Morgunblaðið - 17.09.2003, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 17.09.2003, Blaðsíða 13
ÚR VERINU MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. SEPTEMBER 2003 13 FISKAFLI landsmanna á síðasta fiskveiðiári var 1.886 þúsund tonn, samkvæmt bráðabirgðatölum Fiskistofu, en hafði verið 2.163 þúsund tonn fiskveiðiárið 2001/ 2002. Aflinn dróst því saman um 277 þúsund tonn milli fiskveiðiára og munar þar mestu um minni loðnuafla. Heildarþorskafli síðasta fisk- veiðiárs varð tæp 197 þúsund tonn, borið saman við tæp 217 þúsund tonn á fiskveiðiárinu þar á undan. Ýsuaflinn varð tæp 56 þúsund tonn eða nærri 14 þúsund tonnum meiri en árið á undan. Þá veiddust tæp 48 þúsund tonn af ufsa á síðasta fiskveiðiári sem er rúmum 11 þús- und tonnum meiri afli en árið á undan. Alls nam botnfiskafli síð- asta fiskveiðárs rúmum 491 þúsund tonni en hann var rúm 485 þúsund tonn fiskveiðiárið 2001/2002. Uppsjávarfiskafli síðasta fisk- veiðiárs varð alls 1.341 þúsund tonn en hann var 1.621 þúsund tonn árið á undan. Munar þar mestu um samdrátt í loðnuveiðum, alls veiddust 728 þúsund tonn af loðnu á síðasta fiskveiðiári en loðnuaflinn var 1.051 þúsund tonn árið á undan. Kolmunnaaflinn jókst hinsvegar um tæp 53 þúsund tonn en hann var rúm 394 þúsund tonn á síðasta fiskveiðiári. Eins og á síðasta ári er tiltölu- lega lítið aflamark í þorski flutt á næsta fiskveiðiár. Eftirstöðvar aflaheimilda flestra helstu botn- fisktegunda voru svipaðar í lok fiskveiðiársins 2002/2003 og í lok síðasta fiskveiðiárs. Umtalsvert aflamark í síld og úthafsrækju veiddist ekki nú frekar en und- anfarin fiskveiðiár. Eftirstöðvar aflamarks þessarra tegunda vor- umun meiri en heimilt er að flytja milli fiskveiðiára og falla því niður óveiddar. Eftirstöðvar aflaheimilda í loðnu voru óvenjulega litlar að þessu sinni. Aflamark í loðnu er endurákvarðað eftir mælingar á loðnu seint í hrygningargöngu sem leiðir oftast til þess að nokkurt magn aflaheimilda er óveitt í lok loðnuvertíðar. Meiri afli í ágústmánuði Heildaraflinn í ágústmánuði var 135.506 tonn en var 92.507 tonn í ágúst 2002. Mánaðaraflinn er því 43 þúsund tonnum meiri í ár. Mun- ar þar mestu um 36 þúsund tonna aukningu í afla kolmunna. Botnfiskaflinn í ágúst var 32.417 tonn en var 27.296 tonn í ágúst 2002. Afli flestra annarra botnfisk- tegunda var meiri nú en í ágúst 2002. Þannig var þorskaflinn12.837 tonn, að Barentshafsþorski með- töldum. Þorskaflinn í ágúst í fyrra var 10.987 tonn. Afli uppsjávartegunda í nýliðn- um ágúst var 97.935 tonn en var 59.262 tonn í ágúst 2002. Uppistaða aflans var kolmunni. Afli dróst saman á milli fiskveiðiára + & #    ,) " ! :  ! ! C &, ! +   00              : ' ! , !' 0 D= *?E =* E D=B* E DA*@E " ! :  ! ! C &, ! +   00          : ' ! , !' 0 A*>E =?*?E A * E D= *E + & # & - ) Afli ágústmán- aðar jókst hins- vegar talsvert ÁTTA íslensk fyrirtæki taka þátt í sjávarútvegssýningunni í Vigo á Spáni dagana 17.–21. september. Útflutningsráð Íslands skipuleggur þátttöku íslenskra fyrirtækja á sýn- ingunni sem er haldin sjötta hvert ár og var fyrst haldin 1973 og síðast árið 1997. Sýningin er alþjóðleg og eru þátttakendur flestir frá Evrópu og einnig S-Ameríku. Á sýningunni er lögð áhersla á tækjabúnað tengdum sjávarútvegi og í ár verð- ur sú nýbreytni að sérstakt svæði er lagt undir fyrirtæki á sviði fisk- eldis. Alls taka yfir 700 fyrirtæki frá yfir 50 löndum þátt í sýningunni í Vigo sem hefur skipað sér sess sem ein mikilvægasta sjávarútvegssýn- ing sem haldin er í heiminum. Gert er ráð fyrir að yfir 60 þús- und gestir, frá 112 löndum, sæki sýninguna heim. Í tengslum við sýninguna verða haldnir fjölmargir fundir og ráð- stefnur þar sem rætt verður um það sem efst er á baugi í sjávarútvegi heimsins. Íslensku fyrirtækin á sýn- ingunni verða Optimar, Marel, Hampiðjan, Sæplast, Póls, 66º norð- ur, Reykjavíkurhöfn og Hafn- arfjarðarhöfn. Þá mun Árni M. Mathisen, sjávarútvegsráðherra, sækja fund sjávarútvegsráðherra Evrópu sem haldinn verður í tengslum við sýninguna í Vigo. Átta sýna í Vigo Sölutímabilið hefst í dag, 17. september og stendur til kl. 16:00 föstudaginn 19. september 2003. Hægt er að skrá sig fyrir hlut í útboðinu með rafrænum hætti á heimasíðu Landsbanka Íslands hf. www.landsbanki.is Hluthafar sem þess óska geta fengið send til sín áskriftargögn. Hægt er að nálgast útboðs- og skráningarlýsingu Og Vodafone á heimasíðu Landsbanka Íslands hf. og heimasíðu Og Vodafone www.ogvodafone.is. Nánari upplýsingar eru veittar hjá Landsbanka Íslands hf., í síma 560 6000. Hlutafjárútboð til forgangsréttarhafa Og Vodafone Tilkynning til hluthafa Og fjarskipta hf. ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S O G V 2 22 67 0 9/ 20 03
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.