Morgunblaðið - 03.10.2003, Page 33
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. OKTÓBER 2003 33
vergri þjóðarframleiðslu til menntamála sem er
mun meira en gert er að meðaltali í öðrum
OECD-ríkjum. Sífellt hærra hlutfall þjóðarfram-
leiðslunnar rennur til menntamála. Árið 1990 vor-
um við nokkuð undir meðaltali annarra OECD-
ríkja en nú skipum við okkur á bekk með þeim
þjóðum sem leggja allra mest til þessa mála-
flokks. Er það fagnaðarefni.
Ferskir vindar hafa blásið um íslenskt skóla-
umhverfi á síðustu árum og það einkennist nú af
miklum sóknarhug. Á aðeins tólf árum hefur
fjöldi háskólanema næstum þrefaldast. Jafn-
framt hefur fjöldi framhaldsskólanema vaxið
hröðum skrefum og nú kjósa um 93% ungmenna
að leggja stund á framhaldsnám að loknum
grunnskóla.
Menntamálaráðherra lagði nú í vikubyrjun
fram hugmyndir um grundvallarbreytingu á ís-
lensku menntakerfi. Eftir áralangan undirbúning
er komið að ákvörðun um hvort og hvernig beri að
stytta nám til stúdentsprófs úr fjórum árum í
þrjú. Mikilvægt er að slík breyting sé gerð í góðu
samráði við kennara, foreldra og nemendur.
Frá því ríkisstjórnin tók ákvörðun hinn 11.
febrúar síðastliðinn um að veita einum milljarði
króna til byggingar menningarhúsa á Akureyri
og Vestmannaeyjum hefur verið unnið að und-
irbúningi framkvæmda og horfir vel. Þá hefur
verið gengið frá samningum við bæjarstjórn Ísa-
fjarðar um hlut ríkisins í uppbyggingu menning-
arhúsa þar í bæ. Með byggingu menningarhús-
anna er lagður grunnur að öflugra og blómlegra
menningarlífi á landsbyggðinni.
Með stofnun Vísinda- og tækniráðs fyrr á
þessu ári var stigið stórt skref í þá átt að samhæfa
stefnu hins opinbera á sviði vísinda, tækni og ný-
sköpunar og tengja hana betur þeirri rannsókna-
og þróunarstarfsemi sem fram fer í atvinnulífinu.
Í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar er gert
ráð fyrir verulegri aukningu á fjárveitingum til
málaflokksins strax á næsta ári en jafnframt
stefnir ríkisstjórnin að því að tvöfalda framlög til
samkeppnissjóða á kjörtímabilinu.
Undanfarin ár hefur samgönguráðuneytið lagt
ríka áherslu á öryggismál sjófarenda í samvinnu
við sjómenn og útvegsmenn. Haldið verður áfram
á þeirri braut. Einkavæðing skipaskoðunar hér á
landi er liður í þeirri stefnu, enda á því byggt að
hvergi sé slegið af kröfum og unnið verði í sam-
ræmi við langtíma áætlun um öryggismál sjófar-
enda.
Eins og flestir vita hefur stórátak verið gert í
vegamálum á undanförnum 12 árum. Hefur aldr-
ei áður verið ráðist í framkvæmdir í þessum mæli
og á þessu kjörtímabili verða framkvæmdir enn
auknar. Þá verður gert sérstakt átak í að sníða af
hættulega kafla á vegakerfi landsins og bæta
merkingar á vegum um allt land.
Reynslan hefur sýnt að frestun á sölu á Lands-
símanum hf. var skynsamleg. Aðstæður fjar-
skiptafyrirtækja á fjármálamarkaði hafa nú
breyst til betri vegar og standa vonir til að Lands-
síminn hf. verði seldur á þessu kjörtímabili. Til að
efla ferðaþjónustuna á viðkvæmum tíma beitti
samgönguráðherra sér fyrir stórauknum fjár-
veitingum til markaðssetningar og landkynning-
ar. Var það verk unnið í nánu samstarfi við hags-
munaaðila í greininni. Aðgerðirnar hafa skilað
góðum árangri. Ákveðið hefur verið að halda
áfram öflugri landkynningu með það að megin-
markmiðið að auka vöxt og styrkja stoðir íslensks
atvinnulífs með sókn ferðaþjónustunnar á nýja
markaði, svo sem í Japan, samhliða markaðsað-
gerðum í Evrópu og Norður-Ameríku.
Unnið verður að breytingum á lögum um stjórn
fiskveiða svo hægt verði að hrinda í framkvæmd
upptöku veiðileyfagjalds hinn 1. september 2004.
Þá verður unnið að breytingum á lögum um
stjórn fiskveiða svo hægt verði að taka upp línu-
ívilnun á næsta ári. Upphaf hvalveiða í vísinda-
skyni fékk minni andbyr erlendis en spáð var.
Málið er þó mjög viðkvæmt og nauðsynlegt að
sýna varfærni og tillitssemi þegar næsta skref
vísindaveiðanna verður stigið.
Umhverfismál munu verða áberandi í störfum
þingsins á næstunni. Umhverfisráðherra mun
leggja fyrir Alþingi tillögu að náttúruverndar-
áætlun til næstu fimm ára, hina fyrstu sinnar teg-
undar.
Þá er í undirbúningi endurskoðun á lögum um
mat á umhverfisáhrifum þar sem ætlunin er að
færa íslenska löggjöf til samræmis við það sem
gerist í nágrannalöndum okkar.
Þess er vænst að fljótlega verði hægt að stofna
Vatnajökulsþjóðgarð sem yrði stærsti þjóðgarð-
ur í Evrópu, en auk þess er til athugunar í sér-
stakri nefnd að stofna til verndarsvæðis norðan
Vatnajökuls sem tengdist væntanlegum þjóð-
garði.
Á þessu þingi verða lagðir fyrir samningar um
stækkun bæði Atlantshafsbandalagsins og Evr-
ópska efnahagssvæðisins. Fullgilding þessara
samninga mun gefa ríkjum Mið- og Austur-Evr-
ópu kost á að taka þátt í því farsæla samstarfi sem
Ísland hefur notið góðs af bæði í öryggis- og varn-
armálum og við samræmingu rekstrarskilyrða
atvinnulífsins og opnun markaða. Endir verður
bundinn á áratugalanga skiptingu Evrópu.
Ríkisstjórnin hefur ákveðið og utanríkisráð-
herra kynnt á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóð-
anna að Ísland verði í framboði til sætis í Örygg-
isráðinu tímabilið 2009–2010. Öll ríki
Norðurlanda styðja þetta framboð. Er þetta eitt
stærsta verkefni sem íslenska utanríkisráðuneyt-
ið hefur ráðist í.
Árið 1997 tók ríkisstjórnin ákvörðun um efl-
ingu þróunaraðstoðar fram á þetta ár. Var mark-
ið sett á að hækka framlög til þróunarsamvinnu
úr 0,10% af þjóðarframleiðslu í 0,15% árið 2003.
Við þetta hefur verið staðið og ríflega það. Næsta
verkefni er að athuga hvernig best megi standa
að því að auka hlut Íslands enn og hvernig fram-
lög geti komið að sem mestu gagni, hvort sem um
er að ræða tvíhliða eða marghliða þróunaraðstoð.
Starfsemi Þróunarsamvinnustofnunar og Há-
skóla Sameinuðu þjóðanna á Íslandi hefur skilað
umtalsverðum árangri og efling friðargæslu hef-
ur orðið Íslandi til vegsauka á alþjóðavettvangi.
Varnarmál Íslands og samskiptin við Banda-
ríkin voru í brennidepli í sumar. Það hefur verið
skýrt í mínum huga allt frá því að byrjað var að
fækka í Keflavíkurstöðinni í kjölfar loka kalda
stríðsins, að ætti varnarsamstarfið við Bandarík-
in að halda gildi sínu yrði það að þjóna áfram ör-
yggishagsmunum beggja. Það þýddi meðal ann-
ars að hér sem í öðrum löndum þyrftu að vera
tilteknar lágmarksvarnir gegn hugsanlegum nýj-
um ógnum.
Í byrjun maí kom sendiherra Bandaríkjanna til
fundar við mig með þau „skilaboð frá Wash-
ington“, eins og það var orðað, að ákveðið hefði
verið að leggja niður loftvarnir á Íslandi. Eftir
bréfaskipti milli mín og forseta Bandaríkjanna,
viðræður við öryggisráðgjafa hans og beina íhlut-
un forsetans sjálfs eru varnarmálin í eðlilegum
farvegi á ný. Það þýðir að þau verða leyst sameig-
inlega en ekki afgreidd einhliða sem hefði eyði-
lagt grundvöll varnarsamningsins. Til þess var
greinilega ekki vilji á æðstu stöðum í Wash-
ington, enda að baki áratuga löng samvinna og
gagnkvæmt traust á milli Íslands og Bandaríkj-
anna í varnar- og öryggismálum.
Sú ákvörðun sem tekin var í vor um að skipa Ís-
landi í sveit með rúmlega þrjátíu öðrum ríkjum í
bandalag hinna staðföstu þjóða í Íraksstríðinu
átti sér skýrar forsendur. Stjórn Saddams Huss-
eins var ógn við frið og stöðugleika í heiminum og
hafði í meira en áratug hundsað ályktanir og kröf-
ur Sameinuðu þjóðanna um afvopnun. Ekki mátti
bíða eftir að henni yxi ásmegin og yrði enn hættu-
legri en áður. Íraksstríðið, sem þannig var lög-
helgað af samþykktum Sameinuðu þjóðanna,
kom í veg fyrir það og frelsaði írösku þjóðina und-
an Saddam Hussein og böðlum hans. Nú er unnið
að því að koma landinu á réttan kjöl eftir hremm-
ingar harðstjórnarinnar. Þá stefnu hljóta allir,
sem vilja frið í þessum heimshluta, að styðja af
heilum hug. Ísland hefur þegar lagt sitt af mörk-
um til uppbyggingarstarfsins í Írak og mun halda
því áfram.
Síðastliðinn vetur leit um tíma út fyrir mikla
erfiðleika í samskiptum landsins við Evrópusam-
bandið. Þeir komu upp í samningum EFTA-
ríkjanna og framkvæmdastjórnar Evrópusam-
bandsins um stækkun þess til austurs og þar með
stækkun evrópska efnahagssvæðisins. Erfiðleik-
arnir stöfuðu einkum af kröfu framkvæmda-
stjórnarinnar um að EFTA-ríkin greiddu marg-
falt meira en áður í þróunarsjóði ESB sem veita
styrki til fátækari ríkja sambandsins.
Deilan leystist eftir að framkvæmdastjórnin
sló stórlega af upphaflegum kröfum. Í ljós kom að
þær nutu ekki almenns stuðnings meðal aðild-
arríkjanna. Það sýnir, að mínu mati, ríkan póli-
tískan vilja innan Evrópusambandsins til þess að
EES-samningurinn haldi áfram að virka vel.
Um síðustu áramót lagði ég til að skipuð yrði
nefnd allra flokka til að fjalla á faglegan hátt um
veigamikil álitaefni sem snerta Evrópumálin.
Með þessu yrði komið til móts við óskir um upp-
lýsta umræðu um þennan málaflokk. Það tókst
ekki að koma nefndinni á fót fyrir kosningar. Það
á sér eðlilegar skýringar og nú er stefnt að stofn-
un hennar. Nefndinni verður einkum ætlað það
að skýra og skerpa umræðuna, greina aðalatriði
málsins og helstu staðreyndir þess. Þetta á til
dæmis við um atriði eins og framkvæmd EES-
samningsins, hvort varanlegar undanþágur séu
veittar í aðildarsamningum og þá hverskonar
undanþágur, hvað Evrópusambandsaðild mundi
kosta ríkissjóð til lengri og skemmri tíma litið,
hverjir væru kostir og gallar evru fyrir Ísland
o.s.frv., svo aðeins örfá álitaefni séu nefnd.
Herra forseti.
Það er samkomulag stjórnarflokkanna að þann
15. september 2004 taki hæstvirtur utanríkisráð-
herra við embætti forsætisráðherra og utanrík-
isráðuneyti og umhverfisráðuneyti flytjist á for-
ræði Sjálfstæðisflokksins. Og nú, þegar ég hef
lokið flutningi 17. stefnuræðu minnar frá vordög-
um 1991, er því ljóst, að þetta verður síðasta
stefnuræða mín, í þessum áfanga.
Einn háttvirtur þingmaður stjórnarandstöð-
unnar hefur sagt, í hvert eitt sinn, þegar ég hef
lokið flutningi stefnuræðu, að hann verði því mið-
ur að segja að þetta sé einhver sú „snautlegasta“
stefnuræða sem hann hafi heyrt! Ég vonast til að
háttvirtur þingmaður breyti ekki vana sínum nú,
því ég get ekki neitað því að svona staðfesta og
íhaldssemi snertir viðkvæman streng í brjósti
mínu.
Góðir áheyrendur. Hvað sem öllum deilum líð-
ur vonast allur þingheimur til að það þing sem nú
er að hefjast verði landi og þjóð til fremdar og far-
sældar.
víðs Oddssonar forsætisráðherra á Alþingi
mun taka mið
m efnahagslífsins
Morgunblaðið/Árni Sæberg