Morgunblaðið - 17.09.2003, Page 15

Morgunblaðið - 17.09.2003, Page 15
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. SEPTEMBER 2003 15 „Við borðum mikilvægustu máltíð dagsins oft á dag“ „Ég borða mikilvægustu máltíð dagsins strax eftir útsendingu“ Mikilvægasta máltíð dagsins FRAMBJÓÐENDUR sem gefið hafa kost á sér til að taka við af sitj- andi ríkisstjóra Kaliforníu í kosning- um sem fara áttu fram hinn 7. októ- ber sóru í gær að halda ótrauðir kosningabaráttu sinni áfram, þrátt fyrir að dómstólar hefðu úrskurðað að kosningunum skyldi frestað, en það gæti þýtt að þær yrðu ekki haldnar fyrr en eftir fimm mánuði. „Ég hélt ég væri að keppa í sprett- hlaupi en svo virðist sem ég þurfi núna að þreyta maraþonhlaup,“ sagði Steve Smith, ráðgjafi ríkis- stjórans Grays Davis. „Og mér líkar ekki einu sinni við hlaup yfirleitt.“ Níundi umdæmisáfrýjunardóm- stóll Bandaríkjanna, skipaður þrem- ur dómurum, úrskurðaði á mánudag að kosningunum skyldi frestað vegna þess að kosningavélar, sem til stóð að nota í sumum kjördeildum, væru úreltar. Vélarnar eru af sömu gerð og komust í kastljós heims- pressunnar haustið 2000, er atkvæði í forsetakosningunum voru endurtal- in á Flórída. Dómstóllinn ákvað ekki nýja dag- setningu fyrir kosningarnar en lýsti stuðningi við tillögu borgararéttind- astamtakanna American Civil Liber- ties Union um að þær yrðu látnar fara fram 2. marz 2004, um leið og forkosningar demókrata fyrir for- setakosningarnar sem þegar hefur verið ákveðið að fari fram þennan dag. Verður áfrýjað til Hæstaréttar Einn þeirra hópa sem áttu frum- kvæði að því að kosningarnar voru boðaðar – þ.e. söfnuðu nægilega mörgum undirskriftum meðal kali- fornískra kjósenda til að lög byðu að boðað skyldi til kosninga þar sem spurt yrði hvort afturkalla skyldi embættisumboð Davis ríkisstjóra og kjósa nýjan í hans stað – sagði strax að hann myndi áfrýja úrskurðinum til Hæstaréttar Bandaríkjanna. Gef- inn var sjö daga kærufrestur áður en úrskurðurinn tæki gildi. Vararíkisstjórinn Cruz Bustam- ante, eini þungavigtardemókratinn í hópi þeirra sem kjósendur fá að velja úr, ákveði þeir að svipta Davis emb- ætti, og leikarinn Arnold Scwarzen- egger, fylgismesti repúblikaninn meðal frambjóðenda, hétu því að halda kosningabaráttunni ótrauðir áfram á meðan dómstólarnir kæm- ust að niðurstöðu um það hvenær kosningarnar skyldu haldnar. Schwarzenegger sendi frá sér yf- irlýsingu, þar sem sagði meðal ann- ars: „Ég skora á innanríkisráðherr- ann að áfrýja þessum úrskurði tafarlaust, í nafni borgaranna sem hafa nýtt sér sinn stjórnarskrár- bundna rétt til að afturkalla embætt- isumboð Grays Davis. Ég mun halda áfram kröftugri baráttu fyrir því að ná kjöri til ríkisstjóra. Fólkið hefur talað og orð þess skulu virt og það mun sigra.“ Fyrr um daginn kom Schwarzen- egger fram í spjallþætti Opruh Win- frey til að reyna að bæta ímynd sína í augum kvenna; mætti hann í þáttinn í fylgd eiginkonu sinnar, hinnar Kennedy-ættuðu Mariu Shriver, og sór að það frjálslega líferni sem hann var þekktur fyrir fyrr á ævinni væri liðin tíð. Sagði hann m.a. í þættinum, að hann hefði aðeins verið að spauga þegar hann sagði á áttunda áratugn- um að hann hefði tekið þátt í hópreið; þetta hefði hann aðeins sagt til að vekja athygli á líkamsrækt. Schwarzenegger styður rétt kvenna til fóstureyðinga og hefur frjálslynd- ar skoðanir á mörgum félagslegum málefnum, sem höfða þykir til kvenna, en skoðanakannanir hafa sýnt að keppinauturinn Bustamante nýtur stuðnings mun fleiri kvenkjós- enda en hann. Schwarzenegger og helzti keppi- nautur hans úr röðum Repúblikana- flokksins, öldungadeildarþingmað- urinn Tom McClintock, freista þess nú báðir að fá flokksbróður sinn Pet- er Ueberroth til að lýsa yfir stuðn- ingi við sig, en hann dró framboð sitt til baka í síðustu viku. Davis ríkisstjóri hugðist halda sínu striki í baráttunni gegn emb- ættissviptingarkosningunum í gær, með fundahöldum með öðrum þekkt- um demókrötum eins og Bob Grah- am, öldungadeildarþingmanni frá Flórída, og mannréttindafrömuðin- um séra Jesse Jackson. Síðastliðinn sunnudag sótti Davis kirkju í blökkumannasókn í fylgd Bills Clint- ons, fyrrverandi Bandaríkjaforseta. Flestir stjórnmálaskýrendur telja að frestun kosninganna komi Davis bezt, en þar sé þó ekki á vísan að róa frekar en á annað í kringum þessar kosningar. Gagnast Davis Gangi það eftir að kosningunum verði frestað fram í marz kunni það að gagnast Davis þar sem forkosn- ingabarátta demókrata gæti drifið fleiri stuðningsmenn demókrata á kjörstað en ella. Ennfremur sé hugs- anlegt að efnahagsmálin í ríkinu skáni eitthvað á næstu mánuðum og þar með renni kjósendum reiðin í garð ríkisstjórans; aðalhvatinn að baki embættissviptingarhreyfing- unni er megn óánægja með fjármála- stjórnun ríkisins, sem nú hefur safn- að upp metfjárlagahalla upp á 38 milljarða Bandaríkjadala, andvirði um 3.000 milljarða króna. Davis var endurkjörinn í fyrra en samt tókst andstæðingum hans að safna á þessu ári nær milljón undirskriftum á yf- irlýsingu þar sem krafist var að kos- ið yrði á ný. Davis missir embættið ef hann nær ekki 50% fylgi í endur- tekningarkosningunum. „Þessar kosningar hafa verið eins og rússibani. Óvæntu uppákomurnar eru fleiri en maður fær ímyndað sér,“ sagði Davis í gær. „Ég mun halda áfram að færa fólkinu þann boðskap að hagsmunum þess sé ekki þjónað með endurteknum kosning- um.“ Óháði frambjóðandinn Arianna Huffington bar lof á ákvörðun dóm- aranna. Kallaði hún klúðurslega meðhöndlun atkvæða, sem hlotizt hefði af hinum gölluðu kosningavél- um, „óhreina mjölið í pokahorni bandarískra stjórnmála“. Hægrimenn æfir McClintock kallaði úrskurð dóms- ins hneykslanlegan, ekki sízt með til- liti til þess að dómstóllinn sem kvað hann upp hefði ítrekað gert sig að at- hlægi í bandaríska réttarkerfinu, en níundi umdæmisáfrýjunardómstóll- inn er sá áfrýjunardómstóll Banda- ríkjanna hvers ákvörðunum er oftast áfrýjað áfram til Hæstaréttar og hæst hlutfall úrskurða sem Hæsti- réttur hnekkir. Hægrimenn hafa lengi haft horn í síðu dómstólsins, enda eru allir dómararnir þrír skip- aðir af forsetum úr Demókrata- flokknum, einn í tíð Jimmys Carters en hinir tveir í tíð Clintons. Útvarpsspjallarar hliðhollir Repúblikanaflokknum spöruðu ekki hneykslunarorðin. „Clinton kemur í bæinn og einum, tveimur dögum síð- ar ákveða embættisþegar hans í áfrýjunardómstólnum að ógilda kosningarnar,“ sagði Roger Hedge- cock, áhrifamikill útvarpsmaður í San Diego í Suður-Kaliforníu, eftir því sem haft er eftir honum í New York Times. Sagði hann það áber- andi hve hliðstæð atburðarás ætti sér nú stað í Venesúela og í Kali- forníu. „Í síðustu viku var gerð til- raun til að knýja fram embættis- sviptingarkosningar gegn [Hugo] Chavez [forseta] þar suður frá. Und- irskriftalistunum var skilað inn en nefndin hans [landskjörstjórnin] lýs- ir þær ógildar. Það er staðan sem við höfum hér núna. Þetta er eins og í bananalýðveldi,“ sagði Hedgecock. Spretthlaup eða mara- þonhlaup í Kaliforníu Úrskurður áfrýjunardómstóls um að fresta skuli endurteknum ríkisstjórakosningum í Kaliforníu hefur sett kosningabaráttuna í uppnám, að sögn Auðuns Arnórssonar. Sá sem talinn er hagnast mest á uppnáminu er demókratinn Gray Davis ríkisstjóri. Reuters Frambjóðandinn Arnold Schwarzenegger ásamt eiginkonu sinni Mariu Shriver í sófanum hjá Opruh Winfrey í beinni útsendingu í fyrrakvöld. Reuters Gray Davis ríkisstjóri á blaða- mannafundi í Los Angeles í gær. auar@mbl.is ’ Þetta er eins og íbananalýðveldi. ‘ TONY Blair, forsætisráðherra Bret- lands, mun á laugardag halda til Berl- ínar til fundar við Gerhard Schröder, kanslara Þýskalands, og Jacques Chirac Frakklandsforseta. Umræðu- efnið verður Írak. Breskir embættismenn greindu frá þessu í gær og létu þess getið að leið- togarnir myndu einnig ræða önnur mál evrópsk sem alþjóðleg. Fundur- inn yrði „óformlegur“ en leiðtogarnir hafa ekki átt formlegar viðræður frá því að Bandaríkjamenn og Bretar réðust á Írak. Talsmaður þýsku rík- isstjórnarinnar sagði að þess yrði freistað á fundinum að fá fram sam- eiginlega afstöðu varðandi framtíð Íraks. Blair hefur verið dyggasti stuðningsmaður George W. Bush á undanliðnum mánuðum, hefur stutt hann dyggilega í „hryðjuverkastríð- inu“ svonefnda og tók þátt í innrás- inni í Írak. Þeir Schröder og Chirac voru andvígir herförinni gegn stjórn Saddams Husseins Íraksforseta. Frakkar og Þjóðverjar vilja að hlutur Sameinuðu þjóðanna verði aukinn í Írak og að bráðabirgðastjórn Íraka taki sem fyrst við völdunum þar. Frakkar hafa sagt að þeir telji slík valdaskipti möguleg á næstu fjór- um vikum. Það hafa Bandaríkjamenn sagt með öllu óraunhæft. Colin Powell, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði er hann var í Írak fyrr í vikunni að Bandaríkja- menn hygðust ekki halda frá Írak fyrr en þjóðinni hefði verið fengin ný stjórnarskrá og traust stjórn heima- manna tekið við. Leiðtog- ar funda um Írak Lundúnum. AFP. ÞINGIÐ í Grænlandi lagði í gær blessun sína yfir nýja stjórn, þá þriðju í landinu á 10 mánuðum. Siumut og Inuit Ataqatigiit stóðu að fyrstu stjórninni og entist hún í tvo mánuði. Þá tók við samstarf Siumut og Atassut en því lauk á dög- unum er á daginn kom, að fjármála- ráðherranum, sem var úr Atassut, höfðu orðið á þau alvarlegu mistök að semja um tvöfalt meiri launa- hækkun til opinberra starfsmanna en til stóð. Ný stjórn í Grænlandi Nuuk. AFP. ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.