Morgunblaðið - 17.09.2003, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 17.09.2003, Blaðsíða 12
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF 12 MIÐVIKUDAGUR 17. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ GREININGARDEILD Landsbank- ans spáir meiri vexti á næstu árum og að uppsveiflan hefjist fyrr en áður var talið og sé í raun hafin. Þrátt fyrir þetta telur greiningardeildin að þenslan verði minni en í síðustu upp- sveiflu og minni en áður hafði verið talið og að verðbólga verði innan þol- marka Seðlabankans allt tímabilið. Þetta kom fram á fundi sem Lands- banki Íslands hélt í gær til kynningar á nýrri hagspá bankans fyrir árin 2003 til 2010. Í hagspánni er einnig gert ráð fyrir að vöxtur á þessu ári verði töluvert meiri en opinberar spár hafa gert ráð fyrir fram að þessu. Landsbankinn spáir því að hagvöxtur á þessu ári verði 4,2%, en Seðlabankinn hefur spáð 23⁄4% vexti á árinu og felst helsti munurinn í því að Landsbankinn ger- ir ráð fyrir meiri vexti einkaneyslunn- ar en Seðlabankinn. Ekki gert ráð fyrir stækkun Norðuráls Í hagspá Landsbankans fyrir árin 2003 til 2010 er ekki gert ráð fyrir að af stækkun Norðuráls verði. Engu að síður er gert ráð fyrir að ál verði um mitt tímabilið orðið heldur stærri þáttur í vöruútflutningi landsins en sjávarafurðir, en hvort um sig verði með um 40% hlutdeild. Að meðaltali var fjárfesting um 20% af landsframleiðslu á árunum eftir 1990, en gert er ráð fyrir að hlut- fallið verði um 24% á næstu árum. Þar munar mest um stóriðjuframkvæmd- ir, en í skýrslu sem fylgir hagspá Landsbankans segir að eftir upp- sveiflu áranna 1996 til 2000 hafi dreg- ið mjög úr fjárfestingum í atvinnulíf- inu án stóriðju. Ekki sé að vænta mikilla fjárfestinga í öðrum greinum á allra næstu árum, en líklegt sé að smám saman byggist upp fjárfesting- arþörf sem verði sýnileg eftir tvö til fjögur ár. Í skýrslunni segir að mikill kraftur hafi verið í íbúðabyggingum á und- anförnum árum eftir nokkra lægð fram til 1999. Ýmislegt bendi til að þessar fjárfestingar haldi áfram, svo sem fyrirhugaðar breytingar á hús- næðiskerfinu, áframhaldandi fólks- flutningur til höfuðborgarsvæðisins og minnkandi fjölskyldustærð sem hafi í för með sér fleiri fermetra á hvern landsmann. Greiningardeildin segir að fjárfestingarútgjöld hins op- inbera séu sá útgjaldaliður sem hvað auðveldast sé að nota til að breyta heildareftirspurn þess. Ýmsar fram- kvæmdir séu fyrirhugaðar og því geti orðið erfitt fyrir ríki og sveitarfélög að halda aftur af vexti fjárfestingarút- gjalda. Þrátt fyrir þetta gerir grein- ingardeildin ráð fyrir að nokkuð dragi úr opinberum fjárfestingum á næstu tveimur árum, en að þær fari vaxandi á seinni hluta spátímabilsins. Kaupmáttur hefur vaxið jafnt og þétt á síðustu árum þrátt fyrir sam- drátt í landsframleiðslu og vaxandi at- vinnuleysi, segir í skýrslu Lands- bankans og þar kemur fram að fyrirsjáanlegt sé að sú uppsveifla sem nú sé í vændum muni ekki stöðva þessa þróun, heldur muni kaupmátt- urinn vaxa áfram með hagvexti kom- andi ára. Spurningin sé ekki hvort, heldur hve mikið kaupmátturinn muni vaxa. Spá greiningardeildarinn- ar gerir ráð fyrir að kaupmáttaraukn- ingin verði sú sama og hún hefur verið frá árinu 2000, eða um 2% á ári að meðaltali. Þetta feli í sér að aukinn kaupmáttur muni ekki raska þjóð- hagslegu jafnvægi eins og oft hafi gerst í fyrri uppsveiflum. Fyrir þessu telur greiningardeildin einkum vera fimm ástæður. Í fyrsta lagi séu skuldir heimilanna nú tiltölu- lega miklar, sem takmarki einka- neysluna. Í öðru lagi sé launahlutfall hátt í sögulegu samhengi og hagnað- arhlutfall lágt, og þetta veiti launa- hækkunum viðnám. Í þriðja lagi muni tiltölulega hátt raungengi halda aftur af framkvæmdum og fjárfestingum í mörgum greinum. Í fjórða lagi virðist erlent vinnuafl fá stærra hlutverk í stóriðjuframkvæmdunum en talið hafi verið í upphafi, og það dragi úr líkum á þenslu á vinnumarkaði. Í fimmta lagi sé líklegt að kröfur um launahækkanir verði minni standi stjórnvöld við gefin loforð um lækkun tekjuskatts. Þannig geti 4% lækkun tekjuskatts samsvarað um 2%-3% hækkun ráðstöfunartekna að meðal- tali. Greiningardeildin gerir ekki ráð fyrir að atvinnuleysi muni minnka jafnmikið í þessari uppsveiflu og venja hefur verið. Atvinnuleysi muni lækka niður í 3% að meðaltali á næsta ári og verða svo 2,5% að meðaltali út spátímabilið, en færa megi rök fyrir því að jafnvægisatvinnuleysi við stöð- uga verðbólgu sé 2%-2,5%. Björn Rúnar Guðmundsson hag- fræðingur greiningardeildar gerði grein fyrir hagspá bankans og í ræðu hans kom meðal annars fram að reynslan frá árunum 1996-2002 sýni að flotgengið hafi mikil áhrif og afleið- ing þess að það var tekið upp hafi orð- ið sú að í fyrsta skipti í íslenskri hag- sögu hafi jafnvægi náðst við skilyrði lágrar verðbólgu. Gera megi ráð fyrir að leiðrétting úr ójafnvægi í jafnvægi muni á næstu árum gerast hraðar en áður hafi tíðkast hér á landi. Vextir Seðlabankans fari hæst í 8% Björn Rúnar sagði að samkvæmt hagspá bankans yrði hagvöxtur að meðaltali 5,5% á árunum 2003-2006, en 0,5% á árunum 2007-2010, og þar af yrði hann neikvæður á árunum 2007 og 2008. Viðskiptahalli mundi aukast á næstu árum og fara hæst í 8% af landsframleiðslu árið 2006 en lækka eftir það og verða innan við 2% af landsframleiðslu. Verðbólga mundi aukast, en verða innan þolmarka Seðlabankans allan tímann. Þolmörk- in eru 1%-4% verðbólga og verð- bólgumarkmiðið er 2,5%. Í skýrslu greiningardeildarinnar segir að fátt geti komið í veg fyrir að vextir Seðlabankans verði hækkaðir fyrr eða síðar til að mæta aukinni eft- irspurn vegna stóriðjuframkvæmd- anna. Að vísu sé hugsanlegt að frest- un Norðurálsverkefnisins kunni að hafa einhver áhrif til skamms tíma, en ólíklegt verði þó að telja að stýrivextir verði lækkaðir af þeim sökum. Vextir verði líklega hækkaðir fljótlega og til- tölulega hratt, en ekki verði nauðsyn- legt fyrir Seðlabankann að hækka stýrivexti jafnmikið og í síðustu upp- sveiflu. Eðlilegt virðist að vextirnir verði komnir í 8% um það bil einu ári áður en verðbólgan nái hámarki árið 2007, en fari lækkandi eftir það. Mikið fé í umferð og því tækifæri til einkavæðingar Yngvi Örn Kristinsson fram- kvæmdastjóri verðbréfasviðs Lands- bankans ræddi um uppsveiflu með opnum fjármagnsmarkaði, þar á með- al um helstu áhættuþættina framund- an. Hann sagði há raunlaun og hátt kostnaðarhlutfall fyrirtækja vera meðal áhættuþátta og hið sama mætti segja um óvissu um gengi krónunnar. Hætturnar væru í báðar áttir, því of sterkt gengi skaðaði samkeppnis- greinarnar og of veikt gengi gæti valdið ofrisi hagkerfisins. Þá sagði hann hættu á eignabólum, bæði á fasteigna- og hlutabréfamark- aði. Ekkert lát væri á umsvifum á fasteignamarkaði og útlit fyrir frekari hækkanir, og hlutabréfaverð væri að nálgast hámark sitt árið 2000. Loks sagði hann áhættu fólgna í ríkisfjár- málum og hagstjórn og hættu á að aukin opinber húsnæðislán ykju líkur á eignabólu. Yngvi Örn sagði mikið fé í umferð nú en fjárfestingartækifæri takmörk- uð, sem þýddi aukna hættu á eigna- bólu á verðbréfamarkaði. Þess vegna væri nú tækifæri til einkavæðingar og nefndi hann Símann og orkufyrirtæk- in sérstaklega í því sambandi. Eftir tvö ár kynnu markaðsaðstæður að vera orðnar gjörbreyttar og því væri rétt að grípa tækifærið. Yngvi Örn sagði þátttöku erlendra fjárfesta á innanlandsmarkaði vera jákvæða en að erlendir fjárfestar gerðu aðrar kröfur en innlendir. Þeir hefðu takmarkaðan skilning á sér- tækum aðgerðum og gætu refsað grimmilega ef þeim litist ekki á þróun efnahagsmála. Þess vegna væri enn mikilvægara en áður að innlend hag- stjórn skilaði stöðugleika. Hann sagði að markmið næstu ára í hagstjórn hlyti að vera að varðveita stöðugleikann og að þær aðstæður sem skapaðar hefðu verið á undan- förnum árum greiddu götu þess að þetta mætti takast, auk þess sem lík- urnar á því væru meiri vegna að- stæðna í efnahagslífinu nú. Ekki þörf á háum stýrivöxtum Þorsteinn Víglundsson fram- kvæmdastjóri BM Vallár fjallaði um starfsumhverfi íslenskra fyrirtækja og sambúðina við stóriðjufram- kvæmdirnar. Hann sagði sambúðina ekki alltaf hafa gengið vel, en tók und- ir með sjónarmiðum greiningardeild- ar Landsbankans um að aðstæður væru um margt ólíkar nú. Þorsteinn sagði vöxt næstu ára drifinn áfram af erlendri fjárfestingu og að frumáhrifin væru fyrst og fremst staðbundin. Hann sagði óljóst hver þensluáhrifin yrðu vegna þess hve hátt hlutfall framkvæmdanna væri erlent, og sagðist hann gera ráð fyrir að erlendi þátturinn yrði yfir 60% framkvæmdanna, sem væri af hinu góða fyrir hagstjórnina. Þorsteinn lýsti efasemdum um hve áhrifaríkt stýritæki innlendir vextir væru þegar hlutfall erlendra skulda væri jafn hátt og nú. Hann sagði ekki þörf á háum stýrivöxtum ef spá Landsbankans væri rétt og efaðist um að vaxtastig hér á landi þyrfti að vera mun hærra en í nágrannalönd- unum. Sagði hann að til dæmis þættu 6% vextir hamlandi í Bandaríkjunum, þó að framleiðni þar í landi væri hærri en hér, en arðsemi fjármagns hefði verið ófullnægjandi hér á landi. Landsbanki Íslands gerir ráð fyrir meiri vexti í hagspá sinni fyrir árin 2003–2010 Minni þensla fram- undan en búist var við Ljósmynd/Eggert Jóhannesson Björn Rúnar Guðmundsson segir að hagkerfið sé nú í jafnvægi, sem sé mik- ilvægt þegar verið sé að fara inn í uppsveiflu. EIMSKIPAFÉLAG Íslands til- kynnti til Kauphallar Íslands í gær að félagið væri að efna kauprétt- arsamninga við lykilstjórnendur. Heildarskuldbinding félagsins vegna kaupréttarsamninganna er tæpar 163 milljónir. Eins var til- kynnt að viðkomandi lykilstjórn- endur hefðu selt Eimskipafélaginu nánast öll þau bréf sem þeir eign- uðust samkvæmt kaupréttarsamn- ingi fyrir rúmar 222 milljónir króna. Eins og sést í töflunni keypti stór hluti stjórnenda bréfin sam- kvæmt kaupréttarsamningi frá því í nóvember 2001 á genginu 5. Sami hópur seldi stærsta hluta bréfanna síðan aftur til Eimskipafélagsins á genginu 7,5, sem er meðalgengi fé- lagsins frá því á mánudag. Eini lykilstjórnandi Eimskipa- félags Íslands sem nýtti sér kaup- réttarsamninginn og seldi ekki nein af bréfunum aftur til Eim- skipafélagsins á hærra gengi er Sturlaugur Sturlaugsson, aðstoðar- framkvæmdastjóri Brims. Þorkell Sigurlaugsson, fram- kvæmdastjóri þróunarsviðs Eim- skipafélags Íslands, segir að þessir kaupréttarsamningar hafi í flestum tilvikum verið gerðir árið 2001 og þá miðað við það gengi sem var á hlutabréfum í Eimskipafélaginu á þeim tíma. Hið sama gildi um þá kaupréttarsamninga sem gerðir voru síðar, að miðað væri við það verð sem væri á bréfum í félaginu á hverjum tíma. Jafnframt var þess gætt að Eimskipafélagið ætti næg hlutabréf til þess að efna viðkom- andi kaupréttarsamninga þegar að því kæmi. Þau hefðu því verið keypt á lægra verði en 7,5. Þorkell segir að þegar leið að því að efna ætti viðkomandi kauprétt- arsamninga hafi stjórn félagsins ákveðið að bjóða starfsmönnum upp á að kaupa bréfin af þeim. Að sjálfsögðu hefðu starfsmenn einnig getað selt bréfin á markaði eða átt þau áfram. Þorkell segir að eflaust hafi skipt miklu máli í því að lykilstarfsmenn seldu bréfin nú að þeir þurfi að greiða stað- greiðsluskatta af söluhagnaðinum, það er mismuninum á milli kaup- og markaðsverðs bréfanna. Jafn- framt þurfi þeir að greiða til lífeyr- issjóðs þar sem litið er á ávinning af kauprétti af þessu tagi sem hreinar launagreiðslur. Þetta hefðu menn þurft að greiða hvort sem þeir seldu bréfin nú eður ei þar sem miðað sé við meðalgengi á bréfum félagsins í Kauphöll Ís- lands þegar viðkomandi aðili inn- leysir kaupréttinn. Aftur á móti séu í gildi aðrir kaupréttarsamningar fyrir alla starfsmenn Eimskipafélagssam- stæðunnar þar sem starfsmenn greiða einungis fjármagnstekju- skatt af þeim hlutabréfum sem þeir selja ef þeir hafa átt bréfin í tvö ár. Að sögn Þorkels voru þessir kaup- réttarsamningar sem Eimskipa- félagið er að efna þessa dagana ekki einungis gerðir við lykilstjórn- endur en þar sem þeir teljast inn- herjar í félaginu þá hafi samning- arnir við þá verið tilkynningaskyldir til Kauphallar Íslands.  !" # $     % # & " '( # )* %  &    !'  (  )'    * ! )    %   + , +  " -! - . +   / )  0& )  - "  " ! - 1   2- 3   "& 4  2- 4  2- 4   . 0& "  " ! 5! +!, / 6  2- .- 2- 4 0   +  4  7  2-)  &, 2- " 89 +(  1   1 &-  1  &!&, ,  1  & -   %     1&, !      1  &:  , 1  &3  1  &    3  1  &    3  1  &     3 1  &    3  1&, , &- 3  1    3  1  &:  1  &;< 1  &+      1&, , &- :  ;  &- ;< => = ?@ A  = = A  = = A A = A A A A >* >* >* >* >* >* >* >* A*== >* >* >* >* A*== A*== A*== A*== A*== 4                      +   * ! +   = = ?@ A  = ?? A  = ? A A = A A A A B*> B*> B*> B*> B*> B*> B*> B*> B*> B*> B*> B*> B*> B*> B*> B*> B*> B*> 4                   6                               C (   Lykilstjórnendur selja bréf í Eimskip
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.