Morgunblaðið - 17.09.2003, Blaðsíða 27
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. SEPTEMBER 2003 27
B
RESKI rithöfundurinn Nicholas
Shakespeare eyddi, sem sonur
diplómata, stórum hluta æsku sinn-
ar í fjarlægum löndum þar sem oft
ríkti mikil ringulreið vegna póli-
tískra átaka. Sem barn var hann í skóla á vet-
urna á Englandi, en fór síðan á sumrin til landa
á borð við Marokkó, Kambódíu, Brasilíu, Arg-
entínu og Perú. Í dag býr hann hálft árið á Eng-
landi og hinn helminginn í Tasmaníu, þar sem
hann segir fara mjög vel um sig. „Ég varð auð-
vitað fyrir miklum áhrifum af því að alast upp í
öllum þessum ólíku löndum. En afleiðingin er að
ég veit í raun ekki alveg hver minn menningar-
heimur er, því hann er að sumu leyti enskur en
jafnframt blandaður öðrum menningarheimum. Í
ákveðnum skilningi má segja að ég sé forvitinn
um þá menningarheima sem ég kynntist sem
barn og mér finnst ég oft eiga betur heima á
sérkennilegum stöðum heldur en á Englandi,
sem telst þó heimaland mitt.“
Fyrstu skáldsaga Shakepeares, The Vision of
Elena Silves (1989) hefur verið lýst sem póli-
tískri ástarsögu, en bókin gerist í Perú og fjallar
að hluta um maóistasamtökin Skínandi stíg.
„Þegar ég var að skrifa söguna fór höfuðpaur
samtakanna, Abimael Guzmán, enn huldu höfði
og því varð ég að skálda hann upp sem persónu
þó ég væri að skrifa um nafngreindan ein-
stakling. Ég velti því fyrir mér af hverju hann
vildi ekki láta sjá sig opinberlega eða veita nein
viðtöl. Síðar komst ég að því að Guzmán var
sagður þjást af einhverjum sjúkdómi, en enginn
vissi hvaða. Ég lét mér detta í hug að Guzmán
hefði látið sig hverfa sjónum manna af hégóma-
skap einum saman og lét hann í sögunni þjást af
sóríasis. Auk þessa voru fullt af alls kyns litlum
smáatriðum varðandi Guzmán sem ég fann upp
á. Þremur árum eftir útkomu bókarinnar frétti
ég að Guzmán hefði verið handtekinn í íbúð fyrir
ofan ballettskóla í Líma sem var á sama stað í
borginni og ég hafði látið hann halda til í bók-
inni minni. Eftir handtökuna kom í ljós að
Guzmán þjáðist einmitt af sóríasis, sjúkdómnum
sem ég hafði eignað honum. Þegar ég komst að
þessu fann ég mig umsvifalaust knúinn til þess
að skrifa framhald af fyrstu bókinni minni og
fjalla um handtöku Guzmáns og þannig varð
Dansarinn á efri hæðinni til.“
– Tók það þig langan tíma að undirbúa þá
bók?
„Já, það má segja það. Dansarinn á efri hæð-
inni lítur kannski sakleysislega út, en það tók
mig í raun samtals tíu ár að undirbúa hana. Ég
fór ekki bara til Perú í tvær vikur og skrifaði
síðan söguna. Hún krafðist þess að ég byggi ár-
um saman á staðnum til þess að fá góða innsýn í
samfélagið og bæri gæfu til að hitta rétta fólkið
og fá það til þess að ræða við mig. Fyrir röð til-
viljana var ég svo heppinn að fá tækifæri til
þess að ræða við lögreglumanninn sem handtók
Guzmán, sambýlismann ballettdansarans, sem
hafði rekið ballettskóla sem yfirvarp til þess að
fela höfuðpaur Skínandi stígs, og frænda ball-
ettdansarans sem var viðstaddur handtökuna og
hafði ekki hugmynd um að frænka hans til-
heyrði hættulegustu hryðjuverkasamtökum
landsins.“
Líf hryðjuverkaforingjans og
rithöfundarins áþekkt
– En hvað var það við Guzmán sem heillaði
þig?
„Líf Guzmán, þar sem hann hímir við skrif-
borðið bak við luktar dyr með gluggatjöldin
dregin fyrir og reynir að hanna þennan ofbeldis-
fulla heim, er ótrúlega áþekkt lífi rithöfundarins.
Ég spurði oft sjálfan mig af hverju ég hefði
svona ofsalegan áhuga á einmitt þessum manni
og velti því fyrir mér hvort við værum í ein-
hverjum skilningi að gera það sama, að reyna að
hafa áhrif á heiminn. Eins ótrúlegt, og í raun
óhugnanlegt, og það hljómar þá fór ég á þessum
tíma að þróa með mér sóríasis, sem hefur sem
betur fer horfið aftur síðan. En auðvitað var ég í
ákveðnum skilningi að reyna að setja mig í hans
spor og það kom einfaldlega fram með svona lík-
amlegum hætti.“
– Þú reyndir að fá viðtal við Guzmán á sínum
tíma, var það ekki hættulegt?
„Jú, en ég gerði mér ekki grein fyrir því þá.
Ritstjórinn hjá tímaritinu Granta spurði hvort
ég hefði áhuga á að skrifa grein um Guzmán og
ástandið í Perú. Ég sagði strax já þar sem mér
fannst kjörið að nota tækifærið til þess að afla
mér heimilda fyrir sjálfan mig í leiðinni. Í dag
er ég sleginn yfir eigin barnaskap og einfeldni,
því ég hætti ekki aðeins eigin lífi heldur einnig
lífi systur minnar sem ég bauð með mér í þessa
ferð. Daginn áður en við heimsóttum heimabæ
Guzmán hafði t.d. verið ráðist á útlending og
hann myrtur. Það ríkti algjört hernaðarástand í
bænum og bæjarbúar voru líklegir til alls. Þetta
var afskaplega hættuleg ferð og ég myndi ekki
vilja endurtaka hana. Síðar frétti ég að Skínandi
stígur bæri einnig ábyrgð á morðum fjörutíu og
tveggja blaðamanna sem reyndu að komast að
einhverju um samtökin eða Guzmán. En margt
af því sem ég upplifði í ferðinni veitti mér tví-
mælalaust innblástur fyrir bókina.“
Kynni af lífinu forsenda skrifa
– Hvenær ákvaðst þú að gerast rithöfundur?
„Ætli ég hafi ekki alltaf skrifað, þó ég hafi
ekki helgað mig ritstörfum fyrr en árið 1991. En
fram að þeim tíma starfaði ég sem blaðamaður
til þess að hafa í mig og á. Auk þess er tæplega
hægt að gerast rithöfundur og sinna einvörð-
ungu skriftum frá unga aldri, því þú verður að
kynnast lífinu og öðlast einhverja reynslu. Þú
verður að kynnast ástinni, lenda í sam-
bandsslitum, takast á við hluti sem þig langar
jafnvel ekki til að takast á við o.s.frv. En um leið
og ég fann að ég gæti séð mér farborða sem rit-
höfundur þá hætti ég að vinna fyrir mér á ann-
an hátt. Margir, sem dreymir rithöfundadrauma,
nota einmitt blaðamennsku sem fyrsta skrefið í
átt að því að verða skáld, enda þjálfar blaða-
mennskan þá í skrifum. Ég þekki marga blaða-
menn sem halda að þá langi til þess að skrifa
skáldsögu, en lesa sjálfir engin skáldverk.
Að mínu mati verður rithöfundur hins vegar
líka að vera lesandi. Beri maður saman notkun
blaðamanna og rithöfunda á tungumálinu sést
auðvitað talsverður munur. Blaðamaðurinn þarf
alltaf að skrifa inn í ákveðið pláss og verður að
vera eins kjarnyrtur og mögulegt er og notar til
þess ákveðnar formúlur eða klisjur, á meðan rit-
höfundurinn þarf sífellt að skapa sér sinn eigin
stíl og orðaforða. Þannig að hvatinn að skrif-
unum er allt annar, jafnvel þó bæði blaðamað-
urinn og rithöfundurinn vinni með orð og skrifi
um sömu málefni. En störfin tvö geta farið mjög
vel saman.“
– Nú laukst þú fyrir stuttu við nýja skáldsögu
sem nefnist Snowleg og er væntanleg í Bret-
landi í byrjun næsta árs. Hvernig er hugmyndin
að henni til komin?
„Hugmyndin að bókinni kviknaði út frá sögu
sem vinur minn, sem býr í Þýskalandi, sagði
mér. Kvöld eitt er við sátum saman og spjöll-
uðum spurði ég hann hvað væri það versta sem
hann hefði á ævi sinni gert og hann svaraði mér
því alveg hreinskilningslega, en hann hafði aldr-
ei sagt neinum frá þessu fyrr. Á námsárum sín-
um gafst honum kostur á að ferðast til Varsjár
með stúdentaleikhóp. Síðasta sýningarkvöldið
var móttaka hjá þýska sendiherranum og á leið
sinni í hana kom hann við á krá þar sem hann
kynntist ungri, fallegri námsstúlku og bauð
henni með sér í móttökuna. Þegar þau komu að
hótelinu þar sem veislan fór fram hleypti dýra-
vörðurinn aðeins vini mínum inn. En stúlkan
gafst ekki upp og að endingu kom dyravörð-
urinn með hana inn í veislusalinn og spurði vin
minn, í allra áheyrn, hvort hann kannaðist við
þessa stúlku og hvort rétt væri að hann hefði
boðið henni. Fyrir framan alla veislugestina
hafði hann ekki dug til að gangast við orðum
sínum og sagðist því aldrei hafa séð hana áður.
Þegar hann hafði lokið við söguna sagði hann
mér að hann hefði aldrei getað gleymt þessari
stúlku og afneitun sinni á henni. Í sjálfu sér
braut hann ekkert af sér, en samt var framkoma
hans röng. Hann leyfði mér síðan að nota þessa
sögu sem grunn að bókinni minni. Þar læt ég
söguhetjuna vera Breta sem á unga aldri gefst
kostur á að fara til Leipzig í Austur-Þýsklandi
þar sem hann á í ástarsambandi við unga stúlku
en svíkur hana svo með því að hafna henni.
Tuttugu árum síðar, þegar búið er að sameina
Austur- og Vestur-Þýskaland, finnur hann sig
knúinn til þess að hafa upp á stúlkunni. Bókin
fjallar því um sektarkennd, heigulshátt og það
hvernig við komum oft illa fram við annað fólk
meðan við erum ung.“
Leitin að föðurnum
– Til hvers vísar titillinn, Snowleg?
„Snowleg er ensk hljóðritun á íslenska kven-
mannsnafninu Snjólaug, en þegar ég heyrði
þetta nafn fyrst þá vissi ég auðvitað ekki hvern-
ig það væri stafsett. Mér fannst nafnið afar fal-
legt og skírði þess vegna austur-þýsku stúlkuna
Snjólaugu. Söguhetjan getur hins vegar ekki
borið það fram og kallar hana því alltaf Snowleg
og veit ekki einu sinni hvernig nafnið hennar er
réttilega stafsett. Þannig að þegar hann hefur
leit sína að henni hefur hann ekkert til að
byggja á nema gælunafnið sem hann gaf henni.
– Má ekki segja að bæði Dansarinn á efri
hæðinni og Snowleg hafi leitarþemað sem út-
gangspunkt?
„Jú, tvímælalaust. Leitarþemað er gegn-
umgangandi í öllum bókum mínum. Í vissum
skilningi held ég að allar skáldsögur einkennist
af einhvers konar leit. Alla vegna allar skáldsög-
ur karla.“
– Af hverju segir þú það?
„Í samræðum mínum við kanadíska vinkonu
mína, sem líka er rithöfundur, hélt hún því fram
að allar skáldsögur karlkyns rithöfunda ein-
kenndust af leitinni af föðurnum. Og mér fannst
þetta afar athyglisverð yfirlýsing. Síðan gerði ég
mér ljóst að bæði Snowleg og Dansarinn á efri
hæðinni snúast báðar um einhvers konar föð-
urleit. Í Snowleg felst hliðarplottið í því að sögu-
hetjan er að reyna að hafa upp á föður sínum,
en á fullorðinsárum ljóstrar móðir hans því upp
að sá sem hann hélt að væri faðir sinn er það
ekki heldur austur-þýskur flóttamaður sem hún
kynntist stuttlega og veit ekki einu sinni hvað
heitir. Og í Dansaranum á efri hæðinni mætti
segja að Guzmán, leiðtogi Skínandi stígs, sem
lögreglumaðurinn er að leita að sé nokkurs kon-
ar föðurímynd heillar þjóðar.
Ég hef velt því fyrir mér hvort þessi fullyrð-
ing vinkonu minnar eigi líka við um sögur kven-
rithöfunda, án þess þó að hafa komist að neinni
afgerandi niðurstöðu. Mér fannst þetta hins veg-
ar athyglisverð yfirlýsing því kannski má segja
að líf margra einkennist af þessari leit og við
getum í vissum skilningi aldrei fundið föður okk-
ar. Faðir okkar er bara manneskja eins og við
og oft ekki lengur á meðal vor þegar við loks
komumst til manns og höfum forsendur til þess
að skilja hann. Kannski felst líf okkar í því að
reyna að skilja hvaðan við komum og þar með
foreldra okkar.“
Rithöfundurinn þarf
líka að vera lesandi
silja@mbl.is
Morgunblaðið/Jim Smart
„Kannski felst líf okkar í því að reyna að skilja
hvaðan við komum og þar með foreldra okkar,“
segir Nicholas Shakespeare.
„Í vissum skilningi held ég að allar skáldsögur einkennist
af einhvers konar leit,“ segir breski rithöfundurinn Nichol-
as Shakespeare í samtali við Silju Björk Huldudóttur, en
hann var gestur á Bókmenntahátíð í Reykjavík.
KARLAKÓRINN Fóstbræður hef-
ur nú hafið sitt 88. starfsár.
Síðasta starfsár var eitt það anna-
samasta í sögu kórsins, en alls söng
kórinn eða tók þátt í 14 tónleikum,
hér heima og erlendis.
Fyrrihluti nýhafins starfsárs helg-
ast að miklu leyti af söngfundum við
aðra karlakóra, en hinn 11. október
nk. standa Fóstbræður ásamt Karla-
kór Selfoss fyrir stórtónleikum
karlakóra á Selfossi, en þar munu sjö
karlakórar koma fram.
1. nóvember mun Karlakórinn
Hreimur úr Þingeyjarsýslu efna til
tónleika í Reykjavík með þátttöku
Fóstbræðra og 22. nóvember mun
Karlakór Keflavíkur efna til afmæl-
istónleika í tilefni 50 ára afmælis síns
með þátttöku Fóstbræðra og Þrasta.
Vortónleikar Fóstbræðra verða í
Langholtskirkju dagana 2.-6. mars
og verða kynntir síðar.
Meginverkefni Fóstbræðra þetta
starfsár er þó undirbúningur og æf-
ingar fyrir tónleika með Sinfóníu-
hljómsveit Íslands 13. maí nk., þar
sem flutt verður verkið Öedipus Rex
eftir Igor Stravinsky, undir stjórn
Bernharðs Wilkinson.
Hátíð í Rússlandi
Um allnokkurt skeið hafa Fóst-
bræður unnið að undirbúningi tón-
listarhátíðarinnar Festival of friends
sem fram fer í St. Pétursborg í Rúss-
landi dagana 8.-11. júní nk. Þátttöku-
kórar eru tíu og koma frá Svíþjóð,
Eistlandi, Noregi, Finnlandi,
Álandseyjum og Rússlandi auk Ís-
lands. Haldnir verða alls fjórir tón-
leikar í St. Pétursborg af þátttöku-
kórunum, en mótið endar með
stórtónleikum í Fílharmóníuhöll St.
Pétursborgar þar sem Fóstbræður
munu, ásamt völdum karlakórum,
taka þátt í flutningi verksins Öed-
ipus Rex undir stjórn Bernharðs
Wilkinson. Stefnt er að því að sömu
einsöngvarar syngi með á þeim tón-
leikum og gera á flutningi verksins
hér á landi.
Stjórnandi Fóstbræðra er Árni
Harðarson og formaður kórsins er
Eyþór Eðvarðsson.
Annir hjá
Fóst-
bræðrum
♦ ♦ ♦
NÆSTU helgi verða síðustu sýning-
ar í bili á leikritinu Ráðalausum
mönnum eftir Siguringa Sigurjóns-
son í Tjarnarbíói. Ástæðan er sú að
Sigurður Eyberg leikari sem fer með
hlutverk Jóa er búsettur í London og
er einn þriggja stofnenda leikhóps-
ins Brians sem var boðið að sýna tvö
af verkum sínum, Bournemouth
Ballads og The White Room á gam-
anleikritahátíð sem haldin er í
Latchmere-leikhúsinu í London nú í
lok september. Stefnt er að því að
taka upp þráðinn í nóvember.
Ráðalausir
menn í frí
Komnar eru út tvær Bangsím-
onbækur: Lífsspeki Bangsímons –
Vinátta og Lífsspeki Bangsímons –
Föt. Þýðandi er Oddný S. Jónsdóttir.
Stundum getur slest upp á vinskap-
inn, jafnvel hjá þeim sem eru mjög
góðir vinir. Bangsímon og félagar
hans þekkja þetta vel en þeir vita líka
hvernig þeir geta orðið vinir aftur. Við
kynnumst ýmsu sem komið getur upp
hjá góðum vinum í bókinni um
Bangsímon og vini hans.
Regnföt, náttföt, sundföt, vettlingar
– það er ekki alltaf einfalt fyrir
Bangsímon og vini hans að vita í
hvers konar föt þeir eiga að fara. Í
þessari bók um Bangsímon og vini
hans kynnumst við alls kyns klæðn-
aði og hvernig þeir félagarnir læra að
klæða sig skynsamlega.
Útgefandi er Vaka-Helgafell. Bæk-
urnar eru 18 bls., prentaðar á Ítalíu.
Verð:990 kr.
Börn
♦ ♦ ♦