Morgunblaðið - 03.10.2003, Side 45

Morgunblaðið - 03.10.2003, Side 45
Hallgrímskirkja. Eldri borgara starf kl. 13. Leikfimi, súpa, kaffi og spjall. Neskirkja. Kóræfing laugardag kl. 11-13. Nýstofnaður kór sérstaklega fyrir þá sem hefur lengi langað til að syngja en aldrei þorað. Stjórnandi Steingrímur Þórhallsson, organisti. Uppl. og skráning í síma 896 8192. Félagsstarf eldri borgara laugardag kl. 14. Sýningin Landnám og Vín- landsferð í Þjóðmenningarhúsinu skoðuð. Umsjón sr. Frank M. Hall- dórsson. Breiðholtskirkja. Fjölskyldumorgnar kl. 10-12. Kaffi og spjall. Landakirkja í Kópavogi. Kl. 15 yngri- deildarstarf Lindakirkju og KFUM&K í húsinu á Sléttunni, Uppsölum 3. Krakkar 8-12 ára velkomnir. Lágafellskirkja. Barnastarf kirkjunn- ar, Kirkjukrakkar, fyrir 6 og 7 ára börn er í Lágafellsskóla kl. 13.20- 14.30. Umsjón hefur Þórdís djákni. Boðunarkirkjan, Hlíðarsmára 9. Samkomur alla laugardaga kl. 11:00. Bænastund alla þriðjudaga kl. 20:00. Biblíufræðsla allan sólar- hringinn á Útvarp Boðun FM 105,5. Allir alltaf velkomnir. Fríkirkjan Kefas. Í kvöld er 13-16 ára starf kl. 19.30. Samvera, fræðsla og fjör. Ytri-Njarðvíkurkirkja. Stjörnukór- inn, barnakór fyrir 3-5 ára gömul börn æfir í kirkjunni laugardaginn 4. október kl. 14.15. Kennari Natalía Chow Hewlett og undirleikari Julian Michael Hewlett. (Sjá nánar í safn- aðarfréttum Njarðvíkurprestakalls). Hjálpræðisherinn á Akureyri. Kl. 17.30 barnagospel fyrir krakka 4-12 ára. Kl. 10-18 okkar vinsæli flóa- markaður opinn. Safnaðarstarf KIRKJUSTARF MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. OKTÓBER 2003 45 Í DAG bíður Háteigskirkja áhuga- sömum einstaklingum að mæta í Setrið á neðri hæð safnaðarheimilis- ins og fá aðstoð við þá ánægjulegu iðju sem brids getur verið. Bridsaðstoðin verður fastur liður í dagskrá eldri borgara starfs kirkj- unnar í vetur og hefst hvern föstu- dag klukkan 13.00. Um þrjúleytið er svo komið að kaffisopanum áður en fólk fer heim til sín. Nánari upplýsingar um þessa dagskrá og aðra dagskrárliði fyrir eldri borgara gefur Þórdís Ásgeirs- dóttir, þjónustufulltrúi Háteigs- kirkju í síma 511 5405. Gospelmessa í Grafarvogskirkju GOSPELMESSA verður í Graf- arvogskirkju sunnudaginn 5. októ- ber nk., kl. 20.00. Gospelsöngkonan Margrét Eir mun syngja við undirleik Karls Ol- geirssonar. Margrét Eir er þekkt meðal annars fyrir söng sinn í söng- leiknum Grease sem sýndur er við miklar vinsældir um þessar mundir. Sr. Bjarni Þór Bjarnason þjónar og flytur hugleiðingu. Fermingarbörn lesa ritningarlestra. Kaffi og klein- ur að athöfn lokinni. Curtis Silcox heimsækir Krossinn TRÚBOÐINN Curtis Silcox hefur viðkomu á Íslandi um næstu helgi. Hann er að koma frá mótinu „The All Nations Conferance“ í Suður- Afríku. Curtis Silcox hefur oft sótt Ísland heim á udanförnum árum og markað hér djúp spor með þjónustu sinni. Samkomurnar verða á föstudag kl. 20.00 á laugardag kl. 20.30 og sunnudag kl. 16.30. Allir eru vel- komnir. Viltu læra um lífið? Námskeið um Postulasöguna LAUGARDAGINN 1. október hefst í Leikmannaskóla kirkjunnar nám- skeið um Postulasöguna undir leið- sögn sr. Arnar Bárðar Jónssonar. Postulasagan er eitt rita Nýja testamentisins og er í henni greint frá tilurð kirkjunnar og þróun henn- ar á fyrstu áratugunum eftir upp- risu Jesú Krists. Á námskeiðinu verður ritið lesið og efni þess kann- að og útskýrt ásamt því að skoða hvaða erindi innihald þess á við sam- tímann. Biblían er rit sem flestir hafa á lífsleiðinni heyrt nefnt og margir lesið og þá valda kafla. Post- ulasagan er skemmtileg aflestrar og áhugaverð fyrir margra hluta sakir t.d. er hún stórmerk heimild um líf og trú frumsafnaðarins. Nú er tæki- færi að skoða eitt rita þessarar stór- brotnu bókar enn frekar og kanna hvað gerir hana að því sem hún er. Námskeiðið er haldið í Grens- áskirkju og hefst laugardaginn 4. október kl. 11. Kennt verður í 4 skipti, 2 tíma í senn. Hægt er að skrá sig í síma 535 1500 eða á vef Leikmannaskól- ans, www.kirkjan.is/leikmannaskoli Brids í Háteigskirkju Háteigskirkja í Reykjavík. TAFLFÉLAGIÐ Hellir, sem varð í öðru sæti á Íslandsmóti tafl- félaga, er eina íslenska félagið sem sendi lið á Evrópumót taflfélaga að þessu sinni. Félagið sendi reyndar bæði karla- og kvennasveit og mun þetta vera í fyrsta skipti sem ís- lenskt taflfélag sendir kvennasveit í alþjóðlega keppni. Evrópumót taflfélaga er að vinna sér sífellt veglegri sess í evrópsku skáklífi, eins og sjá má af öllum þeim fjölda ofurstórmeistara sem leggja nú leið sína á mótið sem haldið er í Rethymnon á Krít. Þar er fremstur í flokki sjálfur Garry Kasparov, sem teflir fyrir rússneska félagið Ladya- Kazan-1000. Kasparov hefur nú teflt þrjár skákir fyrir félag sitt á Evr- ópumótinu og sigraði í þeim öllum. Ladya-Kazan hefur unnið allar fjór- ar viðureignir sínar og er í efsta sæti á mótinu. Kasparov og félagar eiga hins vegar erfiðan dag fyrir höndum í fimmtu umferð þegar þeir mæta NAO taflfélaginu franska, sem er stigahæst á mótinu og hefur líkt og Ladya-Kazan unnið í fyrstu fjórum viðureignunum. Karlalið Hellis fékk erfiða and- stæðinga í fyrstu umferð og tapaði 6–0 fyrir pólskri stórmeistarasveit. Í annarri umferð gekk betur og nið- urstaðan varð tap með minnsta mun gegn sænska félaginu Limhamns SK. Fyrsti sigurinn kom síðan í þriðju umferð gegn OAA Herak- leion, en lokatölurnar urðu 4½–1½ Helli í vil. Þessum úrslitum var síð- an fylgt eftir í fjórðu umferð með 4–2 sigri gegn austurríska félaginu SV United Chocolates. Helgi Áss Grétarsson (2.513), Sigurbjörn Björnsson (2.302) og Kristján Eð- varðsson (2.253) sigruðu í sínum við- ureignum. Hellir er nú í 26.–27. sæti á mótinu, en félagið er í 35. sæti í styrkleikaröðinni. Hellir mætir hvít- rússneska taflfélaginu Vesnianka Minsk í fimmtu umferð. Sú sveit er skipuð ungum skákmönnum, en yngstur allrar er þó fjórða borðs maðurinn, Zhigalko, en hann er að- eins 14 ára. Þrettán félög tefla í kvennaflokki, en auk kvennasveitar Hellis tekur einungis ein önnur sveit frá Norð- urlöndum þátt í mótinu, en það er Kristallen SK frá Svíþjóð. Sveit Hellis sat hjá í fyrstu umferð, en í annarri umferð mætti hún gríðar- sterkri sveit og varð að sætta sig við 4–0 tap. Lenka Ptacnikova var svo sú eina í Hellissveitinni sem náði jafntefli í þriðju umferð. Í fjórðu umferð gerðu þær Lenka og Guð- fríður Lilja Grétarsdóttir jafntefli við andstæðinga sína á efstu tveimur borðunum og niðurstaðan varð 3–1 tap. Kvennasveit Hellis er sú lang- stigalægsta á mótinu. Evrópumeistarinn tekinn í kennslustund Kasparov hitaði upp fyrir Evr- ópumót taflfélaga með því að tefla einvígi við Evrópumeistarann Zurab Azmaiparashvili (2.702). Kasparov sýndi enn einu sinni yfirburði sína og sigraði 5½–½, en tefldar voru tvær atskákir og fjórar hraðskákir. Teflt var í Panormos á Krít. Önnur atskákin tefldist þannig: Hvítt: Azmajparashvíli Svart: Kasparov Slavnesk vörn 1. c4 c6 2. d4 d5 3. Rf3 Rf6 4. e3 a6 5. Dc2 Bg4 6. Re5 Bh5 7. Db3 Dc7 8. cxd5 cxd5 9. Rc3 e6 10. Bd2 Bd6!? Nýr leikur. Þekkt er að leika 10. …Rbd7 11. Hc1 Db8 og annaðhvort 12. f4 eða 12. Rxd7 o.s.frv. 11. Hc1?! – Fróðlegt hefði verið að sjá, hverju Karparovs hefði svarað leiknum, 11. Da4+. Svartur virðist lenda í vand- ræðum, eftir 11. …Rc6 12. Rb5 Dd8 13. Rxd6+ Dxd6 14. Hc1 o.s.frv. 11. – Rbd7 (í stað 11. – Rc6) 12. Rb5 Db8 13. Rxd6+ Dxd6 14. Hc1 er einnig erfitt fyrir svart. 11. …Rc6 12. Ra4 0–0 13. Rxc6 bxc6 14. Db6 De7 15. Bd3 Bg6 16. Bxg6 fxg6 17. f3 – 17. …Re4! 18. fxe4 Dh4+ 19. g3 – Hvítur er einnig í miklum vand ræðum, eftir 19. Kd1 Dg4+ 20. Kc2, t.d. 20. – Dxe4+ 21. Kd1 Hab8 22. Da5 Hf2 23. Hxc6 Bb4 24. Bxb4 Db1+ 25. Hc1 Dd3+ 26. Hc1 Hbf8! og við hótuninni 27. – Hf1+ er engin vörn. 19. …Dxe4 20. Ke2 – Eftir 20. Hf1 Hxf1+ 21. Kxf1 Dd3+ 22. Kg1 Dxd2 23. Hf1 Dxe3+ 24. Kg2 De2+ 25. Hf2 Db5 26. Dxb5 cxb5 27. Rc5 Bxc5 28. dxc5 á svartur unnið endatafl, með tveimur peðum meira. 20. …Dg2+ 21. Kd3 Hf2 22. Da5 – Eða 22. Dxc6 Hxd2+ 23. Kc3 Hd8 og svartur á yfirburðatafl, t.d. 24. Hhe1 a5 25. Da6 Df2 26. Dc6 Dxh2 27. Db6 Bb4+ 28. Kb3 Hd3+ 29. Rc3 a4+ 30. Kxa4 Ha8+ 31. Kb5 Dxb2 32. Ra4 Hxa4 33. Hb1 Da3 34. Dxe6+ Kh8 35. De8+ Bf8 36. Hf1 Ha5+ 37. Kc6 Ha6+ 38. Kxd5 Ha5+ 39. Ke6 Dxa2+ o.s.frv. 22. …Hb8 23. a3 – Eftir 23. Hhe1 De4+ 24. Kc3 e5 er hvítur varnarlaus, t.d. 25. a3 c5 26. b3 exd4+ 27. exd4 Hf3+ 28. Be3 Hxe3+ 29. Hxe3 Dxe3+ 30. Kc2 Dxb3+ 31. Kd2 cxd4 o.s.frv. 23. …Bc7! 24. Dxc7 – Ekki 24. Dc3 De4+ mát. 24. …Hxd2+ 25. Kc3 Hdxb2 26. Dxb8+ Hxb8 og hvítur gafst upp. Liðsmunurinn segir fljótt til sín. Bergsteinn og Sigurður Páll efstir á MP-mótinu Bergsteinn Einarsson og Sigurð- ur Páll Steindórsson eru efstir á MP-mótinu með 3 vinninga eftir fjórar umferðir. Bergsteinn gerði jafntefli við Björn Þorsteinsson, en Sigurður Páll lagði Ingvar Þór Jó- hannesson að velli. Þriðji er Jón Árni Halldórsson eftir sigur á Áskeli Erni Kárasyni. Dagur Arngrímsson er efstur í B-flokki, en Svavar Guðni Svavarsson, Rafn Jónsson og Viðar Másson eru efstir í C-flokki. Arnar Gunnarsson sigraði á fyrsta mótinu í Bikarsyrpu Eddu útgáfu Íslandsmeistarinn í netskák, Arn- ar E. Gunnarsson, hóf titilvörnina í ár á sannfærandi hátt. Hann sigraði á fyrsta mótinu í Bikarsyrpu Eddu útgáfu og hlaut 8 vinninga, einum og hálfum vinningi meira en næstu menn. Lokastaðan: 1. Arnar E. Gunnarsson 8 v. 2.–5. Davíð Kjartansson, Ólafur Kristjánsson, Andri Áss Grétarsson og Halldór Brynjar Halldórsson 6½ v. 6. Magnús Örn Úlfarsson 6 v. 7.–10. Björn Þorfinnsson, Guð- mundur Gíslason, Gunnar Björns- son og Davíð Ólafsson 5½ v. 11.–17. Snorri G. Bergsson, Hrannar Baldursson, Jón Kristins- son, Arnar Þorsteinsson, Heimir Ásgeirsson, Magnús Gunnarsson og Magnús Magnússon 5 v. 18.–21. Sævar Bjarnason, Sæberg Sigurðsson, Páll Þórarinsson og Kristján Örn Elíasson 4½ v. Keppendur voru 36, en teflt var á ICC eins og á fyrri mótum. Annað mótið í Bikarsyrpu Eddu útgáfu fer fram 12. október. Barna- og unglingaskákmót MP-verðbréfa Laugardaginn 4. október fer fram barna- og unglingskákmót MP- verðbréfa, en mótið er opið öllum 15 ára og yngri. Teflt verður í félags- heimili Taflfélags Reykjavíkur að Faxafeni 12. Mæting er frá kl. 13.30, en mótið hefst kl. 14 og stendur til u.þ.b. kl. 17. Tefldar verða 6 umferð- ir eftir Monrad-kerfi með umhugs- unartímanum 15 mínútur á skák. Verðlaun: Veitt verða úttektar- og bókaverðlaun fyrir fimm efstu sæt- in. Einnig verða veittir þrír veglegir verðlaunapeningar bæði í drengja- og stúlknaflokki. Þá verður sigur- vegarinn, eða efsti félagsmaður TR á mótinu, útnefndur Unglingameist- ari Taflfélags Reykjavíkur og fær glæsilegan farandbikar til vörslu í eitt ár. Núverandi Unglingameistari Taflfélags Reykjavíkur er Guð- mundur Kjartansson. Ókeypis er fyrir félagsmenn Tafl- félags Reykjavíkur, en þátttöku- gjald er 500 kr. fyrir aðra. dadi@vks.is Daði Örn Jónsson Bragi Kristjánsson Tveir sigrar í röð hjá Helli á EM taflfélaga SKÁK Krít 28. sept.–4. okt. 2003 EVRÓPUMÓT TAFLFÉLAGA FRÉTTIR EFTIRFARANDI ályktun hefur borist frá Stúdentaráði Háskóla Ís- lands: „Stúdentaráð Háskóla Íslands lýs- ir yfir þungum áhyggjum vegna fjár- hagsvandræða hinna ýmsu deilda skólans. Fjárhagsskorturinn er sér- lega áberandi hjá þeim deildum skól- ans sem standa í harðri samkeppni við aðra háskóla landsins um nem- endur og kennara. Stúdentaráð telur að endurskoða þurfi þær aðferðir sem beitt er við útreikning á úthlut- un fjármagns til háskólanna. Það kerfi sem leggur alla áherslu á fjölda nemenda en lætur sig gæðakröfur minna varða er gagnrýni vert. Jöfn- um höndum þarf að huga að fjölda útskrifaðra nemenda og gæðum þess náms sem þar stendur að baki. Samkeppni í háskólanámi hefur auðgað námsframboð á Íslandi og eflt einstakar deildir HÍ. Stúdenta- ráð leggur þó áherslu á að jafna þarf samkeppnisstöðuna. Til að mynda er óeðlilegt og ósanngjarnt að framlög ríkisins til HÍ skerðist sem nemur innritunargjöldum nemenda en aðrir skólar fái óskert framlög. Ríkið getur ekki varpað ábyrgð- inni alfarið á hendur Háskólans og það á heldur ekki að hvíla á herðum stúdenta að leysa fjárhagsvanda skólans. Það er skýlaus krafa Stúdenta- ráðs að hlúð verði að Háskóla Ís- lands sem rannsóknarháskóla og að honum verði tryggt nægt fjármagn svo hann geti boðið upp á fyrsta flokks menntun hér eftir sem hingað til.“ Hafa áhyggjur af fjár- hag HÍ

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.