Morgunblaðið - 17.09.2003, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 17.09.2003, Blaðsíða 36
MINNINGAR 36 MIÐVIKUDAGUR 17. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Einhver mesta auð- legð manns liggur í vin- um hans. Sumir eiga marga vini og aðrir fáa. Sjálfur telst ég frekar til þeirra síðari. Einn þessara bestu vina minna var Jón Guðmundsson húsasmíðameistari og síðar húsvörður í Digranesskóla. Jón var fyrsti húsvörður skólans og kom þar til starfa 1978. Allt frá fyrst degi náðum við góðu sambandi sem óx og dafnaði. Áttum við mörg sam- eiginleg áhugamál sem auðveldaði þessi samskipti. Hann hafði þá mest- an hluta ævi sinnar starfað við hús- byggingar eins og ég allt frá fimmtán ára aldri. Þar hafði ég kynnst og lært að meta gildi góðra fagmanna og að JÓN GUÐMUNDSSON ✝ Jón Guðmunds-son fæddist í Reykjavík 19. maí 1924. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Holtsbúð í Garðabæ 28. ágúst síðastliðinn og var útför hans gerð frá Garðakirkju 5. september. meta gott handbragð, einkum smiða því allt frá barnsaldri hafði ég að fylgst með störfum smiðs sem var með verkstæði í húsi því sem ég ólst upp í. Það duld- ist mér því ekki þegar ég fór að fylgjast með störfum Jóns í skólan- um að þar var góður og vandvirkur fagmaður að verki sem fann í því mikla lífsánægju að skapa fallega hluti. Og víst er að það mátti einnig gjörla sjá á heim- ili hans og Ágústu á Álfhólvegi 10 þar sem þau bjuggu lengst af. En fleira kom til því að við erum báðir ættaðir úr Kjósinni. Jón sem vissi meira um ættir okkar þar taldi sig ekki geta rakið ættir okkar saman en við værum jafnskyldir sömu mann- eskjunni. En reyndar rekur Íslend- ingabók ættir okkar saman í 7. lið og þá auðvitað þaðan. Þessu til viðbótar vorum við báðir dálitlir bíladellukarl- ar og það var reyndar í tengslum við bíla sem tengsl okkar þróuðust út fyr- ir vinnuna því Jón átti rúmgóðan bíl- skúr sem hann bauð mér afnot af en það höfðu margir að hans sögn fengið áður einkum þeir sem tengdust Hjálparsveit skáta í Kópavogi á fyrstu árum hennar. Mér finnst það lýsa manngæsku hans vel hversu létt og gott var að þiggja frá honum hjálp því hann var óspar að bjóða aðstoð sína og naut þess að veita hana. Í þessari bílskúrs- vinnu kom Jón gjarna og dreif mann inn í heitt kaffi og meðlæti sem Gústa töfraði fram. Ekki var hún síðri mannkostamanneskja enda dró Jón enga dul á hversu mikils hann mat hennar þátt í hjónabandinu. Ég mun ekki tíunda hér allt það sem við unn- um saman hver hjá öðrum en auðvit- að var Jón meiri veitandi í þessu sam- bandi en ég. Ég og kona mín þökkum af heilum hug samstarfið og vináttu þeirra hjóna beggja sem við metum mjög mikils. Minning þeirra beggja mun ávallt eiga rúm í huga okkar. Samstarfsfólk hans þessi fimmtán ár í Digranesskólanum þakkar sam- fylgdina og ánægjuleg kynni í starfi og leik. Þar lét Jón sig ekki vanta og tók alltaf af mikilli ánægju þátt i uppákomum og skemmtunum okkar. Börnum hans og fjölskyldum þeirra sendum við innilegustu sam- úðarkveðjur. Einar Long Siguroddsson, aðst.skólastjóri. ✝ Dagbjört Sigur-jónsdóttir fædd- ist í Hafnarfirði 13. september 1920. Hún andaðist á Landspítalanum í Fossvogi 9. septem- ber síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Gíslína Gísladóttir, f. 29.9. 1896, d. 26.10. 1975, og Sigurjón Lárusson, f. 10.2. 1897, d. 27.9. 1921. Stjúpfaðir Dagbjart- ar var Sigurður Árnason, f. 7.8. 1879, d. 9.9. 1942. Albræður hennar voru Sigurgísli Melberg Sigurjónsson, f. 29.6. 1919, d. 21.10. 2001, og Sig- urjón Melberg Sigurjónsson, f. 27.11. 1921, d. 17.6. 1975. Eftirlif- andi hálfsystkin sammæðra eru Friðþjófur Sigurðsson, f. 20.7. 1924, Beinteinn Sigurðsson, f. 26.6. 1928, Hulda Júlíana, f. 30.7. 1929, og Sigríður Beinteins, f. 4.11. 1931. Árið 1946 giftist Dagbjört Guð- laugi Agnari Þórarinssyni frá Eyr- arbakka, f. 20.7. 1915, d. 8.8. 1975. Synir þeirra eru: 1) Sigurður, f. 11. des. 1946. Kona hans er Svein- björg Kristinsdóttir. Stjúpbörn Sigurðar eru: Sigurður Kr. Jó- hannsson, f. 1943, hann á þrjú börn, og Gréta Jóhannsdóttir, f. 1953, hún á tvö börn. 2) Þórarinn, f. 10. jan. 1948. Dætur hans með fyrrverandi eiginkonu sinni Ingu Ingimundardóttur eru: a) Hrund, ar er Ásgeir Húnbogason, f. 1960, börn þeirra eru: a) Hafdís, f. 1982, b) Hilmar, f. 1984, c) Pétur, f. 1994. 2) Guðlaugur, f. 16.2. 1964, kona hans er Aníta Hannesdóttir, f. 1964, börn þeirra eru: a) Sonja, f. 1988, b) Daníel, f. 1995, c) Anton, f. 1998. 3) Ásdís, f. 27.4. 1967, hennar maður er Snorri Örn Árnason, f. 13.5. 1970, sonur þeirra er Ár- mann Örn, f. 2000, 4. Dagbjört, f. 28.3. 1973. Einnig ólu Dagbjört og Guð- laugur upp að miklu leyti aðra systurdóttur Guðlaugs, Svanhildi Guðmundsdóttur, f. 26.5. 1943, hennar maður er Ólafur Ingólfs- son, f. 1941, þeirra börn eru: a) Guðjón, f. 1962, börn hans; Svan- dís, f. 1990, og Ólafur Þórir, f. 1995, b) Guðrún Ólafsdóttir, f. 1964, sambýlismaður hennar er Gunnlaugur Jónsson, börn Guð- rúnar eru: Agnes Dís Ágústsdóttir, f. 1989, og Þráinn Gunnlaugsson, f. 2003. Dóttir Guðlaugs fyrir hjóna- band og stjúpdóttir Dagbjartar er Ágústa Guðlaugsdóttir, f. 27.12. 1944, maður hennar er Sigtryggur Einarsson, f. 1935, og eiga þau þrjú börn og átta barnabörn. Dagbjört ólst upp á heimili móð- ur sinnar og stjúpföður ásamt systkinum á Hverfisgötu 25 í Hafn- arfirði. Hún lauk prófi frá Hús- mæðraskólanum á Ísafirði. Hún starfaði mikið að verkalýðsmálum auk annarra starfa sem hún vann eftir að hún hafði komið börnum sínum á legg. Hún bjó með fjölskyldu sinni síð- ast í Kvíholti 1 í Hafnarfirði en síð- ustu árin bjó hún í þjónustuíbúð á Hjallabraut 33. Útför Dagbjartar verður gerð frá Hafnarfjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. f. 21.6. 1967, hennar maður er Páll Skafta- son, f. 1965, þeirra börn eru: Karitas, f. 1994, Benjamín, f. 1996, og Salóme, f. 2001. b) Mjöll, f. 16.1. 1970, hennar maður er Haraldur Eyjar Grétarsson, f. 1969, þeirra börn eru Frosti, f. 1993, og Logi, f. 1996. c) Drífa, f. 7.12. 1975, hennar maður er Heiðar Jón Heiðarsson, f. 1973, þeirra dóttir er Ísa- bella Mist, f. 2001. d) Katla, f. 9.10. 1977. Sambýliskona Þórarins er Þóra Davíðsdóttir, f. 1958, hennar dætur eru: Rannveig Hafsteins- dóttir, f. 1987, og Þórunn Haf- steinsdóttir, f. 1990. 3) Agnar, f. 29.8. 1953, hans kona er Krist- björg Kristinsdóttir, f. 1954, þeirra dætur eru Magnea Sif, f. 1975, og Agnes Sif, f. 1985. 4) Guð- mundur Rúnar, f. 28.9. 1958, synir hans með fyrrverandi eiginkonu sinni Jónínu G. Hjaltadóttur eru: a) Hjalti, f. 1978, hans kona er Jó- hanna Iða Halldórsdóttir, f. 1978, og eiga þau eina dóttur, Leonóru Sóleyju, f. 13.7. 2003. b) Guðlaugur Agnar, f. 1986, og c) Ari f. 1988. Uppeldisdóttir Dagbjartar er Guð- rún Ólafsdóttir, f. 18.6. 1944, hún er systurdóttir Guðlaugs. Hennar maður er Ásbjörn Vigfússon, f. 1939, þeirra börn eru: 1) Guð- björg, f. 11.11. 1962, maður henn- Það er margs að minnast þegar lit- ið er yfir lífshlaup Dæju fóstru minn- ar, góðar minningar frá barnæsku líða um hugann. Mínar fyrstu minningar um hana eru frá dvöl minni hjá henni og Guð- laugi móðurbróður mínum á Holts- götu 12 í Hafnarfirði, þar sem þau leigðu litla kjallaraíbúð af Einari Sig- urðssyni í Ertu og Sigríði konu hans á meðan þau byggðu sitt fyrsta hús að- eins ofar í götunni. Það var látið heita svo að ég ætti að aðstoða við að gæta Sigurðar, fyrsta barnsins þeirra. En auðvitað trúði Dæja mér ekki fyrir barninu sem varla var von því ég var bara á fimmta árinu, en ég fékk að rugga vagninum úti í garði á meðan drengurinn festi svefn. Ég man sérstaklega eftir því að Dæja pússaði sig stundum upp í fína dragt og setti mig í sunnudagakjólinn og stormaði svo „niður í bæ“ með frumburðinn í barnavagni og mig hangandi í handfanginu á vagninum. Það gustaði af henni og ég mátti hafa mig alla við og hljóp við fót til að hafa við henni. Tengdamóðir Dæju og móður- amma mín Guðrún Magnúsdóttir, sem þá bjó á Eyrarbakka, var yfir sig hrifin af þessari glaðlegu og mynd- arlegu tengdadóttur sinni og oft heyrði ég hana tala um það hvað hann Laugi hennar hafi verið heppinn að eignast hana fyrir konu, því allt bar henni vitni um myndarskap, bæði börnin og heimilið í Hafnarfirði. Tengdamóðirin var henni líka þakk- lát fyrir umhyggjuna sem hún sýndi mér og Guðrúnu, systradætrum Lauga, en við urðum báðar móður- lausar á unga aldri þegar mæður okk- ar urðu berklaveikinni að bráð. Gekk hún okkur í móðurstað og ólst Guð- rún alveg upp hjá þeim frá fjögurra ára aldri. Í þá daga voru flestar konur heimavinnandi, allt var unnið heima bæði saumað og prjónað á alla fjöl- skylduna og Dæja gleymdi mér ekki, stelpunni á Eyrarbakka, þegar hún settist við saumavélina og oftar en ekki komu fagurlega saumuð föt upp úr jólapakkanum þegar hann var opnaður. Það var engin lognmolla í kringum Dæju, hún sinnti sínum verkum af dugnaði og krafti, hún kenndi okkur krökkunum að ganga vel um, allir hlutir áttu að vera á sínum stað og allt hreint og fágað. Við fórum snemma að taka til hendi á heimilinu, það var í mörg horn að líta og eins og hún sagði oft: „Það er mikið að gera á stóru heimili.“ Ég held að við búum að því í dag að hafa lært reglusemi og fengið aga hjá Dæju, hún hvatti okkur óspart áfram og kyssti okkur fyrir vel unnin verk- efni. Móðir Dæju Gíslína Gísladóttir bjó á Hverfisgötu 25 í Hafnarfirði, þang- að var alltaf gott að koma. Þá var sótt boxið sem geymt var við stigaupp- ganginn þar, innaf eldhúsinu, og ein- hverju góðgæti stungið upp í litla munna. Gíslína var hlý og góð kona sem gott var að heimsækja. Á neðri hæðinni á Hverfisgötu 25 var Sigurjón Melberg bróðir Dæju þá með verslun. Minningin um þann glaðværa mann ljómar í huga mér. Hann gaf af sér glettni og velvild til allra og ekki síst til okkar barnanna, svo lumaði hann oft á einhverju til að stinga upp í munninn. Þetta eru liðn- ar ánægjustundir sem gott er að geyma í minningunni. Dæja var heimavinnandi húsmóðir alveg þangað til strákarnir hennar komust á legg. Þá fór hún út á vinnu- markaðinn. Hún vann lengi við ræst- ingar í Öldutúnsskóla í Hafnarfirði. Einnig vann hún á hjúkrunarheim- ilinu Sólvangi í Hafnarfirði við að- hlynningu aldraðra í nokkur ár. Dæja starfaði nokkuð að verka- lýðsmálum og var lengi í stjórn Verkakvennafélagsins Framtíðarinn- ar í Hafnarfirði, bæði sem ritari og varaformaður. Hún starfaði einnig í orlofsnefnd húsmæðra og hún tók þátt í störfum mæðrastyrksnefndar, einnig starfaði hún með kvennadeild Slysavarnafélagsins í Hafnarfirði. Dæja studdi Alþýðuflokkinn alla tíð, hún var trú sinni sannfæringu og stóð og féll með „Flokknum“. Dæja tók þátt í starfi Félags aldr- aðra í Hafnarfirði. Hún hafði nýlega farið í ferðalag með þeim þegar hún veiktist í júlí sl. Á því ferðalagi lék hún á als oddi og var hrókur alls fagn- aðar. Hennar meðfædda félagslyndi gerði henni kleift að halda í góða skapið og glettnina fram á síðustu stundu. Eftir að Laugi maðurinn hennar dó árið 1975 fór Dæja að dusta rykið af bílprófinu sínu og ók hún sinni bifreið fram á það síðasta, að vísu takmörk- uðust bíltúrar hennar við Hafnar- fjörð síðustu árin og þá aðallega við Sundhöll Hafnarfjarðar sem hún stundaði alla daga þegar heilsan leyfði. Dæja kom og heimsótti mig á Arn- arhraunið í Hafnarfirði í byrjun júlí sl. Ég spurði hálfundrandi þegar hún kom: „Dæja, komstu á bílnum?“ Það stóð ekki á svarinu: „Nú, auðvitað, manneskja! Heldur þú að ég hafi komið gangandi?“ Svona var Dæja, alltaf hress og lífleg, fljót til svars og frjó í hugsun. Með þessum fátæklegu orðum kveð ég elsku Dæju fóstru mína með þakklæti fyrir það sem hún var mér og mínum og bið góðan Guð að taka hana í sinn faðm. Svanhildur Guðmundsdóttir. Minninganna ljóma löndin, ljúf var alltaf móðurhöndin, lýsti braut ef lagði að kalt. Reyndi hverja götu að greiða, gefa mikið, blítt að leiða, vera sínum eitt og allt. Til drottins leita bænir bjartar, burtu hverfi raunir svartar, geisli kærleiks glitri skær. Hver sem á sér mikla móður má það guði þakka hljóður, hann er sjálfur himni nær. (Guðm. Þórarinsson.) Börnin. Hún amma Dæja lifði lífinu lifandi, ekki er hægt að segja annað. Hún var hress og skemmtileg kona, hrókur alls fagnaðar. Margar skemmtilegar sögur eigum við frá atvikum sem hentu hana. Okkur þótti mjög gaman að láta hana segja frá þeim, jafnvel þótt við hefðum heyrt þær mörgum sinnum, þá hlógum við alltaf jafnmik- ið að þeim og munum hlæja áfram þegar við hittumst og rifjum þær upp. Þegar hún hélt því fram að mað- urinn á ballinu hefði étið eyrnalokk- inn hennar eða sögurnar frá stríðs- árunum, Daisy í Turninum og „Plenty coffee“. Amma Dæja var ákaflega fé- lagslynd og hafði gaman af því að ferðast. Hún fór oft til Spánar og eftir eina slíka ferð kenndi hún okkur og hálfu hverfinu Fugladansinn með miklum tilþrifum. Amma tók sig til á sextugsaldri og byrjaði að keyra. Hún fór vitaskuld aðeins þær leiðir sem bíllinn rataði. En þrátt fyrir það lenti hún í mörg- um ævintýrum, sérstaklega ef hún þurfti út fyrir Hafnarfjörð. Pabbi taldi henni trú um að það væri enginn bakkgír á nýja bílnum hennar og því var ekki um annað að gera en að biðja gesti og gangandi að leggja bílnum fyrir sig. Hún gaf lífinu lit og gerði það skemmtilegra fyrir alla þá sem kynntust henni. Við erum lánsamar að hafa verið þeirra á meðal. Blessuð sé minning hennar. Hrund, Mjöll, Drífa og Katla. Að setja sér markmið í lífinu er hverjum manni hollt og gott. Flest eigum við það sameiginlegt að setja okkur þau markmið að koma upp fjöl- skyldu og koma börnum okkar til manns svo þau megi dafna og njóta sín í lífinu. Önnur markmið eru mis- munandi hjá hverjum og einum. Að eiga sér það markmið helst að gleðja aðra hlýtur að vera stórkostlegt. Hún Dæja frænka okkar var ein af þeim. Hún virkilega naut þess að vera í góð- um félagsskap og virtist blómstra við það eitt að fá aðra til þess að hlæja og njóta líðandi stundar. Hvar sem hún fór og hvert sem hún kom virtist hún stefna markvisst að því að fá fólk til þess að slaka á og gleðjast yfir því að vera til. Til þess að svo mætti verða gerði hún óspart grín að sjálfri sér. Merk kona hafði það einu sinni á orði að kvenmaður yrði ekki fullþroskuð fyrr en hún gæti gert grín að sjálfri sér og hlegið að eigin vitleysu. Sam- kvæmt þeirri speki er óhætt að segja að Dæja frænka hafi skipað sér á sess með alþroskuðustu konum því hún bókstaflega naut þess að fá aðra til þess að hlæja með því að segja frá vit- leysunni í sjálfri sér. Við systkinin njótum þeirra for- réttinda að tilheyra stórri fjölskyldu. Móðuramma okkar sem alltaf var kölluð amma Lína bjó í næsta ná- grenni við okkur og þangað gátum við alltaf leitað með vini og vandamenn í leit að hlýju, félagsskap og nammi í gogginn sem amma Lína átti nóg af frá Sigga Mell, syni sínum, sem rak sælgætisgerðina Kaldá. Amma Lína átti mörg börn og virtist þeim ágalla haldin að geta aldrei alveg ratað á rétt nafn barnanna sinna svo hún oft- ar en ekki kallaði bara upp alla rununa: Siggi, Diddi, Dæja, Bubbi, Benni, Hulda, Sigga. Það varð til þess að við vorum alltaf með á hreinu hvað systkini hennar mömmu hétu. Nú eru þau þrjú elstu látin og mamma okkar svo illa haldin af Alzheimer að hún gerir sér enga grein fyrir því lengur hvað er að gerast í kringum hana og hvort hún yfirhöfuð eigi fjölskyldu. Við hins vegar erum afar þakklát fyr- ir að fjölskylda hennar ber hug til hennar og heimsækir hana reglulega. Dæja heimsótti mömmu mjög oft og reyndist henni alla tíð mjög góð. Að horfa upp á systkini foreldra sinna halda tryggðarbönd styrkir okkur sjálf í þeirri trú hversu mikilvægt það sé að eiga góða fjölskyldu. Elsku Dæja, við kveðjum þig með söknuði og flytjum þér hlýjar kveðjur frá móður okkar. Börn Huldu Júlíönu; Örn, Erla, Kristjana, Kristján og Arndís. DAGBJÖRT SIGURJÓNSDÓTTIR LEGSTEINAR Mikið úrval af legsteinum og fylgihlutum Sendum myndalista MOSAIK Hamarshöfði 4, 110 Reykjavík, sími 587 1960, fax 587 1986. Marmari Granít Blágrýti Gabbró Líparít
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.