Morgunblaðið - 21.09.2003, Qupperneq 37

Morgunblaðið - 21.09.2003, Qupperneq 37
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. SEPTEMBER 2003 37 DAGBÓK STJÖRNUSPÁ Frances Drake MEYJA Afmælisbörn dagsins: Þú ert nútímaleg/ur og kannt að meta fegurð. Einn- ig laðast þú að ráðgátum, spennu og undarlegum uppákomum. Þetta gæti orð- ið eitt besta ár lífs þíns. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Þetta er góður dagur til fé- lagslífs, sérstaklega til að leika sér við börn. Sköp- unargleðin er mikil í dag og rétt að veita henni útrás. Naut (20. apríl - 20. maí)  Upplagt er að verja deginum í hlýjum faðmi fjölskyldunnar eða einn heima fyrir í þínum einkaheimi. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Þetta er dagurinn til að taka það rólega, njóta þess að tala við börnin, félaga eða ná- granna. Þú ert með spaugs- yrði á vörum í dag. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Þú munt njóta þess að fara í búðir í dag og gætir fundið eitthvað fallegt eða listrænt fyrir einhvern í fjölskyldunni eða heimilið. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Tunglið er í merki þínu í dag og það veitir þér aukinn kraft. Þú munt njóta þess að tala við alla, sem þú hittir. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Þrátt fyrir afstöðu stjarn- anna væri rétt að hvíla sig í dag og ná andanum. Ekki er hægt að verða við öllum kröf- um, sem lagðar eru á herðar þér. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Samtöl við vini og hópa munu ganga mjög vel í dag. Nóg er af góðum tilfinningum og þú ættir að nota tækifæri til að koma öðrum til hjálpar. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Samtöl við foreldra og yf- irboðara munu ganga vel í dag. Það væri skynsamlegt að heimsækja foreldrana og jafnvel einhvern annan, sem þú berð virðingu fyrir. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Þú ert í essinu þínu í dag og það er gott vegna þess að meira verður tekið eftir þér en venjulega. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Líklegt er að einhver muni veita þér aðstoð eða gefa þér gjöf í dag. Ef það gerist er réttara að þiggja því að dóna- legt væri að hafna. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Umræður um ferðlög, æðri menntun og útgáfudrauma ganga vel í dag. Ekki vera hræddur við að segja góðum vini leyndarmál. Það mun borga sig. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Það er kraftur í þér í dag og þú vilt skipuleggja þig betur. Ekki ganga of langt, en nýttu tækifærið til að láta til skarar skríða. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. KVEÐIÐ Á SANDI Yfir kaldan eyðisand einn um nótt ég sveima. Nú er horfið Norðurland, nú á ég hvergi heima. Kristján Jónsson. LJÓÐABROT ÁRNAÐ HEILLA 80 ÁRA afmæli. Í dag,sunnudaginn 21. september, er áttræð Hel- ena Sigtryggsdóttir, lengst af húsmóðir á Siglufirði en nú búsett í Kópavogi. Eig- inmaður hennar var Jóhann G. Möller en hann lést árið 1997. Helena tekur á móti ættingjum og vinum á Mar- bakkabraut 32 í Kópavogi frá kl. 18 í kvöld. 60 ÁRA afmæli. Í dag,sunnudaginn 21. september, er sextugur Ólafur S. Guðmundsson, pípulagningameistari, Urð- arbakka 36, Reykjavík. Eiginkona hans er Sig- urbjörg Smith. Þau eru stödd erlendis. Alls staðar þar sem minnst er á Howard Schenken (1905-1979) í bridsbókum er þess getið í framhjáhlaupi að hann hafi sennilega verið besti spilari allra tíma. Bobby Wolff segir um Schenken: „Hann spilaði öllum öðr- um betur; svo vel, að and- stæðingunum fannst þeir sí- fellt vera að spila af sér.“ Þetta er eitt af meist- arastykkjum Schenkens. Suður gefur; enginn á hættu. Norður ♠ 6532 ♥ ÁK95 ♦ G72 ♣K9 Vestur Austur ♠ KDG108 ♠ 9 ♥ 32 ♥ DG1086 ♦ 95 ♦ KD103 ♣G743 ♣652 Suður ♠ Á74 ♥ 74 ♦ Á864 ♣ÁD108 Vestur Norður Austur Suður -- -- -- 1 lauf Pass 1 hjarta Pass 1 grand Pass 3 grönd Pass Pass Pass Útspilið var spaðakóngur. Schenken dúkkaði fyrsta spaðann, en drap þann næsta þegar austur henti hjarta. Útlitið var ekki beys- ið, því jafnvel þótt laufið gæfi fjóra slagi sáust ekki nema átta. Og einhvern veg- inn varð að særa fram þann níunda án þess að vestur kæmist inn. Lausin fólst í sögnunum. Af hverju strögl- aði vestur ekki á einum spaða með svo góðan lit? Hann átti greinilega ekkert annað og því ákvað Schen- ken að spila strax tígli að blindum. Hann lét sjöuna úr borði og austur drap með tíu. Austur skipti yfir í hjarta- drottningu, sem Schenken drap og spilaði tígulgosa og dúkkaði drottningu austurs. Þegar nían kom úr vestrinu var slagur kominn á tígul- áttu með svíningu. Þá var það laufið. Austur spilaði aftur hjarta á blindan og Schenken svínaði tíguláttu og tók ásinn. Vestur var í vanda og henti spöðum í tíglana tvo. Schenken þurfti þá ekkert að velta fyrir sér laufgosanum heldur spilaði spaða og fríaði níunda slag- inn á spaðahund. AV gerðu ekkert af sér, en eins og Wolff réttilega bendir á: Þeir hafa ábyggilega haldið að þetta væri allt þeim að kenna. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson 1. e4 e6 2. d4 d5 3. Rd2 c5 4. Rgf3 cxd4 5. Rxd4 Rc6 6. Rxc6 bxc6 7. Bd3 Rf6 8. O-O Dc7 9. c4 Bd6 10. h3 O-O 11. Dc2 dxe4 12. Bxe4 Rxe4 13. Rxe4 Be7 14. c5 e5 15. f4 Bf5 16. Be3 Hab8 17. Had1 Hfe8 18. Rf6+ Bxf6 19. Dxf5 Hxb2 20. Hd7 Da5 21. De4 Dxa2 22. Dxc6 Hf8 23. fxe5 Bxe5 24. He7 Hb1 25. Hexf7 Hxf1+ 26. Hxf1 Staðan kom upp á al- þjóðlegu móti sem fram fór í Egyptalandi fyrir stuttu. Spartak Vy- sochin (2560) hafði svart gegn Esam Aly Ahmed (2403). 26...Bh2+! vinnur skiptamun og nokkru síðar skák- ina. 27. Kxh2 Hxf1 28. Dd7 Hf7 29. Dd4 De6 30. Bf4 h6 31. Da4 Hf6 32. Bg3 a6 33. Bd6 De2 34. Db3+ Kh7 35. Db1+ Hg6 36. Bg3 De3 37. Bd6 De2 38. Bg3 h5 39. Db7 Dd3 40. Bd6 a5 41. Da8 Hg5 42. De8 Dd5 43. De2 a4 44. Dc2+ Hg6 45. h4 a3 46. Bg3 a2 47. Db2 Ha6 og hvítur gafst upp. Í Ráðhúsi Reykjavíkur munu skákkonur í Taflfélaginu Helli gera tilraun til að bæta Norðurlandamet í kvenna- fjöltefli. Allar konur eru hvattar til að mæta og taka þátt í þessum einstaka við- burði sem hefst kl. 14. Skák- félagið Hrókurinn efnir til mikils barnaskákmóts sem fram fer í Broadway í dag. Nánari upplýsingar um mótið er að finna á hrok- urinn.is. SKÁK Helgi Áss Grétarsson Svartur á leik. Námskeið um meðvirkni, samskipti, tjáskipti og tilfinningar verður haldið föstudagskvöldið 3. október og laugardaginn 4. október í kórkjallara Hallgrímskirkju. Nánari upplýsingar og skráning í síma 553 8800. Taktu mér eins og ég er, svo ég geti lært hvað ég get orðið Meðvirkni Stefán Jóhannsson, MA, fjölskylduráðgjafi Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is Ótrúlegt tilboð á síðustu sætunum til Costa del Sol þann 1. október í 3 vik- ur. Nú getur þú notið skemmtilegasta tíma ársins á þessum vinsælasta áfanga- stað Íslendinga í sólinni og búið við frá- bæran aðbúnað. Þú bókar núna, og pantar tvö sæti, en greiðir aðeins fyrir eitt og þú getur valið um úrvalsgististaði á meðan á dvölinni stendur. Á Costa del Sol er að finna besta veðurfar í Evrópu og hér er auðvelt að njóta lífsins við frábæran aðbúnað. Verð kr. 49.950 M.v. 2 í herbergi/stúdíó, 1. okt., 3 vikur. Almennt verð kr. 52.450 Ferðir til og frá flugvelli, kr. 1.800. Verð kr. 39.963 M.v. hjón með 2 börn, 2–11 ára. Stökktutilboð. Almennt verð kr. 41.960 Verð kr. 19.950 Flugsæti til Costa del Sol, 1. okt. með sköttum. 2 fyrir 1. Munið Mastercard ferðaávísunina Síðustu sætin 24. sept. – 9 sæti 1. okt. – 21 sæti 3 vikur til Costa del Sol 1. október frá kr. 19.950 Vissir þú... að hér á landi er starfandi vandaður sálarrannsóknarskóli? • Vissir þú að hérlendis er starfræktur vandaður sálarrann- sóknarskóli eitt kvöld í viku sem venjulegt fólk á öllum aldri sækir til að fræðast um flestöll dulræn mál og líkurnar á lífi eftir dauðann sem og hvar framliðnir eru og hvers konar þjóðfélag er þar að öllum líkindum? • Og vissir þú að í þessum skóla eru vandaðir fyrirlestrar um allt sem vitað er um skyggnigáfuna, draugagang, fyrirboða, orkubrautir líkamans, líkamninga að handan, svipi framlið- inna, álfa og huldufólk, geimverur, berdreymi, árur líkam- ans, ásókn, um guðlegar sýnir, ásamt öllum hinum fjölda- mörgu rannsóknum sem framkvæmdar hafa verið á þessum merkilegu hlutum í dag en alltof fáir vita yfirleitt um? • Og vissir þú að sálarrannsóknir Vesturlanda eru líklega ein af örfáum ef ekki eina fræðilega og vísindalega leiðin sem svarar mörgum ef ekki flestum grundvallarspurningum okkar í dag um mögulegan sem og líklegan tilgang lífsins hér í heimi, sem venjulegt fólk langar alltaf að vita meira um? Ef þú vissir það ekki, þá er svo sannarlega tími kominn til að lyfta sér upp eitt kvöld í viku í skóla sem hefur hófleg skóla- gjöld og fræðast um flestar hliðar þessara mála. Hringdu og fáðu allar nánari upplýsingar um skemmtilegasta skólann í bænum í dag. Svarað er í síma skólans alla daga frá kl. 13 til 19. Sálarrannsóknarskólinn - skemmtilegasti skólinn í bænum Síðumúla 31 • s. 588 6060 Það er vel þekkt, að ekki henta merkingar ýmissa orða vel í ákveðnu um- hverfi og stundum alls ekki. Þó verða þau með góðum vilja ekki misskil- in. Þetta datt mér í hug, þegar ég fyrir nokkru las frásögn af hörmulegu slysi, þar sem var ekki náð í þann lækni, sem stytzt var til. Þá var í einni blaðafregn talað um, að samband hefði verið haft við vitlausan lækni, því að annar hefði verið nær vettvangi. Í öðru blaði var hins vegar talað um rangan lækni í þessu tilviki, og það hefur auð- vitað þótt eðlilegra mál á þeim bæ. Hér hefði svo í þriðja lagi e. t. v. mátt tala um réttan lækni og það verið alveg hlutlaus frá- sögn. Fáum dögum síðar varð bílvelta norður í landi. Þá orðaði blaðamað- urinn það svo, að bíllinn hefði farið marga hringi niður brekkuna, áður en hann stanzaði undir rof- barði. Ég staldraði við no. hringur í frásögninni, enda á ég von á, að ein- hverjir hafi gert hið sama. Þegar bifreið á í hlut eða eitthvert annað farartæki, er talað um, að hún hafi oltið og farið svo og svo margar veltur í brekk- unni, en ekki hringi, þótt enginn geti vissulega mis- skilið, við hvað var átt. Þessi dæmi sýna okkur mjög vel, að ekki er sama hvaða orð við notum í ofangreindum setningum, þótt allt skiljist að lokum. Engum dettur í hug, að náð hafi verið í „vitlausan“ lækni, þótt hann hafi verið of langt sóttur á slysstað. En hér átti lo. vitlaus eng- an veginn heima. Við hringjum stundum í vit- laust símanúmer og jafn- vel vitlausan mann, þegar við ætluðum að hringja í annað númer og annan mann. Hér er þetta ein- ungis ábending um það, að menn verða að velta orðunum fyrir sér, svo að þeir noti ekki „vitlaus“ orð í frásögn sinni, heldur rétt orð eða rétta merk- ingu orðs. – J.A.J. jaj- @simnet.is ORÐABÓKIN Tvíræð orð

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.