Morgunblaðið - 03.10.2003, Síða 30

Morgunblaðið - 03.10.2003, Síða 30
LISTIR 30 FÖSTUDAGUR 3. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ MÁLÞINGIÐ „Rithöf- unda- og tónskálda- söfn. Hvers vegna og hvernig?“ verður hald- ið í Norræna húsinu í dag milli kl. 9-15. Mál- þingið er hluti af nor- rænni ráðstefnu bók- menntasafna sem fram fer á Íslandi dagana 2.-5. október, en þema ráðstefnunnar í ár er bókmenntir og þjóð- ernishyggja. Að sögn Skúla Björns Gunnars- sonar forstöðumanns Stofnunar Gunnars Gunnarssonar á Skriðuklaustri og eins skipuleggj- enda ráðstefnunnar eru norrænar ráðstefnur bókmenntasafna haldnar reglulega. „Ráðstefnan hefur verið haldin árlega síðan 1998, en þetta er í fyrsta sinn sem hún er haldin hér á landi. Fyrir tveimur árum fór ég, fyrstur Íslendinga, á þessa ráðstefnu, en þá var hún haldin í Helsinki. Þá strax var áhugi fyrir því að halda hana á Íslandi.“ Athygli vekur í dag- skrá ráðstefnunnar að gestum hennar er boðið að heimsækja söfn víðs vegar á landinu, þannig er t.d. bæði Snorrastofa og Skriðuklaustur sótt heim. Spurður hvort það sé venjan á ráðstefnu- num erlendis svarar Skúli því neitandi. „Það er ávallt reynt að fara í nokkuð af kynnisferðum í bland við erindi og fyr- irlestra, en þetta er kannski óvenju mikill þeytingur núna. En það ræðst fyrst og fremst af því að við erum með svo fáar stofnanir og söfn sem flokkast undir bók- menntasöfn, þó ýmislegt sé í bígerð.“ Miðla þekkingu sinni og reynslu Skúli segir það hafa gríðarlega mikla þýðingu fyrir fagfólk í safna- heiminum að hittast reglulega og miðla þekkingu sinni og reynslu. „Á svona ráðstefnum myndast oft mik- ilvæg tengsl sem eru þá grundvöllur að samstarfi, því auðvitað er þessi norræni bókmenntaheimur allur nokkuð samtengdur.“ Fyrirlesarar á málþinginu í dag eru Marketta Tamminen forstöðumaður Borgå safnsins í Finnlandi, Marianne Landqvist forstöðumaður Strind- bergs-safnsins í Stokkholmi, Ejnar Askgaard yfirmaður H.C. Andersen hússins í Danmörku, Anders Ole Hauglid deildarstjóri hjá rithöfunda- söfnunum í Aulestad og Bjerkebæk í Noregi, Bente Forberg safnasér- fræðingur hjá Aulestad, Karoline og heimili Bjørnstjerne Bjørnsons í Nor- egi, Monica Jangaard forstöðumaður Edvard Grieg safnsins í Noregi og Skúli Björn Gunnarsson forstöðu- maður Stofnunar Gunnars Gunnars- sonar á Skriðuklaustri. Eftir hádegi fara fram pallborðs- umræður um rithöfunda- og tón- skáldasöfn og er þeim stýrt ef Erling Dahl, forstöðumanni Edvard Grieg safnsins í Noregi og forseta alþjóð- legra samtaka um rithöfundasöfn. Allar nánari upplýsingar má finna á vefsíðunni: www.skriduklaustur.is/ konferanse. Málþing rithöfunda- og tónskáldasafna í Norræna húsinu Mjög mikilvæg tengsl Skúli Björn Gunnarsson SAGAN af Pí eftir Yann Martel, sem kom út fyrir skömmu hjá bókaforlaginu Bjarti, vann Booker-verðlaunin bresku í fyrra, en höfundur hennar var – eins og tæpast hef- ur farið framhjá bókmenntaunn- endum – gestur nýliðinnar bók- menntahátíðar. Sagan segir, eins og titillinn bendir til, söguna af unglings- drengnum Pí. Hann verður fyrir þeirri skelfilegu ógæfu að missa foreldra sína og eldri bróður í skipsskaða þegar fjölskyldan hyggst flytjast búferlum frá Indlandi til Kanada. Svo virðist sem enginn komist af nema Pí og fjög- ur dýr; sebrahest- ur, órangútang-api, hýena og tígrisdýr – öll úr eigu fjöl- skyldu hans er hafði rekið dýra- garð í Indlandi. Fyrsti hluti sög- unnar (fyrir utan inngangskafla sem rekur ástæður „höfundar“ fyrir því að skrifa þessa sögu) kynnir okkur þau ytri áhrif er mótað hafa hinn unga Pí og lífsviðhorf hans í uppvextinum. Ber þar fyrst að nefna hvernig nafnið hans kom til, en það má rekja til þess að frændi hans var frægur sundkappi og kenndi Pí, sem fullu nafni heitir Piscine (sund- laug) Molitor Patel, að synda. Þó nafnið sé Pí til nokkurs ama þar til hann tekur upp á að stytta það, þjónar sundiðkunin sem mikilvægt tákn um lífs- leikni hans og þrautseigju í verkinu sem heild eins og sést best á eftirfarandi lýsingu: „Sundkennslan breyttist með tímanum í sundæfingar sem voru þrautleiðinlegar en það var djúp nautn í því að finna hvern- ig síendurtekin sundtökin urðu auðveldari og hraðari uns vatnið breyttist einsog fyrir dáleiðslu úr bráðnu blýi í streymandi birtu“ (bls. 21). Annar mikilvægur þáttur í uppvexti Pí eru trúarbrögðin; í staðinn fyrir að tileinka sér ein trúarbrögð og hafna öðrum eins og flestir sem á annað borð eru trúaðir gera, fellur hann kylli- flatur fyrir því fegursta í boð- skap allra trúarbragða sem á vegi hans verða. Fyrir vikið er hann óvenjulega víðsýnn, hann mætir hlutskipti sínu kreddu- laus og með opnum huga, sem óneitanlega reynist honum mik- ilvægt veganesti þar sem hann rekur að því er virðist stefnu- laust um óendanlegt úthafið. Þriðji mótunarþátturinn í lífi hans er innsýn hans í heim dýragarðsins, þar sem hann uppgötvar að frelsið finna dýrin ekki úti í náttúrunni þar sem þau „láta stjórnast af stöðugri nauðung og nauðsyn í miskunn- arlausri félagslegri goggunar- röð“ (bls. 27), heldur í dýragarð- inum því þar „eru engin snýkjudýr eða óvinir og nóg fæði“ (bls. 27). Með því að virða dýrin fyrir sér lærir Pí mikilvægustu lexíu lífs síns strax í barnæsku; að greina á milli mannlegra eig- inleika og dýrslegra, og notfæra sér það til að lifa af. Ef líta má á heimsmynd hans sem einskonar „dýragarð“ þá er lykilsetningu í því tilliti að finna snemma í sög- unni þegar hann lýsir góðum dýragarði sem stað „þar sem tvenns konar mörk eru af mikilli vandvirkni látin renna saman: nákvæmlega þar sem dýrið seg- ir við okkur: „Vertu úti! – með þvagi sínu eða öðrum líkams- vessum – segjum við: !Vertu inni! – með okkar aðhaldi“ (bls. 30). Það er eftirtektarvert að sam- kvæmt Pí eiga trúarbrögin og dýragarðsfræðin við sama vanda að etja: „Ákveðnar tálsýnir um frelsi plaga hvort um sig“ (bls. 30). Að þessu leyti má líta á verkið sem afturhvarf til gam- alla gilda í kjölfar frelsisum- ræðu síðustu áratuga, því frelsið eins og Martel kynnir það í þessari sögu getur allt eins leitt til nauð- ungar. Minna þessi viðhorf höfundarins um margt á þá ádeilu sem fólgin er í verk- um Michels Huelle- becqs, þó hún sé ekki jafn meðvituð og beinskeytt. Þegar þessi afstaða Pí til lífsins hefur verið kynnt fyrir les- andanum hefst meg- inluti verkins er fjallar um hrakninga hans yfir Kyrrahafið á bátnum, fyrst í stað með dýrunum fjór- um en að lokum aðeins með tígr- isdýrinu þegar það hefur lagt hin dýrin að velli. Eins og nærri má geta er tígrisdýrið ekki fýsi- legur ferðafélagi í litlum báti úti á ballarhafi, en Pí gerir sér þó fljótt grein fyrir því að án tígr- isdýrsins muni hann ekki lifa af. Tígrisdýrið er það verkefni sem hann hefur til að kljást við í annars óbærilega einmanalegri tilvist, verkefni sem brýnir hann og eflir svo hann gefst ekki upp. Pí lærir að virða óvin sinn (held- ur því „inni“ með því að halda sig „úti“ í samræmi við dýra- garðsfræðin) og fyrir vikið held- ur óvinurinn í honum lífinu í stað þess að rífa hann í sig. Með tilliti til fyrrgreindrar reynslu Pí af trúarbrögðum þarf þessi flétta tæpast að koma á óvart, umburðarlyndi hans og virðing fyrir umhverfinu er und- irstaða lífssýnar hans og um leið sá boðskapur sem sagan í heild hefur fram að færa. Enda er sagan af Pí fyrst og fremst dæmisaga um þá lífsleikni sem við gætum tamið okkur ef við værum ekki jafn fastheldin á gamla siði, hefðir eða jafnvel hreina og klára fordóma og raun ber vitni: „Við eigum ekki að vera fastheldin!“ segir í bókinni: „Bölvaðir séu öfgamenn og bók- stafstrúarmenn“ (bls. 58). Sagan af Pí afhjúpar líka hræsnarana, fólkið sem hegðar sér illa gagn- vart náunganum en fyllist vand- lætingu sé gert á hlut Guðs. „Þetta fólk áttar sig ekki á því að það er innra með okkur sem Guð þarf á vernd að halda, ekki út á við“ (bls. 77). Hvað boðskapinn varðar er verk Yann Martel því ekkert sérstaklega nýstárlegt, við höf- um flest kynnst honum áður í margvíslegu samhengi. Ef eitt- hvað er nýstárlegt í þessari sögu, þá er það skörun hins sið- ferðislega boðskapar allra þeirra trúarbragða sem Pí aðhyllist, og afhjúpar í raun fánýti þess að skipta fólki upp í fylkingar – á hvaða forsendum sem er. Að halda lífi í óvininum BÆKUR Skáldsaga eftir Yann Martel. Jón Hallur Stef- ánsson þýddi. 297 bls. Bjartur 2003. SAGAN AF PÍ Fríða Björk Ingvarsdóttir Yann Martel MÁLÞING um skartgripahönnun verður í Norræna húsinu á laug- ardag og hefst kl. 13. Í húsinu stendur yfir sýning norsku lista- konunnar Liv Blåvarp, Isn’t good Norwegian wood, og er málþingið haldið af því tilefni. Haldnir verða fyrirlestrar um norska og íslenska skartgripahönn- un. Jafnframt munu skart- gripahönnuðir og gullsmiðir frá Aurum, Kirsuberjatrénu og Or kynna verk sín. Sett verður upp myndasýning sem sýnir sögulegt samhengi íslenskrar skart- gripahönnunar frá miðri 20. öld. Umsjón myndasýningarinnar er í höndum Dýrfinnu Torfadóttur for- manns Gullsmiðafélags Íslands. Gro Kraft, listfræðingur og for- stjóri Norræna hússins fjallar um norska skartgripahönnun (á ensku). Hulda B. Ágústsdóttir, skartgripahönnuður frá Kirsu- berjatrénu, kynnir verk sín. Að- alsteinn Ingólfsson, listfræðingur og forstöðumaður Hönnunarsafns Íslands, fjallar um opinbert skart og einkalegt íslenskt skart á 20. öld. Guðbjörg Ingvarsdóttir og Ása Gunnlaugsdóttir, skartgripahönn- uðir frá Aurum, kynna verk sín. Tinna Gunnarsdóttir listhönnuður fjallar um rætur samtíma skart- gripahönnunar. Ástþór Helgason og Kjartan Örn Kjartansson frá Or kynna verk sín. Málþing um skartgripi í Norræna húsinu Eitt verka Liv Blåvarp á sýningu hennar í Norræna húsinu. ÞAÐ er ekki oft sem verk íslenzkra myndlistarmanna eru tekin til sýn- inga í listsýningarsölum í Suður- Evrópu. Dæmi um slíkt gat þó að líta nú síðsumars, er valin verk Tolla voru sýnd í Húsi rómönsku Ameríku í furstadæminu Mónakó. Yfirskrift sýningarinnar var Imag- es et echos du Nord, eða Myndir og bergmál úr norðri. Í umfjöllun á vefsíðunni www.happymonaco.com, þar sem fjallað er um ýmislegt sem er á seyði í furstadæminu, er sýningin sögð fersk og gera Mónakóbúum kleift að kynnast nýju landi á leynd- ardómsfullan hátt. Yfirskrift umfjöllunarinnar er „Tolli, listamaðurinn sem kom inn úr kuldanum“. Verk Tolla sýnd í Mónakó Andvökuskáld: Ævisaga Stephans G. Stephanssonar eftir Viðar Hreinsson kemur út í dag. Þetta er seinna bindið af ævisögu Stephans G. en útgáfudag- inn ber upp á 150 ára fæðingarafmæli skáldsins. Í fyrra bindi ævisögunnar var fjallað um æskuár Steph- ans og landnám í Vesturheimi en í þessu bindi er við- fangsefnið stormasamt líf hans og skáld- skapur á árunum 1899-1927. Á því tímabili festir Stephan sig í sessi sem eitt af öndvegisskáldum á íslenska tungu. Munar þar mikið um óeigingjarnt starf vina hans vestanhafs við útgáfu á ljóðasafninu Andvökum. Hápunkturinn á ferli skáldsins er síðan eftirminnileg boðsferð Stephans til Íslands sumarið 1917 þegar menn báru hann á hönd- um sér úr einni sveit í aðra, eins og þjóðhöfðingi væri á ferð. Á sama tímabili verður Stephan hins vegar einn umdeildasti ein- staklingurinn í samfélagi Vestur- Íslendinga, ekki síst vegna afstöðu sinnar til fyrri heimsstyrjaldarinnar. Viðar hefur unnið að rannsóknum á ævi og skáldskap Stephans G. und- anfarin sex ár, með stuðningi ís- lenskra fyrirtækja, opinberra aðila og sjóða. Viðar var tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna 2002 fyrir Landnemann mikla, fyrra bindið. Útgefandi er Bjartur. Bókin er 482 bls., prýdd fjölda korta og ljósmynda. Prentun: Oddi hf. Bjarni Hinriksson sá um kortagerð og Gunnar Karlsson hannaði kápu. Verð: 4.880 kr. Ævisaga

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.