Morgunblaðið - 17.09.2003, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 17.09.2003, Blaðsíða 37
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. SEPTEMBER 2003 37 ✝ Tove Jósepssonfæddist í Kaup- mannahöfn 11. ágúst 1935. Hún lést á heimili sínu 10. sept- ember sl. Foreldrar Tove voru Edith og Tage Jessen Jensen. Þau eru bæði látin. Tove átti fimm systkin: Jan; Jørgen (látinn); Åse; Preben (látinn); Jytte. Tove giftist Þórði Jósepssyni, f. 1918, d. 1997, árið 1959. Dætur þeirra eru þrjár, 1) Guð- björg, f. 1960, gift Jens Inge Ringstad, f. 1962. Þeirra börn eru a) Anders, f. 1989, b) Maria, f. 1992; 2) Anna, f. 1961, gift Stein- þóri Agnarssyni, f. 1963. Börn þeirra eru a) Þórður, f. 1987, b) Sindri, f. 1993, c) Ýr, f. 1994. Áður átti Anna dótt- ur, Tove Kerimu, f. 1981, d. 1983; 3) Edith, f. 1967, sam- býlismaður hennar er Auðbergur Magn- ússon, f. 1963. Sonur þeirra er Hrafn, f. 2002. Tove kom til Ís- lands árið 1958. Hún bjó á Patreksfirði til ársins 1986 þegar hún flutti ásamt manni sínum til Noregs, þar sem hún bjó síðan. Útför Tove fer fram í dag í Ála- sundi í Noregi. Elsku amma. Takk fyrir allt sem þú varst mér. Takk fyrir allar góðu stundirnar sem ég átti með þér. Takk fyrir allar stundirnar sem við sátum og horfðum á bíómyndir saman. Takk fyrir öll samtölin okkar. Takk fyrir öll frímerkin sem þú gafst mér. Takk fyrir allt. Koss, Anders. Elsku amma. Takk fyrir allt sem þú varst mér. Takk fyrir allar góðu stundirnar sem ég átti með þér. Takk fyrir öll þau skipti sem við spiluðum saman. Takk fyrir öll samtölin okkar. Takk fyrir öll hárböndin og vatns- litina sem þú gafst mér. Takk fyrir allt. Koss, María. Amma mín – hugsaði til mín frá öðru landi; – kom í heimsókn og stoppaði lengi; – kallaði mig litla prinsinn; – var alltaf til í að leika við mig; – vildi halda á mér, þótt ég væri það þungur að hún réð varla við mig; – talaði við mig á íslensku, dönsku og norsku; – gaf mér bolta og bíl þegar ég benti á það í búðinni; – sá ekki sólina fyrir mér. Takk fyrir allt, elsku amma. Hrafn. Nú er hún amma mín dáin, amma sem var alltaf svo góð við mig, Þórð og Ýri, er dáin og komin til afa og litlu Tove. Þótt amma byggi í öðru landi þekktum við hana vel, töluðum sam- an í síma, sendum bréf og tölvupóst. Það var alltaf spennandi þegar amma hringdi frá Noregi og sagðist vera á leiðinni til Íslands. Þá vissum við krakkarnir að skemmtilegir dagar voru framundan. Amma kom til okkar í sumar og var hjá okkur í þrjár vikur. Það var gaman. Einn daginn kom amma og sagðist vera búin að panta hvala- skoðunarferð fyrir okkur tvö með Húna. Þetta var skemmtileg ferð og núna skoða ég myndirnar af okkur. Ömmu fannst allt í lagi þegar við fengum hana til að sigla með okkur tvær ferðir í togaranum á sjómanna- daginn. Amma var til í allt. Hún hafði gaman af bíóferðum og fór með okkur í bíó. Hún fór með okkur í strætó, á kaffihús og veitingastaði sem við völdum. Amma og Ýr spiluðu mikið saman á spil. Hún fylgdist með fótbolta, þekkti liðin og hún og Þórður gátu talað um kaup og sölu á leikmönn- um. Svona var amma mín. Ég ætla að segja Hrafni, litla frænda mínum, frá ömmu þegar hann verður stærri. Takk fyrir að vera svona góð amma. Þinn Sindri. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (Vald. Briem.) Elsku amma, takk fyrir allt. Þórður og Ýr. TOVE JÓSEPSSON Genginn er góður drengur. Athafnamað- ur, sem „gekk heill að hollu verki og heimtaði allt af sjálfum sér“. Hann var sjómaður af köllun. Það sýnir æviferill hans svo skýrt, að eigi verður um villst. Oft er lífi okkar mannanna líkt við sjóferð. Allt er óvíst um lengd þeirr- ar ferðar, árafjölda ævinnar, og allt er líka ókunnugt um hvað við getum borið áður en hinni endanlegu höfn er náð. Hafið sjálft er bæði ótryggt og óútreiknanlegt. Stundum er það blítt og gjöfult, en líka getur það leikið hart bátskelina, sem út á það heldur og um það siglir, því skjót geta veðrabrigðin orðið á höfum úti, og borið að með margvíslegum hætti. Það er því raunsönn lýsing á sérhverri æviför, sem felst í þessum orðum sjómannasálms, sem mörgum er kunnur: Ég er á langferð um lífsins haf og löngum breytinga kenni. Sú staðreynd er mér ofarlega í huga, þegar ég lít yfir lífsferil Run- ólfs Óttars Hallfreðssonar og festi á blað fáein minningar- og þakkarorð við leiðarlok. Runólfur fæddist í Reykjavík en flutti árið 1935 með foreldrum sínum, hjónunum Hall- freði Guðmundssyni og Sigurjónu Magnúsdóttur til Akraness. Þar ólst hann upp og átti þar heima upp frá því. Hann var næstyngstur fjögurra systkina. Sigríður er þeirra elst, og er hún nú ein á lífi. Auk Runólfs eru látnir bræðurnir Magnús og Hall- dór, sem var vélstjóri á varðskipinu Ægi og fórst í þorskastríðinu árið 1973. Runólfur var sjómaður að köllun. Allir hans æskuleikir snerust um sjó og sjómennsku. Hann var ekki nema 10 ára, þegar hann keypti sér trillu í félagi við æskuvin sinn, Pálma Finn- bogason. Þá trillu áttu þeir fram yfir fermingu, eða þangað til þeir gerð- ust alvöru-sjómenn. Fimmtán ára gamall réð Runólfur sig til sjós og árið eftir fór hann á síld í fyrsta sinn. Næstu árin liðu við samfellda sjósókn. Stýrimanna- skólaprófi lauk hann árið 1953, þá aðeins tvítugur að aldri. Hann var bátsmaður, stýrimaður eða skip- stjóri á ýmsum skipum frá Akranesi. Árið 1956 varð hann skipstjóri á togaranum Bjarna Ólafssyni, sem var nýsköpunartogari í eigu Bæjar- útgerðar Akraneskaupstaðar, þá að- eins 25 ára gamall. Árið 1958, hinn 26. desember, gekk Runólfur að eiga eftirlifandi eiginkonu sína, Ragnheiði Gísladótt- ur. Þau bjuggu fyrst á Mel (nú Suð- urgata 62 B), því næst byggðu þau hús að Vallholti 19 með Sigríði syst- ur Runólfs og Símoni Símonarsyni manni hennar. Árið 1966 fluttu þau hjónin í Krókatún 9 og þar hafa þau átt heima upp frá því. Þau eignuðust 5 börn, sem öll eru á lífi og búsett á RUNÓLFUR ÓTTAR HALLFREÐSSON ✝ Runólfur ÓttarHallfreðsson fæddist í Reykjavík 26. mars 1931. Hann lést á Sjúkrahúsi Akraness 30. ágúst síðastliðinn og var útför hans gerð frá Akraneskirkju 5. september. Akranesi. Elstur er Gísli, skipstjóri, kvænt- ur Soffíu Magnúsdótt- ur, þá er Sigurveig, húsmóðir og sjúkraliði, gift Kristjáni Guð- mundssyni, Sigurjón, skipstjóri og eigandi fyrirtækisins Sand- blástur ehf, kvæntur Brynju Guðmunds- dótttur, Runólfur, skip- stjóri, kona hans er Júlía Jaroensuk og yngst er Ragnheiður, húsmóðir og íþrótta- þjálfari, í sambúð með Magnúsi Þór Hafsteinssyni. Barna- börnin eru 12 talsins og einn langaf- asonur. Ennfremur ólu þau hjónin upp yngstu systur Ragnheiðar Kristínu Ósk frá fermingaraldri. Sitt fyrsta skip í félagi með öðrum eignaðist Runólfur árið 1963. En þegar sú útgerð var seld árið 1972 keypti hann Börk frá Neskaupstað, lét stækka hann og breytti um nafn. Skyldi hann heita Bjarni Ólafsson AK70. Árið 1978 eignaðist Runólfur stærra skip, sem hann lét smíða í Svíþjóð. Erfði það sama nafnið, Bjarni Ólafsson AK70. Árið 1997 leit svo síðasti Bjarni Ólafsson AK70 dagsins ljós, miklu veglegastur og stærstur, 1630 brúttólesta tog- og nótaveiðiskip. Synirnir þrír fetuðu í fótspor föð- ur síns, gerðust þátttakendur í sjó- sókn og útgerð og studdu föður sinn drengilega. En því skal ekki gleymt, að kjölfestan var í landi, eiginkonan og móðirin, Ragnheiður, virtist hafa flesta þræðina í hendi sér. Það var eins og hún kynni alltaf að stýra erf- iðustu málunum til góðs og breyta þeim í blessun. Um nokkurt skeið gerði Runólfur einnig út Akurnesing AK71. Runólf- ur tók ekki mikinn þátt í félagsmál- um, enda hafði hann lengstaf svo miklu að sinna og í mörg horn að líta. Eina undantekningu a.m.k. gerði hann þó. Hann var með þeim fyrstu, sem gerðist félagi í Oddfellowstúk- unni nr. 8 Egill á Akranesi. Í hana vígðist hann 15. maí árið 1963. Hann mætti ekki mikið á fundum, en hug- sjónir reglunnar áttu djúpan hljóm- grunn í hjarta hans. Það sáum við m.a. á því, hve mjög það gladdi hann, þegar Sigurjón sonur hans fylgdi fordæmi föður síns og gerðist félagi í röðum okkar Oddfellowa. Ég held, að hinir hljóðu, traustu félagar séu stundum ekki metnir svo vel sem skyldi. Og víst er um það, að við er- um samhuga í þakklætinu, þegar við kveðjum góðan og hjartfólginn bróð- ur. Þegar Runólfur stóð á fimmtugu hætti hann sjósókn af heilsufars ástæðum. Í lífshættulega hjartaað- gerð hafði hann farið þegar hann var 47 ára. En útgerðin hélt áfram og synirnir héldu uppi merkinu úti á sjónum. Fyrir tveimur árum fór Runólfur að kenna þess sjúkdóms, sem hann stríddi svo harkalega og hetjulega við, en varð að lokum að lúta í lægra haldi fyrir. Sjálfur var hann einráðinn í að gefast ekki upp og kvartaði aldrei, þrátt fyrir ómældar þjáningar. Hann var lengstaf heima og naut þrotlausrar umhyggju og ástúðar eiginkonu sinnar og dætra, sem allt vildu á sig leggja til þess að létta honum hina ægiþungu þrautabyrði. Hann kunni vel að meta það sem fyrir hann var gert, og oft var talað um englabrosið hans. Nú er hinni stormasömu siglingu lokið. Ég kveð hann í þeirri sannfær- ingu, að nú geti hann sjálfur í sann- leika sagt: Far vel, þú æðandi dimma dröfn. Vor Drottinn bregst eigi sínum. Innilegar samúðarkveðjur til eft- irlifandi ástvina. Verið ávallt góðum Guði falin. Björn Jónsson. Skipreika í fjörunni við Sólbakka á Akranesi, hlaupandi undan árás- argjörnu kríugerinu á Sólbakka- túninu, sjóblautur og kaldur í hlýtt fang móðursystur minnar, Sigur- jónu, á Sólbakka er með því fyrsta sem ég man glöggt frá bernsku minni. Þetta er ein af þeim minn- ingum sem leituðu á hugann þegar ég rifja upp kynnin af Bóbó, þ.e. Runólfi Óttari Hallfreðssyni, skip- stjóra og útgerðarmanni, sem nú er allur. Það er af mörgu að taka enda spanna þau kynni ríflega sjö áratugi. Við vorum systrasynir, hann tæp- lega ári eldri og fjölskyldur foreldra okkar bjuggu í upphafi sambúðar báðar í gamla húsinu við Sellands- stíg 10 í Reykjavík, nú Sólvallagata 50. Þótt Bóbó væri fyrst og fremst Skagamaður, var hann fæddur í Reykjavík og vorum við samtíða í nokkur ár á æskuheimili mínu, en raunar var það fyrir mitt minni. Fjölskylda hans fluttist þegar hann var 4–5 ára á Sólbakka á Akranesi. Þær systur voru mjög samrýndar og raunar svilarnir einnig, báðir gamlar sjóuglur. Náin vinátta hélst ætíð með fjöldskyldunum. Heimilin, ann- að í Reykjavík og hitt á Akranesi, en þar bjó fjölskylda Bóbó lengst af, voru opin hverjum sem var úr fjöl- skyldunni í skemmri eða lengri tíma, allt eftir þörfum. Í raun var þetta nánast eins og einn og sami systk- inahópurinn. Mín kynni voru þó í æsku einkum tengd þeim bræðrum Magnúsi sem lést fyrir hálfu öðru ári og Bóbó, enda á svipuðu reki. Þeir tóku litla frænda úr Reykjavík ávallt vel í tíðum og oft löngum heimsókn- um á Skagann. Ofangreind bernsku- minning er frá fyrstu heimsókn minni 5 vetra gömlum á Skagann. Við Bóbó, sem þá hefur verið 6 ára, vorum að leik í fjörunni. Hann fann stóran pappakassa og þótti sjálfsagt að ýta honum á flot og jafnsjálfsagt að ég yrði einn í áhöfninni yngri og léttari. Hann byrjaði semsagt korn- ungur í útgerð og er ég nokkuð stolt- ur af því að vera fyrsti hásetinn sem hann munstraði á fleytur sínar. Ekki fór þó betur en svo að kassanum hvolfdi. Sjómennskan átti hug hans allan enda var tilveran á Akranesi fyrst og fremst fiskur á uppvaxtarárum hans. Þó fann hann tíma til að iðka knattspyrnu, sem Skagamenn eru frægir fyrir, og þótti mjög liðtækur í yngri flokkum. Hann hafði alla tíð mjög gaman af að fylgjast með góð- um knattspyrnuleikjum og ekki þótti honum síðra ef Skagamenn sigruðu enda dyggur stuðnings- og styrkt- armaður þeirra. En sjósóknin batt enda á íþróttaiðkanir. Hann lauk stýrimannaprófi rétt ríflega tvítug- ur. Að því loknu réðst hann á togara. Síðar var hann allmörg ár formaður á bátum sem Haraldur Böðvarsson gerði út. En fór síðan í útgerð með Guðmundi Jörundssyni og tók þá jafnframt að sér skipstjórn á togar- anum Jörundi uns hann stofnaði eig- ið fyrirtæki fyrir ríflega þremur ára- tugum með kaupum á Berki frá Neskaupstað sem hann breytti og nefndi Bjarna Ólafsson, endurnýjaði síðar tvívegis undir sama nafni og var sjálfur skipstjóri á Bjarna Ólafs- syni þar til fyrir um það bil 20 árum að hann fór alfarið í land vegna heilsubrests. Um tíma átti hann ann- að skip sem hann nefndi Akurnes- ing, sem sýnir hversu mikils hann mat þann bæ sem fóstraði hann. Út- gerðarsaga hans varð því alllöng því að auk pappakassaútgerðar 6 ára að aldri keypti hann trillu á unglings- árum. Hann var mikil aflakló og reyndist mjög farsæll skipstjórnar- maður, missti aldrei mann eða varð fyrir því að nokkur í áhöfnum hans yrðu fyrir alvarlegu slysi, þótt fast væri sótt. Hann var framsækinn og hafði frumkvæði um ýmsar nýjung- ar, m.a. veiðar á úthafsrækju og lét útbúa skip sitt til vinnslu á sjó þegar sú þróun var að hefjast. Einnig má geta kolmunnaveiða og veiða úr norsk-íslenska síldarstofninum. Hann var í raun einyrki, þ.e. rak út- gerðina sjálfur, með dyggri aðstoð lífsförunautar síns, Ragnheiðar Gísladóttur, sem annaðist útrétting- ar og bókhald á skrifstofunni sem var á heimili þeirra í Krókatúni, á meðan hann stýrði enn skipum sín- um. Yfirbyggingin á því fyrirtæki var ekki mikil. Þegar hann fór í land tók sonur hans Gísli við skipstjórn og skömmu síðar einnig Runólfur sonur hans. Voru þeir ýmist saman eða skiptust á. Og nú hefur fjórða kynslóðin sjósóknara í ættinni bæst við því að Halldór sonur Gísla hefur verið stýrimaður hjá föður sínum um skeið. Einhvern tíma var talað um að hafa sjómannsblóð í æðum. Bóbó var maður hæglátur og hlédrægur, laun- kíminn og átti til góðlátlega stríðni. Hann var þrekmaður mikill og barð- ist hetjulega við þann sjúkdóm sem hann tók fyrir tveimur árum og lagði hann að lokum að velli. Þótt fundum okkar bæri sjaldnar saman á seinni árum, var í hvert sinn sem við hitt- umst eins og við hefðum aldrei verið fjarvistum. Í minningunni verða bernsku- og æskuárin með honum ofarlega í huga, þar á meðal sjóferð- in í pappakassanum, kríugerið á Sólbakkatúninu og heimkoman sjó- blautur til Siggu frænku. Við Örbrún vottum Ragnheiði, af- komendum þeirra og fjölskyldum innilega samúð vegna fráfalls Run- ólfs Óttars Hallfreðssonar. Eftir stendur minningin um góðan dreng og vammlausan sem með dugnaði sínum og frumkvæði skilaði miklu æviverki. Guðmundur Georgsson. MORGUNBLAÐIÐ birtir afmælis- og minningargreinar endurgjalds- laust alla daga vikunnar. Greinunum má skila í tölvupósti (netfangið er minning@mbl.is - svar er sent sjálfvirkt um leið og grein hefur borist) eða á disklingi og þarf útprentun þá að fylgja. Nauðsynlegt er að til- greina símanúmer höfundar og/eða sendanda (vinnusíma og heima- síma). Tekið er á móti afmælis- og minningargreinum á 1. hæð í húsi Morgunblaðsins, Kringlunni 1 í Reykjavík, og á skrifstofu Morgun- blaðsins Kaupvangsstræti 1 á Akureyri. Ekki er tekið við handskrif- uðum greinum. Birting afmælis- og minningargreina
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.