Morgunblaðið - 21.09.2003, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 21.09.2003, Blaðsíða 26
SKOÐUN 26 SUNNUDAGUR 21. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ ENGJASEL ? OPIÐ HÚS Heimilisfang: Engjasel 78 Stærð 206,2 fm Byggingarár: 1979 Brunabótamat: 21,4 milj. Ásett verð: 19,9 milj. VANDAÐ OG RÚMGOTT RAÐHÚS INNST Í BOTLANGA. Smekklegt raðhús á pöllum með sérsmíðuðum innréttingum. Flísar og parket á öllum gólfum. Stutt í alla þjónustu. OPIÐ HÚS Í DAG KL. 15:00 ? 17:00 Reynir Erlingsson sýnir ? 520 9556 / 896 9668 Reynir Erlingsson ? símar 520 9556/896 9668 reynir@remax.is ? Hans Pétur Jónsson lögg. fasteignasali. KRINGLUNNI 4-12, s. 800 6000 s. 585 0600 GRÆNAMÝRI - SELTJARNARNESI 258,7 fm 8 herbergja, þ.a. 5 svefnherbergja, einbýlishús í frábæru ástandi með bílskúr og upphituðu bílaplani á yndislegum stað með nærliggjandi útivistarsvæði fyrir börn og fallegum og skjól- góðum garði. Miðja hússins er opin upp í mæni og flæðir birta um allt húsið sem skartar fyrsta flokks innréttingum og gólfefnum. STÓRGLÆSILEG EIGN. ÁSETT VERÐ 37,9 MILLJ. Dalsel 31 - Opið Hús Mjög falleg íbúð á efstu hæð (3.hæð) í Dalseli. 3 svefnherbergi, frábært eldhús og góð stofa. Þvottahús í íbúð. Stórt bílskýli fylgir íbúðinni. Eignin er mikið endurnýjuð, bæði að utan og innan. Ásdís Ósk, sölufulltrúi tekur á móti gestum í dag á milli kl. 16:00 og 18:00 í dag. Ásdís Ósk Valsdóttir asdis@remax.is símar: 863-0402/520-9560 Hans Pétur Jónsson lögg. fasteignasali Heimilisfang: Dalsel 31 Stærð: 113,8 fm - Bílskýli: 29,5 fm Byggingarár: 1976 Brunab.mat: 12,9 millj. Áhvíl. 7,1 millj. - Verð 14,2 millj. MJÓDD Opið hús - Hrafnhólar 6-8, Rvík Falleg 4ra herb. íbúð með útsýni af 5. hæð. Glæsilegt harðviðarparket tengir saman stofu, eldhús og hol. Úr stofu er útgengt á yfirbyggðar svalir. Eldhús með nýlegri innréttingu og tækjum. Þrjú ágæt svefnherbergi. Stórt baðherbergi með baðkari og innréttingu. Húsið er nýklætt að utan á varanlegan hátt. Ný stór lyfta og nýlegt teppi á stigagangi. Snyrtileg lóð með mörgum leiktækj- um. Örstutt í skóla og verslun. Kristbjörn sýnir eignina í dag frá kl. 17-18. Kristbjörn Þór Þorbjörnsson Sölufulltrúi símar 520 9313/898 3221 kristbjorn@remax.is Hrafnhildur Bridde lögg. fasteignasali Heimilisfang: Hrafnhólar 6-8, 5. h. Stærð íbúðar: 96,3 fm Byggingarár: 1974 Áhvílandi: 7,8 millj. húsbr. Verð: 12,9 millj. SUÐURLANDSBRAUT Bæjarhrauni 10 Hafnarfirði MT83MT237MT109MT105 MT53MT50MT48 Opið hús í dag frá kl. 14:00 til 16:00. Í einkas. glæsil. húseign. Um er að ræða einb. á þremur hæðum auk kjallara, samtals ca 200 fm. Stofa, borðstofa, sjón- varpsskáli, 3 rúmgóð svefn- herb., glæsil. eldhús o.fl. Húsið er nánast allt endurnýjað á síðustu árum. Góð staðsetn. Útsýni. Fullbúin eign í sérflokki. Laust fljótlega. Verð 22 millj. 98561 Magnús Emilsson löggiltur fasteignasala Vesturbraut 6 - Hf. - Einb. - Opið hús Verið velkomin BARÐASTAÐIR 89 - EINBÝLI OPIÐ HÚS Í DAG FRÁ KL. 14-16 Glæsilegt steinsteypt,einlyft 225 fm fullbúið einbýlishús á frábærum stað á jaðri byggðs og óbyggðs svæðis. Allar innréttingar, tæki og gólfefni af vönduðustu gerð og allur frágangur til fyrirmyndar. 4 rúmgóð svefnher- bergi, glæsilegt stórt baðherbergi með nuddkari. Glæsilegt stórt eldhús með sérsmíðuðum innréttingum og vönduðum tækjum. Bjartar og stórar stofur, mikil lofthæð og innb. ?halogen?-lýsing. Gengið úr stofu út á ca 65 fm sólpall í fallegum garði með skjólgirðingum sem umlykja húsið á 3 vegu. Hellulagt bílastæði með hitalögnum. Áhv. 8,4 millj. húsbr. Óskað er eftir tilboðum í húsið. Ólafur Blöndal fasteignasali sýnir húsið í dag ásamt húsráðendum, Finnboga og Eddu. Í MORGUNBLAÐINU 17. ágúst síðastliðinn er grein er nefnist ?Verndun rjúpunnar? og eru grein- arhöfundar sagðir vera Jón Gunnar Ottósson, forstjóri Náttúru- fræðistofnunar, og fuglafræðingarnir Ólafur Karl Niel- sen og Kristinn Haukur Skarphéð- insson. Svipað efni og kemur fram í greininni er einnig að finna á heimasíðu Nátt- úrufræðistofnunar. Kjarni grein- anna er rök Náttúrufræðistofnunar fyrir þeim tillögum til umhverf- isráðherra um að friða rjúpuna í 5 ár. Þá er að finna í greininni gagn- rýni á tillögur Skotveiðifélags Ís- lands og veiðistjórnunarsviðs Um- hverfisstofnunar. Frá því að tillögur Náttúrufræðistofnunar litu dagsins ljós hefur Skotveiðifélag Íslands haft ýmislegt við þær að at- huga og gagnrýnt þær á rök- studdan hátt. Í svargrein þessari vill Skotveiðifélag Íslands útskýra sjónarmið sín þar sem í grein Nátt- úrufræðistofnunar er gert lítið úr skoðunum okkar, svo ekki sé meira sagt. Sögulegt lágmark Náttúrufræðistofnun Íslands segir að íslenski rjúpnastofninn sé líklegast í sögulegu lágmarki. Þetta þýðir á góðri íslensku að líklegast hafi rjúpur aldrei verið færri. Skot- veiðifélag Íslands hafnar algjörlega þessari fullyrðingu þar sem rann- sóknargögn Náttúrufræðistofnunar eru tiltölulega takmörkuð. Vissu- lega eru til ágæt gögn frá Norð- austurlandi síðustu 20 árin en áreiðanleg gögn er varla hægt að tala um fyrr en eftir 1995, árið sem veiðikortakerfið var sett á lagg- irnar. Sterkar líkur eru þó á því að íslenski rjúpnastofninn sé í lág- marki. Hins vegar er ekkert sem bendir til að yfirstandandi lágmark sé lægra en fyrri lágmörk heldur virðist það öllu heldur vera svipað. Prófessor Arnþór Garðarsson hefur bent á að rjúpnasveiflan sé minni nú en hún var fyrir 50 árum. Síðan á 6. áratugnum hafi stofninn verið stöðugri en mun lægri toppar. Arn- þór bendir einnig á að fjölg- unarhraðinn sé ekki nema 25% á ári hverju núna í stað 60% áður. Þessum mikla fjölgunarhraða mundu fylgja háir toppar og háum toppum myndi fylgja mikil fækkun. Það er því alls ekki slæmur kostur fyrir veiðimenn að stofninn sé ávallt í meðallagi. Í stuttu máli má því segja að ekkert komi fram í gögnum Náttúrufræðistofnunar að rjúpan sé í útrýmingarhættu eða að henni stafi veruleg hætta af veiðum landsmanna. Skotveiðifélag Íslands telur það allsendis óviðunandi að stofnunin skuli því hafa sett rjúp- una á válista. Til þess að fuglateg- und fari á válista þarf hún að vera í yfirvofandi hættu, fækkunin þarf að vera 30% á 10 ára tímabili. Ís- lenski rjúpnastofninn sveiflast á 10 ára fresti. Munur á fjölda rjúpna í hámarksári og í lágmarksári hefur verið 3?10 faldur. Skotveiðifélagið hefur gagnrýnt að þrátt fyrir að verulegar fjárhæðir hafi runnið úr veiðikortasjóði til rjúpnarannsókna, eða um 43.000.000 króna, hefur enn ekki verið gert stofnlíkan af stofn- inum né heldur eru til upplýsingar um stærð hans. Náttúrufræði- stofnun Íslands hefur því ekki sýnt fram á nægjanleg rök sem réttlæta að rjúpan sé komin á válista. Áhrif veiða á rjúpuna Skotveiðifélag Íslands er ekki sammála Náttúrufræðistofnun Ís- lands um þátt veiða í fækkun rjúp- unnar. Því miður hefur Nátt- úrufræðistofnun ekki tekist með rannsóknum sínum að sýna fram á áhrif skotveiða á rjúpnastofninn. SKOTVÍS hafnar þó því ekki að veiðar geti haft einhver áhrif á rjúpuna, einkum þó þegar hún er í lágmarki. Rannsóknir erlendis benda til þess að áhrif veiða séu til- tölulega lítil, mætti í því sambandi benda á rannsókn sænska fugla- fræðingsins Mariu Hörnell í Jämt- landsléni í Norður-Svíþjóð. Einnig hafa svipaðar rannsóknir verið gerðar í Noregi. Rannsóknir þessar voru gerðar frá Gudbrandsdalen að Österdal, en gífurlegt veiðiálag er á þessu svæði og hafði rjúpu fækkað mjög mikið á svæðinu frá árinu 1998. Nú hefur hins vegar rjúpunni fjölgað aftur og er búist við mikilli rjúpu á svæðinu í ár. Undanfarin ár hafa íslenskir rjúpnaveiðimenn ver- ið að veiða um 120.000 rjúpur á ári en af og til hefur veiðin komist í ná- lægð við 150.000 rjúpur. Veiðin hef- ur því verið mjög svipuð frá ári til árs, án tillits til stöðu rjúpnastofns- ins. Árið 2002 eru líkur á að veiðst hafi rúmlega 80.000 rjúpur. Nátt- úrufræðistofnun telur að þessi fækkun stafi fyrst og fremst af fækkun í rjúpnastofninum. Þessu er SKOTVÍS heldur ekki sammála, félagið telur að fækkunin sé fyrst og fremst vegna þess að undanfarin 3 ár hafi skotveiðimenn markvisst dregið úr veiðum sínum á rjúpu. Í skoðanakönnun sem félagið gerði að frumkvæði Ólafs Karvels Páls- sonar, fyrrverandi formanns SKOTVÍS, kom í ljós að 41% fé- lagsmanna SKOTVÍS hafði dregið úr rjúpnaveiðum sínum. Skoð- anakönnun veiðistjórnunarsviðs Umhverfisstofnunar og upplýs- ingar úr veiðikortakerfinu staðfesta þessa fullyrðingu SKOTVÍS þar sem að ljóst er að nokkur hundruð veiðimanna gengu ekki til rjúpna á síðast liðnu ári. Arnþór Garð- arsson, prófessor í dýrafræði við Háskóla Íslands, segist ekki hafa séð sannfærandi gögn um að veið- arnar bætist við önnur afföll og rjúpurnar verði þá færri á vorin. Hann telur að þær rannsóknir sem hann hefur tekið þátt í bendi til þess að það séu aðrir þættir sem stjórni sveiflunni og þar með stofn- inum hverju sinni. Rétt er að benda á að fækkun rjúpunnar hefur verið svipuð á þeim svæðum sem friðuð eru og á þeim svæðum sem veitt er á. Undantekningin er Úlfarsfell í næsta nágrenni Reykjavíkur, SKOTVÍS telur þó ekki það rann- sóknarsvæði marktækt vegna ná- lægðar við borgina, óvenju mikils veiðiálags og fjölda rándýra. Rann- sóknir Náttúrufræðistofnunar í Hrísey árið 2000 þar sem senditæki voru sett á tæplega 200 rjúpur sýndu að af rjúpum sem voru á lífi 17. september eru aðeins 18% á lífi 18. desember og aðeins 4% þeirra féllu vegna veiða. Ef borið er sam- an við Úlfarsfell sést að af rjúpum sem voru á lífi í upphafi veiðitímans voru 26% á lífi 24. desember og 67% af þeim drápust af völdum veiða. Til þess að fá marktækar upplýsingar um áhrif veiða á rjúpn- astofninn er nauðsynlegt að hafa haldgóðar upplýsingar um fjölda veiddra fugla og sóknarþunga. Þá er nauðsynlegt að hafa nokkuð ná- kvæmar upplýsingar um stofn- stærð rjúpunnar. Þess vegna er af- ar brýnt að veiðikortakerfið sé virkt, aðeins með hjálp þess er hægt að fá marktækar upplýsingar um áhrif veiða á rjúpuna. Friðun rjúpunnar Tillögur Náttúrufræðistofnunar um friðun rjúpunnar komu okkur gjörsamlega á óvart. Mál þetta hafði greinilega verið undirbúið af mikilli leynd og að því að virðist ekki haft neitt samráð við einn eða neinn. Þetta kom okkur sem sagt mjög á óvart því fram til þessa hafði ráðuneytið haft mjög náið samstarf við SKOTVÍS um flest það er varðar skotveiðar. Eins og áður hefur komið fram getum við ekki séð neitt í gögnum Nátt- úrufræðistofnunar sem bendir til þess að nauðsynlegt sé að grípa til svo róttækra aðgerða sem friðun er. Þá verður ekki séð að íslenski fálkastofninn sé í neinni hættu mið- að við að rjúpan sé í lágmarki. SKOTVÍS leggur höfuðáhersluna á markvissa veiðistjórnun fremur en friðun, en friðun getur ekki talist markviss veiðistjórnun. Ekki verð- ur séð að friðun rjúpunnar á liðinni öld hafi skilað neinum áþreif- anlegum árangri. Náttúru- fræðistofnun bendir vissulega á að eftir friðunina 1920?1923 hafi verið fluttar út 950.000 rjúpur næstu 4 árin eftir friðunina. Það er hins vegar athyglisvert að eftir frið- unina 1930?1932 var útflutningur innan við þriðjungur af áðurnefnd- um fjölda næstu 4 árin eftir frið- unina. Þá fæst ekki séð að friðunin 1915 hafi haft nein áhrif, sömuleiðis ekki stytting veiðitímans árið 1993. Rjúpnaveiðar hafa lengst af verið stundaðar sem atvinna. Rjúpan hefur um langan tíma skipað þann sess að vera jólamatur Íslendinga. Það hefur því verið góður mark- aður fyrir þessa afurð. Bændur og aðrir höfðu nokkrar tekjur af þess- um veiðum. Á seinustu áratugum hefur orðið bylting í skiptingu bú- setu á landinu. Flestir Íslendingar búa nú í þéttbýli og úrval matvæla í verslunum hefur stóraukist, og verð á nokkrum kjöttegundum lækkað verulega. Rjúpnaveiðar eru nú nánast aðeins stundaðar sem tómstundagaman. Fáir ein- staklingar stunda rjúpnaveiðar í ábataskyni. Rjúpnaveiðar hafa því ekki lengur neina þýðingu sem at- vinnugrein. Miðað við það verð sem fæst fyrir rjúpuna á almennum markaði borga rjúpnaveiðar sig ekki á nokkurn hátt. Það er hins vegar áhyggjuefni að um 10% veiði- manna veiða um helming allra rjúpna. Þessir veiðimenn eru ekki að selja bráðina í ábataskyni heldur fyrst og fremst til að kosta veiði- ferðir sínar með einhverjum hætti. Skotveiðifélag Íslands er þeirrar skoðunar að veiðar á villtum dýrum eigi að vera tómstundagaman en ekki hugsaðar til tekjuöflunar. Bændur hafa núorðið því nánast engar tekjur af rjúpnaveiðum en hins vegar mun meiri tekjur af þjónustu við rjúpnaveiðimenn. Láta má nærri að rjúpnaveiðimenn eyði hátt í 60 milljónum króna í veið- Rjúpan og réttlætið Eftir Sigmar B. Hauksson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.