Morgunblaðið - 17.09.2003, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 17.09.2003, Blaðsíða 9
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. SEPTEMBER 2003 9 LAXAVERTÍÐINNI er senn lokið, nokkrar ár loka 20. september og Rangárnar, vegna eðlis laxa- gangna þeirra, fá að standa opnar veiðimönnum út september. Í heild er útlit fyrir gott sumar, en lítið var þó af eins árs laxi í nokkrum ám nyrðra. Veiðifréttir hríslast enn inn á borð, ekki síst sjóbirtings- fréttir, en vertíð hans er nú að komast í algleyming. Mikið líf í Kjósinni Veiðimenn sem voru í vikubyrj- un á sjóbirtingsdegi í Laxá í Kjós sáu mikið líf, bæði laxa og sjóbirt- inga. Veiddu þó fremur lítið því logn og sól var allan daginn. Nokkrir nýgengnir 1 til 2 punda lutu þó í gras, en þeir stærri og legnu tóku ekki. Undir myrkur tók svo 9 punda lax á Pollabreiðu og var landað. Ekki alls staðar líf Víða að hafa borist fregnir af sjóbirtingsafla síðustu daga, en þó ekki alls staðar frá. Menn sem voru t.d. nýverið í Fossálum fengu t.d. aðeins einn grútleginn 4 punda birting og misstu tvo aðra. Sáu lítið þar fyrir utan, en krydduðu þó veiðidaginn með því að landa nokkrum smáum bleikjum. Þeir sem þekkja Fossála vita hins vegar að þar breytast hlutirnir hratt. Enn að kroppast úr Rangánum Á sextánda hundrað laxar hafa nú veiðst í hvorri Rangá fyrir sig. Eru þær óvenju samstiga, en lík- lega væri Eystri Rangá með for- ystu að venju ef ekki hefðu komið til óvenjumargir erfiðir dagar vegna gruggs í ánni. Þetta er miklu betri veiði heldur en í fyrra, mörg hundruð löxum meiri afli og enn kroppast fiskur á land. Ber meira að segja enn á því að ný- gengnir fiskar náist á þurrt. Hvaðan kom hann? Þröstur Elliðason sagði í samtali við Morgunblaðið að nýlega hefði veiðst 2 punda örmerktur hængur í Efri Beljanda í Breiðdalsá. „Ég hlakka til að sjá hvaðan þessi stubbur kom, því ekki er hann úr Breiðdalnum. Það var ekkert gönguseiði örmerkt hjá mér í fyrra. Hins vegar á ég ekki von á því að þetta sé fiskur úr eldinu hérna fyrir austan. Ég sé ekki fyrir mér kynþroska lax af norsku kyni sem rétt slefar í 2 pund!“ sagði Þröstur. Örmerktir fiskar um 12 pundin hafa hins vegar veiðst úr sleppingum Þrastar vorið 2001. Kræfur hegri Veiðimenn sem voru að egna fyr- ir sjóbirting í Tungulæk í Land- broti fyrir fáum dögum lentu í því að styggja gráhegra sem var á sil- ungsveiðum í ánni. Fyrstu viðbrögð fuglsins voru að ráðast með vængjaslætti að veiðimönnunum, en þar sem gráhegrar eru í eðli sínu styggir, lét hann af áreitinu fljótlega og flutti sig neðar á ána. Þar sást til hans hrekja álftir í burtu og þarf talsvert til. Haustveiðin víða lífleg Morgunblaðið/Einar Falur Kristinn Á. Ingólfsson með níu punda hæng úr Laxá í Kjós. Morgunblaðið/Einar Falur Vera Roth og Steinar Viðarsson með sjóbleikjur úr Fjarðará. ERU ÞEIR AÐ FÁ’ANN? HÉRAÐSDÓMUR Suðurlands hefur úrskurðað karlmann í þriggja vikna gæsluvarðhald en lögreglan í Árnessýslu handtók manninn á sunnudag vegna gruns um innbrot í veitingastað- inn Hafið bláa við Óseyrarbrú í fyrrinótt. Maðurinn er grunaður um að hafa framið fjölda annarra afbrota á undanförnum dögum. Maðurinn er grunaður um inn- brot í grunnskólann á Eyrar- bakka í síðustu viku. Tölvuprent- ari sem þaðan var stolið fannst við leit á heimili mannsins og lög- reglan á Selfossi segist hafa í fór- um sínum sönnunargögn sem styðji gruninn. Þá fundust í bíl mannsins hlutir sem tengjast innbrotum í bíla í Reykjavík um helgina. Auk þessara mála eru til rann- sóknar önnur þjófnaðarmál sem maðurinn er grunaður um að tengjast, þar á meðal innbrot og þjófnaður úr bílum í Þorlákshöfn í liðinni viku. Þessu til viðbótar eru til rannsóknar meint umferð- arlagabrot mannsins sem er grunaður um að hafa oftar en einu sinni ekið ölvaður og sviptur ökurétti. Síbrotamaður úrskurð- aður í gæsluvarðhald Frumsýning 18. október H ljó m sv ei tin Ja gú ar og Pá ll Ó sk ar ...Frumsýning18.október MOTOWN: Í leikstjórn Harold Burr fyrrum söngvara The Platters og Mark Anthony. Sýningin færir áhorfendur aftur til þess tíma sem kallaður hefur verið The MOTOWN sound sem hófst uppúr 1960. Þetta er saga full af "soul". Saga sem nefnd er eftir upptökuveri sem þeldökkir störfuðu við og sköpuðu tónlist sem gleymist aldrei. MOTOWN Sister Sledge 24. og 25. október Sími 533 1100 broadway@broadway.is 19. sept. Rat Pack 27. sept. Hljómar 2. okt. Smokie 3. okt. Smokie 4. okt. Lokahóf KSÍ - Stuðmenn, opið ball 17. okt. Bíódagar Húsvíkinga 18. okt. MOTOWN og ball 24. okt. Sister Sledge Tónleikar 25. okt. MOTOWN og Sister Sledge 7. nóv. MOTOWN og Papar/Skítamórall 15. nóv. Uppskeruhátíð hestamanna - Brimkló, opið ball RatPack Smokie 20. nóv. Herra Ísland21. nóv. Jólahlaðborð og dansleikur22. nóv. Jólahlaðborð, MOTOWN, Milljónamæringarnir 28. nóv. Jólahlaðborð og dansleikur 29. nóv. Jólahlaðborð, MOTOWN, Milljónamæringarnir 5. des. Jólahlaðborð og dansleikur 6. des. Jólahlaðborð, MOTOWN, Milljónamæringarnir 12. des. Jólahlaðborð og dansleikur 13. des. Jólahlaðborð, MOTOWN 26. des. Papar og Brimkló 31. des. Sálin hans Jóns míns 1. jan. Nýársfagnaður ...kölluðu þeir sig þrír af þekktustu söngvurum heims um miðbik síðustu aldar, Frank Sinatra, Dean Martin og Sammy Davis jr. Páll Rósinkranz, Harold Burr og Geir Ólafs eru RatPack á Broadway. 20 manna stórsveit undir stjórn Ólafs Gauks spilar undir. Gestasöngkona Bryndís Ásmundsdóttir. ...hin heimsfræga hljómsveit með smell eins og Living Next Door to Alice 19. september 2. og 3. október Þær eru að koma aftur! Dagskráin framundan er þessi: Öll laugardagskvöld í vetur. Leikhúspakki þar sem skemmtilegir þjónar þjóna til borðs. Nýt t efni Missir einhver af þessu? St afr æn a h ug m yn da sm ðj an /3 59 4 Ný sending Flauels- og gallafatnaður frá Engjateigi 5, sími 581 2141. Opið virka daga frá kl. 10.00—18.00, laugardaga frá kl. 10.00—16.00. Stakir jakkar Eddufelli 2 Bæjarlind 6 s. 557 1730 s. 554 7030 Opið mán.—fös. frá kl. 10—18 lau. kl. 10—16
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.