Morgunblaðið - 03.10.2003, Qupperneq 54

Morgunblaðið - 03.10.2003, Qupperneq 54
ÍÞRÓTTIR 54 FÖSTUDAGUR 3. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ CLAUDIO Ranieri, knattspyrnustjóri Chelsea, hefur ekki gefið upp vonina um að lið hans hampi Evrópumeistaratitlinum næsta vor þrátt fyrir óvænt tap fyrir tyrk- neska liðinu Beskitas á heimavelli í fyrra- kvöld. „Það er allt opið upp á gátt í riðlinum þar sem Lazio og Sparta Prag skildu jöfn,“ segir Ranieri en sveinar hans halda til Rómar í næsta mánuði þar sem þeir eiga í höggi við Lazio. Ranieri segir mjög mikilvægt fyrir lið sitt að það komist á sigurbraut á ný og vinni Middlesbrough í úrvalsdeildinni á sunnudag. „Sá leikur verður virkileg prófraun á liðið og þar reynir á hvernig það bregst við eftir ósigur. Ég er bjartsýnn enda veit ég hvað í liði mínu býr. Það er mikill karakter í hópn- um og ég held að hann eigi eftir að skipta sköpum í leiknum við Middlesbrough. Við getum dregið ýmiss konar lærdóm af þessum leik á móti Besiktas.“ Óvíst er hvort miðjumaðurinnöflugi, Michael Ballack, getur leikið með Þjóðverjum þegar þeir taka á móti Íslendingum í undan- keppni EM í Hamborg 11. þessa mánaðar en Ballack varð fyrir ökklameiðslum í leik Bayern Münc- hen og Anderlecht í Meistaradeild- inni í vikunni. Rudi Völler, landsliðsþjálfari Þjóðverja, valdi í gær þá 18 leik- menn sem mæta Íslendingum og Ballack í þeim hópi en Völler heldur í vonina um að Ballack verði búinn að ná sér. Þýski hópurinn er mjög svipaður og í leiknum á móti Íslend- ingum á Laugardalsvelli í síðasta mánuði. Sebastian Deisler sem var í byrjunarliðinu í þeim leik er ekki í hópnum að þessu sinni vegna meiðsla og kemur Fabian Ernst, miðjumaður hjá Werder Bremen, í hans stað. Þá kemur Oliver Nauville inn í hópinn að nýju en hann var ekki með í síðasta leik Þjóðverja – sig- urleiknum á móti Skotum. Landsliðshópurinn sem Völler teflir fram er þannig skipaður: Markverðir: Oliver Kahn, (Bayern), Jens Leh- mann, (Arsenal). Varnarmenn: Frank Baumann (Werder Brem- en), Arne Friedrich (Hertha Berlin), Michael Hartmann, (Hertha Berlin), Andreas Hinkel (Stuttgart), Marko Rehmer (Hertha Berlin), Christian Worns (Borussia Dortmund). Miðjumenn: Michael Ballack (Bayern München), Fabian Ernst (Werder Bremen), Sebastian Kehl (Borussia Dortmund), Christian Rahn (Hamburg), Carsten Ramelow (Bayer Leverkusen), Bernd Schnei- der (Bayer Leverkusen). Framherjar: Fredi Bobic (Hertha Berlin), Miroslav Klose (Kaiserslau- tern), Kevin Kuranyi (Stuttgart), Oliver Neuville (Bayer Leverkusen). Þjóðverjar sakna margra sterkra leikmanna sem eru frá vegna meiðsla, sumir hafa verið lengi frá en aðrir skemur. Þetta eru leikmenn eins og Dietmar Hamann, Christian Ziege, Torsten Frings, Jörg Böhme, Paul Frier, Jens Jeremies, Sebast- ian Deisler og Jens Nowotny. Ballack ekki með? HADNDKNATTLEIKUR Íslandsmót karla, RE/MAX-deildin: Selfoss: Selfoss – ÍR..............................19.15 Víkin: Víkingur – Afturelding ..............19.15 1. deild kvenna, RE/MAX-deildin: Framhús: Fram – Stjarnan.......................20 Hlíðarendi: Valur – FH..............................20 KA-heimili: KA/Þór – ÍBV ........................20  Liðin mætast aftur á Húsavík kl. 14 á morgun, laugardag. Í KVÖLD  GLEN Rice fyrrverandi körfu- knattleiksmaður með Miami Heat, Charlotte, Lakers, Knicks og nú síð- ast Houston Rockets er enn og aftur að pakka föggum sínum niður því hann mun leika með Utah Jazz í vet- ur. John Amaechi fer í staðinn frá Jazz til Rockets og að auki samdi Rockets við Jim Jackson sem á líkt og Rice langa ferðasögu að baki, en hann lék m.a. með Dallas, New Jersey, 76’ers, Portland, Hawks, Cleveland, Heat og Sacramento.  ENSKI landsliðsmaðurinn Steven Gerrard segir í gær við enska fjöl- miðla að allar líkur séu á því að hann semji á ný við Liverpool, en núgild- andi samningur hans rennur ekki út fyrr en árið 2005. Gerard Houllier knattspyrnustjóri liðsins segir að þetta séu góðar fregnir fyrir félagið og hann vonist til þess að Gerrard láti meira að sér kveða á næstu tveimur til þremur árum og verði þá á meðal bestu leikmanna heims.  Á aðalfundi enska úrvalsdeildar- liðsins Arsenal í gær sagði stærsti hluthafi félagsins Danny Fiszman að félagið myndi halda sínu striki í áætl- unum sínum um byggingu nýs heima- vallar, Ashburton Grove, þrátt fyrir að enn vanti töluvert fé til þess að ráð- ast í framkvæmdina. Fiszman bætti því við að ekki kæmi til greina að fé- lagið myndi leika heimaleiki sína á nýja Wembley vellinum sem verið er að reisa í Lundúnum en hafist yrði handa við framkvæmdir á Ashburton Grove á fyrsta ársfjórðungi næsta árs. Fjárhagsáætlun Arsenal gerir ráð fyrir að nýr völlur muni kosta um 52 milljarða kr.  TIMO Hildebrand markvörður þýska liðsins Stuttgart sem lagði Man. United að velli, 2:1, í Meistara- deild Evrópu segir við Sky-sjónvarps- stöðina að Cristiano Ronaldo hafi lát- ið sig falla í vítateig liðsins í þeim tilgangi að fiska vítaspyrnu í stöðunni 2:0. Hildebrand segir að vissulega hafi hann snert Ronaldo í viðureign þeirra við mark Stuttgart en bætir því við sú snerting hefði ekki dugað til þess að fella Ronaldo. Ruud van Nist- elrooy skoraði úr vítaspyrnunni.  FERÐASAFN til minningar um frábæran knattspyrnuferil Diego Maradona, fyrrverandi fyrirliða heimsmeistara Argentínu í HM í Mexíkó 1986, hefur verið opnað í höf- uðborginni Buenos Aires. Á safninu eru ýmsir munir, myndir og mynd- bönd, sem sýna flesta eftirminnileg- ustu leiki sem Maradona, 42 ára, tók þátt í – sem leikmaður í Argentínu, með Barcelona og Napolí.  MARADONA var á Kúbu þegar safnið var opnað á mivikudaginn. Það verður í Buenos Aires til 15. nóvem- ber, en þá verður haldið með það vítt og breitt um Argentínu. FÓLK Logi fer til Noregs til að sjáframherjana Tryggva Guð- mundsson og Ríkharð Daðason í leik, en þeir eru aft- ur komnir á ferðina eftir meiðsli. Ásgeir mun ræða við Brynjar Björn Gunnarsson, leikmann Nottingham Forest, í Englandi og þá hittars Logi og Ásgeir í Gautaborg á mánudaginn, til að sjá leik IFK Gautaborgar og Hammarby. Það mætast tveir varnarmenn í lands- liðshópnum, Hjálmar Jónsson og Pétur Hafliði Marteinsson. Log og Ásgeir koma síðan á ný til landsins á þriðjudag og daginn eftir halda þeir til Hamborgar, þar sem landsliðshópurinn kemur saman síðdegis miðvikudaginn 8. október til að undirbúa sig fyrir rimmuna miklu gegn Þjóðverjum. Kallaði á krafta Loga Það vakti þónokkra athygli, eftir að Ásgeir var ráðinn þjálfari lands- liðsins í maí, að hann kallaði á krafta Loga Ólafssonar, fyrrver- andi landsliðsþjálfara, til að fá hann til að vinna með sér við erfitt verk- efni – að byggja upp sjálfstraust í landsliðshópnum eftir að á móti hafði blásið. Atli Eðvaldsson sagði starfi sínu lausu og Ásgeir tók við. Ásgeir segir að hann hafi kallað á krafta Loga af þeirri einföldu ástæðu að hann sé maður sem gott sé að umgangast og vinna með. „Logi er frábær félagi, sem hefur yfir miklum húmor að ráða. Hann er mjög reyndur þjálfari sem á auð- velt með að ná til leikmanna – fá þá á sitt band, bæði með léttleika og festu. Þegar unnið er með Loga gerir maður sér fyllilega grein fyrir því hvað hann er snjall þjálfari sem hefur lagt mikið á sig til að styrkja sig í starfi. Hann hefur stjórnað Víkingi og ÍA til sigurs á Íslands- móti og starfað sem þjálfari í Nor- egi. Þar kynntist hann hvernig Norðmenn hafa byggt upp sína knattspyrnu en þar eiga leikmenn helst ekki að leika knettinum frjálst á milli sín, heldur vinna eftir ákveðnu leikskipulagi. Logi hefur víkkað sjóndeildarhring sinn á fag- mannlegan hátt og hann er mjög næmur að flokka frá atriði sem við þurfum ekkert á að halda í okkar uppbyggingu. Logi hefur afar næmt auga fyrir því að halda sig við kjarna málsins.“ Hvernig tók Logi – fyrrverandi landsliðsþjálfari – þér, þegar þú gekkst á hans fund og óskaðir eftir kröftum hans? „Logi tók mér og mínum hug- myndum vel og við ræddum málin. Ég var ekki að ræða við Loga í fyrsta skipti – ég hef þekkt hann síðan við lékum saman í unglinga- landsliðinu. Hann kom til Þýska- lands þegar ég lék þar með Stutt- gart og kynnti sér þjálfun. Við settumst niður og ég sagði honum frá hugmyndum mínum að vinna saman með landsliðið sem samherj- ar – við erum báðir þjálfarar liðs- ins, ekki að Ásgeir sé þjálfari lands- liðsins, Logi aðstoðarmaður hans. Ég sagði við Loga að hann hefði miklu meiri reynslu við þjálfun en ég. Ég hef aftur á móti reynslu sem atvinnuknattspyrnumaður í Evr- ópu, sem leikmaður í Belgíu og Þýskalandi – af knattspyrnu og ýmsu sem er að gerast í kringum íþróttina. Eftir að við höfðum rætt saman fundum við að hugmyndir okkar áttu samleið. Logi er mjög snjall þjálfari sem kemur hugmyndum okkar betur til skila til leikmanna á æfingum en ég. Við ræðum um leikinn, leik- menn okkar og annað, en Logi stjórnar æfingum. Ég fylgist með og fæ þá tækifæri til að sjá ýmsa hluti hjá leikmönnum sem Logi sér ekki. Ég er þeirrar skoðunar að það sé mjög gott að tveir menn vinni saman með lið, því að betur sjá augu en auga þegar í mörg horn er að líta,“ sagði Ásgeir, sem sagði að hann hefði verið mjög ánægður þegar Logi ákvað að slá til. „Það er mikill styrkur fyrir íslenska knatt- spyrnu og landsliðið að hann leggur krafta sína í að þjálfa liðið.“ Var látinn fara Logi var landsliðsþjálfari Íslands frá ársbyrjun 1996 til júníloka 1997. Þá var honum sagt upp störfum og Guðjón Þórðarson leysti hann af hólmi. Logi tók þá við Skagamönn- um og þjálfaði þá 1998 og 1999 og síðan FH 2000 og 2001. Á síðasta ári var hann aðstoðarþjálfari Lille- ström í Noregi. Logi hafði m.a. þetta að segja við Morgunblaðið þegar tilkynnt var að hann væri orðinn landsliðsþjálfari með Ás- geiri. „Við Ásgeir munum vinna mjög náið saman með liðið og reynum að bæta hvor annan upp.“ Logi taldi sig mun betur í stakk búinn til að fást við þjálfun lands- liðsins en þegar hann stýrði því á sínum tíma. „Ég hef fengist við þjálfun allar götur síðan og fengið reynslu af því að vinna erlendis með atvinnumönnum. Ég kvaddi lands- liðið á sínum tíma á annan hátt en ég hafði áhuga á og þykir því mjög vænt um að fá tækifæri til að koma að því á nýjan leik,“ sagði Logi. Eins og fyrr segir þá hafa þeir Ásgeir og Logi náð mjög góðum ár- angri með landsliðið – þjappað landsliðshópnum, sem er til alls lík- legur, saman. Næsta verkefnið er í Hamborg. Ásgeir Sigurvinsson og Logi Ólafsson hafa náð að rífa landsliðið í knattspyrnu upp úr öldudal og framundan er stórleikur í Hamborg Betur sjá augu en auga ÞAÐ verður mikið að gera hjá Ásgeiri Sigurvinssyni og Loga Ólafssyni, landsliðsþjálfurum í knattspyrnu, næstu dagana – fyrir hinn þýðingarmikla úrslita- leik gegn Þjóðverjum í Evrópu- keppni landsliða sem fer fram í Hamborg eftir rúma viku – laug- ardaginn 11. október. Þeir fé- lagar, sem hafa náð að rífa landsliðið upp úr öldudal sem það var komið í, hafa stjórnað landsliðinu í þremur sigur- leikjum í röð og jafnteflisleik gegn Þjóðverjum á Laugardals- vellinum sem vakti mikla athygli víða um heim og verða á ferð og flugi næstu dagana til að fylgj- ast með leikmönnum sínum í Noregi, Englandi og Svíþjóð. Eftir Sigmund Ó. Steinarsson KNATTSPYRNUSAMBAND Íslands hefur fengið óskir frá enska úrvalsdeildarliðinu Charlton um að Hermann Hreiðarsson verði ekki í landsliðshópi Íslands sem mæt- ir Þýskalandi í Hamborg 11. október. For- ráðamenn liðsins segja að Hermann sé ekki búinn að ná sér eftir meiðsli og hann hafi lítið getað æft með knött og þess vegna sé hann ekki tilbúinn að leika lands- leikinn í Hamborg. „Hermann kemur til Hamborgar. Við munum láta lækni okkar og sjúkraþjálfara kanna ástand hans. Það eru þeir sem segja hvort Hermann sé tilbúinn í slaginn eða ekki,“ sagði Ásgeir Sigurvinsson landsliðsþjálfari. Ef Hermann er ekki klár í slaginn er hann fjórði leikmaðurinn sem lék gegn Þjóðverjum á Laugardalsvellinum sem verður ekki með í Hamborg. Heiðar Helguson og Lárus Orri Sigurðsson eru meiddir, Jóhannes Karl Guðjónsson er í leikbanni. Charlton vill ekki sleppa Hermanni Morgunblaðið/Brynjar Gauti Hermann Hreiðarsson og Oliver Kahn, markvörður Þýskalands. BANDARÍKIN slógu Noreg út í átta liða úr- slitum í heimsmeistarakeppni kvenna í fyrri- nótt með 1:0 sigri. Um leið varð ljóst að norsku stúlkurnar fá ekki tækifæri til að verja Ólympíumeistaratitilinn í Aþenu á næsta ári þar sem þær náðu ekki að tryggja sér keppnisrétt þar. Tvö Ólympíusæti standa Evrópuþjóðum til boða á HM og nú er ljóst að það verða Svíþjóð og annaðhvort Þýskaland eða Rússland sem hreppa þau. Bandaríska liðið hafði talsverða yfirburði gegn því norska en þó skildi aðeins eitt mark, sem Abby Wambach skoraði á 20. mínútu, þau að. Hún skoraði með hörkuskalla eftir aukaspyrnu en hún hafði átt svipaðan skalla í þverslána strax á fimmtu mínútu leiksins. Bandaríkin leika við Þýskaland eða Rúss- land í undanúrslitum en sá leikur hófst um það leyti sem blaðið fór í prentun í nótt. Þær norsku ekki til Aþenu Ranieri er bjartsýnn
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.