Morgunblaðið - 03.10.2003, Page 40

Morgunblaðið - 03.10.2003, Page 40
MINNINGAR 40 FÖSTUDAGUR 3. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Erna Erlends-dóttir hár- greiðslumeistari fæddist í Reykjavík 24. nóvember 1921. Hún lést á líknar- deild LSH-Landa- koti að kvöldi 20. september síðastlið- inn. Foreldrar henn- ar voru Erlendur Pálmason skipstjóri, f. á Nesi í Norðfirði 17. desember 1895, d. 22.2. 1966, og Hrefna Ólafsdóttir verslunarmaður, f. á Fjalli á Skeiðum 5. september 1894, d. 14.9. 1980. Erna var 4. í röð 7 systkina. Hin eru: Haukur, f. 24.12. 1915, d. 14.7. 1981; Guð- laug, f. 15.11. 1918, d. 21.11. 2002; Guðmunda, f. 26.2. 1920; Ólafur Pálmi, f. 27.6. 1924, d. 28.5. 1981; Hrefna, f. 11.11. 1925, d. 24.12. 1981, og Margrét, f. 16.3. 1927. Erna giftist, 8. nóvember 1941, eiginmanni sínum Ólafi Árna Bjarnasyni verkstjóra í Timbur- verslun Árna Jónssonar, f. í Ólafs- vík 27. nóvember 1916, d. í Reykjavík 11. maí 1958. Foreldr- ar hans voru Bjarni Ólafsson sjó- maður, f. í Ólafsvík 17.1. 1892, d. 26.4. 1969, og Margrét Gísladóttir húsmóðir, f. á Höfða í Eyrarsveit 24.8. 1891, d. 25.8. 1941. úar 1952. Sonur hennar er Bjarni Haukur Þórsson leikari, f. 20.4. 1971, sambýliskona hans er Sif Hauksdóttir Gröndal. Erna fæddist og ólst upp í Reykjavík. Fyrstu árin bjó hún ásamt fjölskyldu sinni á Lauga- vegi 18 en síðan fluttist fjölskyld- an á Ásvallagötu 17. Hún gekk í Miðbæjarskólann og lauk þaðan barnaskólaprófi árið 1934. Hún stundaði síðan nám í hárgreiðslu við Iðnskólann í Reykjavík og fékk sveinsbréf 25. nóvember 1941 og meistarabréf 13. febrúar 1962. Hún stundaði starfsnám sitt hjá frænku sinni Svövu Berents- dóttur hárgreiðslumeistara á hár- greiðslustofunni Femina sem þá var til húsa í Aðalstræti 1. Erna gerði hlé á störfum utan heimilis eftir að hún gifti sig og eignaðist börn allt þar til eiginmaður hennar lést í maí 1958. Hún sótti þá endurmenntun í hárgreiðslu til Bandaríkjanna og rak síðan eigin hárgreiðslustofu í nokkur ár eftir það. Síðar hóf hún þjónustustörf við skrifstofur Loftleiða og síðan á Hótel Esju þar sem hún starfaði sem gjaldkeri í kaffiteríu hótels- ins þar til hún lét af störfum fyrir aldurs sakir 1989. Erna lét sig réttindamál starfsmanna varða og tók virkan þátt í Félagi starfs- fólks í veitingahúsum en hún var trúnaðarmaður starfsmanna á sínum vinnustað um árabil og sinnti auk þess ýmsum trúnaðar- störfum fyrir félagið. Útför Ernu verður gerð frá Fossvogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Þau hjónin bjuggu á Spítalastíg, í Há- túni, Hólmgarði og Sólheimum en síðar fluttist Erna með tveim yngri börnum sínum í Bogahlíð 26, allt í Reykjavík. Erna og Ólafur eiga þrjú börn. Þau eru: 1) Bjarni ráðgjafi, f. 13. apríl 1941, kona hans er Alda Magnúsdótt- ir, þau eiga þrjú börn. Þau eru: a) Ólafur Árni óperusöngvari, f. 18.6. 1962, börn hans eru; Michael, f. 30.6. 1983, Ástríður, f. 10.7. 1990, Bjarni Jós- ef, f. 23.7. 1993, Frank, f. 20.11. 1995 og Leander Magnús, f. 18.12. 2001. Núverandi eiginkona og móðir yngsta sonar Ólafs er Ivette Bjarnason. b) Erna Björg sölumaður, f. 4.4. 1968, sonur hennar er Andri Freyr, f. 10.2. 1987. c) Markús nemi, f. 9.1. 1979. 2) Haukur framkvæmdastjóri, f. 8. ágúst 1949, kona hans er Björg Friðriksdóttir, þau eiga tvær dæt- ur. Þær eru: a) Brynhildur saumakona, f. 14.5. 1967, dóttir hennar er Natasha Guðbjörg, f. 5.7. 1986, eiginmaður Brynhildar er Greg Allen, og b) Margrét skrifstofumaður, f. 1.5. 1974. 3) Hrefna félagsráðgjafi, f. 28. febr- Móðir mín Erna ólst upp í miðbæ Reykjavíkur, sitt hvorum megin lækjar, allt þar til hún gift- ist og flutti úr foreldrahúsum. Mið- bær Reykjavíkur var því hennar staður og fylgdist hún grannt með öllum breytingum sem þar urðu í gegnum árin. Samband okkar mæðgnanna hófst í miðbænum en hún fæddi mig þar sem hún var gestkomandi á heimili Hauks bróð- ur síns og mágkonu í Skólastræti 5. Upp frá þeirri stundu höfum við átt margar góðar stundir í miðbæ Reykjavíkur þar sem hún fræddi mig um lífið þar fyrr á árum. Á uppvaxtarárum sínum fór hún í sveit á sumrin eins og gjarnan tíðkaðist á þeim árum. Hún dvald- ist hjá vinafólki foreldra sinna þeim Þorláki Eyjólfssyni og Vil- helmínu K. Árnadóttur sem bjuggu í Gerðakoti í Miðneshreppi. Móðir mín átti góðar stundir hjá þeim hjónum í Gerðakoti og sótti mjög að fara þangað, meðal annars um jól. Hún var mikið náttúrubarn og naut sín mjög í íslenskri náttúru, ekki síst við ströndina. Hún hafði unun af því að ferðast og fræðast um land og þjóð. Þeirri arfleifð kom hún þannig til skila til mín að ég veit ekkert unaðslegra en að skoða landið mitt og nýt þess eins og hún gerði að dveljast úti í nátt- úrunni. Foreldrar móður minnar lögðu mikið upp úr menntun en þau höfðu bæði farið í framhaldsnám, afi í Stýrimannaskólann og amma í Verslunarskólann. Móðir mín sagði oft frá því að hún þakkaði for- eldrum sínum hve hart þau lögðu að henni að mennta sig. Hún nam hárgreiðslu við Iðnskóla Reykja- víkur og sagði frá því að það hafi verið það minnsta sem hún komst upp með á sínu heimili. Á fyrri hluta 20. aldar tíðkaðist að konur væru heimavinnandi húsmæður eftir að þær giftu sig og eignuðust börn. Móðir mín starfaði því ekki lengi við sína iðn fyrr en eftir að hún varð ekkja aðeins 36 ára göm- ul. Þá stofnaði hún hárgreiðslu- stofu á jarðhæð á heimili okkar. Þetta gerði henni kleift að sinna börnum og búi ásamt því að vinna fyrir fjölskyldunni. Eftir að við systkinin urðum eldri hóf hún störf utan heimilis en starfaði við hár- greiðslu heima sem aukavinnu. Móðir mín kom því rækilega til skila til mín að menntun væri eina leiðin til að tryggja sér góð lífs- kjör. Hún gerði það á þann hátt að það kom aldrei annað til greina en að ég færi í langskólanám. Til þess notaði hún ýmsar sögur af fólki úr fjölskyldu sinni sem bæði var lang- skólagengið og ekki. Hún tengdi mig þannig þessu fólki að alltaf líktist ég þeim sem höfðu farið í langskólanám. Hún studdi mig ætíð heilshugar í gegnum allt mitt nám. Móðir mín var upplýst kona enda fylgdist hún mjög vel með allri þjóðfélagsumræðu hvort sem um var að ræða stjórnmál eða menningarmál. Hún hafði gaman af umræðum um þessi mál og hafði því mótandi áhrif á mig hvað varð- ar áhuga og ábyrgð á eigin sam- félagi. Móðir mín lagði mikinn metnað í að búa fjölskyldu sinni hlýtt, fal- legt og nærandi umhverfi. Hún var góð í að skapa notalega stemmn- ingu. Það gerði hún með því að bjóða til veislu þar sem tekið var á móti hverjum og einum gesti sem sérstæðum einstaklingi. Hún hafði einnig ákveðnar skoðanir hvað varðar að rækta sína fjölskyldu og ala upp börn. Þessi arfleifð skilaði sér þannig til mín að það var næst- um eins og það kæmi af sjálfu sér að búa sér gott heimili og kunna til verka við barnauppeldi. Móðir mín á ekki framar eftir að ganga um miðbæinn og segja okkur sögurnar af fólkinu sínu sem þar bjó. Þess í stað munu sögurnar um hana og hennar fólk lifa í huga og hjörtum okkar sem þótti vænt um hana og munu þannig flytjast til afkomenda okkar. Hrefna Ólafsdóttir. Nú hefur hún Erna tengdamóðir mín kvatt þennan heim nær 82 ára gömul. Ég hef fengið að vera henni samferða í langan tíma, en við kynntumst fyrir nær 45 árum síð- an. Við áttum margar mjög góðar stundir saman og skiptumst oft á uppskriftum að ýmsu góðgæti. Hún tengdamamma var mjög vönduð og myndarleg húsmóðir, og góð fyrirmynd, sem ég leit upp til og þótti gott að sækja góð ráð og stuðning til hennar. Hún var hárgreiðslumeistari og stundaði sína iðn af vandvirkni á meðan hún starfaði við hana, eins og allt annað sem hún tók sér fyrir hendur. Ég minnist þess að á brúð- kaupsdaginn minn var hún að leggja á mér hárið fyrir brúðkaup- ið, en þá fór rafmagnið af hverfinu sem hún bjó í. Varð ég að vonum áhyggjufull og stressuð, en hún tók hlutunum eins og þeir gerast, og sagði bara sallaróleg, við förum bara til hennar Buggu vinkonu og klárum þetta þar. Síðan héldum við brúðkaupsveisluna á hennar heimili, sem hún undirbjó og ann- aðist af mikilli vandvirkni og glæsibrag. Síðan höfum við und- irbúið og haldið margar góðar veislur saman í gegnum árin. Tengdamamma fylgdi fjölskyld- unni vel og tók virkan þátt í fjöl- skyldulífinu hjá okkur öllum, eldri sem yngri, hvar sem við vorum eða hvert sem við fórum. Man ég sér- staklega eftir einni heimsókn hennar til okkar hjóna á Spáni, fyrir allmörgum árum, og hvað við skemmtum okkur vel við að horfa og hlusta á tónlist og dans þeirra Andalúsíumanna. Fjölskyldan hafði það fyrir venju að hittast hjá tengdamömmu á laugardögum í hádegisverð og rabb. Það voru ánægjulegar stund- ir, og ekki sakaði að veitingar voru vandaðar og vel hugsað um sér- þarfir allra í fjölskyldunni. Oft var tekist á um menn og málefni, og þar kom tengdamamma mér oft á óvart með ákveðnar og skemmti- legar skoðanir, og stóð vel með sjálfri sér, en sá til þess um leið að ekkert færi úr böndum í þessum samverustundum fjölskyldunnar. Elsku tengdamamma, „amma Dódó,“ eins og við kölluðum þig öll. Nú ert þú loksins komin til elskunnar þinnar, sem kvaddi okk- ur svo löngu á undan þér. Megir þú hvíla í friði. Guð geymi þig. Hún þykir fágæt þessi dyggð. Ég þekki enga slíka tryggð. En tíminn læknar hugans hryggð og hylur gömul sár, en sumum nægir ekki minna en ár. (Tómas Guðmundsson.) Alda Magnúsdóttir. Elsku amma mín. Elsku amman mín og ég áttum einhvern veginn þannig samband að minningargrein eins og þessi, er einhvern veginn skrýtin. Sam- bandið var, meina ég, ekki hátíð- legt. Og Mogginn er auðvitað há- tíðlegur. Okkur ömmu fannst það. Enda flettum við Mogganum var- lega. Reyndar straujuðum við ekki blöðin eins og Fraiser. En samt… Þegar á öllu er á botninn hvolft er nánu sambandi fólks auðvitað ekki hægt að skilgreina í Mogganum. Nema kannski í Lesbókinni, exclusive þá. Amma og ég töluðum ansi oft um Moggann. Sérstaklega Lesbók- ina, sem henni þótti stórmerkileg. Reyndar töluðum við um allt milli himins og jarðar. Síðan ég man eftir mér talaði ég um allt við ömmu. Pólitík, mat, leikara, bíó- myndir, leikrit, bókmenntir, kon- ungsfjölskyldur. Hún hafði alltaf sínar skoðanir og ef við vorum ekki sammála, var það bara þannig. „Vitleysisgangur er þetta,“ sagði hún, og bauð mér smáköku. „Lastu greinina um hann þarna leikara í Lesbókinni?“ „Hvaða leikara?“ „Hann þarna leikara, með dökka hárið, sem er alltaf í sjónvarpinu.“ Og þetta átti maður auðvitað að vita. „En amma það eru ansi marg- ir dökkhærðir leikarar í sjónvarp- inu.“ Hún var fljót til svars. „Þessi þarna myndarlegi.“ „Þú meinar Pálma Gests eða George Clooney?“ „Hann þarna í er, já“. Bráðavakt- ina kallið hún „er“ eins og „Er ein- hver í dyrunum“. „Þú meinar E.R.“. „Jú jú, ansi hreint sem hann kemur sér alltaf í klandur dreng- urinn“. Og þá vissi maður að hún átti við Clooney. Hún hefði senni- lega átt að sjá um sjónvarpsum- fjöllunina í Mogganum. Amma mín klippti líka út ansi mikið úr Mogg- anum. Sérstaklega ef einhver úr fjölskyldunni var í blaðinu. „Getur þessi fjölskylda aldrei verið til friðs,“ sagði hún og klippti grein- ina út. Tónninn var eins og þetta væri algert vesen að þurfa að standa í þessu úrklippudóti, en innst inni vissi maður að hún var stolt af okkur, börnunum sínum og barnabörnum. Annars hefði hún sennilega ekki klippt vesenið út. Ég varð þess heiðurs aðnjótandi að alast upp að miklum hluta til hjá henni ömmu minni. Og þess mun ég alltaf njóta. Hún var þvílík prinsipp manneskja að það hálfa væri nóg. Við getum sagt sem svo að ef hún hefði verið aðstoðar- manneskja Árna Johnsen væri hann ekki að skrifa greinarnar sín- ar í Moggann á Grundarfirði í dag. Og maturinn. Kökurnar. Umhyggj- an. Og fötin. Maður vaknaði á morgnana og hreinar nærbuxur lágu straujaðar til brúks á stólnum við rúmið. Og klaufin straujuð inn- aná. Ég þurfti virkilega að beita sannfæringarkrafti mínum til að telja henni trú um að gallabuxur þurfti ekki að strauja. Hvað þá með broti. „Já, en þannig er Gulli í Karnabæ alltaf“. Þvílík umhyggja. Mér þótti og mun alltaf þykja al- veg óskaplega vænt um hana ömmu mína. Óskaplega! Og ég veit, það skiptir ekki máli hvert lifibrauð mitt hefði verið, amma mín hefði alltaf tekið því, og gert gott úr því. Og þannig var amma. Hún bara tók manni eins og maður var. Ég á eftir að sakna hennar allt mitt lifandi líf og minnast hennar daglega. Elsku amma mín eina. Ég hefði svo ofsalega viljað að litli stubburinn okkar Sifjar hefði get- að hitt hana, en það þarf víst að bíða. Allt hennar líf snerist um að sjá um aðra. Ósérhlífnin var þvílík. En ég hef ákveðið ósérhlífnin er eitthvað sem ég mun reyna eftir fremsta megni að temja mér og kenna syni mínum. Og hann mun á móti heyra mikið talað um ömmu og heyra sögurnar hennar. Þegar hún kvaddi okkur sló klukkan tíu. Á slaginu. Eins og ákveðið. Og Gerður G. Bjarklind mælti „Útvarp Reykjavík, klukkan er tíu. Nú verða sagðar fréttir“. Og amma sagði ekki „Tei, tei“, og hækkaði. Hún lækkaði. Amma mín, Erna Erlendsóttir, kvaddi og tím- inn stöðvaðist. Og Gerður G. Bjarklind þagnaði. Ég er svo ánægður hversu vel hún tók henni Sif minni, sem er mér allt í þessum heimi. Hversu vel hún tók því þegar litli dótt- ursonurinn hennar fann stóru ást- ina í lífinu sínu. Og hún skildi það og sá það og fagnaði því hversu lukkulegur ég var og er. Elsku mamma mín. Þetta eru erfiðir tímar. En ég veit að hún amma er með okkur og sérstak- lega þér, sem varst henni svo margt. Umhyggja þín fyrir ömmu síðustu mánuði hennar hér á jörðu var aðdáunarverð. Þú gafst allt og meira til. En lífið heldur áfram. Við höldum áfram og segjum sög- urnar hennar ömmu. Svo hittumst við öll einn daginn, fáum okkur eitthvað gott að borða og hlæjum að öllu saman. Og ég veit mamma, að þú verður frábær amma. Enda hefurðu fyrirmyndina. Ég votta einnig Bjarna og Hauki mína dýpstu samúð. Elsku amma mín. Ég verð þinn, alltaf. Þinn dóttursonur, Bjarni Haukur. Erna Erlendsdóttir móðursystir mín var alltaf kölluð Dódó. Ég vissi reyndar ekki að hún hét Erna fyrr en ég var komin undir ferm- ingu enda liggur ekki beint við að breyta nafni hennar í Dódó. Dódó var fjórða af sjö börnum Erlendar Pálmasonar skipstjóra og eiginkonu hans Hrefnu Ólafs- dóttur. Hún lærði hárgeiðslu og vann við iðn sína þangað til að hún giftist Ólafi Árna Bjarnasyni. Ólaf- ur Árni Bjarnason eiginmaður hennar lést um aldur fram árið 1958. Þau eignuðust þrjú börn, Bjarna, Hauk og Hrefnu. Dódó vann við ýmis þjónustu- störf eftir að hún missti mann sinn. Hún þurfti auðvitað að leggja hart að sér til þess að sjá börnum sín- um farborða en hún fór vel með peninga og gat gert mikið úr litlu. Það var ekki hennar eðli að gera mikið úr sér eða sínum en hún var hæglát og frekar dul um sína hagi. Dódó hafði mjög skemmtilegan og sérstakan húmor sem var aldrei á kostnað annarra. Hún kom mjög oft í heimsókn til mömmuog voru mikil samskipti á milli okkar fjöl- skyldna. Heimili hennar bar það með sér að hún var fagurkeri og hún naut þess að hafa fallega hluti í kringum sig. Dódo var alltaf snyrtileg og vel til höfð.Hún var mikill snillingur í matargerð og það var ánægjulegt að koma á heimili hennar. Þegar mamma eld- aði þjóðlegan mat eins og t.d. grá- sleppu, svið eða saltkjöt og baunir vildi mamma alltaf að Dódó kæmi yfir í mat. Það gerði Dódó og það var gaman að hafa hana vegna þess að hún var þakklátur mat- argestur og hafði alltaf góða nær- veru. Þegar Dódó kom í heimsókn í sumarbústaðinn til okkar naut hún þess að sýsla við trén og að skoða blómin. Henni leið bersýnilega vel úti í guðsgrænni náttúrunni. Ég hitti Dódó fyrir tilviljun í Kringlunni á hádegi í september á síðasta ári og við drukkum saman kaffi í rólegheitum. Dódó var alltaf frekar fáorð um sig og sína en þennan dag sagði hún mér óvenju mikið frá börnunum sínum og það leyndi sér ekki hvað hún var ánægð með þau. Þetta spjall var frekar óvenjulegt fyrir hana en sannleikurinn er sá að hún ljómaði þegar hún sagði mér fréttir af þeim.Þetta var skemmtileg sam- verustund og ég minnist hennar með hlýhug. Ég votta fjölskyldu hennar sam- úð mína. Magnús Haukur Magnússon. Nú þegar komið er að leiðarlok- um langar mig að minnast móð- ursystur minnar Ernu Erlends- dóttur, eða Dódóar eins og hún var alltaf kölluð. Hún var í miðið af sjö systkinum, tveimur bræðrum og fjórum systrum. Tvær systur eru eftirlifandi, þær Guðmunda, móðir mín, og Margrét. Þetta var sam- heldinn og hress hópur, og sam- gangur á milli systkinanna og fjöl- skyldna þeirra mikill. Þar sem Dódó var miðbarnið þurfti hún að taka tillit bæði til sér eldri og yngri systkina og hefur það án efa mótað hana. Það var einungis ár á milli Dódó- ar og móður minnar. Þær giftust um svipað leyti bestu vinum, eign- uðust tvö fyrstu börnin sín á svip- uðum tíma og áttu því margt sam- eiginlegt. Þær systur bjuggu lengst af í nágrenni hvor við aðra þannig að samgangur á milli heim- ilanna var mikill. Dódó hefur því alltaf verið mér nákomin og það styrkti tengslin að við bárum sama nafn. Lífið varð Dódó ekki alltaf ERNA ERLENDSDÓTTIR

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.