélags Ís- lands.: „Blaðamaður […] skal fyrst og síðast gæta hagsmuna lesenda og sóma blaðamannastéttarinnar í hverju því sem hann tekur sér fyr- ir hendur í nafni starfs síns […]. Hann gætir þess að rugla ekki saman ritstjórnarlegu efni, sem hefur augljóst upplýsinga- og fræðslugildi, og auglýsingum í myndum og/eða máli.“ Sennilega geta mörkin á milli efnis sem hefur upplýsinga- og fræðslugildi og efnis sem er aug- lýsingatengt verið óljós á stundum. En það er þá viðkomandi blaða- og fréttamanns að meta það; þ.e. það hlýtur að fara eftir því hvernig hann metur hagsmuni neytenda eða lesenda hverju sinni. Má í því sambandi vitna aftur í fimmtu greinina þar sem segir: „Blaða- maður hefur í skrifum sínum sann- færingu sína að leiðarljósi.“ Fjölmiðlar eru farnir að skipa æ stærri sess í þjóðlífinu og ljóst er að ábyrgð þeirra er mikil, þ.e. ábyrgð þeirra gagnvart neyt- endum. Það er því áhyggjuefni, svo ekki sé fastar að orði kveðið, ef stjórnendur fjölmiðla reyna að má mörkin milli auglýsinga og umfjöll- unarefnis. Blaða- og fréttamönnum ber a.m.k. skylda til að stöðva slíka þróun. Það ætti að vera einörð stefna hvers fjölmiðils að aðskilja með skýrum hætti auglýsingar og um- fjöllunarefni; neytandinn á rétt á því að vita hvenær umfjöllunar- efnið er keypt, því þegar það er keypt er ekki um hlutlausa umfjöll- un að ræða. Og skiptir þá engu máli í þessu sambandi hvort um- fjöllunin sé undir hatti ritstjórnar fjölmiðilsins eða annarra deilda en markaðs- og auglýsingadeilda, s.s. dægurmáladeilda. Því miður er hægt að benda á ýmis dæmi þess hér á landi að fyr- irtæki geti keypt umfjöllun af því tagi sem hér hefur verið nefnd. Þátturinn Ísland í bítið, sem Stöð 2 sýnir á hverjum virkum morgni, er eitt dæmi um það. Heimir Jón- asson, dagskrárstjóri á Stöð 2, staðfesti í samtali við undirritaða í gær, að fyrirtæki hefðu keypt og gætu keypt umfjöllun í þættinum. Inntur eftir því hvort það væri tek- ið fram í umfjölluninni að um keypta auglýsinga væri að ræða sagði hann svo ekki vera. Hann tók þó fram að þátturinn væri ekki hluti af fréttastofu Stöðvar 2 held- ur heyrði hann undir dag- skrárdeild. Þá sagði hann að litið væri á umrædda umfjöllun sem þjónustu við neytendur. Hann tók og fram að aðrir fjölmiðlar byðu einnig upp á slíkt aðkeypt umfjöll- unarefni. Ég ætla að leyfa mér að nefna annað dæmi í þá veru. Nefnilega svokallaða „leiki“ sem stundaðir eru hjá hljóðvarpi Ríkisútvarpsins. Í slíkum „leikjum“ eru hlustendur hvattir til að hringja í beina út- sendingu til viðkomandi dag- skrárgerðarmanns, en fyrir vikið hljóta þeir hlustendur sem „ná inn“ ýmsa vinninga, s.s. ókeypis miða á ákveðnar bíósýningar, svo dæmi sé nefnt. Skv. upplýsingum frá aug- lýsingadeild Ríkisútvarpsins eru þessir „leikir“ seldir fyrirtækjum. Það þýðir m.ö.o. að fyrirtæki geta, skv. upplýsingum frá RÚV, keypt nokkrar mínútur í þáttum útvarps- ins og kynnt vörur sínar með fyrr- greindum hætti. Hlustendum er á hinn bóginn ekki greint frá því að umfjöllunin sé keypt; dag- skrárgerðarmennirnir taka því, að því er virðist, beinan þátt í auglýs- ingamennskunni. Hversu faglegt er það? Fleiri dæmi mætta nefna, til dæmis gagnrýnislausa frásögn ým- issa tímarita um ýmsar vörur eða fyrirtæki. En allt ber þetta að sama brunni; verið er að blekkja neyt- andann. Hann stendur í þeirri trú að umfjöllunin sé hlutlaus, en það getur hún alls ekki verið ef hún er til sölu; sá sem kaupir vill að sjálf- sögðu stjórna því hvernig varan er kynnt. Með þessu er þó ekki einasta verið að „táldraga“ neytandann heldur eru fjölmiðlar, sem taka þátt í slíku, að misnota vald sitt og til lengri tíma litið (myndi maður a.m.k. ætla) grafa undan trúverð- ugleika sínum. Ástæða er fyrir blaða- og frétta- menn að fordæma þessa þróun og verja faglega og heiðarlega um- fjöllun fjölmiðla „af trúarlegu of- stæki“, eins og Birgir Guðmunds- son orðaði það á fyrrnefndu Pressukvöldi. Ég ætla að leyfa mér að gera eftirfarandi ummæli hans að mínum: „Spurningin í dag snýst um að íslenskir blaðamenn gefi al- mennt ekki eftir í sínum prinsipp- málum varðandi blaðamennsku og siðareglur, því ef menn fara af stað í undanhaldi og byrja að troða marvaðann er ómögulegt að sjá fyrir hvert mönnum skolar á end- anum. Við hljótum að trúa að krít- ísk og vönduð blaðamennska hafi gildi í sjálfu sér og hafi auk þess gríðarlegt þjóðfélagslegt gildi […]. Ef við stöndum ekki við siðaregl- urnar okkar þá gerir það enginn annar.“ Hvenær er umfjöllun auglýsing? „Það er því áhyggjuefni, svo ekki sé fast- ar að orði kveðið, ef stjórnendur fjöl- miðla reyna að má mörkin milli auglýs- inga og umfjöllunarefnis.“ VIÐHORF Eftir Örnu Schram arna@ mbl.is Ástkær faðir okkar, vinur, sonur, bróðir og mágur, REYNIR HALLDÓR HILMARSSON sjómaður, Rjúpnahæð 8, Garðabæ, lést á krabbameinsdeild Landspítalans við Hringbraut fimmtudaginn 11. september. Útförin fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík fimmtudaginn 18. september kl 13.30 Jóney Rún Reynisdóttir, Karen Reynisdóttir, Anna Jóna Reynisdóttir, Sigurlína Hreinsdóttir, Hilmar Karlsson, Dagbjört Hilmarsdóttir, Hjálmar Diego, Jón Hilmarsson, Guðrún H. Theodórsdóttir, Guðrún Hilmarsdóttir, Berglind Hilmarsdóttir, Unnsteinn Ólafsson, Svanur Pálmar Hilmarsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.