Morgunblaðið - 17.09.2003, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 17.09.2003, Blaðsíða 49
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. SEPTEMBER 2003 49 Barna- og unglingaráð knattspyrnudeildar HK auglýsir eftir þjálfurum næsta keppnistímabil fyrir eftirfarandi flokka: 3. flokk karla, 3, 4 og 5 flokk kvenna. HK leggur metnað í að bjóða upp á fyrsta flokks íþrótta- og félagslegt uppeldi og þjálfarar félagsins þurfa því að hafa mikinn metnað og færni í sínu starfi. Nánari upplýsingar um stöðurnar veita: Vilmar Pétursson s. 891 9999, vilmar@img.is Víðir Sigurðsson s. 898 8009, vs@mbl.is Umsóknum má skila á ofangreind netföng eða til Unglingaráðs HK, Digranes v/Skálaheiði, 200 Kópavogur. HELENA Ólafsdóttir, landsliðs- þjálfari kvenna í knattspyrnu, hef- ur gert þrjár breytingar á landslið- inu sem fer til Póllands í næstu viku og spilar þar í Evrópukeppni lands- liða laugardaginn 27. september. Ísland vann fyrri leik þjóðanna á Laugardalsvellinum síðasta laug- ardag með yfirburðum, 10:0. Þær Edda Garðarsdóttir og María Björg Ágústsdóttir komust ekki í leikinn á laugardaginn vegna náms síns í Bandaríkjunum en þær verða með í Póllandi. Þá kemur Guðrún Sóley Gunnarsdóttir inn í hópinn á ný en hún hefur verið frá keppni síðan á miðju sumri vegna meiðsla. Hópurinn er þannig skipaður: Þóra Björg Helgadóttir, KR, og María B. Ágústsdóttir, Stjörnunni, markverðir. Aðrir leikmenn eru Björg Ásta Þórðardóttir og Erna B. Sigurð- ardóttir, Breiðabliki, Erla Hend- riksdóttir, FV Kaupmannahöfn, Margrét Lára Viðarsdóttir og Olga Færseth, ÍBV, Edda Garðarsdóttir, Embla S. Grétarsdóttir, Guðrún Sóley Gunnarsdóttir, Hólmfríður Magnúsdóttir, Hrefna H. Jóhann- esdóttir og Þórunn H. Jónsdóttir, allar KR. Ásthildur Helgadóttir, Malmö FF, og Íris Andrésdóttir, Laufey Jóhannsdóttir, Laufey Ólafsdóttir og Málfríður E. Sigurð- ardóttir, allar úr Val. Þrjár breytingar fyrir Póllandsför „ÞETTA eru hræðilegar fréttir fyr- ir kvennaknattspyrnuna og koma mér geysilega á óvart. Ég hélt að staðan væri miklu betri, vissi að það voru ákveðnir byrjunarörðugleikar við að koma deildinni af stað á sín- um tíma en grunaði ekki að hún væri svona illa sett,“ sagði Margrét Ólafsdóttir, fyrrum landsliðskona, sem lék með Philadelphia Charge í bandarísku WUSA-deildinni árið 2001. „Ég tel mig hafa verið mjög heppna að hafa fengið tækifæri til að reyna mig í þessari deild. Það var meiriháttar reynsla sem ég hefði aldrei viljað missa af, topp- urinn á mínum ferli. Það var mjög vel að öllu staðið hjá Charge, allt stóðst varðandi greiðslur og engin vandamál. Það var góð aðsókn á okkar leiki og mikil stemmning og það kemur mér því í opna skjöldu að svona skuli hafa farið. Ég held að þetta hafi gífurleg áhrif á kvennaknattspyrnuna í heiminum. Þarna var allt banda- ríska landsliðið og flestar þær bestu frá öðrum þjóðum og þetta var eina deildin sinnar tegundar. Ég batt vonir við að liðum yrði fjölgað smám saman og þar með fengju þær mörgu íslensku stúlkur sem stunda nám í Bandaríkjunum aukin tækifæri til að komast inn í deildina. Nú er spurning hvað bandaríska landsliðið gerir, hvort það fer aftur að spila eins og fé- lagslið allt árið eins og það gerði áður en deildin var stofnuð, en það verður afar slæmt fyrir leikmenn þess og aðra, að hafa ekki að neinu að stefna,“ sagði Margrét Ólafs- dóttir. „Hræðilegar fréttir fyrir kvennaknatt- spyrnuna“ Margrét Ólafsdóttir ÞAÐ er einmitt lítil aðsókn ogtakmarkaður áhugi stórra styrktaraðila sem veldur þessari ákvörðun, en hún kemur sem reið- arslag fyrir bandarískar knatt- spyrnukonur, aðeins fimm dögum áður en þær hefja keppni í úrslita- keppni HM sem hefst einmitt í Bandaríkjunum á sunnudaginn. Nítján af tuttugu leikmönnum bandaríska landsliðsins, sem á heimsmeistaratitil að verja, léku í WUSA-deildinni í ár en þetta er eina atvinnudeild kvenna í heimin- um og hún hefur laðað að sér flestar bestu knattspyrnukonur annarra þjóða. Þegar deildin var stofnuð í árs- byrjun 2001 var stofnkostnaðurinn um 3,2 milljarðar króna og fjárfest- ar lögðu til um 4,8 milljarða. Mun verr gekk þó að fá þá til liðs við deildina en áætlað var. Stefnt var að því að fá átta stór fyrirtæki til að standa á bakvið hana en aðeins tvö styrktu hana í þeim mæli sem von- ast var eftir, Hyundai og Johnson & Johnson. Tapið á deildinni hefur verið gríðarlegt, um 3,7 milljarðar árið 2001, tæpir 2 milljarðar árið 2002 og áætlað tap á deildinni í ár nemur um 1,4 milljarði króna. Gripið var til ýmissa sparnaðar- aðgerða fyrir nýlokið tímabil, leik- mannahópar voru minnkaðir úr 18 leikmönnum í 16 og launahæstu kon- urnar, svo sem Mia Hamm, tóku á sig launalækkun og fengu um 4,8 milljónir króna í árslaun í stað 6,4 milljóna árið 2002. En allt kom fyrir ekki. Sjónvarpsáhorf og þar með tekjur tengdar því hefur ekki verið eins og vonast var eftir og meðalað- sókn á leiki deildarinnar í ár var að- eins um 6.600 manns á leik, miðað við um 8.100 tímabilið 2002. Stjórn WUSA lokar þó engum dyrum og vonast til þess að frammi- staða bandaríska landsliðsins í heimsmeistarakeppninni og aukinn áhugi á kvennaknattspyrnu í kring- um hana leiði til þess að nýir fjár- festar sjái sér hag í að koma deild- inni til bjargar. Bestu knattspyrnukonur heims standa frammi fyrir því að geta ekki stundað íþróttina sem atvinnumenn á næsta ári og fyrir þær bandarísku er ástandið sérstaklega alvarlegt því þar í landi er engin önnur deilda- keppni í gangi eftir að háskóla lýkur. Burðarásar bandaríska landsliðs- ins voru með tárin í augunum þegar þær ræddu við fjölmiðla um þessa alvarlegu stöðu í gær. Mia Hamm ekki búin að gefast upp „Ég er ekki búin að gefast upp, ég hef svo mikla trú á okkar leikmönn- um og því sem þessi deild hefur upp á að bjóða,“ sagði Mia Hamm, fræg- asta knattspyrnukona heims. „Vandamálið er ekki að kvenna- íþróttir geti ekki slegið í gegn. Vandamálið er að sannfæra stóru fyrirtækin um að það borgi sig að styrkja kvennaíþróttir. Þau telja sig vera að taka áhættu og það er um- hugsunarefni,“ sagði Julia Foudy, fyrirliði bandaríska landsliðsins. „Það verður hræðilegt ef deildin hættir störfum. Bandarískar knatt- spyrnukonur sem vilja halda áfram að spila þegar háskóla lýkur verða að fara í hálf-atvinnumennsku í Evr- ópu. Og hvernig eiga ungar og efni- legar stúlkur að vinna sig inn í landsliðið?“ sagði Shannon Boxx, sem einmitt sló í gegn í deildakeppn- inni í sumar með New York Power, spilaði sinn fyrsta landsleik í ágúst og verður líklega í byrjunarliði Bandaríkjanna á HM. Tenging við karla- deildina eina leiðin? John Hendricks, stofnandi og stjórnarformaður deildarinnar, sagði að ákveðið hefði verið að til- kynna strax hvernig komið væri, á meðan enn væri hægt að greiða skuldir og gera viðunandi starfs- lokasamninga við alla starfsmenn. Hendricks sagði að sennilega væri eina leiðin til að halda atvinnudeild kvenna gangandi að tengja hana við atvinnudeild karla, MLS-deildina, eða jafnvel við amerísku ruðnings- deildina, á sama hátt og atvinnu- deildin í körfubolta kvenna væri í samvinnu við NBA-deild karla. Tvær íslenskar knattspyrnukonur hafa leikið í WUSA-deildinni, Mar- grét Ólafsdóttir og Rakel Ögmunds- dóttir, sem léku með Philadelphia Charge árið 2001. Þær spiluðu báðar 18 af 22 leikjum liðsins en Margréti var ekki boðinn samningur eftir tímabilið og Rakel slasaðist illa áður en tímabilið 2002 hófst og hefur ekki spilað síðan. Bandaríska kvenna- deildin lögð niður STJÓRN bandarísku atvinnu- deildarinnar í knattspyrnu kvenna, WUSA, tilkynnti í gær að keppni í deildinni yrði lögð niður vegna fjárhagslegra örð- ugleika. Þriðja keppnistímabili deildarinnar, sem var sett á laggirnar 2001, lauk í ágúst þegar Washington Freedom sigraði Atlanta Beat í úrslitaleik frammi fyrir rúmlega 7 þúsund áhorfendum í San Diego. Morgunblaðið/Árni Sæberg Gústaf Bjarnason, fyrrverandi leikmaður Hauka sem leikur nú með Stjörnunni, reynir hér að brjóta sér leið framhjá Haukamanninum Vigni Svavarssyni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.