Morgunblaðið - 17.09.2003, Blaðsíða 42
MINNINGAR
42 MIÐVIKUDAGUR 17. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ
Dagur var að
kvöldi kominn þegar
lífsljós afa míns
slokknaði. Hann hafði
verið lagður inn á
Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri
til rannsóknar og átti að dvelja þar
a.m.k. eina nótt. En þessi sjúkra-
húsdvöl varð styttri, einungis fá-
einir klukkutímar, sem ekkert okk-
ar gat órað fyrir. Auðvitað þarf
það ekki að koma á óvart að gamall
maður kveðji, en samt sem áður
virðumst við eftirlifendur alltaf
jafn berskjölduð fyrir þeim sárs-
auka sem fylgir andláti ástvinar.
Efst í huga okkar er virðing fyrir
hinum látna en jafnframt ást og
þakklæti fyrir þann tíma sem við
áttum saman. Tíma sem í minning-
unni virðist alltaf alltof stuttur. Við
andlát afa míns rifjast upp margar
góðar stundir. Afi minn var mjög
sterkur persónuleiki og ég minnist
þess að hafa einungis einu sinni
séð tár í augum hans. Og það
augnablik man ég eins og gerst
hefði í gær, ég fann svo til með
honum, en var það ung að ég vissi
ekki hvernig ég ætti að bregðast
við. Þetta var um kvöld í febrúar
1979 sem afi kom og sagði okkur
að faðir sinn, Jóhannes langafi
minn, væri allur. Ef til vill hafa
tárin oftar látið sjá sig hjá honum
afa mínum en ekki víst að hann
hafi viljað láta nokkurn mann sjá
það. Ég man eftir erfiðum stund-
um eins og t.d. kistulagningu og
jarðarför Oddnýjar dóttur hans og
föðursystur minnar í september
1990, þar sem afi virtist ekki bug-
ast. Að minnsta kosti ekki svo aðr-
ir sæju til. Eins var núna í maí sl.
þegar bróðir minn Theodór nafni
hans lést skyndilega. Afi lét sér
ekki mikið bregða, hann var enn
sterkur sem klettur. Einungis þrír
mánuðir liðu á milli andláts þeirra
nafnanna og sársaukinn frá í vor
helltist yfir mann á ný og veldur
ennþá meiri sorg. Við kistulagn-
ingu Theodórs bróður míns í vor
mælti afi minn orð sem engan gat
grunað að myndu rætast svo fljótt.
Orð sem snertu hjörtu allra við-
staddra. Hann sagði við kistu
bróður míns eitthvað á þessa leið:
„Ég kveð þig nafni með sömu
kveðju og þú varst vanur að kveðja
mig. Við sjáumst síðar, nafni.“
Núna er þetta staðreynd, þeir hafa
sést aftur. Og efalaust hafa orðið
fagnaðarfundir, því mjög kært var
með þeim. Alla vega viljum við eft-
THEODÓR
LAXDAL
✝ Theodór Laxdalfæddist í Tungu
á Svalbarðsströnd
27. maí 1917. Hann
lézt á Fjórðungs-
sjúkrahúsinu á Ak-
ureyri 25. ágúst síð-
astliðinn og var
útför hans gerð frá
Svalbarðskirkju 5.
september.
irlifendur alltaf halda
í þá trú að við andlát
okkar munum við
hitta aftur áður farna
ástvini. Og ég efast
ekki um að sú sé
raunin og fríður hóp-
ur hafi beðið eftir afa
og tekið honum opn-
um örmum þarna
hinumegin og honum
líði nú vel á nýju til-
verustigi. Svo sannar-
lega er það sárt að
þurfa að kveðja en
þessi fullvissa um að
hann sé á betri stað, í
faðmi ástvina, þar sem allar sorgir
eru á bak og burt, veldur því að
viðskilnaðurinn verður ásættan-
legri. Það er líka óumdeilanleg
staðreynd að þetta sama bíður
okkar allra en enginn veit hvar í
röðinni hann er. Við vitum að það
kemur að því einn daginn og verð-
um bara að gera okkar besta og
sætta okkur við að þetta er gangur
lífsins.
Afi var orðinn gamall í árum tal-
ið en í anda var hann ungur og
hress. Hann fylgdist vel með frétt-
um og öðru þótt sjón og heyrn
væri farin að bila. Hann þráaðist
við að nota heyrnartæki sitt svo
þegar þú vildir segja eitthvað við
hann varðstu að tala mjög hátt og
skýrt. Svo hátt stundum að maður
hélt að það heyrðist yfir í næstu
götur. Og samt hváði hann oft.
Hann hélt reisn sinni alveg fram í
andlátið, bjó einn í íbúðinni sinni í
Melasíðunni þar sem börnin hans
aðstoðuðu hann með öllum ráðum.
Allt var gert til þess að hann fengi
að búa heima sem lengst og ég veit
að afi var ánægður með það þótt
hann segði það e.t.v. ekki. Hann
vildi ekkert vesen eða vera byrði á
öðrum og engum vildi hann skulda
heldur. Fyrir u.þ.b. tveimur árum
var hann mjög veikur og dvaldi þá
nokkuð lengi á sjúkrahúsi. Þá ótt-
aðist fjölskyldan að hver dagur
væri hans síðasti en hann náði sér
ótrúlega vel upp úr þeim veikind-
um. Þá fannst afa oft að börnin
hans gerðu mikið úr hlutunum, t.d.
þar sem alltaf var einhver sem
gisti hjá honum. Og hann gerði
bara grín að þeim með því að segja
að auðvitað gæti hann ekki bannað
þeim að gista ef þau endilega vildu
það.
Hann varð 86 ára 27. maí sl. og
eins og gefur að skilja hefur svo
gamall maður upplifað margt.
Byrjar ævina í torfbæ, við hörð
lífsskilyrði, en í ævilok hefur hann
allra nýjustu þægindi og tækni
rétt innan seilingar. Hann var
mjög nýtinn og nægjusamur og
margur gæti af honum ýmislegt
lært. Innrétting íbúðar hans ber
ekki vitni um prjál, það var honum
ekki að skapi. Hann þurfti bara
nauðsynlegustu hluti og ekkert
umfram það. Ef eitthvað bilaði þá
var gert við það svo lengi sem það
var hægt en ekki farið út í búð og
keypt nýtt. Hann bjó heima í
Túnsbergi fyrstu árin sem ég man
eftir mér og eftir að hann flutti í
bæinn kom hann næstum daglega
og sífellt eitthvað að vinna eða
dytta að. Hann vildi hafa hlutina í
lagi. Afi gætti okkar systkinanana
einnig oft þegar foreldrar okkar
voru að heiman. Oft hef ég hugsað
um það að uppeldisaðferðir hans
þættu ekki nógu góðar í dag, þegar
börnum er hlíft við öllu. Afi vildi
hafa aga, við áttum að hlýða og við
áttum líka að hjálpa til eftir því
sem aldur okkar leyfði. Margt
sagði hann okkur sem við höfðum
e.t.v. ekki aldur til þess að heyra
en honum fannst engin ástæða til
þess að hagræða sannleikanum
neitt. Þegar Teddi bróðir var lítill
fékk hann oft krampaköst og mér
hefur verið sagt að þegar slíkt
gerðist hafi afi tekið mig upp og
gengið með mig út, hann vildi ekki
láta mig horfa á þetta. Samt var ég
einungis rúmlega ársgömul og ekki
líklegt að ég myndi muna neitt eft-
ir þessu. En svona hugsaði nú afi.
Eitt var það sem ég dáðist að afa
mínum fyrir og það var að hann
kunni að elda, en oft tók hann sig
til og setti eitt og annað matarkyns
í pott, eða steikti lummur. Og
sennilegasta skýringin sem ég hef
á þessari kunnáttu eða matargerð-
aráhuga er sá að hann hafi þurft að
létta af ömmu minni álaginu á sín-
um tíma en þau eignuðust sex börn
á níu árum. Kannski er það ekki
rétt heldur hafði hann kannski ein-
faldlega meðfæddan áhuga á mat-
argerð. Honum virtist ekkert vaxa
í augum. Og ég man sérstaklega
eftir sumrinu sem hann bjó til app-
elsínumarmelaðið, það þótti okkur
systkinunum mjög spennandi og
ég hugsa að sjaldan hafi verið
borðað jafn mikið af appelsínum og
það sumarið. Því afi fékk okkur í
lið með sér, við áttum að safna
appelsínuberki handa honum í
nokkurn tíma. Ekki man ég lengur
hvernig marmelaðið bragðaðist en
það skiptir heldur engu máli. En af
hverju honum datt þetta í hug veit
ég ekki. Einnig er mér í fersku
minni einn vordagur er ég og
Teddi bróðir ásamt afa og mömmu
vorum stödd á Laufáshólmum að
setja niður kartöflur. Við ætluðum
að fara að borða nestið okkar,
brauð og slíkt eins og venjulega,
þegar afi tók sig til og útbjó skjól-
tjald úr yfirbreiðslunni af vörubíln-
um, dró síðan upp pylsupakka, pott
og prímus og hófst handa við að
hita pylsur handa okkur. Fyrir
okkur systkinin var þetta meiri-
háttar sport og breytti annars
leiðigjörnum nestistíma í hálfgert
ævintýri. Meira þurfti ekki til.
Ömmur og afar verða oft goð í
augum ungra barna því þau virðast
vita og geta allt milli himins og
jarðar. Ömmu minnar Líneyjar
naut ég því miður alltof stutt eða
einungis í rúm tvö ár en afa kynnt-
ist ég sem betur fór lengur.
Far þú í friði elsku afi minn og
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Líney.
Öryggi barna í bílum
og á heimilum
Á MORGUN, fimmtudaginn 18.
september, mun Herdís Storgaard
framkvæmdastjóri Árvekni (átaks-
verkefni um slysavarnir barna og
unglinga) flytja erindi á for-
eldramorgni í Háteigskirkju.
Herdís mun m.a. kynna for-
eldrum ýmis atriði sem gott er að
hafa í huga til að fyrirbyggja slys á
heimilum auk þess sem hún mun
fjalla um öryggi barna í bílum.
Fræðslan verður túlkuð á táknmál.
Foreldramorgnar eru á neðri
hæð safnaðarheimilis Háteigs-
kirkju alla fimmtudaga frá kl. 10–
12. Þeir eru öllum opnir.
Nánari upplýsingar gefur Þórdís
Ásgeirsdóttir í síma 511 5405 en
hún hefur umsjón með for-
eldramorgnum Háteigskirkju.
Alfa-námskeið
í Grensáskirkju
ANNAÐ kvöld, fimmtudaginn 18.
sept. kl. 20, verður kynningarkvöld
í Grensáskirkju vegna Alfa-
námskeiðs.
Alfa-námskeiðið hefur farið sig-
urför um heiminn undanfarin ár.
Þar er leitast við að svara spurn-
ingum um trú og tilgang út frá
kristnu sjónarhorni. Að loknum
sameiginlegum málsverði er stutt-
ur fyrirlestur og að honum loknum
umræður þar sem þátttakendur
miðla sjónarmiðum sínum og tekist
er á við spurningar þeirra.
Alfa-námskeið hefst svo í Grens-
áskirkju fimmtudagskvöldið 25.
sept. og verður á fimmtudags-
kvöldum frá kl. 19.30–22 út nóv-
ember. Þátttakan kostar 5.000 kr.
og er máltíðin í upphafi hvers
kvölds innifalin í því verði. Að auki
er gert ráð fyrir þátttöku í sér-
stakri samveru eina helgi sem verð-
ur nánar kynnt á námskeiðinu.
Öllum er heimil þátttaka og unnt
er að koma bæði á kynningarkvöld
og fyrstu samverur námskeiðsins
án skuldbindingar um þátttöku.
Skráning á kynningarkvöldi og í
kirkjunni í síma 553 2950 eða á net-
fang grensas@li.is
Alfa-námskeið
í Laugarneskirkju
NÚ býður hópur sjálfboðaliða í
Laugarnessöfnuði öllu áhugasömu
fólki að koma í heimsókn í kirkjuna
tíu fimmtudagskvöld í röð og taka
þátt í hinu frábæra Alfa-námskeiði
sem um þessar mundir fer sigurför
um Evrópu og Bandaríkin. Hver
samvera hefst með málsverði, síðan
er kennt í 45 mínútur og eftir stutt
hlé eru umræður í hópum um
helstu spurningar lífsins og svör
Biblíunnar. Yfirumsjón hefur Nína
Dóra Pétursdóttir og kynning-
arfundur verður fimmtudaginn 18.
sept. kl. 20. Gengið er inn um að-
aldyr Laugarneskirkju.
Tólf spora námskeið
í Hjallakirkju
Í KVÖLD verður annar kynning-
arfundur Tólf spora námskeiðs í
Hjallakirkju, Kópavogi.
Fundurinn hefst kl. 20 og eru all-
ir hjartanlega velkomnir að kynna
sér hvernig þetta starf fer fram.
Tólf spora vinnan, sem hér er unn-
in, hentar öllum þeim sem í ein-
lægni vilja vinna með sínar tilfinn-
ingar og öðlast betri líðan og meiri
lífsfyllingu, þar sem leitað er styrks
í kristinni trú.
Í kirkjunni munu liggja frammi
blöð með „Algengu hegðunar-
mynstri“ og þeir sem á einhvern
hátt finna sig í því eiga erindi í
þessa vinnu.
Bústaðakirkja. Haustlitaferð aldraðra í Bú-
staðakirkju verður farin miðvikudaginn 24.
sept. Lagt af stað frá kirkjunni kl. 13. Skrán-
ing í ferðina hjá kirkjuvörðum í síma
553 8500.
Dómkirkjan. Hádegisbænir kl. 12.10. Létt-
ur málsverður á eftir. Prestarnir taka við fyr-
irbænum í síma 520 9700.
Grensáskirkja. Samverustund aldraðra kl.
14. Biblíulestur, bænagjörð, kaffi og spjall.
Hallgrímskirkja. Morgunmessa kl. 8. Hug-
leiðing, altarisganga, léttur morgunverður.
Opið hús fyrir foreldra ungra barna kl. 10–
12.
Háteigskirkja. Bænaguðsþjónusta kl. 11.
Súpa og brauð borið fram í Setrinu kl. 12.
Brids í Setrinu kl. 13–16. Kvöldbænir kl.
18.
Langholtskirkja. Kl. 12.10 Kyrrðarstund og
bænagjörð með orgelleik og sálmasöng. Kl.
12.30 súpa og brauð (300 kr.). Kl. 13–16
Opið hús eldri borgara. Söngur, tekið í spil,
upplestur, föndur, spjall, kaffisopi o.fl. Allir
eldri borgarar velkomnir. Þeir sem ekki
komast á eigin vegum geta hringt í kirkjuna
og óskað eftir því að verða sóttir. Síminn er
520 1300.
Laugarneskirkja. Mömmumorgunn kl. 10
undir stjórn Aðalbjargar Helgadóttur. Nýjar
mömmur velkomnar með börnin sín.
Gönguhópurinn Sólarmegin leggur af stað
frá kirkjudyrum kl. 10.30 alla miðvikudags-
morgna undir stjórn Arnar Sigurgeirssonar.
Nú er kjörið að byrja. Kirkjuprakkarar kl.
14.10. Starf fyrir 1.–4. bekk. Umsjón Að-
alheiður Helgadóttir, hjónin Kristjana H.
Þorgeirsdóttir Heiðdal og Geir Brynjólfsson
auk sr. Bjarna.
Neskirkja. Foreldramorgunn kl. 10–12.
Upphaf vetrarstarfsins. Kaffi og spjall. Um-
sjón Elínborg Lárusdóttir. 7 ára starf kl.
14.30. Sögur, söngur, leikir og föndur.
Uppl. og skráning í síma 511 1560. Fyr-
irbænamessa kl. 18. Prestur sr. Örn Bárður
Jónsson.
Seltjarnarneskirkja. Kyrrðarstund í hádeg-
inu kl. 12. Altarisganga. Léttur hádegis-
verður eftir stundina. Allir velkomnir.
Breiðholtskirkja. Kyrrðarstund í dag kl.
12.10. Tónlist, altarisganga, fyrirbænir.
Léttur málsverður í safnaðarheimilinu eftir
stundina. Kirkjuprakkarar, starf fyrir 7–9
ára börn kl. 16.30. TTT-starf fyrir 10–12 ára
kl. 17.30. Æskulýðsstarf á vegum
KFUM&K og kirkjunnar kl. 20.
Grafarvogskirkja. Kyrrðarstund kl. 12. Fyr-
irbænir og altarisganga. Boðið er upp á létt-
an hádegisverð á vægu verði að lokinni
stundinni. Allir velkomnir.
Hjallakirkja. Fjölskyldumorgnar kl. 10. TTT
(10–12 ára) starf kl. 17. Tólf spora nám-
skeið kl. 20.
Vídalínskirkja. Foreldramorgnar kl. 10–12
með Nönnu Guðrúnu í Vídalínskirkju.
Seljakirkja. Kyrrðar- og bænastund í dag kl.
18. Beðið fyrir sjúkum. Allir hjartanlega vel-
komnir. Tekið á móti fyrirbænaefnum í kirkj-
unni í síma 567 0110. SELA eldri deild kl.
20–22.
Hafnarfjarðarkirkja. Kyrrðarstund í kirkj-
unni kl. 12, íhugun, altarisganga, fyrirbæn-
ir. Léttur hádegisverður kl. 13 í Ljósbroti
Strandbergs.
Víðistaðakirkja. Kyrrðar- og fyrirbæna-
stund í dag kl. 12. Góður kostur fyrir þá
sem vilja taka frá kyrrláta og helga stund í
erli dagsins til að öðlast ró í huga og frið í
hjarta. Hægt er að koma fyrirbænaefnum til
sóknarprests eða kirkjuvarðar. Boðið er
upp á súpu og brauð í safnaðarheimilinu að
kyrrðarstund lokinni. Opið hús fyrir eldri
borgara í dag kl. 13. Verið velkomin í viku-
legar samverur í safnaðarheimili kirkjunnar
í spil, spjall, góðar kaffiveitingar og fleira.
Bessastaðasókn. Miðvikudagur er dagur
kirkjunnar í Haukshúsi. Foreldramorgnar
eru frá kl. 10–12. Þar koma saman foreldr-
ar ungra barna á Álftanesi með börnin og
njóta þess að hittast og kynnast öðrum for-
eldrum sem eru að fást við það sama, upp-
eldi og umönnun ungra barna. Opið hús
eldri borgara er síðan frá kl. 13–16. Dag-
skráin verður fjölbreytt en umfram allt eru
þetta notalegar samverustundir í hlýlegu
umhverfi.
Þorlákskirkja. Barna- og foreldramorgnar í
dag kl. 10–12.
Lágafellskirkja. AA-fundur kl. 20.30 í Lága-
fellskirkju. Unnið í 12 sporunum.
Keflavíkurkirkja. Kynnt verða myndbönd til
notkunar í fermingarundirbúningi. Æfing hjá
Barnakór Keflavíkurkirkju kl. 16–17. Æfing
Kórs Keflavíkurkirkju frá kl. 19–22.30.
Sauðárkrókskirkja. Kyrrðarstund kl. 21.
Landakirkja í Vestmannaeyjum. Kl. 11
helgistund á Hraunbúðum. Kl. 16.20 TTT
yngri, 9–10 ára krakkar í kirkjunni. Sr. Fjöln-
ir Ásbjörnsson og leiðtogarnir. Kl. 17.30
TTT eldri, 11–12 ára krakkar í kirkjunni. Sr.
Fjölnir Ásbjörnsson og leiðtogarnir. Kl. 20
opið hús fyrir æskulýðsfélagið í KFUM&K-
húsinu. Hulda Líney Magnúsdóttir, sr. Fjöln-
ir Ásbjörnsson og leiðtogarnir.
Akureyrarkirkja. Mömmumorgunn kl. 10–
12. Opið hús, kaffi og spjall, safi fyrir börn-
in.
Kletturinn, kristið samfélag. Kl. 20.30
Bænahópar í heimahúsum. Upplýsingar í
síma 565 3987.
Kefas. Samverustund unga fólksins kl.
20.30. Lofgjörð, lestur orðsins, fróðleikur
og samvera. Allt ungt fólk velkomið.
Fíladelfía. Mömmumorgunn kl. 10. Fjöl-
skyldusamvera kl. 18. Létt máltíð á vægu
verði. Biblíulestur og bæn. Markviss
kennsla fyrir börnin. Allir velkomnir.
Kristniboðssalurinn, Háaleitisbraut 58.
Samkoma í kvöld kl. 20. Þegar guðs orð er
ekki heilagt. Sálmur 11. Ræðumaður Helgi
Hróbjartsson. Kaffiveitingar eftir samkom-
una. Allir velkomnir.
Hjálpræðisherinn, Akureyri. Kl. 20 hjálpar-
flokkur, allar konur velkomnar.
Safnaðarstarf
KIRKJUSTARF
Látin er ástkær vin-
kona okkar, Lilja Guð-
bjarnadóttir.
Í 50 ár höfum við not-
ið vináttu þeirra hjóna
Lilju og Jóns, vináttu
sem aldrei hefur borið
skugga á. Þegar litið er til baka rifj-
ast upp margar góðar stundir, þar
sem oft og iðulega var tekið í spil.
Ferðalög um landið og tjaldútilegur
LILJA
GUÐBJARNADÓTTIR
✝ Lilja Guðbjarna-dóttir fæddist á
Akranesi 27. júlí
1928. Hún andaðist á
Landspítalanum 31.
ágúst síðastliðinn og
var útför hennar
gerð í kyrrþey að
ósk hinnar látnu.
voru fastur liður á
sumri hverju. Þar var
Lilja á heimavelli því
hún var afar fróð um
landið og þekkti ótal ör-
nefni. Ógleymanlegar
eru líka heimsóknir
okkar til Jóns og Lilju í
sumarbústaðinn góða í
Borgarfirði. Við minn-
umst gönguferðanna
mörgu með göngu-
hópnum, en hópurinn
samanstóð af gömlum
vinnufélögum úr
Landssmiðjunni og eig-
inkonum þeirra. Flesta
sunnudaga um árabil gengum við
saman um fjörur og fell og varð það
til að styrkja enn frekar vináttuna
innan hópsins.
Lilja var afar glaðsinna og hlý
kona, traust og einlæg. Margt væri
hægt að tíunda hér um mannkosti
hennar, en það hefði ekki verið henni
að skapi. Við viljum þakka vináttuna
og hlýjuna sem hún ávallt sýndi okk-
ur og börnum okkar á hálfrar aldar
samleið.
Við sendum Jóni, okkar kæra vini,
innilegar samúðarkveðjur, svo og
systkinum Lilju og öðrum ástvinum.
Einnig berum við kveðjur barna okk-
ar.
Við auðmjúk minnumst margra stunda
til margra ára – vinafunda.
Oft var glatt á hjalla og gaman
að geta hlegið og sungið saman.
Þú varst létt í sinni Lilja,
ljúf, en bjóst að sterkum vilja.
Við kveðjum þig með kærri þökk,
kæra vina – hrærð og klökk.
(J. H.K.)
Hvíl í friði, friður Guðs þig blessi.
Ragnhildur og Karl
(Lilla og Kalli).