Morgunblaðið - 03.10.2003, Side 36
UMRÆÐAN
36 FÖSTUDAGUR 3. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ
Þ
ÚST, ert’ eikkað
verri? Akkuru er
eikker að dissa mig
geed?“
Það sem hér að of-
an stendur er setning. Á ís-
lensku en þó ekki á íslensku og
því kannski óskiljanleg ein-
hverjum. Lausleg þýðing er: „Þú
veist, ertu eitthvað verri? Af
hverju er einhver að amast út í
mig, alveg geðveikt?“
Á flakki mínu um veraldarvef-
inn og í samskiptum við unglinga
hef ég undanfarna mánuði upp-
götvað ótrúlega fyndið ritmál.
Þetta mál er nú líklegast ekki
nýtt af nálinni, en hefur þróast
hægt og rólega með tilkomu
spjallrása á Netinu og SMS-
skilaboða sem ungt fólk notar
mest allra.
Krakk-
arnir láta allt
flakka á Net-
inu enda
koma þau
þar fram
undir dul-
nefnum sem eru mörg hver
óskiljanleg í fyrstu en hafa oft
dulda þýðingu og tengjast þá t.d.
áhugamálum hvers og eins.
Margir temja sér stafsetningu
sem Katrín íslenskukennari
minn í Reykholtsskóla hefði
„eipað“ yfir. Þetta er líkt staf-
setningu sautján ára systur
minnar er hefur stundum sent
mér textaskilaboð sem eru eitt-
hvað á þessa leið: „Kadda gera?
Jerí partíi sem er geed. Eikker
Nonni a heima jerna.“ Ég læt
það eftir lesendum að ráða í dul-
málið en ég er orðin „geed“ góð
í að þýða skilaboð systur minnar,
og skilja tungumálið sem er tal-
að á spjallsíðum á borð við
Hugi.is og nulleinn.is. Ég væri
kannski pirraðri á þessari staf-
setningu ef ég vissi ekki að syst-
ir mín, og fleiri sem þetta ritmál
nota, eru ágæt í stafsetningu og
kunna vel að fara með -n reglur
og -y reglur. Þetta er meira gert
til að krydda það sem sagt er
(skrifað er, réttara sagt), gera
það meira í ætt við talmál nú-
tímaunglingsins og til að fá til-
finningu í það.
Á þessum fyrrgreindu spjall-
síðum eru þó margir sem tala
ekki „vimmig“, þeir spyrja mig
„akkuru“ ég sé að segja hitt og
þetta, það er „nebbla“ ekki svo
oft sem „gamlingjar“ koma á
vefinn. Svo er alltaf verið að
„hösla“ gellur og „dömpa“ hinum
og þessum gæjanum. Stundum
er „eikkað“ „ógizzlegt“ látið falla
en oftast í góðu.
Íslensk ungmenni eru ekki ein
um það að hafa aðlagað ritmál
sitt á þennan hátt til að geta
sagt sem mest á sem stystum
tíma, en það er skýringin á flest-
um þessum styttingum. Það er
aðeins hægt að senda takmark-
aðan stafafjölda í SMS-
skilaboðum og því hefur smám
saman þróast styttinga- og
táknakerfi sem hugsanlega er
ekki vönum SMS-notendum
skiljanlegt.
Á heimasíðu Íslenska mennta-
netsins, www.ismennt.is, rakst
ég á athyglisverða þýdda frétt
um að kennari í Skotlandi hefði
rekið upp stór augu er hann
fékk ritgerð frá 13 ára nemenda
sínum á SMS-merkjamáli. Gaf
nemandinn þá skýringu að SMS-
málið væri svo miklu auðveldara
en „venjuleg enska“. Í ritgerð-
inni gat þetta að líta meðal ann-
ars: „My smmr hols wr CWOT.
B4, we used 2go2 NY 2C my
bro, his GF & thr 3 :- kids FTF.
ILNY, it’s a gr8 plc.“ („My sum-
mer holidays were a complete
waste of time. Before, we used
to go to New York to see my
brother, his girlfriend and their
three screaming kids face to
face. I love New York. It’s a
great place.“) Kennarinn botnaði
ekkert í því sem þarna stóð. „Ég
trúði ekki mínum eigin augum. Á
síðunni voru hreinustu hieróglýf-
ur.“
Eftir að hafa lesið þessa ótrú-
legu frétt fór ég á stúfana og
kannaði meðal nokkurra kennara
í Kennaraháskólanum hvort þeir
könnuðust við þetta vandamál
hér á landi. Svo reyndist ekki
vera. Flestir sögðust ekki líta
svo á að SMS-málfar eða tölvu-
póstur væri vandamál eða ógn
við ritmálið. Tveir aðstoð-
arskólastjórar í Reykjavík sögðu
einum viðmælanda mínum að
þvert á móti hefði SMS-notkun
orðið til þess að endurvekja rit-
málið og örvaði nemendur sem
annars myndu ekkert skrifa utan
skólaverkefna. Þá bentu margir
kennarar á að þeir hvettu nem-
endur sína til að útskýra og
greina SMS-merkjamálið. Eru
nemendur þá beðnir að búa til
styttingar og áhersla lögð á að
þær séu á íslensku eða sum sé
styttingar á íslenskum orðum.
Einn kennari í Kennaraháskól-
anum sagði: „Mér finnst mik-
ilvægt að líta ekki á nýjungar og
tækni sem óvini sem beri að
berjast gegn heldur að nýta það
í okkar þágu.“ Sá hinn sami
benti mér líka á að þegar Íslend-
ingar skrifuðu á skinn urðu þeir
að spara bæði blek og húð og
þess vegna notuðu þeir alls kyns
styttingar og bönd sem lesendur
urðu að leysa úr. Hann segir því
SMS-málið alls ekki nýtt fyr-
irbæri í íslensku ritmáli.
Kannski er tilefni til að bera
saman þetta tvennt? Það gæti í
það minnsta orðið besta
skemmtun.
Eftir að hafa ráðfært mig við
alla þessa ágætu kennara varð
ég rólegri, íslenskan er ekki að
falli komin vegna SMS-skilaboða
og spjallrása. Það hefði líka ver-
ið vonlaus barátta því það er
frekar ólíklegt að farsímar og
tölvur yrðu bannaðar í þeim til-
gangi að verja móðurmálið.
Mér finnst þó fullt tilefni til
þess að kennarar taki sem flestir
upp umræður um SMS-málið
meðal nemenda sinna eins og
nokkrir viðmælendur mínir
bentu á. Þetta er eitthvað sem
krakkarnir hafa áhuga á svo þau
myndu nú vart ranghvolfa í sér
augunum við að fá það verkefni
að pæla aðeins í því hvernig
textaskilaboð eru skrifuð, t.d.
hvaða styttingar eru orðnar út-
breiddastar. Þá er ekki síður
nauðsynlegt að foreldrar séu vel
á verði. Það getur „nebblega“
ekki verið gaman að skilja ekki
börnin sín, þ.e. í bókstaflegri
merkingu. „Þúst mar veitikki
kernig etta endar.“
Spjallað á
SMS-máli
„My smmr hols wr CWOT. B4, we used
2go2 NY 2C my bro, his GF & thr 3 :-
kids FTF. ILNY, it’s a gr8 plc.“
VIÐHORF
Eftir Sunnu Ósk
Logadóttur
sunna@mbl.is
SKIPULAGSMÁL á Vatnsenda
voru enn einu sinni til umræðu í
bæjarráði Kópavogs á fundi þess
18. september síð-
astliðinn. Tilefni
umræðunar var úr-
skurður frá úr-
skurðarnefnd skipu-
lags- og
byggingarmála, sem
felur í sér að áfram
verður trúlega við lýði það óvið-
unandi fyrirkomulag að hluti íbú-
anna á Vatnsenda eigi öryggi sitt
og fjölskyldu sinnar undir geðþótta
einstaklinga, en hafi lóð sína ekki á
leigu hjá Kópavogsbæ eins og aðrir
bæjarbúar.
Íbúar Vatnsenda njóti öryggis
Hér mun ég ekki ræða efnis-
atriði þessa einstaka máls heldur
greina frá skoðanaskiptum í bæj-
arráði milli mín og fulltrúa Sjálf-
stæðisflokksins og Framsókn-
arflokksins. Eftir að hafa rætt
úrskurðinn lagði ég fram bókun
þar sem segir meðal annars: „Bæj-
arstjórn hlýtur að taka á þessu
máli og tryggja íbúum á ákveðnum
svæðum á Vatnsendalandi sama
rétt og öryggi og aðrir íbúar bæj-
arins njóta.“
Markvisst unnið gegn íbúum
Sjálfstæðis- og framsóknarmenn
í bæjarráði sáu ekki ástæðu til að
ræða málið efnislega en bókuðu:
„ … skipulag á Vatnsendalandi hef-
ur frá upphafi verið markvisst og
vel unnið.“ Þeir virðast því vera
hæstánægðir með skipulagsferli
sem hefur valdið gríðarlegum deil-
um í sveitarfélaginu. Ferli sem á
annað þúsund manns mótmælti
með undirskriftalista.
Auk þess sem bænum hefur
ekki, hvorki fyrr né síðar, borist
jafnmikið af ábendingum, at-
hugasemdum og gangrýni á nokk-
urt annað skipulag í bænum. Íbú-
arnir hafa haldið fjölda funda, bæði
opinna og lokaðra með mis-
áhugasömum bæjarfulltrúum, til að
skýra sín sjónarmið, sem þó var
takmarkað tillit tekið til.
Í þessu skipulagsferli hafa marg-
ar fjölskyldur mátt búa við óvissu
um heimili sitt árum saman. Samn-
ingum var sagt upp án skýringa,
hús rifin og gróðri eytt. Fjölmargir
hafa þurft að ráða sér lögfræðinga
til að verja hagsmuni sína með
ærnum kostnaði. Og nú er einmitt í
gangi enn eitt eignarnámið til þess
að skipulagshugmyndirnar nái fram
að ganga. Þessi ferill og yfirgangur
hefur orðið flestum öðrum víti til
varnaðar um hvernig á ekki að
standa að skipulagsmálum, hvernig
á ekki að koma fram við íbúa,
hvernig bæjaryfirvöld eiga ekki að
haga sér. En bæjarráðsmenn
Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks
telja þessi vinnubrögð vera dæmi
um að þarna hafi verið „markvisst
og vel unnið“. Það segir mest um
þeirra sýn á eðlilegan gang mála.
Trauðla þykir íbúum Vatnsenda
eða yfirleitt nokkrum öðrum þetta
hafa verið „markvisst“ eða „vel
unnið“.
Markvisst og vel unnið?
Eftir Flosa Eiríksson
Höfundur er oddviti
Samfylkingarinnar í Kópavogi.
ÖLL VILJUM við að börnin okkar alist upp við
bestu aðstæður. Við viljum að þau búi við öryggi,
frið og farsæld. Við óskum þess að þeim hlotnist
góð heilsa og lífsgleði. Sumt í þessum
heimi er þannig að við ráðum ekki
við það og getum einungis vonað það
besta og reynt að njóta þess sem við
höfum. Það er þó svo með einn út-
breiddasta heilsufarsvanda nútímans
að við höldum á lausninni í hendi
okkar. Eitt mest vaxandi faralds-
fræðilegt vandamál samtímans er of-
þyngd, hreyfingarleysi og þeir fylgikvillar sem því
fylgja.
Við þurfum ekki að bíða eftir nýju lyfi eða lækn-
ingaraðferð til að koma í veg fyrir ofþyngd og of-
fitu. Lækningin er þekkt. Það sem þarf til er örlítið
hollari fæða og örlítið meiri hreyfing. Það þarf ekki
einu sinni stórvægilegar breytingar. Litlar breyt-
ingar eins og að sleppa einum sætum drykk á dag
eða bæta við 10 mínútna göngutúr á degi hverjum
getur gert gæfumuninn svo framarlega sem þetta
er gert til frambúðar en ekki bara í stuttan tíma.
Við skyldum ekki vanmeta heilsubætandi áhrif
reglulegrar hreyfingar og leita lausna í pillum og
kúrum því aldrei mun nokkur slík pilla geta gefið
okkur þau áhrif sem hreyfing gerir burtséð frá því
hvort við erum þung eða létt.
Aukaverkanir reglulegrar hreyfingar eru betri
lungu, sterkara hjarta og æðakerfi, betra úthald,
betri líðan, minni depurð og léttara líf svo eitthvað
sé nefnt. Og þetta undralyf stendur okkur öllum til
boða endurgjaldslaust.
Oft þarf átak til að móta nýjar venjur. Nú stendur
okkur öllum til boða að taka þátt í þjóðarátaki sem
íbúar Latabæjar standa fyrir. Ég skora á landsmenn
alla að slást í för með Latabæ og virkja orku
barnanna okkar. Með því að hjálpa þeim að móta
lífsstíl þar sem hollusta og regluleg hreyfing eru
hluti af daglegu lífi komum við í veg fyrir stór
heilsufarsleg vandamál sem þau kynnu að standa
frammi fyrir síðar á ævinni. Við mótum venjur
barnanna okkar og svo móta venjurnar þau. Tökum
ábyrgð á börnunum okkar og okkur sjálfum og tök-
um þátt í að virkja orku komandi kynslóða.
Tökum þátt í þjóðarátaki
Eftir Unni Guðrúnu Pálsdóttur
Höfundur er sjúkraþjálfari hjá Hreyfigreiningu ehf.
Á LANDSÞINGI Ungra jafn-
aðarmanna, sem hefst í dag, verður
kosið í framkvæmdastjórn félagsins
sem verður í for-
svari fyrir félagið
næsta árið. Tvö eru
í framboði til for-
manns, en í mínum
huga er valið ein-
falt. Ég styð Mar-
gréti Gauju Magn-
úsdóttur.
Hvað þarf ungliðahreyfing að
hafa til að bera?
Ungliðahreyfing stjórn-
málaflokka á að vera rödd unga
fólksins, innan flokks sem utan.
Trúverðugleiki starfsins byggist á
þekkingu. Í þessu tilfelli á stöðu
þeirra sem eru vaxa úr grasi, eru í
námi eða eru að hefja störf á
vinnumarkaði og koma sér upp
heimili. Aðeins með þekkingu á við-
fangsefnum sínum og trausti verð-
ur tekið mark á því sem frá hreyf-
ingunni kemur.
Sem ráðgjafi í Hinu húsinu, nemi
í uppeldisfræðum og móðir er
óhætt að segja að Margrét Gauja
hafi þá þekkingu sem þarf. Óhikað
á hún traust hvers þess sem hefur
unnið með henni. Auk þessa hefur
hún unnið að sex stórum rann-
sóknum sem tengjast ungu fólki,
bæði á stöðu þeirra á vinnumarkaði
og félagslegum aðstæðum. Margrét
þekkir þannig aðstæður ungs fólks
í dag – einmitt það sem góður for-
maður ungliðahreyfingar þarf til að
bera.
Um leið og Ungir jafnaðarmenn
eiga að tala röddu ungliða í flokkn-
um eigum við að vekja athygli jafn-
aldra okkar á stjórnmálastarfi og
virkja þátttöku þeirra. Til þess
þurfa tækifæri fyrir almenna fé-
lagsmenn til að taka þátt í mótun
starfsins og hafa áhrif á stefnu fé-
lagsins að vera fyrir hendi. Lykill-
inn að því eru opnir stjórn-
unarhættir og lýðræðisleg umræða,
sem er í senn fordómalaus og
gagnrýnin á sjálfa sig. Þessi verk-
efni mun Margrét án efa leysa af
prýði. Störf hennar markast af
sannfæringu í pólitískum hug-
sjónum, sem skerpir stefnu hennar
og áherslu á breytingar til góðs í
samfélaginu.
Valið er skýrt – kjósum
Margréti Gauju
Valið er augljóst í mínum huga.
Með drífandi og djörfum hug er
hún rétti aðilinn til að leiða fylk-
ingu ungra jafnaðarmanna og sam-
eina krafta hennar. Hún óttast ekki
gagnrýni og setur hagsmuni hóps-
ins fram yfir sína eigin. Nái Mar-
grét kjöri eignast UJ fram-
bærilegan og öflugan talsmann sem
eftir er tekið.
Ég hvet alla unga jafnaðarmenn
til að mæta á kjörstað í Hressing-
arskálanum í Austurstræti í kvöld
og gefa Margréti Gauju atkvæði
sitt. Þannig leggjum við grundvöll
að lifandi og öflugu starfi Ungra
jafnaðarmanna um land allt.
Margrét Gauja –
formaður UJ
Eftir Sverri Jónsson
Höfundur er hagfræðingur og
gjaldkeri Ungra jafnaðarmanna í
Reykjavík.
HANN kom á móti mér beinn í
baki og hressilegur en gekk við
hækju. Hann var léttur í skapi og
skemmtilegur. Hann tjáði mér að
ágætur bækl-
unarlæknir hefði
ekki viljað gera við
kalkaða mjöðm
hans vegna þess að
hann væri ekki and-
lega nógu hress,
enda 80 ára. Hann
væri auk þess aft-
astur á 600 manna biðlista. Við átt-
um tal saman í nokkurn tíma og í
ljós kom að hann fylgdist vel með
dægurmálum auk þess sem
skammtímaminnið virtist býsna
traust. Hann gat rakið fyrir mér
nákvæma verkjasögu, sérstaklega
um næturverkina sem sviptu hann
svefni.
Fyrir nokkrum árum var ástand
fólks er beið eftir liðaðgerðum, t.d.
á hnjám og mjöðmum, kannað. Þá
kom í ljós að meirihluti þeirra var
vinnufær en um 70% þurftu
verkja- og svefnlyf vegna mikilla
næturverkja. Margir illþjáðir. Nú
hafa biðlistar lítið breyst og enn
bíða þjáðir aðgerðar. Læknar eru í
erfiðri aðstöðu og neyðast beinlínis
til að finna jafnvel ólíklegar ástæð-
ur fyrir höfnun. Með tilliti til nið-
urstöðu Evrópudómstólsins legg
ég til að sjúklingar sem beðið hafa
lengur en 6 mánuði eftir aðgerð
sæki um heimild frá T.R. til að-
gerða á sjúkrahúsum erlendis.
Aftastur á 600
manna biðlista
Eftir Ólaf Ólafsson
Höfundur er fyrrverandi
landlæknir.