Morgunblaðið - 17.09.2003, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 17.09.2003, Blaðsíða 6
RÍKISLÖGREGLUSTJÓRI hefur ákært mann á fimmtugsaldri fyrir brot á lögum um virðisaukaskatt með því að hafa í sjálfstæðri at- vinnustarfsemi á árunum 1995-2002 gefið út sölureikninga án þess að hafa skráð virðisaukaskattsnúmer, vanrækt að skila virðisaukaskatts- skýrslum og ekki staðið tollstjór- anum í Reykjavík skil á inn- heimtum virðisaukaskatti að fjárhæð 5.732.046 krónur. Hann er einnig ákærður fyrir bókhaldsbrot með því að hafa látið hjá líða að færa bókhald vegna sjálfstæðrar atvinnustarfsemi sinn- ar á framangreindu árabili. Málið var þingfest fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Sviku út alls á níundu milljón króna Þá hafa tveir menn, á fertugs- og fimmtugsaldri, verið ákærðir fyrir brot gegn lögum um virðisauka- skatt, tekjuskatt og eignarskatt og lög um tekjustofna sveitarfélaga og fyrir bókhaldsbrot og svonefnt skjalabrot. Stunduðu þeir sjálf- stæðan atvinnurekstur á sviði veit- ingastarfsemi. Eru þeir ákærðir fyrir að standa ekki skil á virðis- aukaskatti, samtals að upphæð 3.305.975 krónur, og fyrir að van- telja skattskyldar tekjur af eigin at- vinnurekstri og koma sér þannig undan greiðslu tekjuskatts og út- svars, samtals að upphæð 5.088.604 krónur. Mennirnir eru báðir ákærð- ir fyrir skjalabrot með því að hafa í blekkingarskyni og til að komast undan skattskilum notað efnislega ranga reikninga sem afhentir voru starfsmönnum níu tilgreindra veit- ingahúsa í tengslum við virðisauka- skattskylda sölu á vinnu til húsanna. Báðir gáfu reikningana út á nafni og kennitölu manna sem voru sölunni óviðkomandi og fengu þá undirritaða af þeim. Í ákæru segir að mönnunum hafi borið að gefa reikningana út í eigin nafni. Málið var þingfest fyrir Héraðs- dómi Reykjavíkur í gær. Þá hefur ríkissaksóknari ákært hjón fyrir brot gegn lögum um op- inbera staðgreiðslu gjalda með því að standa ekki sýslumanninum í Keflavík skil á opinberum gjöldum sem þau héldu eftir af launum starfsmanna sinna, alls 883.378 krónur. Málið var þingfest fyrir Héraðsdómi Reykjaness í gær- morgun. Þrjár ákærur þingfestar fyrir brot á skattalögum FRÉTTIR 6 MIÐVIKUDAGUR 17. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ ALMENNINGI var í gær boðið að reynsluaka bílum knúnum metangasi til að kynna sér þennan umhverfisvæna möguleika, og var kynningin hluti af Evrópsku samgöngu- vikunni sem nú stendur yfir. Hægt er að framleiða nóg metangas á urð- unarsvæði höfuðborgarinnar til að knýja 2.500 til 3.000 bíla og möguleiki á meiri fram- leiðslu, t.d. úr skólpi og á svínabúum ef þörf krefur, segir Björn H. Halldórsson, fram- kvæmdastjóri Metan. Metan er lofttegund sem m.a. myndast á urðunarstöðum sorps við niðurbrot á lífrænum úrgangi. Hérlendis er metangasi safnað saman á urðunarstað höf- uðborgarsvæðisins í Álfsnesi og hreinsað til þess að það sé nothæft sem eldsneyti á bíla. „Þetta er raunhæfur kostur fyrir hvern sem er vegna þess að bílarnir ganga fyrir bensíni ef maður verður gaslaus. Svo í sjálfu sér getur hver sem er notað þessa bíla. En kannski er metanið raunhæfasti kosturinn fyrir fyrirtæki sem eru með bíla á stanslausri keyrslu,“ segir Björn. Í dag ganga 44 bílar fyrir metangasi á göt- um borgarinnar, flestir í eigu fyrirtækja eða stofnanna, m.a. Sorpu, Reykjavíkurborgar, Ís- landspósts og Landssímans. Bílarnir eru allir með bensínvél og er hægt að skipta frá því að brenna metangasi yfir í bensín með því að ýta á einn takka, án þess að stöðva bílinn eða drepa á vélinni. Samkvæmt upplýsingum frá Metan þarf 113 bíla knúna metangasi til að menga á við einn bensínbíl, sé öll mengun við að t.d. hreinsa og flytja bensínið tekin með í reikn- inginn, og er metan því mun umhverfisvænni valkostur en bensín og díselolía, segir Björn. Bílar sem ganga fyrir metangasi eru dýrari í innkaupum en hefðbundnir bílar, en á móti kemur að eldsneytiskostnaður fyrir metangas er um 80 krónur fyrir hvern rúmmetra, sem samsvarar því gróflega að bensínlítrinn kost- aði 74 krónur. Ekki í samkeppni við vetni Aðspurður segir Björn að verkefni um nýt- ingu á metangasi annars vegar og vetni hins vegar séu ekki í samkeppni, heldur sé þeim ætlað að bæta hvert annað upp. Hann segir ljóst að metangasið sé umhverfisvænn mögu- leiki sem sé fyrir hendi í dag, á meðan vetnið sé klárlega lausn framtíðarinnar sem sé enn verið að þróa. Þema gærdagsins var minni mengun í um- ferðinni, en dagurinn var annar dagur Evr- ópsku samgönguvikunnar 2003. Opnuð var sýning á teikningum grunnskólabarna í Kringlunni. Þar fengu börn í 1. til 3. bekk grunnskóla í Breiðholti lausan tauminn til að tjá sig um það hvernig sé að ferðast um borg- ina eða í hverfinu þeirra. „Eins og börnum einum er lagið settu þau fram mál sitt myndrænt á þann hátt sem hrífur mann,“ segir Jóhanna Magnúsdóttir, verkefn- isstjóri Samgönguvikunnar í Reykjavík. „Þau hafa mikinn áhuga á umferðinni og því að allir komist leiðar sinnar, hvort sem þeir eru á hækjum, í hjólastól eða hvernig það nú er.“ Jóhanna segir að með samgönguvikunni sé verið að reyna að höfða til sem flestra hópa í þjóðfélaginu: „Tilgangurinn er að stuðla að aukinni vitund borgarbúa um nauðsyn þess að minnka mengun af völdum umferðar, og þar af leiðandi séu meiri lífsgæði í borginni og að þetta verði ennþá betri borg að búa í. Hugsun er fyrst til athafna. Það þarf að koma því inn að þetta sé eitthvað sem þurfi að hugsa um, að menga minna í umferðinni.“ Í umhverfisvikunni er leitast við að vekja fólk til vitundar um nauðsyn þess að minnka mengun Kynntu bifreiðar knúnar metangasi Morgunblaðið/Jim Smart Samtals eru 44 metanbílar á götum borgarinnar í dag, flestir minni bílar í eigu fyrirtækja. Hjólreiðadagur í dag EVRÓPSK samgönguvika heldur áfram og er dagurinn í dag hjólreiðadagur. Á hjólreiðadaginn eru allir hvattir til að nota reiðhjólin og spara bílinn eins og hægt er. „Við erum að benda á aðrar leiðir, að reiðhjólið geti verið, og sé, samgöngu- tæki,“ segir Jóhanna Magnúsdóttir, verk- efnisstjóri Samgönguvikunnar í Reykja- vík. Í dag verða afhjúpaðar merkingar við hjóla- og göngustíga við Fossvogsbrú. ANDRA Jamil Ásgeirssyni, 9 ára, varð heldur betur bilt við um daginn þegar hann var við sjó- birtingsveiðar við Ölfusárbrú en í eitt skiptið sem hann kastaði spúninum út flaug stærðarinnar rita á girnið og festi vænginn í því. „Ég var að veiða fisk en svo bara veiddi ég fugl,“ segir Andri og viðurkennir að hafa orðið nokkuð hissa. Fuglinum tókst ekki að losa sig svo Andri Jamil varð að draga hann niður eins og flugdreka en fékk hjálp við það frá frænda sínum. Þeim tókst að losa rituna og að lokum var henni sleppt á svip- aðan hátt og krakkarnir í Vest- mannaeyjum gera við lundapysj- urnar. Andri segir fuglinn hafa verið frelsinu feginn. „Hún var pínu hrædd,“ segir hann en þver- tekur fyrir að hafa verið hrædd- ur sjálfur. Auk fuglsins veiddi Andri stærðar sjóbirting en hann er með mikla veiðidellu og segir stangveiðina vera það skemmti- legasta sem hann stundi. Blaða- maður spyr hvort hann ætli kannski að snúa sér að fuglaveið- um. „Ég veit það ekki,“ segir Andri og brosir feimnislega. Ljósmynd/Einar D. G. Gunnlaugsson Andri Jamil Ásgeirsson, 9 ára, með rituna sem flæktist í veiðilínunni. Ætlaði sér að veiða fisk en klófesti fugl Forseti bæjarstjórn- ar Seyðisfjarðar Sam- komu- lagi verði rift BÆJARSTJÓRN Seyðisfjarð- ar hefur ekki rætt formlega hvernig bregðast skuli við fyr- irhugaðri lokun fiskvinnslunnar Dvergasteins. Cecil Haralds- son, forseti bæjarstjórnarinnar, útilokar ekki að hægt sé að rifta samkomulagi sem gert var við sameiningu Dvergasteins og Skagstrendings árið 1997 vegna vanefnda. Í Morgunblaðinu í gær var haft eftir framkvæmdastjóra Útgerðarfélags Akureyringa að ekkert væri því til fyrirstöðu að Seyðfirðingar keyptu aftur þann kvóta sem færður var á Skagstrending þegar fyrirtæk- ið sameinaðist Dvergasteini ár- ið 1997. Um var að ræða ríflega 400 þorskígildistonn og var kvótinn þá metinn, ásamt eign- um Dvergasteins, á um 147 milljónir króna og fengu eig- endur Dvergasteins hlutafé í Skagstrendingi sem þeim nam. Ætla má að markaðsvirði kvót- ans sé í dag vel yfir 400 milljónir króna. Kaupin gangi til baka Cecil segist ekki vilja útiloka neitt í þessu sambandi, enda hafi bæjarstjórn ekki fjallað formlega um málið. Hann úti- lokar ekki að Seyðfirðingar kaupi kvótann til baka á mark- aðsvirði. „Ég væri hinsvegar tilbúinn til að láta samkomulag það sem gert var við Skags- trending á sínum tíma ganga til baka. Það liggur fyrir að ekki hefur verið staðið við þær efndir sem samkomulagið kvað á um, það er um uppbyggingu á öfl- ugri vinnslu á síld og loðnu hér á Seyðisfirði. Því er ekki fráleitt að við fengjum aftur kvótann og frystihúsið en skiluðum pening- unum, 147 milljónum króna.“ Bæjarstjórn Seyðisfjarðar fundar í dag og átti Cecil von á að þar yrðu málefni Dverga- steins til umræðu. ÞÓRÓLFUR Árnason, borgarstjóri, segir hugmynd borgarverkfræðings um að framhaldsskólanemar fái ókeypis í strætó til að draga úr um- ferð áhugaverða og hún beri vott um að borgarverkfræðingur sé tilbúinn til að fara óhefðbundnar leiðir til lausnar á þekktum vandamálum. Framundan eru miklar breytingar hjá Strætó, að sögn Þórólfs, nýtt samræmt leiðakerfi, tilkoma vetnis- vagna og ekki síst upptaka smart- korta við greiðslu. „Sú tækni á eftir að bjóða upp á ýmsa möguleika á nýjungum í gjald- skrármálum, hugsanlega að veita sérstökum aldurshópum afslætti í því skyni að létta á umferðarmann- virkjum og draga úr mengun,“ segir Þórólfur. Þórólfur segir að þetta sé komið undir hverju sveitarfélagi fyrir sig því með nýja kerfinu geti hvert þeirra sjö sveitarfélaga sem að Strætó bs. standa ákveðið gjaldskrá fyrir sína íbúa. „Ég er tilbúinn til að skoða ýmsa kosti í því sambandi megi það verða til þess að efla al- menningssamgöngur í höfuðborg- inni.“ Borgarstjóri um Strætó Skoða nýjar leiðir í gjaldskrármálum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.