Morgunblaðið - 03.10.2003, Qupperneq 49

Morgunblaðið - 03.10.2003, Qupperneq 49
BRÉF TIL BLAÐSINS MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. OKTÓBER 2003 49 ÉG vil vekja athygli fólks á því að at- huga hversu víðtæk trygging þess er þegar á reynir. Við hjónin fórum í ferð með heimsferðum til COSTA DEL SOL 10. september 2003, sem átti verða 3ja vikna ferð, en kvöldið sem við komum út veiktist maðurinn minn og lenti á sjúkrahúsi í rúma 2 sólarhringa. Læknar þar vildu gera aðgerð á honum, en haft var sam- band við VÍS hérna heima og athug- að hvað þeir vildu gera. Þeir óskuðu eftir að hann kæmi heim, en athugið: þá er VÍS laust allra mála um leið og við komum heim. Við höfðum þvílíka tröllatrú á F- plús tryggingunni (smáa letrið gleymdist). Sem sagt, í einfeldni okkar héldum við að við fengjum ferðina endurgreidda vegna ferðarofs, en annað kom í ljós, við fengum hlut mannsins míns endur- greiddan 77.150, en hann hefði alls ekki getað farið án fylgdarmanns heim. VÍS var svo heppið að það góða fólk hjá Heimsferðum gat breytt farseðlum okkar í heimferð 17. sept. í stað 1. okt. án nokkurs aukakostnaðar sem VÍS hefði annars þurft að greiða. Ég segi bara að lok- um: við óheppin, VÍS heppið. SELMA JÓNSDÓTTIR, Hólagötu 1, 190 Vogum. Við óhepp- in – VÍS heppið Frá Selmu Jónsdóttur ÞAÐ hafa eflaust margir gerst fréttamenn hjá sjónvarpi og öðrum fjölmiðlum á undanförnum árum, með það fyrir augum að koma sér á framfæri. Þjóðin hefur t.d. kynnst mörgum glaðbeittum sjón- varpsmönnum sem hafa gengið hart fram í umræðuþáttum og knúið á viðmælendur sína að segja sannleikann og ekkert nema sann- leikann. Oft hafa viðmælendurnir verið úr stjórnmálageiranum og kunnað þá list til hlítar að sitja fyrir svörum í langtíma umræðu- þætti án þess að segja nokkurn skapaðan hlut. En skeleggir sjón- varpsmenn hafa notið vinsælda hjá almenningi fyrir það að reyna til hins ítrasta að kreista eðlileg svör út úr mönnum varðandi mál sem oftar en ekki hafa lyktað af spill- ingu. Það er líka svo margt sem er sagt löglegt en siðlaust. En ef allt væri með felldu í þjóðfélaginu, myndum við auðvitað ekki sætta okkur við að það sem siðlaust er geti verið löglegt. Í heilbrigðu mannlífi ætti það siðlausa auðvitað líka að vera lögleysa. En einmitt þessi orð „löglegt en siðlaust“ voru á sínum tíma loka- orð sannleiksleitandi fyrirspyrj- anda í frægum viðtalsþætti í sjón- varpinu, þar sem reynt var að fá skýr svör frá gamalreyndum kerf- ismanni, sem auðvitað fór eftir vananum og sagði ekki nokkurn skapaðan hlut. En þó oft sé erfitt að fá viðhlít- andi svör er það samt svo enn í dag, að þjóðin er í mikilli þörf fyr- ir fjölmiðlamenn sem geta kallast almenningsvænir í samskiptum sínum við sannleikann, menn sem vilja fá málin á hreint og gera í því að leita sannleikans, menn sem láta keypta hagsmunavörslumenn ekki komast upp með endalausar vífilengjur og blekkingar fyrir augliti þjóðarinnar. Við könnumst öll við einhverja frétta- og blaðamenn sem hafa unnið sér orðstír með þessum hætti og getum líka metið þá marga að verðleikum. En eitt hefur gerst á allra síð- ustu árum sem getur ekki kallast mjög ákjósanlegt fyrir framgang sannleikans í okkar þjóðfélagi. Ýmis hagsmunasamtök og stórfyr- irtæki hafa greinilega farið að bjóða í fréttamenn sem hafa náð því að vinna sér viðlíka orðstír og að framan getur. Þessir menn sem þjóðin hefur lært að þekkja af góðu, eru síðan gerðir að tals- mönnum hagsmuna viðkomandi aðila. Þeir fara að tala fyrir hlut- um sem þurfa ekki endilega að vera samkvæmt sannleikanum, því þau fyrirtæki og hagsmunasamtök munu tæpast til sem þræða full- komlega veg sannleikans. En laun- aðir almannatengslafulltrúar sem áður hafa unnið sér tiltrú með skeleggri framgöngu sem fjöl- miðlamenn, halda áfram að koma vel fyrir, en tala hinsvegar allt í einu út frá gjörbreyttum forsend- um. Og ef til vill eru þeir ekki lengur svo sérlega almennings- vænir, þó launaumslögin séu lík- lega orðin mun fyrirferðarmeiri en áður. Ég spyr sjálfan mig stundum að því þegar þessir menn koma fram í fjölmiðlum og tala fjálglega fyrir þá hagsmuni sem þeir hafa verið keyptir til að verja, hvort þeir séu nú innra með sér eins fullkomlega sáttir við sjálfa sig og þeir virðast vera. Skyldu ekki vera einhver smáónot einhvers staðar í sálar- kytrunni, sem minna kannski á það að eitthvað sé farið að vega meira á vogarskálum lífs og þarfa, en sannleikurinn sem þeir vildu eitt sinn hafa þar með mestri þyngd? Ég velti þessu fyrir mér meðan ég horfi á einlægar ásjónur þessara manna og hlusta á mál- flutninginn, sem er stundum í vellulegra lagi. Launaumslögin geta orðið fyrirferðarmikil, en peningar hneppa menn oft í fjötra og keyptir talsmenn verða auðvit- að aldrei annað en keyptir tals- menn. Einu sinni sagði maður sem aldrei varð keyptur talsmaður neinnar hagsmunaklíku, að sann- leikurinn gerði menn frjálsa! Það er sannfæring mín að þau orð séu í fullu gildi enn í dag þó langt sé síðan þau voru sögð. Þeir sem eru sannleikans megin, bæði gagnvart sjálfum sér, náunga sín- um og þjóð sinni, lenda yfirleitt ekki í þeirri stöðu, að verða hugs- anlega að skammast sín þegar þeir horfa á þá persónu sem blasir við þeim í spegli. RÚNAR KRISTJÁNSSON, Bogabraut 21, 545 Skagaströnd. Og sannleikurinn mun gera yður frjálsa… Frá Rúnari Kristjánssyni
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.