Morgunblaðið - 17.09.2003, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 17.09.2003, Blaðsíða 46
DAGBÓK 46 MIÐVIKUDAGUR 17. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍM- AR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, aug- lýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Skipin Reykjavíkurhöfn: Mánafoss kemur í dag. Selfoss fer í dag. Hafnarfjarðarhöfn: Semyon Marko og Stella Polux koma í dag. Fréttir Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur. Skrif- stofa s. 551 4349, opin miðvikud. kl. 14-17. Mannamót Aflagrandi 40. Kl. 9 vinnustofa, kl. 9 og kl. 13 postulínsmálun. Árskógar 4. Kl. 9-12 opin handavinnustofan, kl. 10.30-11.30 heilsu- gæsla, kl. 13-16.30 smíða- og handa- vinnustofur opnaðar, kl. 13 spilað. Kl. 13.30 keila í Keiluhöllinni í Mjódd. Bólstaðarhlíð 43. Kl. 9- 12 glerlist, kl. 9-16 handavinna, kl. 10- 10.30 bankinn, kl. 13- 16.30 brids/vist, kl. 13- 16 glerlist. Félagsstarfið, Dal- braut 18-20. Kl. 10 leik- fimi, kl. 14.30 banka- þjónusta, kl. 14.40 ferð í Bónus, kl. 9-16.30 pútt- að. Félagsstarfið Dalbraut 27. Kl. 8-16 opin handa- vinnustofan, kl. 9 silki- málun, kl. 13-16 körfu- gerð, kl. 10-13 opin verslunin, kl. 11-11.30 leikfimi, kl. 13.30 bankaþjónusta. Félagsstarfið, Hæð- argarði 31. Kl. 9 postu- línsmálun, kl. 13 málað á tré. Sviðaveisla í há- deginu á föstudag.Vík- ingar koma og skemmta, krýndur verður heiðursvíkingur á Hæðargarði, Karl Jónatansson leikur á harmonikkuna, sam- söngur undir stjórn Hjördísar Geirs. Mat- seðill er sviðakjammar og saltkjöt og meðlæti. Félagsstarfið, Löngu- hlíð 3. Kl. 9.30 hjúkr- unarfræðingur á staðn- um, kl. 10-12 verslunin opin, kl. 13 föndur og handavinna. Félag eldri borgara, Kópavogi. Skrifstofan er opin í dag frá kl. 10- 11.30, viðtalstími í Gjá- bakka kl 15-16. Félag eldri borgara, Hafnarfirði, Hraunseli, Flatahrauni 3. Tréút- skurður kl. 9, mynd- mennt kl. 10-16, glerlist kl. 13, pílukast kl. 13.30. Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði Glæsibæ. Söngfélag FEB kóræfing kl. 17 í dag. Gerðuberg, félags- starf. Kl. 9-16.30 vinnu- stofur opnar m.a. tréút- skurður frá hádegi, spilasalur opinn, kl. 13.30 kóræfing. Gjábakki, Fannborg 8. Handavinnustofan op- in, leiðbeinandi á staðn- um frá kl. 9-17, kl. 9.30 boccia,kl. 9.30 og kl. 13 glerlist, kl. 13 fé- lagsvist, kl. 17 bobb. Gullsmári, Gullsmára 13. Kl. 9 vefnaður, kl. 9.05 og kl. 9.55 leikfimi, kl. 10 ganga, kl. 11 boccia, kl. 13 keramik- málun. Hraunbær 105. Kl. 9 almenn handavinna, út- skurður og banki, kl. 13 brids. Hvassaleiti 58-60. Kl. 9-15 handmennt, kl. 9- 10 jóga, kl. 10-11 jóga, kl. 10.30-11.30 ganga, kl. 15-18 myndlist. Norðurbrún 1. Kl. 9- 16.45 opin vinnustofa, kl. 13-13.30 bankinn, kl. 14 félagsvist, kaffi og verðlaun. Vesturgata 7. Kl. 8.25- 10.30 sund, kl. 12.15- 14.30 verslunarferð í Bónus, kl. 13-14 spurt og spjallað, kl. 13-16 tréskurður. Vitatorg. Kl. 8.45 smíði, kl. 9.30 gler- skurður og morg- unstund, leikfimi al- menn, kl. 13 handmennt almennt, og postulínsmálning, kl. 14 félagsvist. Bókmenntaklúbbur Hana-nú. Fundur í kvöld kl. 20. Skáld kvöldsins eru skáldin við Skáldagötu í Hvera- gerði. Með áherslu á Pjetur Hafstein Lár- usson. Vinahjálp, brids spilað á Hótel Sögu í dag kl. 13.30. Hafnargönguhóp- urinn. Kvöldganga kl. 20 alla miðvikudaga. Lagt af stað frá horni Hafnarhúsins norð- anmegin. ITC deildin Fífa, fund- ur í kvöld kl. 20.15 í Safnaðarheimili Hjalla- krikju í Kópavogi. Allir velkomnir. Uppl. itc- fifa@isl.is Geðrækt. Hádeg- isverðafundur um geð- heilsu eldri lands- manna verður haldinn í Grensáskirkju í dag kl. 12.30-13.30 Berglind Magnúsdóttir, sálfræð- ingur, Hildur Viðars- dóttir, læknir, og Guð- jón Bergmann, jógakennari, halda er- indi og sitja fyrir svör- um. Allir velkomnir. Sjálfsbjörg, félag fatl- aðra á höfuðborg- arsvæðinu, Hátúni 12. Kl. 19.30 félagsvist. Í dag er miðvikudagur 17. september, 260. dagur ársins 2003, Lambertsmessa. Orð dagsins: Þú hefir gengið götu systur þinnar, þess vegna rétti ég að þér bikar hennar. (Esk. 23, 31.)     Niðurstaðan í þjóð-aratkvæðagreiðslu um evruna í Svíþjóð er afgerandi sigur andstæð- inga evru, 56,2% greiddu atkvæði gegn evrunni en aðeins 41,8% með henni. 2,1% kjósenda skilaði auðu. Kjörsókn í at- kvæðagreiðslunni var 80,7%. Kemur munurinn nokkuð á óvart þar sem síðustu skoðanakannanir sýndu að fylkingarnar voru orðnar nánast jafn- ar, en andstæðingar evr- unnar höfðu áður haft talsvert forskot, segir á vef Heimssýnar.     Úrslit þjóðaratkvæða-greiðslunnar eru tal- in vera mikið áfall fyrir sænska evrusinna og þá einkum og sér í lagi fyr- ir Göran Persson, for- sætisráðherra Svíþjóðar, sem barðist hart fyrir því að Svíar samþykktu að taka upp evruna,“ segir á Heimssýn. Vitnað er í fréttaskýringu Dag- ens Nyheter þar sem segir að stjórnmálaflokk- arnir sem studdu evruna hafi einnig orðið fyrir miklu áfalli þar sem í ljós hafi komið að þótt þeir ráði 80% þingsæt- anna í sænska þinginu hafi þeim ekki tekist að fylkja meirihluta sænsku þjóðarinnar á bak við sig.     Vefþjóðviljinn fjallarum sömu kosningar á sínum vef. „Í þeim löndum þar sem evran ríkir, þar ákváðu stjórn- völd það ein. Í þeim löndum þar sem kjós- endur hafa verið spurðir, þar er engin evra,“ segir í pistlinum. Rifjað er upp að meirihluti Svía fór nú að fordæmi danskra kjósenda sem höfnuðu líka evrunni fyrir þrem- ur árum. Haldið er fram að Evrópusambandið sé mjög áhugalaust um vilja íbúa sambandsins. „Þjóð- aratkvæðagreiðslur ein- stakra Evrópusambands- landa eru eitur í beinum Brusselstjórnarinnar, enda eru þær sjaldnast haldnar nema það sé óhjákvæmilegt vegna ákvæða stjórnarskrár einstakra ríkja. Evrópu- sambandið sýnir svo Brussel-lýðræðið í verki með því að þær atkvæða- greiðslur sem það tapar, þær eru endurteknar þar til kjósendur láta und- an.“     Svo segir: „Danirfelldu Maastricht- sáttmálann en voru þá látnir kjósa um hann aft- ur, að vísu með lítils- háttar breytingum. Írar felldu Nice-samninginn og voru þá einfaldlega látnir kjósa um hann aft- ur. Dönsk stjórnvöld bíða nú hagstæðs færis á að láta kjósa um evruna að nýju. Norðmenn hafa tvívegis hafnað Evrópu- sambandsaðild en þriðja atkvæðagreiðslan er sennilega ekki mjög langt undan. Og enginn þarf að ímynda sér að Svíar fái að hafa sænsku krónuna óáreittir um langa hríð.“ STAKSTEINAR Kosið um evru uns samþykkt er Víkverji skrifar... VÍKVERJI er meðal þeirra fjöl-mörgu sem eru í fasteignaleit, og hefur verið um nokkurn tíma. Fjölbreytt og fróðlegt Fast- eignablað Morgunblaðsins er lesið spjaldanna á milli og fasteignavefur mbl.is vaktaður dag og nótt. „Draumaeignin“, sem er nokkurs konar netvæddur vaktmaður, kem- ur sér vel og lætur mann vita ef álit- leg fasteign er boðin til sölu. Vík- verji er vandlátur og sérvitur á draumaeignina, bæði hvað varðar staðsetningu, verð, stærð og ásig- komulag. Eftir að hafa verið þetta lengi á markaðnum er Víkverji margs vís- ari. Hann hefur m.a. tekið eftir ýmsum brögðum fasteignasala við að fanga athygli væntanlegra við- skiptavina. Flest er þar fullkomlega eðlilegt og fagmannlega gert. Þó getur Víkverji ekki annað en bent á eins og tvö atriði sem angra hann eilítið. Þar sem fasteignar er leitað á ákveðnu svæði og af ákveðinni stærð verður vart við góðkunningja í fasteignaauglýsingunum, þ.e. íbúð- ir sem eru lengi í sölu og virðast af einhverjum ástæðum ekki ganga út. Þegar ný íbúð kemur á söluskrá skilur Víkverji það afar vel að fast- eignasalar grípi til orðfæris á borð við „vorum að fá í sölu fallega íbúð“ en þegar sá texti er óbreyttur svo mánuðum skiptir þá hættir hann að virka, a.m.k. á hinn vandláta Vík- verja. Einhverju sinni var þetta orð- að kurteislega í símtali við fast- eignasala en það hnussaði í honum, fannst honum athugasemdin allt að því móðgandi. En Víkverji er nú einu sinni þannig gerður að hann vill að hlutirnir séu kallaðir réttum nöfnum. Vorumaðfáísölu-textinn á varla við nema í eina til tvær vikur. x x x VÍKVERJI er að leita að íbúð meðhið minnsta þremur her- bergjum og rennir því augunum að- allega yfir dálka merkta „4 her- bergja“. Stofa telst víst til herbergis í þessum geira en hvorki eldhúsið né baðið. Fjögurra herbergja íbúð er því stofa og þrjú herbergi. En Víkverji hefur margsinnis rekið sig á það, einkum í Hlíðunum og Norð- urmýrinni, að undir liðnum „4 her- bergja“ eru sagðar „tvær samliggj- andi stofur“ og tvö herbergi. Finnst Víkverja að skilgreina eigi fast- eignir nær raunveruleikanum til að auðvelda fólki leit að draumaeign- inni. Af þeim sökum leggur hann til að fasteignir verði skilgreindar upp á nýtt og þær flokkaðar eftir raun- fjölda svefnherbergja. Kannski gæti það leitt til almennrar verðlækk- unar en veitir nokkuð af að draga úr þenslunni sem verið hefur? Víkverji auglýsir hér með eftir íbúð í póstnúmerinu 105 Reykjavík – þarf að hafa ÞRJÚ herbergi, eina stofu, salerni og eldhús. Morgunblaðið/Árni Sæberg Hvað skyldu vera mörg herbergi í þessum íbúðum í raun? ÉG vil koma á framfæri spurningum til Ríkissjón- varpsins varðandi sápu- óperuna Leiðarljós. Sem mikill aðdáandi þáttanna þykir mér miður að þeir skuli ekki vera sýndir á öðrum tíma þegar íþrótta- viðburðir eiga sér stað, væri ekki hægt að sýna þá á sunnudögum á eftir barnatímanum? Eins vildi ég forvitnast um hvort það væri mögu- leiki að sýna tvo þætti í röð á hverjum degi því að við erum jú 11 árum á eftir. Að lokum langar mig til að benda á hversu sniðugt það er hjá Stöð 2 að end- ursýna þætti vikunnar um helgar fyrir þá sem misst hafa úr. Kveðja, Aðdáandi Leiðarljóss. Animal Planet ÉG er sammála Önnu sem skrifar í Velvakanda föstu- dag 5. september sl. um Animal Planet. Er ég mjög óánægð með að missa af þessari rás á kvöldin en þetta er sú stöð sem við horfðum hvað mest á. Vil ég hvetja forráðamenn Stöðvar 2 til að setja end- ursýningarnar á aðra rás, t.d. einhverja af tónlistar- rásunum. Guðrún. Eilíft kattavesen ÉG er orðin þreytt á þessu eilífa kattaveseni. Hér í Hafnarfirði í kringum Jó- fríðarstaðaveg við Klaustr- ið eru villikettir úti um allt. Fyrir stuttu síðan í messu kl. 8 var stanslaust katt- arvæl í heila klukkustund meðan kettirnir pöruðu sig. Um daginn fórum við með eina kettlingafulla í Kattholt en hún hafði sótt í eitt hornið í garðinum okk- ar. Hver átti t.d. þá kisu, sem var mjög ung? 080334-2659. Að hirða eftir hundana ÉG vil benda á það sem hundeigandi hversu ógeðs- legt er að koma að hunda- saur sem ekki hefur verið tekinn upp. Þetta er hinn mesti óþrifnaður sem ég veit um því með þessu geta borist hinar ýmsu hunda- veirur sem geta í versta falli valdið dauða hunda. Bendi ég öllum þeim á er eiga hund að hirða þennan óþrifnað upp. Reykvíkingur. Dýrahald Læðu vantar heimili RÚMLEGA 3ja mánaða gömul læða óskar eftir heimili. Upplýsingar í síma 517 2603. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15  Netfang velvakandi@mbl.is Leiðarljós LÁRÉTT 1 brimill, 8 ánægð, 9 sjó- fugl, 10 eyði, 11 deila, 13 grasgeiri, 15 laufs, 18 hakan, 21 götu, 22 lús, 23 erfðafé, 24 gamalmennið. LÓÐRÉTT 2 ilmur, 3 stór sveðja, 4 styrkir, 5 sigruð, 6 eld- stæðis, 7 varmi, 12 hvíld, 14 reið, 15 bifur, 16 sníkjudýr, 17 slark, 18 ásókn, 19 deyja úr súr- efnisskorti, 20 líffæri. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU Lárétt: 1 tregi, 4 bófar, 7 lasta, 8 nýtan, 9 næg, 11 aðal, 13 magi, 14 ábata, 15 lögn, 17 skær, 20 stó, 22 gáfan, 23 teppi, 24 regns, 25 leiti. Lóðrétt: 1 telja, 2 elska, 3 iðan, 4 bing, 5 fitla, 6 rengi, 10 æsast, 12 lán, 13 mas, 15 lögur, 16 göfug, 18 kappi, 19 reisi, 20 snös, 21 ótal. Krossgáta 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 FÓLKIÐ á þessum myndum er líklega ættað af Snæfellsnesi eða Dalasýslu, e.t.v. er það af Ormsætt. Þeir sem kunna að þekkja fólkið eru beðnir um að hafa samband við Björgu Gunn- arsdóttur í síma 557 4302 eða 866 6101. Kannast þú við fólkið?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.