Morgunblaðið - 17.09.2003, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 17.09.2003, Blaðsíða 50
ÍÞRÓTTIR 50 MIÐVIKUDAGUR 17. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ ÚRSLIT KNATTSPYRNA Bikarkeppni KSÍ, VISA-bikarinn, undan- úrslit karla: Laugardalsvöllur: KA - ÍA ...................19.40 HANDKNATTLEIKUR 1. deild karla, Re/Maxdeildin, suðurriðill: Digranes: HK - Selfoss ..............................20 Smárinn: Breiðablik - FH.....................19.15 Vestmannaeyjar: ÍBV - ÍR...................19.15 Í KVÖLD HANDKNATTLEIKUR Haukar – Stjarnan 29:23 Ásvellir, Hafnarfirði, 1. deild karla, Re/ Maxdeildin, suðurriðill, þriðjudaginn 16. september 2003. Gangur leiksins: 0:3, 3:3, 4:5, 6:5, 7:7, 8:9, 12:9, 12:10, 14:10, 15:13, 20:13, 23:14, 26:17, 29:21, 29:23. Mörk Hauka: Ásgeir Örn Hallgrímsson 7, Halldór Ingólfsson 7/4, Robertas Pauzoulis 4, Dalius Rasekevicius 3/1, Þórir Ólafsson 2, Vignir Svavarsson 2, Andri Stefan 2, Þorkell Magnússon 1, Pétur Þorláksson 1. Varin skot: Birkir Ívar Guðmundsson 14 (þar af fóru 6 aftur til mótherja). Utan vallar: 16 mínútur. Mörk Stjörnunnar: David Kekelia 5, Arnar Jón Agnarsson 5, Þórólfur Nielsen 5/4, Kristján S. Kristjánsson 3, Jóhannes Jó- hannesson 2, Bjarni Gunnarsson 1, Gústaf Bjarnason 1, Björn Friðriksson 1. Varin skot: Jacek Kowal 19 (þar af fóru 6 aftur til mótherja), Guðmundur K. Geirs- son 1/1. Utan vallar: 10 mínútur. Dómarar: Stefán Arnaldsson og Gunnar Viðarsson voru góðir. Áhorfendur: Um 280. KA – Fram 30:31 KA-heimilið, Akureyri, Norðurriðill: Gangur leiksins: 1:3, 6:6, 7:10, 12:11, 16:12, 17:14, 22:19, 26:21, 26:25, 28:28, 30:31. Mörk KA: Andreus Stelmokas 11/2, Einar Logi Friðjónsson 6, Ingólfur Axelsson 6, Bjartur Máni Sigurðsson 4, Jónatan Magn- ússon 3. Varin skot: Hans Hreinsson 7 (þar af 5 til mótherja), Stefán Guðnason 4 (2 til mót- herja). Utan vallar: 8 mín. Mörk Fram: Hjálmar Vilhjálmsson 8, Björgvin Björgvinsson 6/5, Stefán Stefáns- son 5, Héðinn Gilsson 4, Valdimar Þórsson 3, Guðjón Drengsson 2, Guðlaugur Arnar- son 1, Jón Björgvin Pétursson 1, Arnar Sæ- þórsson 1. Varin skot: Egidius Petkevisius 17/3 (þar af 12/1 til mótherja). Utan vallar: 6 mín. Dómarar: Bjarni Ingimarsson og Júlíus Sigurjónsson. Áhorfendur: Um 200. Afturelding – Þór 29:26 Varmá, Mosfellsbæ, Norðurriðill: Gangur leiksins: 0:1, 1:1, 1:6, 3:6, 5:8, 6:10, 7:12, 9:13, 11:14, 13:15, 14:15, 15:15, 15:17, 17:20, 20:21, 22:24, 24:24, 25:24, 25:25, 28:25, 28:26, 29:26. Mörk Aftureldingar: Einar Ingi Hrafnsson 8/5, Daníel Grétarsson 6, Hrafn Ingvarsson 4, Magnús Einarsson 3, Ernir Hrafn Arn- arson 2, Hilmar Stefánsson 2, Vlad Trúfan 2, Jens Ingvarsson 1, Reynir Árnason 1. Varin skot: Stefán Hannesson 4/1 (þar af 1 til mótherja). Davíð Svansson 14 (þar af 4 til mótherja). Utan vallar: 10 mín., þar af fékk Ásgeir Jónsson rautt spjald við þriðju brottvísun á 54. mín. Mörk Þórs: Goran Gusic 10/2, Árni Þór Sig- tryggsson 4, Hörður Sigþórsson 3, Þor- valdur Sigurðsson 3, Páll V. Gíslason 2, Tryggvi Kristjánsson 2, Davíð Már Sigur- steinsson 1, Orri Stefánsson 1. Varin skot: Jónas Stefánsson 17 (þar af 6 til mótherja). Utan vallar: 10 mínútur, þar af fékk Berg- þór Morthens rautt spjald við þriðju brott- vísun á 58. mínútu. Dómarar: Ingvar Guðjónsson og Jónas Elí- asson. Áhorfendur: 150. Víkingur – Grótta/KR 24:24 Víkin, Reykjavík, Norðurriðill: Gangur leiksins: 1:0, 3:1, 3:5, 4:6, 7:6, 8:8, 9:9, 12:10, 13:10, 14:13, 15:15, 16:16, 18:16, 19:17, 20:20, 22:22, 23:23, 24:24. Mörk Víkings: Bjarki Sigurðsson 9/4, Benedikt Árni Jónsson 4, Karl Grönvold 4, Þröstur Helgason 3, Brjánn Bjarnason 1, Þórir Júlíusson 1, Ragnar Hjaltested 1, Andri Haraldsson 1. Varin skot: Reynir Reynisson 20 (þar af 2 sem fóru aftur til mótherja). Utan vallar: 10 mínútur. Andri Haraldsson útilokun að leiktíma loknum. Mörk Gróttu/KR: Gintaras 9/4, Daði Hafþórsson 4, Magnús A. Magnússon 3, Páll Þórólfsson 3, Kristinn Björgúlfsson 3, Kristján Þorsteinsson 1, Brynjar Hreinsson 1. Varin skot: Hlynur Morthens 10, Gísli Guð- mundsson 9/1. Utan vallar: 10 mínútur. Dómarar: Ólafur Ö. Haraldsson og Guðjón L. Sveinsson, höfðu ágæt tök á hörkuleik. Áhorfendur: Um 250. Þýskaland 1. deild Göppingen – Lemgo..............................29:32 KNATTSPYRNA Aukakeppni kvenna Sindri – Þór/KA/KS ................................0:9 Hrund Jónsdóttir (sjálfsmark 32.) – Guð- rún Soffía Viðarsdóttir 68., 73., 84., Ásta Árnadóttir 39., 57., Kristín Hanna Bjarna- dóttir 70., 82., Elma Rún Grétarsdóttir 21.  Þór/KA/KS sigraði 16:0 samanlagt og leikur áfram í efstu deild. England 1. deild: Cr. Palace – Bradford ...............................0:1 Reading – Cardiff......................................2:1 Wigan – WBA ............................................1:0 Burnley – Nottingham F. .........................0:3 Crewe – West Ham ...................................0:3 Gillingham – Norwich...............................1:2 Ipswich – Walsall ......................................2:1 Millwall – Wimbledon ...............................2:0 Preston – Coventry...................................4:2 Sheff. Utd – Rotherham ...........................5:0 Stoke City – Sunderland ..........................3:1 Staðan: Wigan 7 5 1 1 12:5 16 West Ham 7 5 1 1 9:3 16 Nottingham F. 7 5 0 2 14:7 15 WBA 7 5 0 2 12:7 15 Reading 7 4 2 1 12:5 14 Sheff. Utd 7 4 2 1 11:5 14 Norwich 7 4 1 2 11:8 13 Sunderland 7 4 0 3 11:7 12 Millwall 8 3 3 2 11:9 12 Cardiff 7 3 2 2 13:7 11 Stoke City 8 3 2 3 12:10 11 Cr. Palace 7 3 1 3 10:9 10 Bradford 7 3 1 3 7:9 10 Crewe 7 3 1 3 6:8 10 Burnley 8 3 0 5 9:15 9 Gillingham 8 2 3 3 8:15 9 Preston 7 2 1 4 8:10 7 Walsall 7 1 3 3 7:7 6 Coventry 6 1 2 3 9:12 5 Ipswich 7 1 2 4 6:11 5 Rotherham 7 1 2 4 1:12 5 Watford 5 1 1 3 5:7 4 Derby 6 1 1 4 4:11 4 Wimbledon 7 1 0 6 9:18 3 2. deild: Barnsley – Oldham ...................................1:1 Bournem. – Sheff. Wed.............................1:0 Brentford – Blackpool ..............................0:0 Brighton – Chesterfield............................1:0 Bristol City – Tranmere ...........................2:0 Grimsby – Swindon ..................................1:2 Luton – Port Vale .....................................2:0 Peterborough – Plymouth........................2:2 Stockport – Hartlepool .............................1:2 Wrexham – QPR .......................................0:2 Wycombe – Colchester .............................1:2 Staða efstu liða: Port Vale 7 5 1 1 14:10 16 Sheff. Wed. 7 4 2 1 14:10 14 Barnsley 7 4 2 1 10:6 14 Hartlepool 7 3 3 1 17:8 12 QPR 7 3 3 1 15:7 12 Swindon 7 3 3 1 14:9 12 Svíþjóð Hammarby – Djurgården........................ 2:3 Staða efstu liða: Djurgården 20 14 2 4 47:19 44 Malmö 21 11 6 4 43:18 39 Hammarby 21 11 5 5 38:29 38 Halmstad 21 11 3 7 35:25 36 Helsingborg 21 9 4 8 24:28 31 Meistaradeild Evrópu E-RIÐILL: Manch.Utd – Panathinaikos....................5:0 Mikael Silvestre 13., Quinton Fortune 15., Ole Gunnar Solskjær 33., Nicky Butt 40., Eric Djemba-Djemba 83. – 66.520. Rangers – Stuttgart .................................2:1 Christian Nerlinger 74., Peter Lovenkr- ands 79. – Kevin Kuranyi 45. – 47.957. F-RIÐILL: Partizan Belgrad – Porto........................1:1 Andrija Delibasic 54. – Francisco Costinha 21. – 32.000. Real Madrid – Marseille ..........................4:2 Roberto Carlos 29., Ronaldo 34., 56., Luis Figo (víti) 61. – Didier Drogba 25., Daniel Van Buyten 83. – 65.000. G-RIÐILL: Besiktas – Lazio........................................0:2 Jaap Stam 37., Stefano Fiore 77. – 28.000. Sparta Prag – Chelsea.............................0.1 William Gallas 85. – 18.997. H-RIÐILL: Club Brugge – Celta Vigo .......................1:1 Bengt Sæternes 83. – Garcia Juanfran 50. – 26.369. Rautt spjald: Andres Mendoza, Brugge 45., Sandy Martens 90. AC Milan – Ajax........................................1.0 Filippo Inzaghi 66. – 48.000. Rautt spjald: Gennaro Gattuso, Milan 90. KÖRFUKNATTLEIKUR Reykjavíkurmót karla Ármann/Þróttur – Valur.......................91:83 Staðan: KR 2 2 0 202:110 4 ÍR 2 2 0 201:177 4 Fjölnir 2 1 1 185:189 2 Ármann/Þróttur 2 1 1 169:168 2 ÍS 2 0 2 124:162 0 Valur 3 0 3 146:221 0  NORSKI dómarinn Brage Sandmoen og aðstoðarmenn hans sem dæmdu leik Brann og Lille- ström í fyrradag eru í slæmum mál- um eftir að það kom í ljós að þeir „kunnu“ ekki reglurnar sem í gildi eru í Noregi. Þegar um átta mínútur voru eftir af leiknum meiddist Er- lend Hanstveit markvörður Brann en þá var Lilleström með yfirhönd- ina í leiknum, 2:1. Forráðamenn Brann höfðu skipt inná þremur vara- mönnum á þessum tímapunkti og þurfti útileikmaður að taka að sér hlutverk Hanstveit það sem eftir lifði leiks en leikurinn endaði 3:1. Hinsvegar er sérstakt ákvæði í norskum knattspyrnulögum sem kveður á um að liðum sé heimilt að skipta inná markverði sem meiðist þrátt fyrir að búið sé að nota allar skiptingar viðkomandi liðs.  SANDMOEN hefur viðurkennt að dómarar leiksins og hann sjálfur hafi ekki áttað sig á þessu „norska ákvæði“ en forráðamenn Brann hafa sent inn kæru og vilja að leikurinn verði leikinn á ný.  ENSKIR stuðningsmenn hafa hinsvegar keypt töluvert af miðum á leikinn í gegnum miðlara í Tyrklandi og þar með verða enskir stuðnings- menn í hópi þeirra tyrknesku og telja má að þar verði heitt í kolunum.  OLIVER Kahn, fyrirliði Bayern München og þýska landsliðsins í knattspyrnu, verður ekki refsað af hálfu Bæjara fyrir að gagnrýna op- inberlega samherja sinn, Englend- inginn Owen Hargreaves. Kahn sagði eftir ósigur Bayern á móti Wolfsburg um síðustu helgi að Har- greaves skorti aga til að geta fyllt skarð Jens Jeremies sem er meidd- ur.  OTTMAR Hitzfeld þjálfari Bæj- ara sagði að Kahn nyti ákveðinna forréttinda og yrði ekki refsað fyrir ummæli sín en þar með væri ekki sagt að hann gæti gagnrýnt félaga sína í liðinu.  FORRÁÐAMENN danska knatt- spyrnusambandsins fengu því fram- gengt að leikur danska landsliðsins í undankeppni EM gegn Bosníu færi fram í Sarajevo en ekki í borginn Zenica þar sem Bosnía lagði Norð- menn að velli, 1:0, á dögunum.  NORSKA knattspyrnusambandið og eftirlitsmenn frá UEFA lögðu inn greinargerð eftir þann leik þar sem kvartað var yfir aðstæðum og örygg- isatriðum á vellinum í Zenica sem er sannkölluð „gryfja“ og uppfyllir ekki öll skilyrði UEFA. Aðeins 6500 sæti eru á vellinum í Zenica en UEFA tel- ur að allt að 20.000 áhorfendur hafi verið á leiknum gegn Norðmönnum.  NORÐMENN sem og Danir eru ánægðir með að leikurinn verði í Sarajevo þar sem Danir verða að vinna leikinn ætli Norðmenn sér að ná öðru sætinu í riðlinum og Danir því efsta. FÓLK Bjarki Sigurðsson er kominn aft-ur á heimaslóðir eftir nokkurra ára útlegð í Mosfellsbænum þar sem hann dvaldi meðal kjúklingabænda, eins og leikmenn Aftureldingar voru stundum kallaðir. Í samtali við Morgunblaðið í leikslok var Bjarki nokkuð sáttur við leikinn. „Þessi leikur er vonandi vísir á gott handboltatímabil. Það var okkar mottó að byrja mótið vel og leggja grunninn að góðum vetri hérna á heimavelli. Við ætlum okkur að búa til gryfju hérna og þó það hafi tekist hálfpartinn í kvöld þá tókst það ekki alveg. Mér fannst við vera betra liðið í leiknum og töpuðum öðru stiginu á klaufalegan hátt og við erum ósáttir við það,“ sagði Bjarki. Nú ertu kominn aftur á gamlan heimavöll og Víkingshjartað er aftur farið að slá. Það hlýtur að vera ljúft fyrir þig að hitta fyrir gamla stuðn- ingsmenn? „Jú að sjálfsögðu, þetta er nýtt lið og ungir strákar sem ég er að spila með og það er ætlunin hjá okkur að byggja upp ferskt lið fyrir komandi ár þó svo að ég hætti. Leikurinn í kvöld er vísir á að við getum gert hlutina ef við leggjum okkur fram en það er ljóst að við verðum að halda út í heilar 60 mínútur ef við ætlum að ná einhverjum árangri. Ég vil leggja mitt af mörkum fyrir Víkinga áður en ég hætti eins og ég er að leggja drög að. En ég átti líka góðan tíma í Mosfellsbænum og hjartað slær líka þar.“ Hvað með lið Gróttu/KR sem er talsvert breytt frá síðasta vetri, hvernig líst þér á þá? „Þeir eru brothættir eins og við en geta áreiðanlega gert góða hluti. Þeir gerðu markmannsbreytingu í hálfleik sem lukkaðist vel og Gísli varði marga bolta frá okkur í seinni hálfleik sem við hefðum skorað úr í þeim fyrri. Ég held að það hafi lagt grunninn að þessu jafntefli fyrir þá. Við féllum aftur í þá gryfju að flýta okkur of mikið þegar við hefðum átt að hægja á og byggja ofaná þá for- ystu sem við vorum komnir með. En svona er handboltinn, þetta er fljótt að snúast og við hefðum þess vegna getað klúðrað þessu endanlega.“ Menn voru missáttir við dómgæsl- una í kvöld, hvert er þitt mat á henni? „Þeir gera mistök eins og leikmennirnir, þetta var jafnt á báða bóga og sjálfsagt er hægt að setja út á eitthvað en margt var líka gott. Þeir eru eitt af okkar betri pörum og mitt mat er að þeir hafi sloppið alveg þokkalega frá þessum leik,“ sagði Bjarki Sigurðsson, leikmaður Vík- ings. Bjarki Sigurðsson er kominn á fornar slóðir og spilar með Víkingum „Vísir á gott handbolta- tímabil“ ÞAÐ var enginn haustbragur á leik Víkings og Gróttu/KR í fyrstu umferð Íslandsmóts karla í handknattleik sem fram fór í Víkinni í gærkvöldi. Ljóst er að bæði lið koma feikilega vel undirbúin til leiks og eru reiðubúin að selja sig dýrt frá fyrsta leik til hins síðasta. Lið- in skiptust á um að hafa forystuna í leiknum en urðu að sætta sig að lokum við 24:24 jafntefli, sem verða að teljast nokkuð sanngjörn úrslit í þessum bráðskemmtilega leik. Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar HALLGRÍMUR Jónasson, handknattleiksmarkvörð- urinn reyndi úr ÍR, verður væntanlega ekkert með Breiðholtsliðinu í vetur og hefur að öllu óbreyttu spilað sinn síðasta leik á ferlinum. Hallgrímur sleit krossband í hné í úrslitakeppninni um Íslandsmeistaratitilinn í fyrra. „Krossbandið slitnaði og ég er að auki með trosnuð liðbönd í hnénu. Ég hef ekki farið í aðgerð ennþá svo ég ætti þá enn eftir heilt ár í endurhæfingu að henni lokinni, þannig að það er nokkuð ljóst að ég spila ekki meira,“ sagði Hallgrímur við Morgunblaðið í gær. Hallgrímur leysti Hreiðar Guðmundsson af hólmi seinni hluta tímabilsins en hann lenti í svipuðum meiðslum og verður líklega ekkert með ÍR fyrr en eftir áramótin. Það kemur því hlut Ólafs Gíslasonar, sem ÍR hefur fengið frá Aftureldingu, og Stefáns Pedersens að verja mark ÍR sem mætir ÍBV í fyrstu umferð Suður- riðils 1. deildar í Vestmannaeyjum í kvöld. Hallgrímur ekki meira með ÍR ELLEFU leikmenn úr efstu deild karla í knattspyrnu, Landsbankadeild, voru úrskurðaðir í eins leiks bann á fundi aganefndar í gær og verða þessir leikmenn því fjarri góðu gamni með liðum sínum í lokaumferð Ís- landsmótsins sem fram fer á laugardaginn. Leikmennirnir sem um ræðir eru: Ingvar Ólason og Viðar Guðjónsson, Fram, Óðinn Árnason og Matthias Jack, Grindavík, Gunnlaugur Jónsson og Andri Lind- berg Karvelsson, ÍA, KR-ingarnir Kristján Örn Sig- urðsson og Veigar Páll Gunnarsson, Eyjamennirnir Atli Jóhannsson og Ingi Sigurðsson og Heimir Guð- jónsson, fyrirliði FH. Úr 1. deild voru Sigmundur Ástþórsson, Haukum og Stjörnumennirnir Bernharður M. Guðmundsson og Sigurbjörn Ingimundarson úrskurðaðir í eins leiks bann en Gunnar Ingi Valgeirsson, Sindra, fékk tveggja leikja bann. Þessir fjórir leikmenn taka út leikbönn sín á næstu leiktíð. Ellefu í banni í lokaumferðinni Real Madrid lék listir sínar STJÖRNURNAR í liði Real Madrid skinu skært á Santiago Bern- abéu vellinum í Madrid. Franska liðið Marseille var lítil fyrirstaða og Madridarliðið hóf Meistaradeildina með glæsibrag og sigraði, 4:2. Það sló þögn á þúsundir stuðningsmanna Real Madrid þegar Frakkarnir náðu yfirhöndinni á 26. mínútu leiksins en Spán- armeistararnir létu það ekki slá sig út af laginu. Þeir skiptu hrein- lega um gír og léku leiftrandi sóknarfótbolta. Roberto Carlos, Ron- aldo í tvígang og Luis Figo komu Madridarliðinu í 4:1 áður en Marseille tókst að klóra í bakkann á lokamínútunum. David Beck- ham lék sinn fyrsta Evrópuleik fyrir Real Madrid – lék á miðri miðjunni og átti þátt í tveimur mörkum sinna manna. Beckham, Ronaldo, Figo, Zidane og Roberto Carlos léku listir sínar hvað eftir annað og áttu leikmenn Marseille í stökustu vandræðum með að halda aftur af þessum snillingum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.