Morgunblaðið - 03.10.2003, Qupperneq 43
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. OKTÓBER 2003 43
✝ Anna Jóna Guð-munda Betúels-
dóttir fæddist í Görð-
um í Aðalvík 14.
desember 1924. Hún
lést á Landspítala við
Hringbraut 24. sept-
ember síðastliðinn.
Foreldrar hennar
voru hjónin Betúel
Jón Betúelsson, bóndi
í Görðum, og Krist-
jana Benedikta Jós-
efsdóttir, húsfreyja.
Systkini Önnu eru
Ingibjörg, f. 27. febr-
úar 1926, Margrét, f.
14. maí 1928, d. 17. apríl 1999,
Betúel, f. 6. júlí 1930, Sturla, f. 27.
maí 1932, d. 4. ágúst 1997, og upp-
eldisbróðir Jósef Markússon, f. 12.
nóvember 1923.
Anna giftist 13. desember 1947
eftirlifandi eiginmanni sínum,
Þorkeli Guðmundssyni, f. 30. sept-
ember 1924, frá Litla-Hóli, Viðvík-
urhreppi, Skagafirði. Dætur
þeirra eru: 1) Erna Kristjana, f. 8.
júní 1947. Maki Ágúst Guðmunds-
son, f. 15. júlí 1944. Synir Ernu og
Jóhanns Geirssonar eru Geir, f.
22. nóv. 1967, d. 2. apríl 1976; Geir
Þór, f. 6. okt. 1977, d. 13. apríl
1992, og Arnar Þorkell, f. 25. febr-
úar 1979. Sonur Arnars er Em-
brek Snær. 2) Hildur, f. 30. sept.
1952. Maki Atli Við-
ar Jónsson, f. 22. maí
1953. Börn þeirra:
Anna Björk, f. 22.
sept. 1979, sambýlis-
maður Stefán Arn-
alds; Þór Örn, f. 26.
sept. 1982, og Hjalti
Geir, f. 3. júní 1984.
3) Gerður, f. 27. mars
1957. Maki Torfi Em-
il Kristjánsson, f. 11.
júní 1955. Synir
þeirra eru Kristján
Emil, f. 20. febr.
1990, og Pétur, f. 8.
sept. 1992. 4) Fann-
ey, f. 8. febrúar 1959. Maki Haf-
steinn Þór Hilmarsson, f. 21. jan.
1967. Dóttir Fanneyjar og Johns
F. Jensen er Unnur, f. 21. sept.
1988.
Anna gekk í barnaskólann á Sæ-
bóli í Aðalvík. Hún fór sem ung
stúlka til starfa á Ísafirði og þaðan
lá leiðin til Reykjavíkur þar sem
hún starfaði m.a. á Elliheimilinu
Grund og við verslunarstörf. Auk
heimilisstarfa og uppeldis dætra
sinna vann hún á sama tíma í fjöl-
mörg ár í frystihúsinu á Kirkju-
sandi og síðustu starfsárin vann
hún hjá Hollustuvernd ríkisins.
Anna verður jarðsungin frá
Fossvogskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 15.
Við viljum þakka elsku mömmu
fyrir allt sem hún var okkur. Hún
var besta móðir sem hægt var að
hugsa sér, alltaf til staðar fyrir okk-
ur.
Við söknum hennar mjög mikið.
Ég þakka þau ár sem ég átti,
þá auðnu að hafa þig hér.
Og það er svo margs að minnast,
svo margt sem um hug minn fer.
Þó þú sért horfinn úr heimi,
ég hitti þig ekki um hríð.
Þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir.)
Góði Guð, veittu föður okkar
styrk í sorginni.
Dæturnar.
Kallið er komið,
komin er nú stundin,
vinaskilnaðar viðkvæm stund.
Vinirnir kveðja
vininn sinn látna,
er sefur hér hinn síðsta blund.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem.)
Nú þegar kallið er komið langar
okkur að þakka Önnu tengdamóður
okkar fyrir samfylgdina. Hugurinn
reikar til baka og minningarnar
streyma fram um okkar fyrstu
kynni við hana og tengdaföður okk-
ar, Þorkel Guðmundsson. Þessi
samhentu sæmdarhjón tóku okkur
opnum örmum þegar við komum
inn í fjölskylduna og urðum við
strax hluti af henni.
Við tengdasynir Önnu kynntumst
henni hver á sinn hátt.
Það sem einkenndi hana framar
öðru var hæfileiki til að eiga sam-
skipti við fólk, að geta talað við
hvern sem er um hvað sem er, sett
sig inn í mál og rætt þau ofan í kjöl-
inn. Það var því sannarlega ekki
komið að tómum kofunum hjá
henni.
Við eigum ekkert nema góðar
minningar um þessa glæsilegu og
góðu konu. Anna var hnarreist,
kvik á fæti, lífsglöð, hafði mikla
ánægju af dansi og tónlist og mjög
félagslynd. Áhugamálin voru hann-
yrðir og gerð listrænna muna. Hún
gætti þess vandlega að vera æv-
inlega vel til höfð og naut þess að
klæðast fallegum fötum.
Við sjáum Önnu fyrir okkur
hressa og glaða umkringda fjöl-
skyldu sinni og vinum. Það voru
hennar bestu stundir. Ekki var það
nú verra ef líka var rætt um Að-
alvík, en þar fæddist Anna og ólst
upp. Hennar afstaða til lífsins mót-
aðist af þessum tíma þar sem ekki
var mikið um veraldleg gæði, held-
ur horft til kærleikans, umburðar-
lyndisins og heiðarleikans. Anna og
Þorkell hafa verið mjög samhent
um þessi gildi í hjónabandi sínu og í
uppeldi dætra sinna. Þegar Anna
var með dætrunum gekk hún um
glöð og geislandi, þær rifjandi upp
gamla atburði og mikið gátu þær
hlegið innilega saman. Þessar
stundir voru þeirra, sem ekki einu
sinni við gátum truflað.
Anna og Þorkell komu sér upp
unaðsreit í Eilífsdal í Kjós þar sem
dvalist var á sumrin við að yrkja
landið. Þessi reitur ber þess fag-
urlega merki í dag hvaða árangri er
hægt að ná í sáningu í grýtta jörð
þegar eljusemi og tilfinning fyrir
lífi er fyrir hendi. Þegar fjölskyldan
kom saman í Furugerði eða Eilífs-
dal var alltaf mikil veisla og þess
vel gætt að allir fengju nóg.
Á sínum lífsferli hefur Anna ver-
ið mjög heilsuhraust en fyrir um
þremur mánuðum fór að bera á
veikindum sem komu öllum í opna
skjöldu og þótt glíman við meinið
hafi verið erfið var mikil reisn yfir
henni allan tímann. Á þessum erf-
iða tíma hefur Þorkell sýnt mikinn
styrk og vék varla frá Önnu. Hann
dvaldi ásamt dætrum sínum við
sjúkrabeð hennar síðustu vikurnar
þar til yfir lauk.
Anna vissi hvert stefndi og tók
því af miklu æðruleysi, þakkaði árin
sem hún hafði átt hér á jörðu, fyrir
góða foreldra, eiginmann, dætur og
fjölskyldu. Sérstakir þakkir bað
hún fyrir til starfsfólks deildar 13 D
Landspítala við Hringbraut fyrir
góða umönnun og hlýhug í sinn
garð. Við tökum undir þessar þakk-
ir.
Við viljum færa Önnu innilegar
þakkir fyrir að hafa gefið okkur
dætur sínar og þökkum henni
fylgdina á lífsleiðinni.
Við vitum að hún er nú umvafin
ljósi og kærleika og biðjum góðan
Guð að veita Þorkeli styrk og
blessa minningu hennar.
Tengdasynir.
Við eigum góðar minningar um
ömmu okkar.
Hún hafði alltaf mikinn áhuga á
að fá fréttir af okkur, hvað við vær-
um að gera og hvernig gengi í skól-
anum og í vinnunni.
Þegar við komum í heimsókn til
ömmu og afa tóku þau alltaf mjög
vel á móti okkur.
Við þökkum ömmu fyrir allt það
góða sem hún gaf og við eigum eftir
að sakna hennar sárt. Við kveðjum
hana með bænunum sem hún
kenndi mæðrum okkar og þær síð-
an okkur:
Vertu yfir og allt um kring
með eilífri blessun þinni,
sitji Guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni.
(Sig. Jónsson frá Presthólum.)
Láttu nú ljósið þitt
loga við rúmið mitt.
Hafðu þar sess og sæti,
signaði Jesús mæti.
(Höf. ókunnur.)
Við biðjum Guð að blessa minn-
ingu ömmu og hugga afa og
styrkja.
Barnabörnin.
Nú er Anna frænka dáin. Eftir
veikindi hennar síðustu vikur kem-
ur það reyndar ekki á óvart, því vit-
að var hvert stefndi. En samt er
fréttin alltaf óvænt og óvægin þeg-
ar hún berst.
Við fráfall náins ættingja stöðv-
ast manns eigin veröld um stund og
framhjá streyma minningar um
liðnar samverustundir. Anna var
móðursystir mín og á mínum yngri
árum var ég mikið á heimili hennar
og Þorkels. Af mörgu er því að taka
úr minningasjóðnum. Frá barn-
æsku eru það öll skemmtilegu
sumrin á Bakka, drekkutími við
eldhúsborðið á Rauðalæknum, þar
sem nýbakaðri, gómsætri hafra-
mjölstertu og kaldri mjólk var úðað
í sig. Seinna skemmtilegir og fræð-
andi dagar í Aðalvík og á síðustu
árum hangikjötsafmælisboðin í
Furugerðinu.
Anna frænka var kjarnakona
ættuð úr Aðalvík og af Hornströnd-
um. Það sem umfram allt einkenndi
hana var glaðværð, bjartsýni og já-
kvæði. Það var henni eðlislægt að
reyna alltaf að gera gott úr öllu og
sjá björtu hliðarnar í lífinu.
Á kveðjustundu vil ég þakka
minni kæru frænku þá umönnun og
umhyggju sem hún sýndi mér alla
tíð.
Kæri Þorkell, kæru Erna, Hild-
ur, Gerður og Fanney, tengdasynir
og barnabörn. Ég sendi ykkur mín-
ar innilegustu samúðarkveðjur.
Megi góður Guð styrkja ykkur á
þessum erfiðu tímum.
Birna Jóhannesdóttir.
Anna Betúelsdóttir starfaði á
rannsóknastofu Hollustuverndar
ríkisins á árunum 1988–1994. Við
fyrrum samstarfsmenn Önnu minn-
umst hennar sem sérstaklega dug-
legs og skemmtilegs samstarfs-
félaga. Anna var ávallt létt í lund,
viðræðugóð og með ákveðnar skoð-
anir á þeim hlutum sem voru til
umræðu hverju sinni.
Þegar Anna hóf störf á rann-
sóknastofunni hafði hún enga sér-
staka menntun eða reynslu af rann-
sóknastörfum. Á ótrúlega stuttum
tíma tókst henni að ná ágætum tök-
um á þeim störfum sem hún hafði
umsjón með og var einnig fljót að
aðlagast breytingum og nýjungum í
starfsemi rannsóknastofunnar.
Þó að nokkuð sé um liðið frá því
að Anna hætti störfum á rann-
sóknastofunni, hélt hún alltaf reglu-
lega sambandi og mætti á flestar
stærri hátíðarsamkomur þar sem
starfsfólk rannsóknastofunnar og
Hollustuverndar ríkisins kom sam-
an. Síðast hittum við flest Önnu á
jólahlaðborði stofnunarinnar á síð-
asta ári. Þá var hún eins og ávallt
hress og kát. Haft var á orði hversu
glæsileg hún væri og að ekki væri
að sjá að konan sem hætti störfum
þegar hún náði sjötugsaldri hefði
elst hið minnsta. Þannig viljum við
samstarfsfólkið minnast Önnu
Betúelsdóttur.
Við sendum eiginmanni, börnum
og öðrum aðstandendum Önnu okk-
ar innilegustu samúðarkveðjur.
Blessuð sé minning hennar.
Fyrrum vinnufélagar
hjá rannsóknastofu
Hollustuverndar ríkisins.
ANNA J.G.
BETÚELSDÓTTIR
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og
langafi,
SIGURÐUR JÓNSSON
frá Engey í Vestmannaeyjum,
síðast til heimilis
á Hásteinsvegi 53, Vestmannaeyjum,
sem lést á Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja
þriðjudaginn 23. september, verður jarðsung-
inn frá Landakirkju laugardaginn 4. október nk. kl. 14.00.
Ægir Sigurðsson,
Arnþór Sigurðsson,
Guðlaug Björk Sigurðardóttir,
tengdabörn, barnabörn
og barnabarnabörn.
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og lang-
afi,
GUÐMUNDUR SVERRISSON
frá Hvammi,
Borgarbraut 65a,
Borgarnesi,
verður jarðsunginn frá Borgarneskirkju mánu-
daginn 6. október kl. 14.00.
Þeim, sem vilja minnast hins látna, er bent á Krabbameinsfélagið eða
Sjúkrahús Akraness.
Sigurlaug Guðmundsdóttir, Indriði Valdimarsson,
Sigríður Herdís Guðmundsdóttir,
Sverrir Guðmundsson, Sigþrúður Margrét Þórðardóttir,
Guðmundur Stefán Guðmundsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir og afi,
GRETAR BÍLDSFELLS GRÍMSSON,
Syðri-Reykjum,
verður jarðsunginn frá Skálholtskirkju laugar-
daginn 4. október kl. 14.
Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir,
en þeim, sem vilja minnast hans, er bent á
Landspítalann háskólasjúkrahús.
Lára Jakobsdóttir,
Grímur Þór Gretarsson, Ingibjörg Sigurjónsdóttir,
Sigurður Ólafur Gretarsson, Selma S. Gunnarsdóttir,
Guðmundur Hrafn Gretarsson, Þórey S. Þórisdóttir,
Ingibjörg Ragnheiður Gretarsdóttir, Sigurgeir Guðjónsson,
Dagný Rut Gretarsdóttir, Einar Guðmundsson
og barnabörn.
Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu
okkur samúð og vináttu við andlát og útför
eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður
og afa,
HARÐAR GUÐMUNDSSONAR,
Fornhaga 11,
Reykjavík.
Sérstakar þakkir fær starfsfólk deildar V4 á
hjúkrunarheimilinu Grund fyrir góða um- önnun síðasta æviárið.
Kristrún Guðnadóttir,
Guðni Harðarson, Helga Fagerer Harðarson,
Grétar Hrafn Harðarson, Sigurlína Magnúsdóttir,
Sverrir Harðarson, Salbjörg Óskarsdóttir,
Sólrún Harðardóttir, Skúli Skúlason,
Elva, Lilja, Styrmir, Björk og Arnheiður.
Eiginmaður minn,
ÞORSTEINN SIGURBJÖRN JÓNSSON
frá Ólafsfirði,
Bogahlíð 15,
Reykjavík,
er látinn.
Hólmfríður Jakobsdóttir.