Morgunblaðið - 03.10.2003, Qupperneq 21
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. OKTÓBER 2003 21
www.dalecarnegie.is
R
Ú
N
A
sími 555 7080
Vilt þú
auka söluna
um 38%?
*Um 2.500 Dale Carnegie þjálfarar
eru starfandi í 90 löndum í dag.
Átta vikna söluþjálfun Dale Carnegie byggir á
verklegum æfingum og skilar áþreifanlegum árangri.
Ármann Rafn Úlfarsson hjá Vélasölunni náði
38% söluaukningu á meðan á þjálfuninni stóð
og hefur haldið henni síðan.
Á meðal fjölda ánægðra viðskiptavina eru
Síminn, Skýrr, 66°N o.fl.
Þjálfunin skilar
þátttakendum:
Betri yfirsýn yfir sölutækifæri
Skipulagi við sókn á markaðinn
Betri nýtingu á tíma og
fjárfestingu
Skilvirku spurningaferli
Tækni til að sigrast á mótbárum
Öryggi í framkomu
Fleiri árangursríkum
söluheimsóknum
AUKINNI SÖLU ! ! !
Stjórnandi
þjálfunarinnar er
Thor Ólafsson
sem hefur
víðtæka reynslu
af sölustjórnun
á Íslandi og var
nýlega valinn
einn af 10 bestu
Dale Carnegie
þjálfurum heims
á árinu 2002.*
Næsta söluþjálfun hefst 13. október.
BORGARRÁÐ hefur samþykkt með
fjórum samhljóða atkvæðum að eig-
anda hússins í Heiðargerði 76 verði
veittur 50 daga frestur til að fjar-
lægja viðbyggingu af húsinu, sem
byggð var í óleyfi árið 2000 að mati
borgaryfirvalda. Verði húseigandinn
ekki við þessum fyrirmælum verður
hann beittur 50 þúsund króna dag-
sektum.
Í bréfi lögfræðings húseigandans
til borgarstjóra kemur fram að hús-
eigandinn telur ekki að um óleyfis-
byggingu sé að ræða, þar sem skipu-
lags- og byggingaryfirvöld
borgarinnar hafi ekki gætt lög-
mætra skilyrða við útgáfu bygging-
arleyfis vegna viðbyggingarinnar á
sínum tíma. Þá segir húseigandinn
að fyrir liggi vilyrði frá fyrrverandi
formanni skipulagsnefndar um að
ekki verði óskað eftir niðurrifi á við-
byggingunni á meðan unnið sé að
deiliskipulagi Heiðargerðisreits.
Byggingarfulltrúinn í Reykjavík hafi
einnig sagt á fundi með húseiganda
og syni hans að veittur yrði 6 mánaða
frestur, ef krafist yrði niðurrifs.
Lögfræðingur húseigandans telur
fjárhæð dagsekta fáheyrða miðað við
ekki meiri hagsmuni. „Reykjavíkur-
borg er hér að eiga við ellilífeyris-
þega, sem hafa verið búsettir í
Reykjavík frá fæðingu, í máli, þar
sem skipulags- og byggingaryfirvöld
borgarinnar fóru ekki að lögum við
veitingu byggingarleyfis vegna
hinna umdeildu framkvæmda,“ segir
jafnframt í bréfi lögfræðings húseig-
andans til borgarstjóra.
Endurskoða þarf deiliskipulag
til að leyfa bygginguna
Fulltrúi borgarlögmanns telur
hins vegar að á grundvelli dómsnið-
urstöðu Hæstaréttar sé eiganda
hússins skylt að fjarlægja umrædda
viðbyggingu án kostnaðarþátttöku
borgaryfirvalda. Hann sagðist jafn-
framt telja að til þess að leyfa við-
bygginguna væri nauðsynlegt að yf-
irfara deiliskipulagstillögu fyrir
Heiðargerðisreitinn, enda þurfi að
auka svokallað nýtingarhlutfall lóð-
arinnar til þess að viðbyggingin
verði lögleg. Enda segi í dómi
Hæstaréttar að næstu nágrannar
húseigandans hefðu mátt treysta því
að ekki yrði ráðist í frekari stækkun
hússins án þess að unnið yrði að
deiliskipulagi þar sem tekið yrði tillit
til byggðamynsturs svæðisins.
Óleyfisbygging í Heiðargerði
Fær 50 daga
frest til að rífa
viðbygginguna
Hafnarfirði | Borgarráð hefur
samþykkt að Orkuveita Reykjavíkur
kaupi hlut Hafnarfjarðarbæjar í fyr-
irtækinu, en hlutur Hafnarfjarðar
var tæplega 1% í OR. Söluverðið á
þessum 1% hlut Hafnfirðinga er
rúmar 346 milljónir króna, en
ákvörðun kaupverðs tók mið af
samningi Orkuveitunnar og Garða-
bæjar um kaup á eignarhlut bæj-
arins fyrir tæpu ári síðan. Sam-
kvæmt samningnum við
Hafnarfjarðarbæ verður þriðjungur
kaupverðsins greiddur út strax en
eftirstöðvarnar verða greiddar með
þremur greiðslum næstu þrjú árin.
OR kaupir hlut
Hafnarfjarðar
Miðbæ | Íbyggnar sitja ungu
stúlkurnar þrjár á bekk við Lækj-
argötuna í miðbæ Reykjavíkur og
njóta haustblíðunnar milli anna í
skólanum. Framtíðin er þeirra og
vafalaust munu þær í fyllingu
tímans feta í fótspor fjórðu stúlk-
unnar, sem stendur á stalli að
baki og huggar barn sitt blíð-
lega.
Morgunblaðið/Ásdís
Þrjár á bekk og
ein á stalli
Bessastöðum | Ungur fálki birtist
í gær í heimsókn á Bessastöðum,
fuglaáhugamönnum til ánægju en
öðrum fuglum
á svæðinu var
lítt skemmt.
Fálkinn tyllti
sér niður á
túnið við
Bessastaði
rétt neðan við
kirkjuna og
sat þar hinn rólegasti og fylgdist
vel með bæði fugla- og mannlífinu,
að sögn fuglaáhugamanna sem
fylgdust grannt með athæfi fálk-
ans. Eftir nokkra stund flaug hann
upp og stakk sér að gæsahóp og
smáfuglum, en tókst ekki að ná sér
í bráð. Þá flaug hann í stórum boga
yfir bæinn og lenti að því loknu við
Skógtjörn. Þaðan hóf hann sig á
loft á ný og lauk heimsókn sinni til
Bessastaða, a.m.k. í þetta skiptið.
Að sögn þeirra sem sáu fuglinn var
skemmtilegt að fylgjast með heim-
sókn fálkans, sem virtist vel hald-
inn og pattaralegur ungur fugl.
Þegar hann flaug hringinn varð
mikill óróleiki meðal annarra fugla
á svæðinu, m.a. varð lóuhóp bylt
við. Hópur margæsa sem var búinn
að halda til á Skógtjörninni hefur
ekki sést eftir heimsókn fálkans,
líklega óvanar slíkum heimsóknum
þar sem fálkar hafa hingað til verið
fáséðir á þessum slóðum.
Fálki í heimsókn
á Bessastöðum
Seltjarnarnesi | ÁTVR hefur opnað nýja vínbúð á efri hæðinni á Eiðistorgi. Í
tengslum við þessa opnum hefur gömlu vínbúðinni í kjallara Eiðistorgs verið
lokað en þar hefur hún verið síðan árið 1989. Í tilefni opnunarinnar var gest-
um boðið í morgunmat og hélt Ívar J. Arndal forstjóri tölu um tildrög þess-
ara breytinga.
Málverk eftir Tolla prýða veggi vínbúðarinnar, en hann mun sýna list sína í
völdum vínbúðum ÁTVR næsta árið. Unnið er að því að breyta útliti allra vín-
búða ÁTVR og á því að vera lokið árið 2005. Nýja verslunin á Eiðistorgi er
með nýja útlitinu og þar verður boðið upp á um 900 tegundir af víni og bjór.
Verslunarstjóri er Einar Benediktsson og er búðin opin kl. 11–18 virka daga
nema föstudaga, þá er hún opin til kl. 20. Á laugardögum er opið kl. 11–16.
Vínbúð í nýju húsnæði á Eiðistorgi
Hafnarfirði | Íslensk-þýsk göngu-
messa verður haldin sunnudaginn 5.
október í Hafnarfirði, þegar gengið
verður eftir göngukrossi frá nýja
minnismerkinu um fyrstu lútersku
kirkjuna við Hafnarfjarðarhöfn að
Hafnarfjarðarkirkju, þar sem mess-
unni verður fram haldið. Á göngunni
verður staldrað við nokkra
merkisstaði þar sem Jón-
atan Garðarsson mun skýra
frá sögulegum atburðum.
Sr. Kristján Valur Ingólfs-
son mun þýða það sem fram
fer yfir á þýsku og ganga í
fararbroddi ásamt sr.
Gunnþóri Þ. Ingasyni sóknarpresti í
Hafnarfjarðarkirkju.
Göngumessan hefst kl. 10.30 við
minnismerkið um fyrstu lútersku
kirkjuna á Íslandi, sem þýskir kaup-
menn reistu í Hafnarfirði árið 1533.
Forsetar Íslands og Þýskalands af-
hjúpuðu minnismerkið, sem er í got-
neskum stíl, 1. júlí í sumar og Karl
Sigurbjörnsson biskup Íslands vígði.
Alda Ingibergsdóttir syngur einsöng
við minnismerkið, lesin verða valin
ritningarorð og Jónatan Garðarsson
mun rifja upp sögubrot frá fyrri tíð.
Á leiðinni frá minnismerkinu verð-
ur fyrst staldrað við fyrir sunnan
fiskmarkaðinn við Cuxhavengötu,
þar sem fyrsta lúterska kirkjan mun
hafa staðið. Þaðan verður gengið að
hinni gömlu Flensborg og einnig
verður áð undir Skipahamri, þar
sem Bjarni Sívertssen hóf
skipasmíðar fyrir hartnær
tveimur öldum. Að lokinni
messu býður sóknarnefnd
til kaffi í Hásölum.
Fyrir 15 árum voru
mynduð vinabæjatengsl
milli Cuxhaven og Hafn-
arfjarðar en rétt rúmlega 400 ár eru
liðin frá því að að þýskir kaupmenn
frá Hamborgarsvæðinu sigldu frá
Hafnarfirði í síðasta sinn með haust-
skipum árið 1603. Ári fyrr var einok-
unarverslun komið á hér á landi, en
umsvif þýsku kaupmannanna voru
talsverð í Hafnarfirði og kirkjan sem
þeir reistu mun hafa verið vegleg og
smíðuð úr sérvöldum eikarviði. Hún
var síðan rifin niður líkt og önnur
ummerki um veru og verslun þýsku
kaupmannanna í Firðinum.
Íslensk-þýsk
göngumessa