Morgunblaðið - 03.10.2003, Qupperneq 26
DAGLEGT LÍF
26 FÖSTUDAGUR 3. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ
Daily Vits
FRÁ
Stanslaus orka
H
á
g
æ
ð
a
fra
m
le
ið
sla
-fyrir útlitið
ÞAÐ vakti athygli þegar leikkonan Demi
Moore sem er fertug fór að sjást æ oftar op-
inberlega með hinum 15 árum yngri leikara,
Ashton Kutcher. Samkvæmt könnun sem
bandaríska tímaritið AARP gerði nýlega er
hún greinilega ekki ein á báti því um þriðj-
ungur kvenna, fjörutíu ára og eldri, í Banda-
ríkjunum, á í ástarsambandi við yngri menn.
Tímaritið er gefið út af samtökunum
AARP (American Association of Retired
Persons) sem stofnuð voru árið 1958 fyrir
Bandaríkjamenn á eftirlaunum. Nú einbeita
samtökin sér að þörfum og áhugamálum
fólks 50 ára og eldra. Félagar eru alls 35
milljónir frá öllum fylkjum Bandaríkjanna
og um helmingur þeirra er enn vinnandi.
Nærri þriðjungur félaganna er yngri en 60
ára, 46% 60 til 74 ára og 21% 75 ára og eldri.
Samtökin halda úti vefnum www.aarp.org
, þar sem hægt er að skoða könnunina nán-
ar, og gefa meðal annars út tímarit, net-
fréttabréf og bæklinga um allt sem varðar
fólk sem er 50 ára og eldra.
Könnunin byggist á svörum frá 3.500 ein-
hleypum Bandaríkjamönnum á aldrinum 40
– 69 ára. Ætlunin var að afla upplýsinga um
„stefnumótahegðun“ þeirra, kynlíf og hvaða
viðhorf þeir höfðu gagnvart því að vera ein-
hleypur.
Niðurstöðurnar komu á óvart því í ljós
kom að mun fleiri fóru á stefnumót en búist
var við og 35% allra kvenna kjósa að vera
með yngri mönnum. Reyndar kjósa karl-
menn einnig yngri konur, en sú niðurstaða
kom ekki á óvart.
Einnig kom í ljós að einhleypt eldra fólk
hefur engan sérstakan áhuga á hjónabandi. Í
stað þess vill það hafa félaga til að fara út
með og skemmta sér með. Það vill sem sagt
félagsskap en ekki að bæta langtíma bind-
ingu inn í lífið, sem oft er nógu flókið fyrir.
Annað vakti sérstaka athygli. Þetta fólk,
sem margt var af hinni svokölluðu hippakyn-
slóð sem aðhylltist frjálsar ástir, segir nei
við kynlífi á fyrsta stefnumóti.
Talið er að um 34,4 milljónir Bandaríkja-
manna á aldrinum 40 – 69 ára séu ein-
hleypir.
Eldri konur kjósa yngri ástmenn
Reuters
Ekki ein á báti: Leikkonan Demi Moore á í
ástarsambandi við sér yngri mann eins og
þriðjungur bandarískra kvenna.
fræðitímum þar sem ekki sé mein-
ingin að stefna á stærðfræðitengt
nám í framtíðinni. Staðreyndin er aft-
ur á móti sú að menn komast varla
hjá því að kunna skil á stærðfræði, sé
stefnan sett á háskólanám því stærð-
fræðin er alls staðar nema kannski í
heimspeki, bókmenntum, guðfræði
og tungumálum. Það er heldur ekk-
ert undarlegt að það vanti fólk í raun-
greinar ef undirstöðuþekkinguna
vantar,“ segir Guðrún Hrefna Guð-
mundsdóttir, sem stofnaði síðastliðið
vor stærðfræðiskólann Talnatök ehf.
með það að markmiði að kenna fólki
stærðfræði.
„Ég trúi því að það sé ekki eðlilegt
að 43% nemenda falli í stærðfræði á
samræmdum prófum á hverju vori.
Markmið mitt með skólanum er því
fyrst og fremst það að mæta mikilli
þörf, sem ég er sannfærð
um að sé fyrir hendi. Ég
tel að markhópurinn sé
mjög breiður, en hef hugs-
að mér að fara hægt af
stað og vanda til verka.
Sjálf er ég ekki stærð-
fræðikennari, heldur hef
ég verið þýskukennari og
skólamanneskja til langs
tíma, en hef fengið til liðs
við mig frábæra stærðfræðikennara,
sem starfandi eru á grunn- og fram-
haldsskólastigi. Þessa dagana er ég
að undirbúa námið, sem hefst á
næstu dögum í Borgarholtsskóla þar
sem ég hef fengið leigða starfs-
aðstöðu. Bæði verður boðið upp á ein-
staklingskennslu og hópnámskeið.“
Vissi um þörfina
Guðrún Hrefna lauk MBA-námi
frá Háskóla Íslands fyrir ári og vann
þá, í samvinnu við aðra, við-
skiptaáætlun um stærðfræðiskóla.
„Þar sem ég hafði starfað við kennslu
vissi ég um þörfina og því langaði mig
til að gera eitthvað í málunum.
Stærðfræðin er slakasta námsgrein
íslenskra skólabarna og um leið sú
mikilvægasta ásamt íslenskunni
vegna þess að við lifum í tækniþjóð-
félagi, sem byggir allt sitt á tækni-
þekkingu. Stærðfræði er grundvöllur
tækniþekkingar. Þjóðfélag, sem
byggir ekki á almennilegri stærð-
Þrátt fyrir að margir nemendurkannist við bæði pirring ogskilningsleysi í stærð-
fræðitímum skólanna, er ljóst að
núna er jafnnauðsynlegt að geta
reiknað og að kunna að skrifa og lesa.
Sumir telja sér jafnvel trú um að það
sé tilgangslaust að sitja í stærð-
fræðikunnáttu, er ekkert voðalega
vel í stakk búið til þess að takast á við
framtíðina.“
Guðrún Hrefna fékk styrk frá Ný-
sköpunarsjóði námsmanna í sumar
fyrir þrjá háskólanema til að þróa
námsefni fyrir skólann og var unnið
að því í sumar. Úlfar Freyr Stef-
ánsson, stærðfræðinemi, og Guðný
Guðmundsdóttir,
eðlisfræðinemi,
hlutu styrk til að
vinna að afmörkun
á námsmarkmiðum
og námsefni í
stærðfræðikennslu
utan skólakerfis.
Þau hafa m.a. lagt
grunn að nýju
kennsluefni til að
nota á námskeiðum Talnataka. Jens
Ívar Albertsson, uppeldisfræðinemi,
hlaut styrk til að gera úttekt á nám-
skeiði í reiknileikni, sem haldið var í
sumar og gera tillögur að mati á nám-
skeiðum Talnataka. Hann tók einnig
þátt í námsefnisþróun Talnataka.
Í anda atferlisstefnunnar
Á vegum stærðfræðiskólans Talna-
taka hefur að undanförnu verið
staddur hér á landi kanadískur sér-
fræðingur um kennsluhætti í anda at-
ferlisstefnunnar og flutt fyrirlestra
fyrir áhugamenn og kennara. Sér-
fræðingurinn, Michael Maloney, er
kennari, atferlisfræðingur og skóla-
stjóri. Hann hefur stofnað tuttugu
stuðningsskóla og samið kennslu-
forrit, bækur og flutt fjölda fyr-
irlestra um kennslufræði. Maloney
verður ráðgjafi Talnataka og sér um
þjálfun kennara, en hann hefur eink-
um einbeitt sér að því að leysa vanda
nemenda með námsörðugleika og
hvernig unnt er að mæta þörfum
bráðgerra nemenda.
Kanadíski sérfræðingurinn er upp-
hafsmaður að því að sameina þrjár
kennsluaðferðir, þ.e. frumkennslu,
færniþjálfun og atferlismótun, í eina
heildaraðferð til að beita í kennslu-
stofunni og að hans sögn hefur þrjá-
tíu ára reynsla leitt af sér mikinn og
góðan árangur, hvort heldur er við
stærðfræðinám eða lesskilning. Mót-
að hefur verið úr þessum þremur
meginaðferðum ákveðið námskerfi,
sem sannað hefur gildi sitt með frá-
bærum árangri nemenda. Nem-
endur, sem jafnvel hafa átt við lang-
varandi námsörðugleika að etja, ná
því að nema fræðin hraðar heldur en
aðrir nemendur og liggur leynd-
ardómurinn í hönnun og framsetn-
ingu námsefnisins, að sögn Maloneys.
„Við ætlum að nýta okkur aðferðir
Maloneys í einstaklingskennslunni,
en síðan mun ég bjóða upp á hóp-
námskeið þar sem markvisst verður
farið í tiltekin efni. Ég geri sér-
staklega ráð fyrir að sinna ungling-
um, sem eru að búa sig undir sam-
ræmdu prófin og svo
framhaldsskólanemum, sem þurfa að
styrkja sig í stærðfræðinni, en fall í
stærðfræði við upphaf framhalds-
skóla er líka geysihátt, eins og rann-
sóknir Jóns Torfa Jónassonar, pró-
fessors, sýna.“
Páfagaukalærdómur
Allir þeir, sem sækja námskeið
Talnataka, byrja á að taka stöðupróf.
Á grundvelli þess er nemendum rað-
að í námshópa þannig að þeir, sem
eru saman í hóp, þurfa að glíma við
svipuð viðfangsefni í stærðfræðinni.
Þegar fram líða stundir, er stefnt að
því að hægt verði að taka stöðupróf á
Netinu. „Aðferðafræðin, sem þróuð
hefur verið af atferlisfræðingum og
ég kynntist hjá Guðríði Öddu Ragn-
arsdóttur atferlisfræðingi, gengur í
raun út á ákveðið vinnulag. Það er
gengið mjög skipulega til verks og
endurtekningar mikið notaðar. Sumir
myndu án efa kalla þetta páfagauka-
lærdóm, en um það hefur verið deilt
hvort komi á undan, færnin eða skiln-
ingurinn. Þetta er ákveðið atferli þar
sem segja má að færnin komi á undan
og skilningurinn fylgi svo í kjölfarið.
Ég get fyrir mitt leyti staðfest að
þegar ég lít á eigið námsferli, þá hafi
ég oft ekki skilið það sem ég lærði
fyrr en jafnvel mörgum árum síðar.
Til dæmis skildi ég ekki málfræði al-
mennilega fyrr en þegar ég lærði
hana í háskóla þó svo að ég hefði
kunnað málfræðireglur og beitt þeim
í námi í íslensku og tungumálum
mörgum árum fyrr. Rannsóknir, eins
og t.d. The Follow Through Project,
stærsta kennslurannsókn sem nokk-
urn tíma hefur verið framkvæmd,
sýna að þessar aðferðir skila mun
betri árangri en nokkrar aðrar að-
ferðir,“ segir Guðrún Hrefna Guð-
mundsdóttir.
SKÓLAR | Umdeilt er hvort kemur á undan færnin eða skilningurinn
Stærðfræði er
grundvöllur
tækniþekkingar
Morgunblaðið/Arnaldur
Töluglöggt fólk: F.h. Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir, Jens Ívar Alberts-
son uppeldisfræðinemi, sitjandi eru Úlfar Freyr Stefánsson stærð-
fræðinemi og Guðný Guðmundsdóttir eðlisfræðinemi.
Nýr stærðfræðiskóli,
Talnatök, er að stíga sín
fyrstu spor. Guðrún
Hrefna Guðmunds-
dóttir, stofnandi og eig-
andi skólans, sagði Jó-
hönnu Ingvarsdóttur að
slæleg kunnátta Íslend-
inga í stærðfræði væri
til trafala á tækniöld.
join@mbl.is
Þjóðfélag, sem
byggir ekki á al-
mennilegri stærð-
fræðikunnáttu, er
ekkert voðalega
vel í stakk búið til
þess að takast á
við framtíðina.
VINNAN |
Daður eykur
starfsorku
DAÐUR í vinnunni gerir fólk að
betri starfskröftum og eykur
starfsorku þess, að mati kynlífs-
fræðingsins Elsu Almås. Norska
viðskiptablaðið Dagens Næringsliv
hefur vakið athygli á rannsóknum
hennar. Almås segir að yfirmenn
fyrirtækja eigi ekki að einblína
bara á að fólk sitji stöðugt við vinn-
una og útiloki tilfinningar sínar.
Tvírætt augnatillit við kaffivélina
getur leitt til þess að fólki líði betur
í vinnunni. Og ef daðrið leiðir til
ástarsambands starfsmanna ættu
yfirmenn að gleðjast.
„Fólk sem daðrar, leyfir sér að
hugsa um tilfinningar sínar. Það
kemst í tengsl við undirmeðvitund-
ina og getur einbeitt sér betur að
vinnunni,“ segir Almås. Hún telur
ekki neikvætt að pör vinni saman ef
þau geta aðskilið vinnuna og einka-
lífið. Tíunda hvert par hefur kynnst
í vinnunni, og fimmti hver launþegi
hefur einhvern tímann átt í ást-
arsambandi við einhvern á sama
vinnustað, samkvæmt þýskum
rannsóknum.
Sjálfsmyndin: Margar konur eru
óánægðar með brjóst sín.
Stærri brjóst
auka ekki
sjálfstraustið
KONUR sem hafa gengist undir
brjóstastækkun eru þrisvar sinnum
líklegri til að fremja sjálfsmorð en
aðrar konur. Orsökin getur verið sú
að þær hafa upphaflega lélegri
sjálfsmynd, að mati rannsakenda í
Maryland í Bandaríkjunum.
Þeir komust m.a. að þeirri nið-
urstöðu að stærri brjóst auka ekki
sjálfstraust kvenna, að því er m.a.
kemur fram í Aftenposten. Um lang-
tímarannsókn var að ræða, hún náði
til 2.166 kvenna á aldrinum 20–44
ára og var gerð á þrjátíu ára tíma-
bili. Henni var ætlað að leiða í ljós
hvort brjóstastækkanir hefðu áhrif á
ónæmiskerfið eða gætu leitt til al-
varlegra sjúkdóma en í staðinn kom
í ljós að þær sem fá sér sílíkon í
brjóstin eru líklegri til að taka eigið
líf. Í ljós kom líka að konur sem hafa
látið stækka á sér brjóstin eiga oftar
við sálræn vandamál að stríða en
aðrar konur. Rannsakendur draga
þær ályktanir að orsök brjósta-
stækkunaraðgerðar getur verið lé-
leg sjálfsmynd og þegar konur upp-
götva að aðgerðin mætir ekki
væntingum þeirra um aukið sjálfs-
traust geta þær orðið þunglyndar.
HEILSA |